Tíminn - 02.03.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.03.1955, Blaðsíða 3
50. blað. TÍMINN, migvikudaginn 2. marz 1955. Á skólamálafundinum voru málin rædd af skilningi, viðsýni og alvöru Eins og sagt var frá hér í blaðinu í gær, tókst skólamála- iundurinn á sunnudaginn ág-ætlega. Verðwr hér fluttur stuttWr útdráttwr úr framsöguræðum og almennum um- ræðum á funðinum. Fundarstjóri var sér Gunnar Árnason. Frummælenc ur voru þeir Bjarni Bjarnaso7i skólastjóri og Jónas JósteinssoTi, yfirkennari, og gaf fundarstjóri Bjarna fyrr orðið. Nemandinn þarf að eiga kost á hvfld eftir barnafræðsluna Bjarni Bjarnason hóf mál sitt með því, að menn þyrftu að venja sig á að hugsa um uppeldismálin með gleði, skynsemi og al- vöru. Dppeldisvandkvæðm væru alls ekki óviðráðan- leg þeim, sem vildu vinna að lausn þeirra í antía vel- vilja og víðsýni. Megin hluti ræðu hans fjall aði um aldursskeiðið frá fermingu til 16 ára, og vanda mál þess, enda léki á þvi nokkur vafi hvernig haga eetti afskiptum hins opinbera eimitt á þessu aldursskeiði. Hann benti á, að yfir 20 •þús. börn og- unglingar stunda órlega nám í barnaskólum og til loka gagnfræðastigsins. Um 1100 kennarar störfuðu við þessa sömu skóla og af 66 milljónum, sem hig opin- bera veitti þetta ár til kennslu Cg uppeldismála í landinu Jæru 45 milljónir til þessara fekóla. Kvaðst hann nefna þessar tölur til að sýna hversu mikið væri hér í húfi bæði fyrir nemendur og eins fyrir þjóðfélagið í held. Heimilið varðar mestu. Pé. ræddi Bjami þá þætti í lífi barnsins og unglings- ins, sem mestu réðu um upp eldis- og skólastarfið. Nefndi hann fyrst heimilið, taldi þess hlut mikilvægastan. Foreldrishlutverkið væri einkum í því fólgið að skapa með barnínu hið blessuTi- arríka hwgcrfar. Þetta væri fyrst og fremst undir því komið, hvort framkoma for eldra við börnin markaðist af góðvilja gagnvart hinum erfiðu daglegu viðfangsefn- um unglinganna. Reglu- sémi og vinnusemi væru og mikílvæg atriði. Næst heimilinu taldi hann kennarann. Hann yrði um- fram allt að vera mannvin- úr, en jafnframt vel upplýst ur, réglusamur og hófsamur. í þriðja lagi kæmu svo til greina lög þau og xeglur, sem skólinn, kennarar og nem- endur ættu við að búa. Fjórði þátturinn í uppeldisstarfinu væru skólahús og tæki, sem vissulega skiptu miklu máli. Námsárangur lélegri en áður. Þá drap skólastjórinn á xeynslu sina af skólahaldi og námsárangri í sínum skóla fýrir og eftir að nýju skóla- lögin svonefndu frá 1946 voru sett. Taldi hann það ótvírætt reynslu sína, að nemendur Héraðsskólans á Laugar- vatni næðu nú mínni á- rangri en áðnr við námið. Orsakir þessa taldi hann einbwm þrjár: í fyrsta lagi skólafólkið væri yngra en áður, námsefnið þyngra og í þriðja lagi fjölbreyttara daglegt líf, sem truflaði nemendur víð námið. Með nýju fræðslulögunum hefði skólaskylda verið hækk uð upp í 15 ár. Þetta hefði Bjarni Bjarnason raunar ekki verið fram- kvæmt verulega nema í bæj- um og þéttbýli. En við það að fella héraðsskólana inn í fræðslukerfið nýja hefði að- staða þeirra gjörbreytzt. Áð- ur hefðu r.emendur komið þangað af eigin hvöt eftir að hafa verið við hvers konar störf um nokkur ár eftir barnaskóla. Þeir hefðu því verið þroskaðir, óþreyttir af skólanámi cg áhugasamir. Árangur námsins hefði orðið eftir því. Nemendur skólans skv. liinum nýju lögum væru flestir á aldrinum 14, 15 og 16 ára og kæmu þangað beint úr barnaskólum. Reynslan hefði orðið sú, að þessum unglingum notaðist námið miklu verr en áður. Þeir tækju illa eftir og áhuginn núnni. Viö þetta bættist svo það, að skv. hinum nýju lögum hefði námsefnið þyngzt. Taldi skólastjórinn þetta at- riði mjög athyglisvert og í- skyggiiegt. Samræmi yrði að vera milli þroska nemand- ans og námsefnsins. Truflandi áhrif. Enn kæmu hér til greina hin mörgu truflandi áhrif, sem unglingurinn