Tíminn - 01.03.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.03.1955, Blaðsíða 5
49. blað. TÍMINN, Iirz'Sjudaginn 1. marz 1955. Þrtð|ud. 1. marz Sögulegasta málið á Alþingi Nær mánuður er nú liðinn síðan Alþingi kom aftur sam an til starfa. Það verður ekki sagt ag mörg eða stór tíð- indi hafi gerst á þinginu þennan tíma. Þó hefir þar verið tekið til meðferðar eitt stórt og sögulegt mál, bruna- tryggingamálið. Afgreiðslu þess verður áreiðanlega lengi minnst vegna þess, að það er mjög lærdómsríkt um vinnu- brögð flokkanna. Fyrir þinginu hafa legið tvö frumvörp um brunatrygg ingamálin. Annað þeirra, var frá Framsóknarmönnum og fjallaði um að gefa bruna- tryggingarnar alveg frjálsar. Hitt frumvarpið var frá Sjálf stæöisflokknum, kommúnist- um og öðrum stjórnarand- stæðingum og fjallaði um það að viðhalda einokun Brunabótafélagsins í nokkuð mildara formi en verið hefir hingað tií. Frumvarp Framsóknar- manna var byggt á því, ag samkeppni myndi henta bezt 'á þessu sviði, þar sem starf- andi séu nú allmörg trygg- ingarfélög í landinu. Einok- un sú, sem Brunabótafélag íslands hefir haft, var rétt- lætanleg á þeim tíma, þeg- ar engin önnur tryggingar- félög voru til í landinu. Hins vegar hefir hun reynzt illa til lengdar, eins og sést á því að iðgjöldin eru nú yfirleitt a. m. k. 40% hærri en þau þyrftu að vera og myndu vera, ef samkeppnin ríkti á þessu sviði. Þess vegna er það áreiðanlega hagkvæmt húseigendum að brunatrygg ingar verði gefnar frjálsar. Þess hefði mátt vænta, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fúslega styðja þetta frum- varp, þar sem hann þykist fylgja frjálsræði og heil- brigðri samkeppni. Svo reynd ist þó ekki. Sjálfstæðisflokk- urinn snerist hér gegn yfir- lýstri stefnu sinni eins og svo oft áður og vann það til að hafna samvinnu um málið við samstarfsflokk sinn í ríkisstj órninni og taka í staðinn upp samstarf við kommúnista, er hann þykist þó fordæma. í Reykjavíkur- bréfi Mbl. í fyrradag er sú höfuðskýring gefin á þessari afstöðu, að frjálsræðið myndi reynast heppilegt fyrir eitt af dótturfyrirtækjum SÍS, Samvinnutryggingar, eða m. ö. o. Sjálfstæðisflokkurinn óttast, að Samvinnutrygg- ingar verði einkafélögunum hlutskarpari í samkeppni. Þetta mátti ekki gerast, að dómi Sjálfstæðisflokksins, þótt það væri húseigendum hagkvæmt. Á þessu sést bezt, að Sjálfstæðisflokkurinn er fús til að varpa frjálsræðis- kenningum sínum fyrir borð og ganga til liðs við þving- anir og einokun, ef hann tel- ur sig þannig geta hamlað gengi samvinnunnar. Þess hefði einnig mátt vænta, þótt Sjálfstæðisflokk urinn skærist úr leik, að stj órnarandstæðingar veittu frv. Framsóknarmanna lið- veizlu. Stjórnarandstæðingar látast nú mjög fylgjandi öll- Ræða fjármálará< (Framhald af 1. síðu.) Allar greiðslur á rekstrar- reikningi umfram fjárlög, aðr ar en vegaviðhald og niðui- greiðslur, hafa þá numið rúm- lega 18 millj. Mikill hluti þess ara fjárhæða eru lögboðin út- gjöld, en nokkur hluti er á rekstrarliðum, sem reynst hafa of lágir í fjárlögum, þótt reynt hafi verið að veita aðhald. Umframgreiðslur þess ar stafa að talsverðu leyti af því, að lögboðin útgjöld og önnur óhjákvæmileg útgjöld eru blátt áfram ekki áætluð af nægilegri framsýni hjá stofnunum þeim, sem eiga að vera þessum hnútum kunn- ugastar. Greiðslur á 20. gr., sem ekki eru á sjálfu útgjaldayfirliti fjárlaganna, þótt þær séu greiddar samkv. 