Tíminn - 02.03.1955, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.03.1955, Blaðsíða 7
50. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 2. marz 1955. 7 Hvar eru. skipin Sambandsskip: Hvassafell fór frá Austfjörðum 24. f. m. áleiðis til Finnlands Arnar fell fór frá Rio de Janeiro 22. f. m. áleiðis til íslands. Jökulfell hefir væntanlega farið frá Hamborg 1 gær áleiðis til íslands. Dísarfell fór frá Akranesi 26. f. m. áleiðis til Rott erdam, Bremen og Hamborgar. — Litlafell er í Rvík. Helgafell fer væntanlega frá N. Y. í kvöld áleiðis til Rvíkur. Bes er á ísafirði. Ostsee fór frá Torrevieja 23. f. m. áleiðis til íslands. Lise fór frá Gdynia 22. f. m. áleiðis til Akureyrar Custis Woods er væntanlegt til Rvíkur í dag. Smeralda fór frá Odessa 22. f. m. áleiðis til Rvíkur. Elfrida er í Torrevieja. Troja er í Gdynia. Ríkisskip: Hekla er á Austfjöröum á norður leið. Esja er á Vestfjörðum á norð urleið. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er á Húna flóa á leið til Akureyrar. Þyrill er á leið frá Rvik til Manchester. Odd ur fór frá Rvík í gærkveldi til Breiða fjarðar. Eimskip: Brúarfoss fer frá Vestmannaeyj- um í dag 1. 3. til Newcastle, Grims- by og Hamborgar. Dettifoss fór frá Keflavík 24. 2. til N. Y. Fjallfoss fór frá Húsavík 25. 2. til Liverpool, Cork, Southampton, Rotterdam og Hamborgar. Goðafoss fer frá Akra nesi í dag til Keflavíkur og þaðan annað kvöld 2. 3. til N. Y. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss kom til Antverpen 28. 2. Fer þaðan til Rotterdam og Rvíkm-. Reykjafoss fór frá Norðfirði 26. 2. til Rotter- dam og Wismar. Selfoss kom til Rotterdam 28. 2. Fer þaðan til Brem en og aftur til Rotterdam. Tröllafoss kom til N. Y. 27. 2. frá Rvík. Tungu foss fór frá Siglufirði 24. 2. til Gdyn ia og Ábo. Katla fór frá Akureyri 26. 2. til Leith, Hirtshals, Lysekil, Gautaborgar og Kaupmannahafnar. Úr ýmsum áttum Hallgrímskirkja. Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 8,30. Séra Sigurjón Árnason. Dómkirkjan. Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 8,20. Séra Jón Auðuns. (Ath. breytt an messutíma að þessu sinni). Laugarneskirk ja. Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Séra Garðar Svavarsson. Dagskrá sameinaðs Alþingis í dag kl. 1,30 miðdegis. 1. Fyrirspurnir: a) Kjarvalshús. b) Þingmannabústaður. 2. Kosning þriggja manna í stjórn Áburðarverksmiðjurmar h.f 3. Kosning þriggja yfirskoðunar- manna ríkisreikninganna. 4. Samvinnunefnd um kaupgjalds- grundvöll. 5. Læknabifreiðar. 6. Bráðabirgðayfirlit fjármálaráð- herra um rekstrarafkomu ríkis- sjóðs á árinu 1954. — Frh. umr. 7. Samvinna í atvinnumálum. Háskólafyrirlestur. Norski sendikennarinn við Há- skóla íslands, Ivar Orglar.d, flytur fyrirlestur í I. kennslustofu há- skólans fimmtudaginn 3. marz n. k. kl. 8,30 e. h. um „humor i norsk litteratur". Férirlesturinn verður fluttur á norsku og er öllum heimill aðgang- ur. Breiöíirðingafélagið. Félagsvist í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 8,30. Happdrætti Karlakórs Rvíknr. Dregið var í hlutaveltuhappdrætti Karlakórs