Tíminn - 26.03.1955, Síða 3
TÍMINN, Iaugardaginn 26. marz 1955.
71. tlað.
Ósigur kommúnista
Rinso þvær ávalt
og kostary&ur minna
Með því að nota Rinso fáið þér glæstast-
an árangur. Það er ekki aðeins ódýrara
en önnur þvottaefni, heldur þarf minna
af því og einnig er það skaðlaust hönd-
um yðar og fer vel með þvottinn, því að
hið freyðandi sápulöður hreinsar án þess
að n u d d a þurfi þvottinn til skemmda.
Skaðiayst höndum yðar og þvotti
X-R “17/3-1225-SS
Samsöngur Karlakórs Reykjavíkur
Kommúnistar hafa yfir-
leitt beöið ósigra í kosnúig-
um, sem farið hafa fram
aff undanförnu. í eftirfar-
andi grein eftir Paul L.
Pord, er dregiff saman yfir-
lit um nokkra af þeim ó-
sigrum þeirra.
Miklar hrakfarir komm-
únista: í kosningum í fylkinu
Andhra í suffaustur Indlandi
Vekja hér um bil eins mikla
athygli meðal áhugamanna
og stj órnmálaf ræðinga og
hin nýáfstöðnu umbrot í
Kreml.
í kosningabaráttunni var
kommúnistum tíffrætt um
fjármálaástandiff og gáfu
þeir kjósendum hin furðu-
legustu loforff um iffnaðar-
fratnkvæmdir og jarffargjaf-
ir. Stj órnarsamvinnuf lokk-
arnir undir stjórn Congress-
flokksins og foringja hans,
Nehru forsætisráffherra, hétu
einnig aff beita sér fyrir fram
förum á sviffi iðnaffarmála
ög endurbættu skipulagi á
skiptingu jarða, en þeir voru
varkárari og ábyrgðarmeiri í
kosningalofurffum sínum.
r' Stjórnarflokkarnir lögðu
sérstaka áherzlu á aff skil-
greina kommúnisma í kosn-
ingabaráttunni, og sögðu að
stjórnarsamsteypan með
Congress-flokkinn í broddi
fylkingar bærx fyrst og fremst
hagsmuni Indlands fyrir
brjósti, en kommúnistar
væru aftur á móti fulltrúar
erlends ríkis og hugsjóna-
kerfis. Búist er -við, að skjót-
lega muni koma í Ijós afleið-
ingarnar af þessum þýðing-
armiklu kosningaúrslitum í
Andhra, en þannig fór, að
kommúnistaflokkurinn, sem
áður var einn af stærstu
flokkunum, fékk aðeins örfáa
fulltrúa kjörna á þjóðþingið,
en þar eiga sæti 196 þing-
menn. Þar eð aðstaða komm
únista hefir beðiff slíkan
hnekki, geta kjörnir þing-
menn nú snúáff sér beint að
nýrri fjárhagsáætlun, sem
bæta á kjör fólksins. Talið
er, að úrslitin í Andhra muni
draga úr, fylgi kommúnista
annars staðar í suður Ind-
landit effa- a.m. k. minnka á-
huga manna fyrir flokki
þeirra, en þar hafa þeir lagt
mesta áherzlu á að afla sér
fylgis.
Þessir atburðir í Indlandi,
og svipaðir atburðir í fjölda
annarra landa, geta haft ó-
hag&tæð áhrif fyrir komm-
únista langt út fyrir enda-
mörk Andhra fylkis.
Kosningar til.neðri deildar
japanska þingsins, sem fram
íóru hinn 27. fyrra mánaðar,
eru annað dæmi sömu tegund
ar. Kommúnistar voru ekki
sterkir stjórnmálalega fyrir
þessar kosningar. En þegar
úrslitin urðu kunn, komust
kommúnistar að raun -um, að
hið fátæklega fylgi þeirra
hafði minnkað hér um bil
um helming.
í desembermánuði síðastl.
fóru fram kosningar fulltrúa
í stjórn Berlínarborgar, þar
sem íbúarnir þekkja komm-
únisma af eigin raun. Og út-
koman var sú, að kommún-
istar í Berlín fengu færri at-
kvæði en nokkru sinni fyrr,
jafnvel svo fá, að þeir fengu
ekkert sæti í stjórninni. í
sambandskosningunum fyrir
um ári síðan. var vegur kom
múnista svo lítill, að þeir
misstu þau 15 þingsæti, sem
þeir höfðu haft í neðri deild
þýzka sambandsþingsins,
Bundestag.
Þetta fylgishrun kommún-
ista er auðsætt jafnvel þar
sem yfirráða Ráðstjórnarinn
ar gætir mjög, en íbúarnir
hafa nokkurt frjálsræði. Sem
dæmi mætti nefna héraðið
Búrgundaland á rússneska
hernámssvæðinu í Austur-
ríki. Þar voru haldnar sveita
stjórnakosningar s. 1. haust,
og fengu kommúnistar ekki
einu sinni 3% af öllum greidd
um atkvæðum.
Þessar óvéfengjanlegu stað
reyndir sýna, að við frjálsar
kosningar, þar sem tals-
menn kommúnista eru í fram
boði ásamt fulltrúum ann-
arra stjórnmálaflokka, —
hvort sem þeir eru sósíalist-
ar, íhaldsmenn, demókratar
eða radikalar — er fylgi
þeirra að hrynja. Kjósendur
sem njóta frelsis til að íhuga
vandamál þjóðfélags síns,
gera sér ljóst, að þjóðarhag-
ur þeirra er bezt tryggður
með því aö fylgja stjórnmála
kerfum, sem hafa þróazt í
landi þeirra, en ekki þeim,
sem túlka annarlegar og fram
andi heimspekikenningar.