22. grein fjár laga margar hverjar, og aðr- ar samkv. lögum og sérstök- um heimildum, eru þessar helztar: Samkvæmt heimild á 22. gr. fjárlaga. Til Sementsverksmiðju ............... ... 1.000.000,00 Til Flugmálaframkvæmda .................. 810.000,00 Lán til atvinnuaukningar .............. 3.810.000,00 Lán til Sölufélags garðyrkjumanna ....... 300.000,00 Aukið hlutafé í Skallagrími h.f............... 600.000,00 i 6.520.000,00 Umframgreiðslur vegna ríkisábyrgða: Umfram áætlun á 20. gr. ......... 704.968,00 Vegna Áburðarverksmiðju ......... 949.000,00 Vegna vanskila á togaralánum .. 2.518.000,00 Vegna Landshafnar í Keflavík .. 322.300,00 Samtals 4.494.268,00 (en áb. gr. eru þá alls 4.494h-8704=13.198) Greiðslur samkv. lögum um land- og lóðakaup 726.216,00 Greidd gömul skuld v/viðgerðar á Esju .......... 1.320.000,00 Geymt vitagjald samkv. lögum ................... 712.000,00 Geymt til Stjórnarráðshúss samkv. þál........... 2.000.000,00 Aukið rekstrarfé ríkisstofnana ................. 4.300.000,00 Samtals kr. 20.072.484,00 Þetta yfirlit um greiðslur á 20. grein sýnir því, að þær 20 millj. króna, sem greiðslur á 20. grein nema meiru en fjár- lögin gerðu ráð fyrir, eru yf- irleitt borgaðar samkvæmt sérstökum heimildum Alþing- is, samkv. lögum og þingsá- lyktunum frá Alþingi og vegna ríkisábyrgða. Þessar greiðslur eru því alls ekki raunveruleg- ar umframgreiðslur í venju- legri merkingu þess orðs. í hvað fara umfram- tekjurnar? Eins og ég hefi frá skýrt, urðu umframtekjur á rekstr- arreikningi um 94 millj., og á 20. grein um 3 millj. 750 þús. Umframtekjur samtals urðu því rúmar 97 millj. Greiðslu- afgangur skv. bráðabirgðayfir litinu verður um 35 millj. kr., 62 milljónum hefir því verið ráðstafað í stórum dráttum þannig, samkvæmt því, sem ég hefi nú upplýst: I. Greitt samkv. sérstökum ákvörðunum og heimildum Alþingis í lögum, þingsálykt- unum og á 22. gr. fjárlaga (sumt lagt til hliðar, svo sem v/stjórnarráðshúss og nýrra vita.) ............................ 24.500.000,00 II. Útlagt v/ríkisábyrgða umfram fjárlög (hefir þá samtals verið lagt út v/ríkis- ábyrgða á áririu 13,2 millj. kr.) .......... 4.500.000,00 III. Umframgreiðslur vegna niðurborgana á verðlagi 5,4 millj. + umframgreiðslur v/ vegaviðhalds 4,0 millj............. 9.400.000,00 IV. Aðrar umframgreiðslur bæði á lögboðn- um útgjöldum og rekstrarliðum ........... 18.200.000,00 V. Aukið rekstrarfé ríkisstofnana ......... 4.300.000,00 VI. Greidd gömul skuld v/viðgerðar á mótor- skipinu Heklu ............................ 1.300.000,00 Samtals kr. 62.200.000,00 Þetta yfirlit sýnir, að Alþingi hefir sjálft ráðstafað 24,5 millj. af umframtekjunum fyr irfram og Alþingi mun ráð- stafa greiðsluafganginum 35 millj. Alþingi mun því ráð- stafa beinlínis 59,5 millj. af umf ramtekj unura. Mismunurinn, 38 millj., hef- ir farið í ríkisábyrgðatöp, vega um aðgerðum til að hamla gegn dýrtíð og óþörfum álög- um. Hér áttu þeir gullið tæki færi til að styðja ráðstöfun, er alltaf hefði lækkað bruna tryggingariðgjöldin um 40%. Samanlagt hefði það sparað landsmönnum margar millj. kr. á ári. í stað þess að stuðla að þessu, greiddu þeir at- kvæði gegn því. Af því má bezt marka, hve mikils er að vænta af stj órnarandstæð- ingum sem skeleggum bar- áttumönnum