Reykjavíkur hjá borgar- fógeta í gær og komu upp eítirtalin númer: 7894 (Flugferð til Kaup- Skólamálafundurinn Ræða Jónasar (Framhald af 3. síðu). oft fyrsta grundvöll að þeirri sambúðarmenning'u, sem líf og heill einstaklingsins bygg ist á. Ræðumaður kvað það hafa verið ætlun sína að reyna að beina athygli fundarmanna að því, hver uppeldisskilyrðin og umhverfið eru í dag, og hve mikill þáttur það er i sköpun persónuleika mannsins. Hið andlega loftslag í menning- arríki samtíðarinnar, orkaði mjög á þroska barnsins. Það er á því mikill munur, hvort á bernsku- og æskuárum okkar ríkir trú, hrifning og hugsjónarík áform eða tím- ar efa, efnishyggju, nautna- sýki ög róttækra þjóðfélags- breytinga. Þetta skyldu menn athuga vel, því að mörgum væri gjarnt að dæma samtíð sína án raka og halda, að hvergi sé verra en í eigin landi. Hann benti á, að vandamál okkar væru ekki einstök, heldur miklu fremur alþjóðleg og hin sömu í flestum menningar- löndum. í því sambandi minnti hann á orð Erlanders forsætisráðherra Svía, er hann viðhafði í ræðu í fyrra á kennaraþingi, þar sem fram kemur, að vandamálin, sem honum eru þyngst í huga, eru einmitt þau sömu og við berj- umst við í dag. — Öll mannleg þróun fer hægt, sagði ræðumaður að lok um, en við trúum á hana og við trúum einnig, að Við séum á réttri leið. Við getum deilt um leiðir að marki, en ef við viljum teljast þegnar í lýð- ræðisþjóðfélagi, þá stefnum við lausn málanna fyrir manusandann og tíðarinnar dótn. Almciinar usnræðiir (Framhald af 3. síðu). Hann kvaðst vilja taka það sérstaklega fram, að reynsla síns heimilis af barnaskólun- um væri framúrskarandi góð. Strandinennirnir væntanlegir til Rvíkur í dag Sími var bilaður austur til Víkur og Kirkjubæjarklaust- urs I gær, svo að blaðið hafði ekki nákvæmar spurnir um ferðir strandmanna af brezka togaranum. Ráðgert var þó að flytja þá til Víkur í Mýr- dal í gær og hafa þeir að líkindum gist þar í nótt en munu koma með bílum til Reykjavikur í dag. Líður þeim öllum vel. GarðyrkjubæiHlur (Framhald af 8. sfðu). Sigurðsson, Gufudal, og er bann formaður en meðstjórn endur eru Aðalsteinn Símon- arson, Laufskála, Borgarfirði og Jóhann Jónsson, Dal- skarði, Mosfellssveit. mannahafnar), 5979 (Ferð með Gull fossi til Hafnar), 12855 (Samkvæm iskjóll), 8358 (Samkvæmiskjó'.i), 13670 (Brúða), 8938 (Rúsínukassi), 1841, 8130, 3584, 5554 (Súrsaður hval ur). — Vinninganna ber að vitja til Kristjóns Kristjánssonar, hús- gagnasmíðámeistara, Laugavegi 34B. Skólaskylda í bæjunum væri að sínu áliti hæfilega ákveð- in við V ára aldur og ekki rétt að hækka það aldursá- kvæði. Hins vegar væri at- hugandi, að lækka skóla- skyldualdurinn að ofan um 1 ár, úr 15 ára í 14 ára. Þá taidi hann að námsefn ið þyngdist of snögglega, er unglinga.stigið hefst. Væri til bóta að draga nokkuð úr námsefni unglinga á aldrin- um 14—16 ára. Verkstjórn bæri að auka í skólunum af hendi forráðamanna beirra, þ. e. a. s. auka eftirlit með kennslunni. Ráðherrann lagði á það áherzlu, að sennilega stöfuðu mörg þeirra vandkvæða, sem kvartað væri undan í kennslu unglinga á