Það er ávallt mikill við-
burður þegar hinn ágæti
Karlakór Reykjavíkur held-
ur samsöng. Að baki liggur
mikið vandasamt og fórn-
fúst verk, enda er árangur-
inn alla jafna ágætur eftir
því. Að þessu sinni býður
kórinn upp á skemmtilega
söngskrá, þar sem saman
fara alþýðleg lög og veiga-
mikil kórverk.
Hið stutta lag Karls O. Run
ólfssonar „Syngdu gleðinnar
óð“ er hreinlegt, andríkt og
vel samiö, og hóf kórinn sam
sönginn á því með ákveðn-
um og sterkum hætti. Guð-
mundur Guðjónsson söng síð
an einsöng í laginu „Álfa-
skeið“ eftir Sigurð Ágústs-
son. Guðmundur hefir margt
gott til brunns að bera, hann
er söngnæmur, hefir gott
söngeyra og er vel söng-
rænn, og hefir háa og góða
tenór rödd. Ef til vill mætti
vanda meira til raddáferðar
innar og mýktarinnar, og
kemur það að sjálfsögðu með
aukinni þjálfun. Síðan söng
kórinn hina einkennilegu og
sérstæðu „Vögguvísu“ Jóns
Leifs. Guffmundur Jónsson
söng þar næst einsöng í hinu
alþekkta og fagra lagi Árna
Thorsteinssonar . „Álfafell“.
Snilld Guðrnundar helzt við
og eykst. Hinar léttu og hug-
næmu „Grænlandsvisur“ í
söngbúningi Sigfúsar Ein-
arssonar og meðferð kórsins
á þeim, vöktu einnig mikla
hrifningu.
„ísland“ eftir söngstjór-
ann, SigurÖ Þórðarson, er
mikið og dýrt kveðið lag.
Skiptist þar á kontrapunktur
og keðjusöngur kórsins við
einsönginn, sem Guðmundur
Jónsson söng svo skínandi
vel. Vakti lagiff og söngurinn
óskipta aðdáun áheyrenda
og varð að endurtaka það.
Veiðimannakórinn eftir
Weber, Söngur ferjudráttar-
mannanna á Volgu og Kampa
vínskviða eftir danska tón-
skáldið Lumbye eru skemmti
leg og alþýðleg kórlög og
þægileg áheyrnar.
Raddfegurð kórfélaganna
naut sín vel í hinu ljúfsára
lagi Járnefelts „Hin horfna,“
en aö því búnu söng Guð-
mundur J*ónsson einsöng í
„Á leig til Mandalay" eftir
Speaks. Þar tindraði og ljóm-
aði hin hreimfagra og- vold-
uga rödd hans í allri sinni
skínandi fegurð svo unun var
á að hlýða, enda urðu áheyr-
endur hrifnir í anda. Að lok-
um var létt og leikandi syrpa
úir „Hnotubrjótnum“ eftir
Tschaikowski eins konar ljúf
fengur eftirréttur, en þó
töluvert vandasamur í flutn
ingi. Söngst j órn Sigurðar
Þórðarsonar er mjög fáguð
og áferðarfalleg en mætti ef
til vill vera nokkuð ákveðn-
ari.
Fritz Weisshappel aðstoð-
aði kórinn með undirleik á
píanó, smekklega og vel að
vanda. >
Áheyrendur tóku kórnuro.
ákaflega vel, klöppuðu hon-
um óspart lof í lófa, og varff
hann að syngja mörk auka-
lög. E. P„
Píanótónleikar
frú Jórunnar Viðar
Frú Jórunn Viðar hélt;
hljómleika á vegum Tónlist-
arfélágsins í Austurbæjar-
bíói á mánudagskvöldið var„
Hún er ein af beztu pianó-
leikurum okkar og býr yfir
rikri tónlistargáfu og mikilli.
kunnáttu. Fyrst á efnis-
skránni voru 6 forleikir eftir
Scriabin. Hann var sjálfur
afbragðs pianóleikari þegai'
í bernsku, en samdi einnig:
merk píanóverk, sem mótuð-
ust mjög af sterkum tilfinn-
ingum og persónulegum, sér-
stæðum hljómum og laglín-
urn. Túlkun Jórunnar á for-
leikjunum var afbragðsgóð,
Tilbrigði og fúgu eftir Bra-
hms um stef eftir Hánde..
eru sígild, og minniststæð err.
sérstaklega áttundar-tilbrigð’
in, sem Jórunn lék af mikl-
um krafti, þrótti og djörf-
ung.
Næst á efnisskránni var
Kreisleriana eftir Schumann;,
rómantískt, fagurt og hríf-
(Framhald á 6. sI5u). ,
Verzlunin FACO
Opiia í dag herra- og dreiig'jafataverzl-
un að Langavegi 37.
FACO
Jörötilsölu
Jörðin Nýlenda í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu
;• er til sölu. Á jörðinni er nýlegt íbúðarhús, nýtt stein-
| stéypt fjós fyrir 10 kýr, og önnur útihús í góðu ástandi,
: 400 hesta tún.'
Tilboðum sé skilað fyrir 10. apríl n. k. til undir-
: ritaðs eða Jóhanns Guðjónssonar, múlrarameistara,
Sauðárkróki, sem gefa allar nánari upplýsingar.
\i9Isjálmui* Jónsson
hæstaréttarlögmaður
Sambandshúsinu, Reykjavík, sími 7080 og 82756