Tíminn - 01.03.1955, Qupperneq 4

Tíminn - 01.03.1955, Qupperneq 4
6 .X' ' TÍMINN, þriðjudaginn 1. marz 1955. 49. blað, ð Útgerðin þolirekki kauphækkun nema hún fái útgjaldaaukninguna bætta Greinargerð frá Laisclssaiiiliaiuii íslenzkra útvegsmanna í tilefni af kauphækkunar- kröfum þeim, sem stærstu verkalýðsfélögin í landinu hafa nú borið fram, vill Landssamband íslenzkra út- vegsmanna gera grein fyrir afkomu bátaútvegsins og tog araútgerðarinnar á undan- förnum árum og viðhorfi út- vegsmanna til þessara krafna. Kauphækkunarkröfur þess ar, miðað við dagvinnukaup verkamanna nema frá 37,2% og allt að 59,78% hækkun frá núgildandi samningum og miðað við þriggja stunda eftirvinnu frá 55,89% og allt að 78% hækkun. Vélbátaútvegurinn og tog- araútgerðin hafa verið rek- ín með stórkostlegu tapi á undanförnum árum og hafa útgerðarmenn bæði vélbáta og togara orðið að leita að- stoðar hjá ríkisstjórn og Al- þingi til þess að forðast rekstrarstöðvun vegna tap- reksturs. Aðstoðin til vélbátaútvegs- ins hefir verið veitt í því formi, að vélbátaútveginum hefir verið leyft að selja hluta af gjaldeyri þeim, er fæst fyrir bátaafurðir, aðrar en síldarafurðir og lýsi, með verulegu álagi, og tekjurnar af þessari sölu verið notaðar til þess að halda uppi fisk- verðinu og greiða niður hluta af útgerðarkostnaði. Þessi aðstoð hefir verið veitt vél- bátaútveginum síðan í árs- byrjun 1951. Fyrirgreiðsla sú, sem bátaútveginum hefir ver ið látin í té með réttinum til áiags á hluta af gjaldeyrin- um, hefir komið í veg fyrir taprekstur hans. Reikningaskrifstofa sjávar- útvegsins, sem er opinber stofnun, hefir gert skýrslu um afkomu fjölda vélbáta á árunum 1947 til 1953 að báð- um árunum meðtöldum. Skýrslur þessar ná til vél- báta úr öllum fjórðungum landsins. Árið 1947 eru skýrsl ur yfir 139 báta og reyndist tap þeirra kr. 6.731.820,00 en það ér meðaltekjuhalli 11,36 % af tekjuupphæðinni. Árið 1948 eru skýrslur um 165 báta og reyndist tap þeirra sam- tals kr. 17.017.538,00 en það er til jafnaðar 32,12% af tekjuupphæðinni. Árið 1949 eru skýrslur yfir 175 báta og reyndist tap þeirra samtals kr. 16.582.387,00 en það er til jafnaðar 29,23% af upphæð teknanna. Árið 1950 eru skýrslur yfir 160 báta og reyndist tap þeirra kr. 17.220. 093,00 en það er til jafnaðar 26,57% af upphæð teknanna. Árig 1951 eru reikningar yfir 115 báta og reyndist tap þeirra kr. 6.723.997,00 en það er til jafnaðar 9,88% ^ af upphæð teknanna. Árið 1952 eru reikningar yfir 117 báta og reyndist tap þeirra kr. 16.051.551,00 og er það til jafnaðar 25,33% af upphæð teknanna. Árið 1953 eru skýrslur yfir 135 báta og nemur tap þeirra samtals kr. 13.095.085,00 eða til jafnaðar 14% tap af tekjuupphæðinni. Af þessum skýrslum sést 1 jóslega, að mikill taprekst- ur hefir verið hjá vélbáta- flotanum þau ár, sem skýrsl urnar ná til, og svipaður tap rekstur hefir verið á sl. ári og var árið 1953, því að þótt vetrarvertíðin væri hagstæð- ari 1954 en árið á undan, þá varð síldarvertíðin sú næst- lélegasta, sem komið hefir. Reikningaskrifstofa sjávar- útvegsins hefir þau ár, sem hér að framan er getið, feng ið reikninga frá um 40% af vélbátaflotanum, og á þess- um árum, 1947—1953, hefir meðaltapið á bát á ári hverju numið frá 48 þús. kr. árið 1947, þá hefir minnst tap orðið á rekstrinum en mest 1952 eða um 130 þús. kr. á bát. Árið 1953 nam tapið um 97 þús. kr. á bát. Heildartapið hjá þeim 135 vélbátum, sem skýrslurnar ná til árið 1953, nemur sam- tals kr. 13.095.085,00. Hjá öll um vélbátaflotanum, sem var 311 bátar talsins, nemur tap ið 32 til 33 milljónum króna á þessu eina ári, ef reiknað er með sama tapi hjá þeim bátum, sem Reikningaskrif- stofan