aldrinum 14—16 ára af því, að þá tækju við fagkennarar, sem margir hverjir hefðu ekki notið þeirrar leiðbeiningar um kennslustarfið sjálft, sem barnakennarar nytu og vafalaust ætti einna drýgst- an hátt í því, hve kcnnslan í barnaskólunum tækist yfir leitt vcl. Hér kæmi svo einnig ttl, sem væri önnur hlið sama máls, að unglingarnir nytu ekki lengur leiðbeiningar eins og sama kennara, er þekkti vandamál þeirra og væri þeim leiðtogi og vinur. Kennslu á þessu námsstigi ætti að fela mönnum, sem kynnu að kenna og hefðu fengið tilsögn um það. Vafa- laust mætti vænta hér úr- bóta af starfi uppeldisfræði- deildar Háskólans. Brýna nauðsyn bæri til að breyta íslenzkukennslunni í það horf, að meiri áherzla væri lögð á lestur bókmennta en dregið úr málfræðistagli og setningaf ræðif læk j um. Styrkja þyrfti og efla sam band heimila og barna- og unglingaskóla. Taka ætti upp þann sið, að bekkjarkennarar þessara skóla kæmu heim á heimilin að minnsta kosti einu sinni á vetri og ræddu við nemanda og foreldra um námið. Heppilegast væri að þetta væri gert um miðsvetr- arleytið. Þorvarður Jónsson, skrif- stofumaður, kvaðst veia óángður með árangur skólagöngunnar miðað við það, sem til hennar væri lagt I tíma, fjármunum og erfiði. Hann kvaðst þess fullviss, að stytta bæri skólatímann ár hvert. Hann minntist á spill- andi áhrif kvikmyndanna og kvað burfa að vinna að því að gera kvikmyndir að öflugu tæki til góðs í uppeldis- og kennslumálum. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir tók næst til máls. Hún ræddi nokkuð starf skólamálanefnd arinnar, er vann að samniugu fræðslulaganna og sagði, að hvaðanæva hefðu komið til nefndarinnar tilmæli um leng ingu skólatímans og skóla- skyldunnar, einkum hefði sú krafa verið sterk í Reykjavik. Hún kvaðst hins vegar vilja benda á það sem sína skoðun, að óheppilegt væri að skipta um námsstig viö 13 ára aldur. Börnin væru of ung og ómótuð til þess að fara þá þegar und- an handleiðslu þess aðalkenn ara, sem hefði séð um bekk- inn, og hefði hún sjálf verið óánægð með þetta ákvæði lag anna, en ekki hefði verið gott um að gera. Einnig taldi hún að börnin væru of ung til þess að fara undan handleiðslu þeirra manna, sem hefðu lært að kenna og tamið sér upp- eldisstarf. , Skúli Guðmundsson, alþm. kvað það að sjálfsögðu æski- legt, að árangur skólastarfs- ins væri meiri en nú er, en það mundi eiga sér að mörgu leyti eðlilegar orsakir. Nem- endurna vantaði næði til námsins. Skemmtanalífið væri umfangsmikið og lokk- andi og ekki svo hollt sem skyldi. Skólarnir þyrftu að gera meira að því að kenna börnum og unglingum að skemmta sér á heilbrigðan hátt eins og þeir æfðu nem- endurna í starfi og námi. Þá kvaðst hann vilja leggja áherzlu á. og vekja athygli á þeim orðum Bjarna Bjarna- sonar skólastjóra, að ungling unum mundi vera hollt að fá nokkra hvíld frá námi að loknu barnafræðslustigi á meðan þeir væru að átta sig á því, hvert framhaldið skyldi vera, og væri þeim þátttaka í atvinnulífinu þá einkar holl. Kristján Friðriksson, fram- kvæmdastjóri, var á sania máli um það, að hvíld að loknu