Tíminn - 02.03.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.03.1955, Blaðsíða 5
R. blaff. TÍMINN, miffvikudaginn 2. marz 1955. I í MiðviUtid. 2. tnarz Afkoma ríkissjóðs á síðastliðnu ári Samkvæmt yfirliti því, sem Eysteinn Jónsson fjármála- ráðherra flutti á Alþingi í fyrradag um afkomu ríkisins á árinu 1954, hefir tekjuaf- gangurinn á rekstrarreikn- ingi orðið 89 milj. kr., en raun verulegur greiðsluafgangur 35 inílj'. kr. Munurinn á rekstr- arafganginum og greiðsluaf- ganginum stafar af því, að ýmsar stórar greiðslur eru ekki færðar á rekstrarreikn- ing. Að sjálfsögðu er það greiðsluafgangurinn, en ekki rekstrarafgangurinn, er segir til um hina raunverulegu ai- komu ríkisins. Það má segja, að þessi af- koma ríkisins á árinu 1954 sé sæmileg, en sérstaklega góð verður hún ekki talin. Það hjálpaði mjög til þess að ná þessari niðurstöðu, að umfram tekjur (þ. e. umfram áætlun fjárlaga) urðu miklar eða 97 milj. kr., en umframgreiðslur mjög litlar. Umframgreiðslur á rekstrar reikningi urðu alls 42 milj. kr., en 14,5 milj. kr. af þeirri upp- hæð voru greiddar samkvæmt sérstökum fyrirmælum Al- þingis (launabætur o. f 1.). Ráunverulega hafa því um- framgreiðslur ekki orðið nemá 27,5;mílj. kr. eða tæp- legá '1$' áf útgjaldaáætlun fjárlaganna. Eru það tiltölu- lega lægstu umframgreiðslur, sem örSið hafa síðustu 30 ár- in, að árinu 1950 undanskildu. Hæstu umframgreiðslurnar urðu til niðurborgana á vöru- verði 5,4 milj. kr. og til vega- viðhalds 4 milj. kr. Hinar lágu umframgreiðsl ur eru augljós vitnisburffur um þá festu og árvekni í f jár málastjórnmni, sem hefir veriff ríkjandi undir hand- leiffslu Eysteins Jónssonar. Eins og gefur að skilja, er sótt fastar eftir umfram- greiðslum, þegar fjárráð- in eru rífleg, og þarf því mikla festu til aff halda þeim lágum undir slíkum krzng- umstæðum. Auk umframgreiðslanna á rekstrarreikningi (42 milj. kr.) hafa verið greiddar um 20 milj. kr. vegna ríkis- ábyrgða, ýmsra heimildará- kvæða í 22. gr. fjárl. og aukins rekstrarfjár ríkisstofnanna. Það, sem er þá eftir og er hinn raur.vetulegi greiðsluafgang- ur, nemur því um 35 milj. kr. Ríkisstjórnin hefir nú þeg- ar ráðstafað í samræmi við þingmeirihlutann um 16 milj. kr. af greiðsluafganginum. .Verður því skipt þannig milli undirst'öðuatvinnuvega þjóð- arinnar, landbúnaðar og sjáv- arútvegs, að 8 milj. kr. verða lagðar í Ræktunarsjóð og 8 milj. kr. i Fiskveiðasjóð. Báð- ir þessir sjóðir eru fjárvana og koma þessi framlög þeim því að góðum notum. Því, sem þá er eftir af greiðsluafgang- inum, 19 milj. kr., verður síð- ar ráðstafað samkvæmt fyrir mælum Alþingis. Verður sú ráðstöfun ekkert auðveld, því að fjárbeiðnir liggja fyrir úr öllum áttum, t. d. vegna íbúða bygginga í kaupstöðum, veð- deildar Búnaðarbankans, raf- crkuframkvæmda o. s. frv. Ef fullnægja ætti þessum ósk- BókmenrLtir — listir Þáttur þeldökkra í amerísk- um nútímabókmenntum Árið 1853 kcm út í London bók, > sem bar titi’inn „Clotel, eða dóttir forsetans". Bókin var skrifuð í hin- um viðkvæma stíl þeirra tíma og vakti enga sérstaka athygli sem lista verk. Rithöfundurinn hét William WeUs Brown. Samt var þessi bók þýðingarmikil fyrir miljónir manna, því að rithöfundurinn var blökku- maður, og þetta var í fyrsta skipti, sem maður með þeim litarhætti hafði fengið útgefna eítir sig skáld- sögu. Andstæðintar negraþrælkunar- innar fögnuðu útkomu bókarinnar. Hún var sönnun þess að negrar stóðu hvítum mönnum ekki að baki Samt var þaö einungis lítill hluti kynbræðra Browns, sem liöfðu getu til að lesa bókina, þegar hún var gefin út í Ameríku árið 18§4, því að á þeim tíma voru flestir negrar ólæsir, en það hefir verið eitt af