Tíminn - 26.03.1955, Síða 6
6
TÍMINN, laugardaginn 26. marz 1955.
TT bláS.
ÞJÓDLEIKHÖSID
Japönsk ;
listdanssýning
í dag kl. 1S.00 og kvöld kl. 20.00,
sunnudag kl. 15.00
Uppselt.
Næsta sýning mánudag kl. 20.00
Ætlar konan að
deyja?
og
Antigóna
Sýnlng sunnudag kl. 20.00
Aðgöngumðiasalan opin frá kl.
13.15—20.00. Tekið á móti pönt-
unum. Sími: 8-2345, tvær línur.
Ævintýri sölu-
honunnar
(Xhe fuller brush glrl)
Aftaka skemmtileg og viðburða-
rík ný amerísk gamanmynd, ein
sprenghlægilegasta gamanmynd,
sem hér hefir verið sýnd. Aðal-
hlutverkið leikur hin þekkta og
vinsæla gamanleikkona
Lucille Ball.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd ’. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÖ
Síml 1478.
Djöflaskarð
(Devils's Boorway)
Afar spennandi og vel leikin,
bandarxsk kvikmynd, byggð á
sönnum atburðum úr viðskipt-
um landnema Norður-Ameríku
og indíána.
Aðalhlutverk:
Robert Taylor,
Paula Raymond,
Louis Calhern.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
NÝJA BlÓ
Sími 1544.
Rússneshi
cirhusinn
Bráðskemmtileg og sérstæð
mynd í Agfa-litum, tekin í fræg
asta sirkus Ráðstjóirnarrlkj-
anna. — Myndin er einstök I
sinnl röð, viðburðahröð og
skemmtileg og mun veita jafnt
ungum sem gömlum ósvikna á-
nægjustund.
Danskir skýringartextar.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÖ
— HAFNARFIRÐI -
París er ulltaf
París
ítölsk úrvalskvikmynd gerð af
snillingnum li. Emmer.
Aðalhlutverk:
Aldo Fabrizi
(bezti gamanleikari ftala)
Lucia Bosé
(hin f-gra, nýja, ítalska
kvikmyndastjarna, sem
þér eigið eftir að sjá I mörg
um kvikmyndum).
Franco Interlenghi
Myndin hefir ekki verið sýnd
áður hér á landi.
Danskur skýringartexti.
Sýnd kl. 7 og 9.
— —»> y yii'^1♦
ápífÖÍFÉLAGÍ|
^OLYKJAVÍKIJy®
Frænka Charleys
Annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala kl. 4—7 og
eftir kl. 2 á morgun.
.♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
AUSTURBÆJARBÍÓ
Dreymandi varir
(Der traumende Mund)
Mjög áhrifamikil og snilldarvel
leikin, ný, þýzk kvikmynd, sem
alls staðar hefir verið sýnd við
mjög mikla aðsókn. Kvikmynda
sagan var birt sem framhalds-
saga I danska vikublaðinu „Fam
ilie-Journal“. — Danskur exti.
Aðalhlutverkin eru leikin af
úrvalsleikurum:
Maria Schell (svissneska
leikkonan, sem er orðin vinsæl-
asta leikkonan I Evrópu).
Frits von Dongen (öðru
nafni Philip Dorn, en hann lék
hljómsveitarstjórann kvikmynd
inni: „Ég hef ætíð elskað þig“)
O. W. Fischer (hefir ver
ið kjörinn vinsælasti leikari
Þýzkalands undanfarin r).
Fílharmoníuhljómsveit Bei-
línar leikur I myndinni.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
TRIPOLI-BÍÓ
Bíral 1189
Brostnar vonir
(Sabre Jet)
Ný, amerísk litmynd, er jallar
um baráttu bandarískra flug-
manna á þrýstiloítsvélum Kó-
reu, og um líf eiginkvennanna,
er biðu I Japan eftir mönnum
sínum. Myndin er tæknilega
talin einhver sú bezt gerða flug
mynd, er tekin hefir verið. lynd
in er tekin með aðstoð banda-
ríska flughersins.
Aðalhlutverk:
Robert Stack, Coleen Gray, Ric-
hard Arlem, Julie Bishop, Am-
anda Blake.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 4.
Hafnarfjarö-
arbíó
Sími 9249.
Töfrateppið
i.
Stórglæsileg og íburðarmikil
ævintýramynd I eðlilegum lit-
um, byggð á hinum skemmti-
legu ævintýrum úr „Þúsund og
einni nótt.“
Aðalhlutverk:
Lucille Ball,
John Agar,
Patricia Medina.
Sýnd kl. 7 og 9.
»♦♦♦♦♦♦♦♦»•♦♦♦«
TJARNARBÍÓ
TJtlagarnir
í Ástralíu
(Botany Bay)
Afar spennandi ný amerisk lit-
mynd um flutninga á brezkum
sakamönnum til nýstofnaðrar
fanganýlendu I Ástralíu.