hefir ekki reikninga frá og hinum, sem hún hefir reikninga fyrir, sem vera mun mjög nálægt lagi. Eins og áður segir, er svipaður taprekstur hjá vélbátaflotan um árið 1954. Samkvæmt þingsályktun 13. apríl 1954, voru eftirtald- ir menn kosnir í nefnd til þess að athuga hag útgerð- arinnar: Björn Ólafsson, alþm., formaður, Davíð Ól- afsson, fiskimálastjóri, Emil Jónsson, alþm., Hermann Jónasson, alþm., Jóhannes Eliasson, héraðsdómslögm., Lúðvík Jósefsson, alþm. og Ólafur Björnsson, prófessor. í áliti nefndar þessarar seg- ir m. a.: „Nefndin er þess vegna sammála um að álykta, að ekki sé um minna rekstrar- tap að ræða en kr. 400.000,00 á hvern togara að meðaltali. Er sú upphæð ákveðin m. a. með tilliti til þess, að rekstr- arreikningar útgerðarfélag- anna sjálfra fyrir árið 1953 sýndu um 400 þús. kr. meðal rekstrarhalla. Þótt fyrningarafskriftir séu töluleg útgjöld, verðtur út- gerðin ekki rekin á heilbrigð an hátt, nema útgerðin geti lagt fé í fyrningasjóð á venjulegan hátt. Þess vegna verður að gera ráð fyrir, til viðbótar ofangreindu tapi, fyrningarafskrift af hverju skipi, er nemiir að jafnaði kr. 250.000,00“. Framangreind skýrsla er miðuð við árið 1953, en síðan hafa kaupgjaldsgreiðslur til áhafna togaranna verið hækk aðar sem ntmur ca 450 þús. kr. á skip yfir árið. Þar við bætist aflabrestur á vetrar- vertíð 1954. Hins vegar var ákveðið með bráðabirgðalögum í ágústmánuði 1954, að veita hverjum togara 2000 króna útgerðarstyrk á hvern út- lialdsdag frá þeim tíma og var teknanna aflað með auka álagi á bifreiðainnflutningi. Þrátt fyrir þessa aðstoð er stórkostlegur taprekstur á togaraútgerðinni, svo reynzt hefir erfitt að halda henni áfram við núverandi aðstæð- ur. Útgerð vélbátaflotans og togarai'.na stendur svo höll- um fæti, að við stöðvun hef- ir legið um árabil, þrátt fyr- ir það að afurðasalan hefir gengið cvenju vel og greið- lega cg þann mikla stuðn- ir-.g, sem látinn hefir veriö í té af hálfu ríkisins. Orsakirnar til þessa erfið leika útvegsins, eru hinn hái framleiðslukostnaður, er stafar af háu kaupgjaldi og verðbólgu í landinu. Vér ís- lendingar getum ekki ráðið vcrðlagi afurða vorra á er- lendum markaði, heldur verð utr. að sclja þær við mark- aðsverði í samkeppni v.’.ð framleiðslu annarra þjóða, þar sem kaupgjald allt og framleiðslukostnaður er miklu lægri en hér á landi. Verður því oft að selja íslenzkar út- flutningsvörur lengt undir kostnaðarverði þeirra. Vélbáta- og togaraútgerð- in hefir átti við svo mikla örðugleika að etja, á undan- fcrnum árum, af þeim ástæö um, er að framan getur, að útilokað er, að henni verði haldið áfram, ef kaupgjald og framleiðslukostnaður hækkar, nema útgjaldaaukn ingin verði borin uppi með framlagi úr ríkissjóði, leið- réttingu á gengisskráningu eða á annan hátt. Verði samið um kauphækk anir, án þess að bæta útgerð inni jafnhliða útgjaldaaukn inguna, sem af þeim stafar, er bæði vélbáta- og togara- útgerðinni íþyngt svo, að ekki er kleift að halda út- gerðinni áfram. Samþykkir fulltrúafundur L. í. Ú. því, að tilkynna deilu (Framhald á 6. slðu) Ekið á bílum inn eftir gijúfri Jökulsár í Lóni Efni fluft í gang'naskála að Kollunnila Frá fréttaritara Tímans í Hornafirði. Nýlega íóru menn með efni í nýjan leitarmanrzaskála úr Lóni inn að Kollumúla. Var ekið á bílnm upp eftir ísi- lagðri Jökulsá í Lóni og gekk ferðm vel. Við Kollumúla var gamall torfkofi, sem nú verður reistur veglegri en fyrr. Flutningsmenn fóru fyrst lausakandi til að kanna leið ina og fóru fyrst inn aura Jökulsár, en þegar kom að gljúfrinu, sem hún fellur í á alllöngum kafla þarna ofan úr fjöllunum, óku þeir eftir gljúfrinu endilöngu á