verður fyrir í daglegu nútíma lífi. Hann hefði minna næöi, skemmtanir sæktu að og reglusemi færi hrakandi að sama skapi. Að lokum kom skólastjórinn með nokkrar tiJIögur til útbóta. Var það fyrst, að skyldu- aldminn skyldi lækkaður í 13—14 ára aldur. Þó yrði þeim bæjar- og sveitarfélög- um, sem þess óskuðu, heim- ilt að hafa skólaskyldu til 15 ára, en þeir greiddu þá meiri liluta af kennslukostnaði en nú er gert. í öðru lagi breyta náms efni þannig og létta, að það verði við hæfi meðalnem- anda. Námsgreinum yrði fækkað og lesefni stytt, en hins vegar reynt að kenna til nokkurrar hlítar sem yfir er íarið. Námsefnið gert raun- hæfara fyrir nemandann, t. d. meira um island, atvinnu- vegi og þjóðJíf? en nú er. 1 þriðja lagi, að skólalög- gjöfinni verði breytt þannig, að þeir sem vilja, eigi þess kost að hætta skólanámi um skeið að loknu barnanámi. en hverfa síðan aftur í skóla, ef þá langar til af sjálfsdáð- vm. Biðtími þess myndi leiða til þess að æskufólkið kæmi þroskaðra í skólana en nú. í fjórða lagi lagði Bjarni til, að skólatíminn yrði ekki lengri en 7 mánuði og stæði aðeins frá 15. okt.—15. maí ár hvert. í fimmta lagi kennutum yrði greidd sómasamleg árs- laun meðal annars með bað fyrir augum að námstíminn losni úr sambandi við hags- muni kennaranna Þó að pen ingarnir væru góðir, væri þó æskulýðurinn meira virði Höfuðmarkmið alls uppeld- is- og fræðslustarfs yrði að vera alþýðuheill. Áhrif umhverfisins á einstaklinginn Jónas Jósteinsscn, yfir- kennari, hóf mál sitt með því að segja, að ætlun sín með þessu erindi væri að ræða skólamálin frá sjónar- miði reynslu sinnar sem starfsmanns íslenzks skóla í nærfellt 35 ár og reyna að fá fundarmönnum nokkurt umhugsunarefni að Ioknum þessum fundi. Hann mundi að mestu miða ræðu sína við Almennar umræður Að loknum framsöguerind- unum hófust almennar um- ræður, og tók fyrstur til máls Árni Þórðarson, skólastjóri. Hann kvaðst vilja minnast á nokkur atriði önnur en fram hefðu komiö í ræðum frum- mælenda og þá fyrst á þá ófremdaraöbúð, sem kennara- menntunin ætti við að búa. Kennaraskólinn væri til húsa í gömlum timburhjalli, ekkert húsrými til æfingakennslu og enginn æfinga- og tilrauna- skóli. Hér þyrfti að vinna að hið bráðasta af stórhug og myndarskap og byggja nýjan kennaraskóla. Hann taldi, að gildandi fræðslulög mundu í aðalatrið um vera rammi, sem hæfði þéttbýlin^ sæmilega. Launamál kennara. Þá kvaðst Arm ekki vilja láta hjá líða að ræða um það, hve launakjör kennara væru bágborin, og undirstrika það, að kennarastéttin væri öll mjög óánægð með þau. Hann kvað það vera mjög ofarlega á baugi meðal kennara, að þeir mundu vart treystast til að halda áfram kennslu á næsta hausti, nema lagfæring launa fengist. Að lokum taldi hann, að hag ríkisútgáfu námsbóka væri ekki séð nógu vel borgið fjárhagslega. Guðjón Jónsson, kennari, ræddi um ýms vandamál í kennslu og uppeldi. Fornar dyggðir væru nú margar á undanhaldi og yrði að stööva þá þróun. Niðurlæging Kenn- araskólans væri óviðunandi. Skólaskylduna ætti ekki að stytta, en stuðla bæri að því að hún yrði rýmri og sveigj- anlegri í framkvæmd en nú væri. Efla bæri sem mest sjálf stæði nemandans í hugsun og verki, glæða manndóm og fé, iagsþroska. Þá tók til máls Eysteinn Jónsson, fjármálaráðheria. í sambandi við launamál kenn ara, sem Árni Þóröarson hefði rætt um áður, kvaöst hann vilja taka fram, að sér væri ljóst, að þetta mál þyrfti sérstakrar athygli við, enda væxú það nú í rannsókn. (Framhald á 7. síðu.) Jónas áhrif umhverfisins á mótun einstaklinganna. Hann sagði, nð nú væri sann kölluð skólaöld, en þegar ræða skyldi skóla- og mennta mál yrði ekki hjá því komizt að fara inn á svið hins al- menna uppeldis. Tvíþætt takmark, Takmark uppeldisins er tvi- þætt, sagði ræðumaður, ann- ars vegar að hjálpa börnum og unglingum til þess að gera