sterkustu vopnum negraandstæð- inga fram á þennan dag. Við rann- sóknir, sem nýlega fóru fram, kom það í ljós að rúmlega 8% negra yfir 65 ára voru ólæsir, en um 4% yngri kynslóðarinnar. Þessar tölur j skýra það, hvers vegna það hefir tekið svo langari tíma fyrir negra að halda innreið sína inn í hinn ameríska bókmenntaheim. En nú hafa þeir hafið þá innreið. Á árunum 1853 til 1940 munu hafa veriö gefnar út um það bil 75 skáld- sögur, ritaðar af negrum, en á næstu tíu árum eftir þann tíma komu út 44 bækur, skrifaðar af 27 höfundum. í hópi þessara höfunda er að finna nöfn eins og Richard Wright, Willard Motley, Ann Petry, Chester Himes og William Gardner Smith, en nöín þessara rithöfunda eru í heiðri höfð af þeirri kynslóð, sem lifað heíir gull- aldartímabil amerískra bókmennta. En jafnvel bók Richards Wright, „Native Son“, sem vakti heimsat- hygli, er ekki nema lítill fyrirboði þeirrar andagiftar hinna þeldökku, sem enn sefur Þyrnirósusvefni. Tón list og skáldskapur negranna hafa opnað nýjan heim sérstæðrar feg- urðar í listunum. En í skáldsagna- ritun virðast þeir ennþá háðir hefð- um hvita mannsins og bundnir af hinum óhugnanlegu kynþáttaofsókn um. Fjárhagsleg aðstaða þeldökkra í Bandaríkjunum hefir stórbatnað á síðastliðnum 10 til 15 árurn. Allt bendir til að seinna meir muni verða litið á árin 1940—1950 sem hið raunverulega frelsistímabil bandarískra negra. Yfiriit yfir skáid sagnagerð negra fram að þessu hef- ir því sérstaka þýðingu einmitt nú, því aö ef til viil gæti hún mark- að þá þróunarstefnu, er ríkjandi verður í þessu efni á seinni helm- ingi aldarinnar. Bók Charles T®fc- on Hughes, „Negro Novelists" er spor í þessa átt. Hún er að v:su varfærnisleg tilraun, en boöar þó einnig hvað komið getur í fram- tíðinni. Nú eru um hundrað ár síðan gefin var út í fyrsta sinn skáld- saga, rituð af negra. Amerískur bókmenntafræðingur, Carl Milt- on Hughes, hefir nú ekki alls fyrir löngu látið far? frá sér bók, er hann nefnir „The Negro Novelists" (Negra-rithöfundar), en í henni gerir hann all-ýtar- lcga grein fyrir þeim skerfi, sem hinir lituðu rithöfundar hafa Ia_ t til bókmcnntanna á þcssu hundrað ára tímabili. Grcin þcssi fjaliar um bók Hughes, en hún er rituð af Knut W. Nor- da! og birtist hún fyrir skömmu í norska blaðinu Arbeiderbladet. Rithöfundurinn er ungur bók- menntafræðingur, sem hlaut dokt- orsnafnbót fyrir þetta verk sitt Efnið er þjappað saman og niður- röðun lík þeirri, sem gerist í vís- indaritum. Hún hefst á hinu venju- lega yfirliti efnisins og skýringum höfundar. Allt er þetta gott og blessað, en svo ströng niðurröðun ætti ekki að þurfa að vera óhjá- kvæmileg og eitthvað hlýtur hinn ungi vísindamaður að hafa fundið sig bundinn af hinni skýrt afmörk- uðu niðurröðun sinni. Ranglætið í sarnbúð kynþáttanna hefir hingað til verið meginþáttur- inn í bókmenntum negranna í Bandaríkjunum. Á tímabilinu írá 1940—50 er þennan þátt að finna í hverri einustu bók, ritaðri af negr- urn, ræddan beint eða óbeint og með mismunandi sjónarmiöum. Richard Wright lýsir sálarástandi ungs Suðurríkjanegra, sem hafnar í hópi róttækra rnanna í Chicago Ótti og öryggisleysi hafa orsakað andlega veiklun hjá unga mann- inum, og hann fremur tilgangslaust morð áður en yfirvöldin ná að færa hann undir lás og slá. Norskir dóm stólar myndu vafalaust kveða upp dómimv „Mjjög áberandi andleg veiklun, sem getur haft í för með sér endurtekningu afbrota" og fel!a síðan skilorðsbundinn dóm. Stöku gagnrýnendur di-ógu fram af- brotahneigöina og skortinn á rök- réttri hugsun hjá söguhetjunni, og fannst hún fremur sérkenniieg en vel mótuð. En ákæran á samfélagið, sem gat skapað svo mikið og hættu