Myndin er byggð á samnefndri
sögu eftir höfunda „Uppreisn-
arinnar á Bounty".
Alan Ladd,
James Mason,
Patricia Medina.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd 1. 5, 7 og 9.
Vinstúlhun hennur
Irmu fer vestur
T\feð skopleikurunum.
Jim Martin og
Jerry Louisc.
Sýnd kl. 3.
i I
Reykliólar
(Framhald af 4. siðu).
lagt mikið af mörkum til
þeirra mála, en efnin geta
aukist ef íbúunum væri opn-
uð leið til að notfæra sér
landgæðin til fullnustu.
Einn galli er þó á staðn-
um, en það er samgönguleys-
ið á vetrum. Teppist þá bíl-
vegurinn alltaf og sjóleiðin
oft, enda er mjög erfitt að
fást við uppskipun vegna
hafnleysis. í kring um þetta
er reynt að komast með því
að byrgja sig upp að allri
þungavöru að haustinu og
hjálpar útibú kaupfélagsins
hér mikið upp á sakir. En
erfiðast er með nýmeti, eink
um fisk.
Mannflutningar eru okkur
aftur á móti lítið vandamál
nú orðið. Er það að þakka
Birni Pálssyni, sem hefir haf
ið áætlunarflug einu sinni í
viku til Reykhóla. Er það ó-
metanlegt fyrir íbúa staðar-
ins og héraðsins alls. Flug-
völlur er hér sæmilegur, en
engan veginn þó eins góður
og hann gæti verið og stend-
ur það vonandi til bóta. Það
eru ein fimm ár síðan Björn
fór að fljúga til Reykhóla,
var það óreglulegt flug þang
að til á síðastliðnu sumri, en
mikið og margvíslegt gagn
hefir það fært okkur Reyk-
hólabúum og má telja víst
að hann hafi bjargað fleira
en einu mannslífi hér með
sjúkraflugi sinu, og lagt sjálf
an sig í hættu stundum. Það
ætti að veita Birni Pálssyni
fálkaorðuna í næsta sinn. Fá
ir eru betur að þeim sóma
komnir.
Það mætti margt fleira um
Reykhóla segja, ástandiö þar
og framtíð, enda hefi ég að-
eins drepið lauslega á það,
sem mér íinnst helzt. Kann-
ske kemur meira seinna.
Þórarinn Þór.
Píanótónleikar
(Framhald aí 3. slírn.)
andi verk. Tæknilega séð
mjög vandasamt og jafn-
framt mikið minnisatriði.
Hún lék það af eldmóði mikl
um og með tæknilegri snilld,
og má segja, að vegur henn-
ar sem listakonu hafi vaxið
mjög við þetta afrek. Aðdá-
unarvert er það hversu vel
henni liefir tekizt að þroska
tónlistarhæfileika sína og ná
svo ágætum árangri sam-
hliða löngu skólanámi fyrst,
og síðan tímafrekum húsmóð
urstörfum. Hvort tveggja hef
ir hún einnig rækt með mik-
illi prýði.
Að lokum var Grande Po-
lonaise brillante eftir Cho-
pin, hinn mikla meistara
píanósins. Fágun, innsæi og
kraftur auðkenndu flutning
verksins.
Hrifning áheyrenda var
mjög mikil, fögnuðu þeir
henni lengi og innilega og
varð hún að leika aukalög og
henni bárust fagrir blóm-
vendir. E. P,
tlllllHIIIIIIIIIIUIIIIIIlIllimilltlllllltlMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIir
| Ragnar Jónsson |
| hæstaréttarl-ögmaður I
I Laugavegi 8 — Sími 7752 1
Lögfræðistörf
| og eignaumsýsla |
Kiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiií
að augu Páls loguðu af ölvun og þrá. Henni fannst hann
viðbjóöslegur.
Þegar Karlotta bað ungan mann, sem hún þekkti, Níels
frá Brugsen að hjálpa sér að bera ölkassa upp úr kjallaran-
um, spratt Páll á fætur.
— Láttu mig annast það. Ég skal hjálpa þér, Karlotta.
Hún vísaði honum rólega á bug, en þegar hann vildi ekki
láta sér segjast, sendi hún Níels niöur í kjallarann einan.
Þetta atvik vakti almenna kátínu, og Páll gekk dreyrrauður
aftur til sætis síns. Karlotta sá, aS’ hann var reikull í spori.
Bara það hljótist nú ekki einhver vandræði af honum, hugs-
aði hún.
Og Páll og félagar hans heimtuðu meira að drekka. Hún
tók á sig rögg og neitaði að afgreiða meira áfengi handa
þeim, nema faðir hennar gæfi leyfi til þess. Það leyfi féfekst
ekki, og það vissi Karlotta fyrir, þvi að það var samkomulag
þeirra, að hann veitti ekki slíkt leyfi, skyti hún málinu til
hans.