barnaskölanámi væri nauðsyn leg. í of langri skólasetu fæl- ist hætta. Það mætti ekki leiða unglingana of lengi, þeir yrðu að fá tækifæri til að taka eigin ákvarðanir. Skólinn gæti oft orðið til þess að gera fólk ið ósjálfstæðara. Það mundi heppilegt að stytta skólaskyld una en snúa sér fremur að bví að finna unglingunum heppi- leg viðfangsefni í tengslum við atvinnulifið á aldrinum 14—16 ára. _____ UNIFL0. MOTOR 011 Páll Þorsteinsson, alþm. kvað þennan fund hinn þakka verðasta og hefði komið í ljós, að menn vildu ræða þessi mál af alvöru og víðsýni. Hann ræddi nokkuð um setningu fræðslulaganna og viðhorf lög gjafans til skólamálanna. Kvað hann álit manna all- verulega skipt um það atriði, hve mikinn hluta fræðslunn- ar mætti ætla heimilunum. Einnig ræddi hann nokkuð um próf. Hann kvaðst vilja taka undir það, að mörgum unglingum væri nauðsynlegt að fá nokkurt hlé til að átta sig, þegar barnafræðslustigin u væri lokið. Séra Gunnar Árnason kvaðst vilja leggja á það áherzlu,' að höfuðnauðsyn alls uppeldis- og skólastarfs væri að vita, hvert markmiðið væri. Annars væri lítils árang urs von. Sá, sem ekki vissi, hvert halda skyldi, gæti ekki stefnt för sinni á ákveðinn stað. Skólarnir hefðu tvenns konar hlutverk, bæði fræðslu og sköpun. Hlutverki kærleik ans í skólastarfinu mætti aldr ei gleyma. Að lokum tóku frumm. til máls aftur og þökkuðu um- ræðurnar, bættu við og árétt uðu nokkur atriði, er þeir höfðu áð'ur rætt um Fundar- stjórinn, séra Gunnar Árna- son þakkaði mönnm síðan fundarsetu og umræður og sleit fundi. Var klukkan þá rúmlega sex, og hafði fundur- inn staðið fullar fjórar klukku stundir. Var það almannamál, að fundur þessi hefði verið hinn ágætasti og afstaða manna til málefnisins markazt af já- kvæðum og raunhæfum skiln ingi á lausn vandamála upp- eldis og fræðslu. Ei n þyhkt, er kemur í stað SAE 10-30 [Olíufélagið h.f. SÍMI: 81600 iiimnmimiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiniuiiiiiinuia ■niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii 1 Plötur á grafreiti I 1 Gcrið pantanir fyrir vorið. | É Vcrkstæöið Kauðarárstíg 26, | | kjallara. I Símar 6126 og 2856. auiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiHiua Kapp er bezt með forsjá SAMVH I^T^UTTKTinD GIHT<0tA3& iSem. rfáeMMmÐ Þáttur þcldökkra . • (Framhald af 5. síðu). myndi vissulega verða til einskis, nema hinir svörtu rithöfundar heíðu fyllilega' markað sér heil- steypta stefnu. En enskur gagnrýn- andi blaðsins „The Times Liter- ary Supplement" vonar og trúir að einmitt þessi stefna eigi eftir að verða ríkjandi meðal þeldökkra rit- höíunda í Bandarikjunum, þvi að hún myndi opna nýjan heim í æv- intýraríki bókmenntanna. Bókin „The Negro Novelists" er mikill skerfur til nánari kynna okk ar af amerískum bókmenntum. Höf undurinn hneigist stundum til mót- sagna, bæði í flokkun og mati, en samtímis örfast áhugi lesandans til gaumgæfilegri athugunar á þessum máium. Enda er það sennilega að- almarkmið Carl Milton Hughes með þessari bók sinni. Vfl1 tosnrt/ÍMHtffétÓez#

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.