legt afl í söguhetjunni, haföi rnikil áhrif. Margir gagnrýnendanna settu bókina á bekk með „Þrúgum reiðinnar" eftir Steinbeck. Meðan Richard Wright tók hina sálfræðilegu hlið til athugunar í þessu rnáli, athuguðu sumir þel- dökkir starfsbræður hans aðrar hliðar. Þannig ritaði William Atta- way í bókinni „Blood on the Forge“ um misréttið í vinnumálum. Þrír atvinnulausir landbúnaðarveriva- menn koma til stórborgarinnar í vinnuleit. Þeir fá vinnu í stálverk- smiðju, og er tekið með fjandskap af hinum hvítu vinnufélögum. Þar sem þeir eru ókunnugir lögurn stéttarfélaganna, kemur til átaka á því sviði, sem seinna verða að barátíu milli kynþáttanna. Hiun elzti félaganna þriggja er felldur í baráttu, en bræðurnir eru blind- aðir og limlestir. William Attaway gengur hreinna til verks með ákæru sína en Wright og sennilega á ákæra Attaways sér margar stoðir í raunveruleikanum Að baki ákærunnar liggur svo einn- ig sá ótti hvíta mannsins, að at- vinnuveitendur muni notfæra sér vinnuafl negranna til að lækka kaupið. En þrátt fyrir allt fá negrar oft verksmiðjuvinnu, en ávallt mæta þeir andúð í einhverri mynd. Rit- höfundurinn Chester Himes hefir skýrt þetfca í skáldsögu sinni, „If The Hollers Let Him Go“. Aðal söguhetjan, Bob Jones, er blökku- maður. En hann hefir náð að mennta sig það mikið, að hann er orðinn verkstjóri í hergagnavei'k- srniðju. En hvíta verkafólkið, sem hann stjórnar, neitar að hlýða skip- unum hans og gerir honum allt til miska. Bókin er ekkert meistara- verk, en gefur góða skýringu á eðli þessa þáttar í amerísku atvinnu- lífi. Bækurnar „Living is Easy“, eftir Dorothy West, og „The Policy King“ eftir Lewis Caldwell, fara ekki eins langt inn á þessi svið kynþátta- vandamálsins, enda þótt það skipi hinn æðsta sess í báðum. Bækurn- ar lýsa lífi blökkumannanna innan múra kynþáttaofstækisins. En í hvorugri bókinni er ráðizt á múr- ana. Willard Savoy og John Lee rita um enn einn þátt kynþáttavanda- málsins — hina slæmu og jafnvel sorglegu aðstöðu kynblendinganna. Múlattarnir, sem hvorki heyra til hvítra eða svartra, hafna í „einskis manns iandi“ kynþáttabaráttunn- ar. Hinir ljósustu þeirra leita til herbúða hvítu mannanna, og lifa í eilífum ótta við að vera reknir burtu, því að eftir það er þýðini arlaust að snúa sér til negranna. um aö ráöi, þyrfti greiðslu- afgangurinn vissulega aö yera mörgum sinnum meiri. Þegar á þetta allt cr litið, veröur vissulega lítiö úr þeim fullyrðingum stj órnarandstœð inga, að álögur ríkisins séu ofháar, þar sem þeir benda ekki heldur á neinar leiöir til að draga úr útgjöldunum, heldur myndu þau verða stór um hærri, ef farið væri eftir tillögum þeirra. Hjá þeim gætti líka í umræðunum, sem fóru fram eftir að ráðherr- ann hafði flutt erindi útt, þess broslega tvísöngs, að þeir töldu ýmist að álögurnar væru of háar eða greiðsluafgangur- inn of lítill! Þótt afkoman hafi orðið sæmileg á síðastl. ári, hvetur hún ekki til bjartsýni á þessu ári. Bersýnilegt er að innflutn ingur ýmsra tollhárra vara mun dragast saman, bar sem eftirspurninni hefir þegar verið fullnægt. Það þarf áreið anlega að halda fast á málum, ef nást á hagstæður árangur hjá fjárstjórn rikisins á þessu ári. í yfirliti sinu bendir Hughes á þann flokk bóka, er hann álítur að standi í fremstu röð þeirra, er um þessi málefni íjalla, en í þeim bók- um eru vandamálin rædd frá al- þjóða sjónarmiði, en ekki með neinni sérafstöðu til negra í Banda ríkjunum. Meðal þessara bóka nefn ir Hughes „The Foxes of Harow“ (Foxættin í Harrow), „The Vix- ens“ og „Pride’s Castle", allt mjög vinsælar bækur eftir Frank Yerby, en Hughes virðist yfirleitt velvilj- aður þeim höfundi, enda þótt marg ir