pei’sónulegt líf sitt svo auðugt sem eðli og hæfileikar leyfa, og á hinn bóginn að þroska þá eiginleika, sem gildi hafa fyiúr meðbræðurna og samfé- lagið. Þessir þættir þyrftu að vera nátengdir ef vel ætti að fara — persónulegt og félags- legt uppeldi að fylgjast að þeg ar frá fi'umbernsku. Takmaik ið væri ekki að móta börn í sama mót, heldur að láta hvern eðliskost þeirra ná sem beztum þroska, taka tillit til einstaklingsins, svo fremi að það brjóti ekki í bág við félags legar meginreglur uppeldisins. Ekki aðeins dagurinn í dag. Kröfur þær c*g fyrirmynd- ir, sem uppalandinn gerir, standa föstum rótum í þeim almenna félagslega skiln- ingi, sem þjóðfélagið í dag gerir, en þó má ekki miða eingöngu við daginn í dag, þegar um uppeldi er að ræða, heldur reyna að skynja þró- unina og miða við framtíð- ina, því að hin unga kynslóð þarf að vera viðbúin því, sem framtíðin ber í skauti. Að ala upp og kenna. Vafalaust má telja, að meiri vandi sé að ala upp en kenna, sagði ræðumaður, og eftir þeim skilningi verður að gera aðrar og meii'i kröfur til þess, sem er uppalandi en hins, sem aðeins kennir. Maður getur verið góður kennari en lélegur uppalandi. Þó hefir verið sagt,i að engin kennsla sé án upp- eldis, og ekkert uppeldi án kennslu, og bezt mun fara á, að þetta fari saman. Sú skoð- un hefði verið rík, að kennari: þurfi aðeins að kunna það, sem kenna á og eftir henni hefði oft farið mat á kennara- stéttinni. Þetta væri sem bet- ur fer mjög að breytast. Nú væri það viðurkennt, að meira. að segja stúlkur, sem annasi; umsjá lítilla barna í þéttbýli, þurfi kunnáttu í uppeldi. Allir, sem fást við uppeldi, feður og mæður, þyrftu slíkrar kunn- áttu við. Mikils mætti þó góð' viðleitni og ást til barnsins, þolinmæði, stilling og góð- girni. Þá væri nauðsynlegt, að' uppalandinn væri samkvæm- ur og réttlátur í breytni og skapaði með því virðingu og traust. Persónuleiki uppaland. ans ylli mestu um áhrif. Þáttur heimilisins. Löngum hefir verið til þess vitnað, sagði Jónas, að heim- ilið væri undirstaða þj óðfélags okkar og uppeldis og það bær.l að efla til heilla þjóðinni. Vissulega væri það rétt, að áhrifaríkasti þáttur í uppeldi. barnsins væri heimilið. Svo gæti þó farið, að heimili væri miður gott og áhrifaríkara ti). hins verra en til hins betra. Kæmi þar margt til, en fá- tækt væri þar oft mikils ilLs: valdur, þótt fátæk heimili gætu eigi að síður verið mjögr góð. Mikil fátækt hvíldi oíi; sem þungt farg á hei'milum og börnum, þau kenndu minni máttar og það skapaði öfunóL á öði'um, sem betri hefðu kjör. Fátækt fylgdi lélegt húsnæði, og hefðu rannsóknir sýnt, að mikil samsvörun væri milli léi legs húsnæðis og lítilla náms- afkasta. Einnig hefðu rann- sóknir sýnt, að atvinnuleysi feðra hefði mjög ill áhrif á námsafköst og lækkaði ein- kunnir viðkomandi barna. Slíkar niðurstöður væru þö erlendar, því að við ættum engan tilraunaskóla, en vonii' manna væru, að úr því rætt- ist sem fyrst, enda væri það brýn naúðsyn. Þá ræddi Jónas töluvert um ýmsa annmarka heimilislífs- ins og ill áhrif þeirra á börn- in og gat ýmissa athugana i því sambandi, svo sem um heimiliserjur, drykkjuskap o. fl. Einnig ræddi hann áhrifa- valda utan heimilis, svo sem félagana og götuna, sem er einn helzti vettvángur barna í bæjum, svo og kvikmyndir, sem nú eru orðnar voldugui: áhrifaþáttur í uppeldi bái'na. Grundvollur sambúðar- menningar. Burtséð frá fræðslunnít má ekki gleyma þeirri þýð- ingu, sem skólinn hefir f-yrir uppeldi barna, sagði Jónas. Þar fær barnið að taka tillii; til annarra 0(g vinna meíl öðrum í leik og starfi. Þettí’. er mjög þýðingarmikið fyr-• ir þau börn, sem alasí; upp í eigingzrni og sjálfs - elsku. Það mun óhætt að fulit yrða, þótt margt sé að skól ■ unum fundið, að þeir leggjii (Framhald á 7. síðu.í ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.