Klukkan var rúmlega eitt, þegar Karlotta lokaði dyrununv
á eftir síðustu gestunum. Hún tók til á borðunum og tæmdi
öskubikarana.
Faðir hennar sat í hægindastólnum við eldhúsdyrnar. Því
miður hafði hann drukkið allmikið. Hann var rauður í and-
liti en stöðugur á fótum. Karlotta slökkti ljósin nema á borð-
inu, sem faðir hennar sat við. Hún gekk til hans og lagði
höndina á öxl hans.
— Ætlar þú ekki að fara að hátta, pabbi?
Hann greip um hönd hennar og brosti ástúðlega viö henni.
— Jú, en mig langar þó til að sitja hérna úm stund enn
og líta í blöðin. Karlottu fannst rödd hans svolítið annarleg.
— Þú ert vonandi ekki veikur, pabbi?
Dahl veitingamaður flýtti sér að hrista höfuðið. — Nei,
það er ég ekki, Lotta mín. Farðu nú bara að hátta. Ég skal
slökkva hérna.
— Góða nótt, pabbi.
Karlotta lagði höndina um háls honum og kyssti hann á
ennið.
Andartak þrýsti hann henni fast að sér. Karlotta vissi,
að hann var að hugsa um móður hennar. — Góð'a nótt,
stúlkan mín.
Svefnherbergi þeirra feðginanna lágu hlið við hlið í hlið-
arbyggingu. Karlotta gekk fyrst inn í herbergi föður síns
og bjó um rúm hans. Svo gekk hún inn í sitt herbergi. Hún
renndi gluggatjöldunum niður og afklæddist í snatri.
Þetta hafði verið þreytandi og leiðinlegt kvöld, hugsaði
hún meðan hún var að þvo sér. Hún slökkti ljósið, gekk út
að glugganum og renndi gluggatjaldinu upp. Hún stóð um
stund kyrr við opinn gluggann og horfði út í milda sum-
arnóttina. Hún andaði djúpt — en hve loftið var hressandi.
Hún sá stjörnuhrap á himni og flýtti sér að óska. Hún ósk
aði þess, að guð hjálpaði föður hennar til að vinna bug
á sorginni vegna móöur hennar, svo að hann yrði ekki á-
fenginu að bráð. Svo.sté hún upp í rúmið. Hún var dauð
þreytt og sofnaði þegar.
Karlotta vaknaði en var nokkra stund að átta. sig. Fyrir
vit henni lagði sterkan brennivínsþef. Er mig að dreyma,
hugsaði hún. En þegar hún fann skeggbrodda við höku
sína og vanga, varð henni ljóst, að það var karlmaður að
reyna að kyssa hana. Hún var nú glaðvöknuð. Á rúmstokk
hennar sat maður og hallaði sér yfir hana. Hún vissi þeg-
ar, að það var Páll. Hann hlaut að hafa skriðið inn um
gluggann.
— Karlotta —elskan mín — — Karlotta. Ég get ekki
lifað án þín lengur. Ég er að verða sturlaður. Af honum
lagði brennivínsstækju, og Karlottu var ljóst, að hánn
hlaut aö hafa bætt á sig eftir að hann fór úr veitingastof
unni. Hún settist hvatlega upp.
— Já, þú hlýtur að vera oröinn brjálaður, sagði hún og
sló hinn óvelkomna gest með hnýttum hnefa eins fast og
hún gat í andlitið. Hún hitti hann bak við eyrað. Hann
þreif til hennar og þrýsti henni ofsalega að sér.
Karlotta barðist sem ljón, því að hún var bæði reið og
hrædd. En hún fann brátt, að hann var of sterkur. Hún
hafði ekki afl við hann og kallaði því hátt á föður sinn.
Hún vissi, að hann svaf létt.
— Það er tilgangslaust að kalla á hann, hvæsti Páll. Hann
heyrir ekki til þín, því að hann situr augafullur niðri í
veitingastofunni.
Það var ekki fyrst og fremst óttinn vegna sjálfrar sín
heldur fremur ósvífin orð um föður hennar, sem gerðu
Karlottu örvita af bræði. Hún neytti nú allra krafta, og
henni tókst að velta honum fram úr rúminu og stökkvá
sjálf yfir hann. Hann reis þegar á fætur og reyndi að ná
henni, en hún ýtti stólnum fyrir fætur hans, svo að hann
steyptist á gólfið aftur.
Svd greip Karlotta vatnsfatið, sem enn var hálft af sápu
vatni eftir kvöldþvottinn, og steypti því yfir höfuð hans.
Að því búnu þaut hún út. Á leiðinni fram ganginn heyrði
hún hann blóta æðislega.
Hjarta Karlottu barðist ákaft. Hún hljóp gegnum eldhús
ið og fram í veitingastofuna. Páll hafði sagt satt. Hún sá,
ljósið frammi í stofunni.
— Pabbi. .11..
Faðir hennar sat mjög álútur við borð og sneri baki að
dyrunum. Hann er sofnaður, hugsaði hún. Á borðinu voru