gegn dýrtíð- inni. Niðurstaðan hefir því orð- ið sú, að frv. Framsóknar- manna hefir verið fellt, en einokunarfrumvarpiö siglir hraðbyri gengnum þingið. Sjálfstæðisflokkurinn og fylgiflokkar hans geta því hrósað sigri að sinni. Barátta Framsóknarmanna og starf- semi Samvinnutrygginga verða þó sameiginlega til þess, að Brunabótafélagið mun neyðast til að lækka ið- gjöldin verulega. Meg því hef ir nokkur sigur unnist, þótt hann hefði getað orðið meiri, ef einokunarhömlunum hefði alveg verið aflétt. Það hefir sannast hér sem oftar, að það eru Framsóknarmenn, er hafa forustu um að dregið sé úr óeðlilegum milliliða- kostnaði og brotin niður sér- réttindi, sem eru almenningl óhagstæð. Það mun veita þeim aukin styrk og fylgi til þess að halda áfram barátt- unni, unz fullur sigur er unn inn í þessu máli og öðrum hliðstæðum því. viðhald, niðurgreiðslur, aukið rekstrarfé og loks venjulegar umframgreiðslur, sem aö mikiu leyti eru lögboðin út- gjöld, en áætiuð lægra en þurft hefði að gera. Grciðsluafgangurinn. Samkvæmt bráðabirgðayfir- litinu nemur greiðsluafgang- ur rétt um 35 millj. króna. Af því fé hefir ríkisstjórnin með samþykki þingmeirihíut- ans, sem hana styður, ráðstaf- að til Ræktunarsjóðs og Fisk- veiöasjóðs, 16 millj. kr., 8 millj króna til hvorrar stofnunar um sig. Ræktunarsjóður og Fiskiveiðasjóður eru meðal hinna þýðingarmestu lár.s- stofnana. Varð . þeim mjög fjárvant í haust, og er raunar því miður ennþá. Var til þess gripið að bæta nokkuð úr af ríkisfé. Verður leitað samþykk is og staðfestingar Alþingis á þessari ráðstöfun, en þing- fylgi fyrirfram tryggt, eins og ég sagði áðan, enda aldrei til þess komið, að féð hefði verið fram lagt, hefði ekki legið fyr ir samþykki meirihluta alþing ismanna. Drögum við þessar 16 millj frá greiðsluafganginum verða eftir 19 milljónir. Því miður er það smávægileg fjárhæö. Hefði sannarlega þurft að vera hærri, til þess að vega á móti þeirri ofþennslu í fjár- hagskerfi landsins, sem mjög veröur vart, að ég nú ekki tali um, ef ríkissjóður ætti að vera þess megnugur að hjálpa til að leysa þau fjáröflunarvanda mál, sem fastast knýja nú. Þessi fjárhæð þyrfti að geta gengið, til þess að grynna á lausaskuldum eilítið og til framkvæmdasjóðs.sem geymst gæti, þangað til honum yrði varið til gagnlegustu fram- fara, án þess að með þvi væri framleiðslustarfsemi og efna- hagskerfi landsins fært úr skorðum, vegna of örrar fjái- festingar og þar af leiðandi skorts á vinnuafli. Það væri skynsamleg stefna nú að hafa gréiðsluafgang, sem lagður gæti orðið til hlið- ar í þessu augnamiði. Það mundi styrkja peningakerfið — vinna móti verðhækkun- um og verða drjúgt til atvinnu jöfnunar og aukinna fram- kvæmda, þegar til lengdar lætur. En þessi fjárhæð verður smá, þegar rætt er um þetta markmið. Ennþá Ijósara verð- ur þö, að ríkissjóður hefir því miður ekki fyrningar eftir þetta góða ár, er leysa mikinn vanda, þegar athuguð eru öll þau fjáröflunar- og greiðslu- vandamál, sem verið er að glíma við þessar vikurnar. Ég nefni nokkur, til þess að bregða ljósi yfir viðfangsefn- in. Fyrirsjáanlega þarf meira fé í raforkuáætlun ríkisstjórn arinnar, en gert var ráð fyrir í byrjun. Er það ekkert nýtt, að slíkar framkvæmdir verði fjárfrekari en í öndverðu er ætlað. Sparifjárbætur þarf að greiða lögum samkvæmt og það helzt í peningum. Rækt- unarsjóður