ísi- lagðri ánni, og var þar gott færi. Á heyjasleðnm. Næst lögðu þeir af stað á jeppum með efniviðinn í skál ann á heyjasleðum aftan í og gekk flutningurinn vel á áfangastað. Miklu minni snjór er sagður barna inni á íjöllunum en niðri í byggð. AA. Jón Leifs tónskáld hefir sent eftir farandi pistil um iistamannaþrætur og lausn þeirra: leiga á sviði listmenningar, — og það er gott, — hvað sem öðru líöur. „/ blöðum hér hafa birzt margar og langar greinar um þrætur mynd listarmanna. Fáir lesendur hafa fylgst með skrifunum eða lesið þau — ekki heidur sá, er þetta ritar. Hins vegar hefir verið safnað spurningum og svörum til birtingar um þessi mál, — eins og jist verði dæmd með handauppréttingum og atkvæðagreiðslu. Menn eru spurðir um list, sem vitað er, að hafa hvorki skilningarvit né skólun til þeirra hluta. Slíkt er ósamboðið menningar þjóð á tuttugustu öld. /slendingar eru menningarþióð, en þó ekki lengur bókmenntaþjóð eingöngu. Alþýðumenning sú, er stóð lengi og stendur enn á grunni hins talaða og ritaða máls, er ekki lengur höfuðstoð íslenzks frelsis og íslenzks frama meðai menntaþjóða heims. Þetta verð'ur einmitt Ijóst af deilum þeim, er að framan greinir. Undirritaður hefir jafnlítið vit á myndlist og flestir spyrjendur og svarendur í listmálum þeim, ec um er talað nú, — en honum virðist, fljótt á litið, sýning sú, er valin hefir verið hér til sendingar til Rómaborgar, muni vera einmitt vel valin með tiiliti til þeirra sjónar- miða, sem eru almennt gildandi úti um heim varðandi framkomu sam- timalistar, bæði í tónlist og mynd- list. Höfuðáherzla er ævinlega lögð á að sýna þróun og tilraunir, sem benda í framtíðarátt, en þurfa ekki að hafa í sjálfu sér mikiö listgildi, enda verður ekki dæmt um það fyrr en að löngum tíma liðnum. — ís- lenzka deild Rómarsýningarinnar virðist bera vott um, að ísland er engin stirðnuð „provins“ eða hjá- Hjns vegar mun flestum virðast fáránlegt að menn segi sig úr stétt- arfélögum, þótt þeim kunni að mis- líka eitthvað í bili, og réttmætt er að láta slíka „stéttsvikara" þá bera fulla ábyrgð á sínum aðgerðum, sem vel hefði mátt'forðast, ef til hefði verið biðlund ög félagsþroski. NB. Athugasémd þessi var skrifuð áður en menntamálaráðuneytið felldi úrskurð sinn í málinu“. Þá hefir Sn. J. beðið fyrir eftir- farandi pistil um Varabálk: „Varabálk Sigurðar Guðmunds- sonar eignaðist ég árið sem hann kom í annarri útgáfu. Þá lærði ég hann utanbókar, enda er hann auð- lærður, svo mjög sem höfundurinn skoröar mál sitt rími. En ekki vildi ég láta hlýða mér yfir rímu þessa nú eftir 55 ár. Nýlega var lesið í útvarpið nógu mikið úr henni til þess, að allir, sem heyrðu, áttu að geta sannfærzt um það, hvílík ger- semi hún er. Mundi nú vera von- laust um að selja hana í nýrri út- gáfu einmitt fyrir það, hve góð hún er? Skemmtilegt væri það, að sjá Varabálk verulega vel og snoturlega útgefinn á ný. Helzt ætti þá að fylgja honum ný ritgerð um höfund inn, hver sem kann að finnast þeim vanda vaxinn, að skrifa hana. Það var tjón að síra Þorkell Bjarnason skyldi ekki rita meira um Sigurð en hann gerði. Hann gát sagt frá honum af eigin kynnum, en var bæði glöggur, sánnorður og ritsnjall. Vill nú ekki eirifivér híima betri for- leggjara íhuga þetta iriál?" Sn. J. hefir iokið máli sinu. Starkaður. Í5555S5555555555555S555SS55555555555555555555S555S5S5S5S5?. 555555555s555ffl Hræðist ekki frost „Aklathene“ plastik vatnspípurnar springa aldret. Þær tærast ekki heldur. Eru léttar í meðförum og sterkar. — Koma í 500 feta rúllum. Endast endalaust Umboðsmenn: Kristjdnsson h.f. Borgartúni 8, Rvík. Sími 2800

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.