aðrir gagnrýnendur stimpli verk hans sem sölubókmenntir. En ein er sú bók innan umrædds flokks, sem virðist verðskulda sérstaka at- hygli, en það er „Kneck on Any Door“ („Lifið er dýrt“), eftir Will- ard Motley. Bókin lýsir aídrifa- 'ríkum örlögum ungs manns, sem gerist lögbrjótur, og verður sínám saman að forhertum, hættulegum afbrotamanni. Carl Hughes gefur bók þessari slík meðmæli, að rnenn freistast til að athuga verkið nán- ar. Þáttur negranna í ameriskri skáld sagnagerð, er — samkvæmt því, sem Hughes segir í bók sinni gæddur þeirn uppreisnaranda, sem kynþáttaofsóknir hafa blásið hin- urn dökku ibúum Bandaríkjanna í brjóst. Það er spurning hvort hinir lituðu rithöfundar Bandaríkjanna munu á komandi árum snúa sér að vandamálum manxxkynsins í heild án tillits til litarháttar. En slíkt (Framhald á 7. síðu.) Takmörkun leigubifreiða Á Alþingi, er nú situr, er flutt frumvarp um heimild til þess, að samgöngumála- ráðherra skuli setja reglur í samráði við Bifreiðastjóra- félagið Hreyfil um takmörk- un leigubifreiða í Reykjavík. Frumvarp þetta er flutt af samgöngumálanefnd neðri deildar Alþingis, eftir beiðni Bifreiðastjórafélagsins Hreyf ils. Mér þykir rétt á þessu stigi málsins að skýra þetta mál nokkuð, og þá ekki sízt vegna þess, að sum dagblöð bæjar ins hafa látið þetta mál mjög til sín taka og birt greinar, bæði eftir vissa menn og líka undir dulnefni. Allar eiga þessar ritsmíðar það sammerkt, að þær túlka einvörðungu sjónarmið hark- aranna svonefndu, enda hvgg ég að hjá þeim eigi þær til- kall til faðernis. Harkara köllum við þá menn, sem stunda leigubílaakstur sem aukavinnu, eða þegar þeim sjálfum aðeins hentar bezt. Þessir menn vinna margii hjá ríki og bæ og í ýmsum öðr- um föstum störfum hjá einka fyrirtækjum. Þeir fara út að loknum störfum í bílum, sem óvíst er um marga hverja, að fullnægi settum skilyrð- um til mannflutninga, og aka síðan eftir götunum í von um að einhver veifi þeim. Þá taka þeir sér og stöðu við samkomuhúsin og mýmörg dæmi eru til þess, að við, sem höfum þetta að aðalatvinnu komumst hvergi nálægt og um síðir verðum frá að hverfa en fólkið fer í bíl með hark- ara, sem kannske hefir sagt því, að hann væri sá, sem sendur var. Svona er haldið áfram langt fram á nótt eða fram undir morgun, þar til skyldustarfið kallar, Vaknar nú ekki sú spurn- ing: Verða þessir menn full komnir í störfum sínum, sem þeir eiga að inna af hendi og taka full laun fyrir, marg- ir af opinberu fé, þegar þeir mæta svefnlitlir eða svefn- lausir til vinnu? Tökurn tvc dæmi: Lögreglu þj ónsstaðan útheimtir ör- yggi, athygli og góða og ná- kvæma yfirvegun. Er heppi- legt að lögregluþjónninn mæti þreýttur og syfjaður til starfa? Strætisvagnsstjór inn, sem ekur stórum og þungum vagni með 30—60 manns í, er margfalt örugg- ari vel sofinn og hvíldur, heldur en þreyttur og svefn- laus og við sem lengi höf- um stundað akstur, vitum að ekkert er hættulegra, en að vera slæmur á taugum við akstur, en slíkt vill oft gera vart við sig eftir langan vinnudag og svefnleysi. Þessi tvö dæmi læt ég nægja og vænti þess að fólk sjái almennt að hverju stefn ir, ef ekki er að gert, því eng um ætti að dyljast það, að án leigubíla er ekki hægt að vera fyrir stórt bæjarfélag. Viff atvinnubílstj órar, sem viljum gera þetta að sjálf- stæðri atvinnugrein, lítum svo á, að vel hugsuðu máli, að það sé ekki aðeins bezt fyrir okkur sjálfa heldur og fyrir almenning, eða hvert ætlar þú borgari góður að snúa þér ef allir hættu að stunda leigubílaakstur sem atvinnugrein, en í þess stað sem aukavinnu um kvöld og nætur, sem ég þegar hefi lýst (Frambald á 6. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.