er févana eins og stendur og óafgreiddar eru meira að segja mjög margar lánbeiðnir út á framkvæmd- ir fyrra árs. Veðdeild Búnað- arbankans skortir starfsfé Kskiveiðasjóð vantar fé. ó- greiddar eru milljónir og aít- ur milljónir upp í hafnargerö- ir og skólabyggingar. Fjárþörf er brýn til íbúðalána í sveit- um, kauptúnum og kaupstöð- um. Fjár er vant til þess að endurbyggja hrynjandi stór- brýr. Handbært fé til sjúkra- húsabygginga er sárgrætilega lítið miðað við þörfina og það. sem færst hefir verið i fang Þetta eru aðeins dæmi um verkefnin, en ekki tæmandi upptalning á þeim framfara- málum, sem fé skortir til, eins og nærri má geta. En það verð ur ekki mikið úr 19 milljónum andspænis þessu, þótt ekki sé fleira til tekið. — Ennþá minna þó, ^egar þess er gætt, að greiðsluafgang ríkissjóðs hefði þurft að leggja til hlið- ar, til þess að auka fram- kvæmdir síöar, en draga úr ofþennslu nú. Það mun koma fram síðar á háttv. Alþingi, hvað ríkis- stjórnin leggur til að gert verði í þessu máli. Greiðsluafgangur ríkissjóðs á síðastliðnu ári er óneitan- lega minni en hann hefði þurft að vera í jafn óvenju góðu ári. Leit út fyrir fram- an af árinu, að afkoma ríkis sjóðs myndi verða enn betri, en hún hefir orðið. Tekjur voru á þeim tíma veruleg- um mun hærri en í fyrra. á síðustu mánuðum ársins varð á þessu breyting og dró úr tekjunum samanborið við það, sem verið hafði fram- an af árinu. Þag má þö segja að afkoma rikissjóðs á síðast liðnu ári hafi orðið dágóð, en alls ekki óvenjulega góð, og ekki nógu góð, þegar litið er á þá miklu þennslu, sem nú er í þj óðarbúskapnum. Ríkissjóður hefði þurft að hafa verulegan greiðsluaf- gang, til þess að vega á móti ofþennslu annars staðar í fjárhagskerfinu. Leggja hefði þurft fé til hliðar beinlinis og verja til nauðsynlegra framkvæmda síðar, þegar minna var um að vera hjá öðrum aðilum. Greiðsluafgangur hefði get að orðig allmiklu meiri en raun er á, ef Alþingi hefði ekki með löggjöf og með því ag samþykkja heimildir, sem átti að nota, ráðstafað fyrir- fram milljónatugum af um- framtekjunum eða samtals 24,5 millj., samkvæmt því, sem ég gaf yfirlit um hér áðan. Kröfur um fjárfram- lög úr öllum áttum eru há- værar og pressa svo mikil á lögð. Hélzt háttvirtri ríkis- sjórn því ekki vel á fé, þótt þörf hefði verið á öðru, til þess að styrkja afkomu þjóð arinnar út á við og truna á fjármálakerfi landsins inn á við. Stjórnarandstaðan hér á háttvirtu Alþingi hefir það einkennilega sjónarmið, að hún telur til ódáða, ef greiðslu afgangur kemur fram. Er þó meira en skrítið ag svo skuli vera, þegar litið er á öll hin ólevstu veikefni. Á hinn bóginn mun verða haldið fast við það grund- vallaratriði að hafa greiðslu- hallalausan ríkisbúskap. Geta menn þá af og til orðig að gera sig seka um þann „glæp“ að hafa fremur afgang en hitt. Annars væri nokkurn veginn vist, að menn mundu lenda „vitlausu megin við strikið" af og til — og fá greiðsluhalla á ríkisbúskap- inn. Greiðsluhallalaus ríkisbú- skapur hefir stuðlað að frjáls ari v’ðskiptum, stöðugu verð- lagi, aukinni framleiðslu, auknum sparnaði, aukinni atvinnu og velmegun yfir- leitt. Það eru til öfl í þjóðfél. sem telja sig geta sett verðbólgu- hjólið af stað aftur, þrátt iyrir greiðsluhallalausan rík (Framhald á 6. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.