Tíminn - 27.03.1955, Side 5

Tíminn - 27.03.1955, Side 5
32. blað. TÍMINN, sunnuðaginn 27, marz 1955. aypgfti iwrmr Fm Sunnud. 27. tnarz Bankarnir og skuldunautar þeirra Morgunblaðið virðist hafa misskilið herfilega þau um- mæli Tímans, að ástæða væri til að rannsaka skipti bankanna við fleiri fyrir- tæki en Ragnar Blöndal h. f. A. m. k. læst Mbl. skilja þessi ummæli á þann veg, að Tím- inn sé eitthvað sár yfir rann sókn Blöndalsmálsins. Ummæli Tímans gáfu vissu lega sízt af öllu tilefni til slíks misskilnings. Tíminn lét þvert á móti í ljós ánægju yfir þessari rannsókn, enda átti formaður Framsóknar- flokksins mestan þátt í því, að til hennar var stofnaö. Ef Framsóknarflokkurinn hefði verið eitthvað mótfall- inn því, að mál þessa fyrir- tækis yrði rannsakað, hefði formaður flokksins ekki beð ið um rannsókn á vissum at- riðum þess, því að hún var líkleg til þess að leiða af sér rannsókn málsins alls, eins og líka hefir orðið raunin. Tíminn gerði líka meira en aö fagna umræddri rann- jsókn. Hann hélt því fram til viðbótar, að ekki mætti láta hér numið staðar, heldur ætti að rannsaka viðskipti bankanna við önnur fyrir- tæki, er ekki myndu hlut- fallslega betur stæð en Ragn ar Blöndal h. f. Tvö dæmi voru sérstaklega nefnd þessu máli til stuðnings. Það er þessi afstaða Tím- ■ans, sem virðist hafa valdið því, að Mbl. tekur máli hans illa og læzt misskilja það. Mbl. tekur þó fram, að allt sé í lagi með fjármál þeirra fyrirtækja, sem Tíminn ger- ir að umtalsefni, en Mbl. tel- ur að annað þeirra sé tengt Ólafi Thors forsætisráðherra, en hitt Sigurði Ágústssyni alþingismanni. Engum komi annað til hugar, segir Mbl., en að Kveldúlfur eigi vel fyr ir skuldum, og Sigurður sé svo skuldlítill og vel stæður, að hann sé einn hinna sárfáu úitgerðarmanna, sem ekki hafa beðið um skuldaskil! Hér skal enginn dómur lagð ur á þessa frásögn Mbl. Sé hún liins vegar rétt, ætti Mbl. ekki að taka því illa, a. m. k. ekki vegna þessara fyr irtækja, þótt gluggað væri í viðskipti bankanna við nokkra helztu skuldunauta þeirra. Mbí. ætti þá þvert á móti að stuðla að slíkri at- hugun, svo aé það geti sann- að svart á hvítu, að Tíminn hafi farið með staðlausa stafi, ef hann hefir átt við umrædd fyrirtæki með áður greindum ummælum. Þegar svona er komið, ættu Mbl. og Tíminn því að geta orðið sammála um að stuöla að slíkri athugun. Dómsmálaráðherrann hef ir nýlega á Alþingi talið það hæpna stefnu hjá bönkun um að reyna undir öllum kringumstæðum að komast hjá töpum. Ummæli þessi verða helzt skilin á þann veg, að bankarnir eigi ekki að framlengja um of líf skuld ugra fyrirtækja i von um, að óvænt höpp reisi þau viö. Þessi kenning ráðherrans hef ír vissulega við mikið að styðj ast. i Fátt varðar þjóðina meiru Sir Anthony Eden — talinn sjáif- sagður eftirmaður Churchills Grein þessi fjallar, eins og nafn ið bendir til, um Anthony Eden, núverandi utanríkisráðherra Breta, sem sjálfsagður þykir til að verða cftirmaður Winstons Chur- chills í forsætisráðhcrrastól. Grein in er dregin saman úr stórblaðinu LIFE og er eftir Emmet John Hughes. Einn hinna mörgu og merkilegu hluta í lífi sir Anthonys Edens og ef til vill hinn merkilegasti var faðir hans. Sir William Eden. var gáfaður maður með listrænar tilhneigingar, en allt líf hans var skyggt sjálf- skaparvítum. Hann skipti sér ekki af börnum 'sínum, gestum sinum eða yfirleitt því, sem gekk á í kring um hann. Svör hans voru óp og háreysti. Ókurteisi gagnvart gestum var honum eðlileg. Óþolinmæði hans gagnvart skoðunum annarra var síður en svo byggð á fróðleiksfýsn, heldur beinlínis á ruddaskap. En af öllu þessu er þó eitt, sem Anthony og systkini hans fjögur hafa hlotiö í arf — hinar hörðu lexíur, sem þeim lærðust án þess að þeim væru þær nokkurn tíma kenndar. Að þægilegt viðmót vinn ur alltaf, hvað sem ruddaskapnum líður, að þolinmæðin hefir yfirhönd ina, þar sem sjálfselskan lætur í minni pokann og að samningaleiðin græðir þau sár, sem hrokinn veldtr. Það var líka hinn dæmalausi virðu- leiki, sem hélt föðrurnum uppi. „Gangið", var hann vanur að segja eins og þið eigiö alla iörðina". Og til eins sonar síns skrifaði hann- ,Það er aðeins einn hlutur, sem er þess virði að lifa fyrir, og það er að koma hreint fram. í guðanna bænum segið alltaf hug ykkar allan og svíkið aldrei þá, sem treysta ykkur“. Allt þetta átti sinn þátt i að mynda þann unga mann, sem sir William hefði verið óendanlega hreykinn af, hefði hann lifað. Anthony fæddist í júní 1897 i Windlestone Hall í County Dur- ham, þar sem Eden-ættin hefir búið í hartnær 400 ár. Hið góða skap hans var daglegt ásteytingarefni föður- ins, þar til Anthony, þá níu ára gam all, var sendur í Sandroyd-skólann og siðan til Eton árið 1911. Vitnis- burðir hans voru glæsilegir. Hann sýndi sérstakan áhuga á stjórnmál- um og fékk verðlaun fyrir kristin fræöi. Og síðan — skotgrafirnar Þeir voru 28 í fjórða bekknum í Eton árið 1914, en áður en styrjöld- inni, sem átti að binda endi á allar styrjaldir, var lokið, voru níu þeirra félaga farnir. Með þessum niu fór elzti bróðir Anthonys, John, sem týndist í Frakklandi, og yngsti bróð irinn, Nicolas, sem týndist í Jót- landi. í skotliðasveitum hans há- tignar var Anthony, þá 19 ára, gerð ur að yngsta yfirmanni í brezka hernum og sæmdur heiðursmerki. Við Somme dvaldist Anthony i skotgröfum á næstu grösum við þvzkan undirforingja, sem seinna tók sér nainið Adolf Hitler Næstum 20 árum seinna, er þessir tveir meixn hittust í fyrsta sinn í brezka sendi- ráðinu í Berlín, háðu þeir barátt- una á ný, en í þetta sinn að baki matseölanna. Vera Anthonys í Oxford, en þang- að hélt hann í október 1919, ein- kenndist af ásetningnum um að vinna upp þann tíma, sem farinn var forgörðum. Aðalfag hans var lega umhverfi, sem aðeins var lýst ] upp af aðvörunum Winstons Chnr- | chiils benti Churchill sválfur á Eden sem „hinn eina sanna mann er heyrði til þeirrar kynslóðár. er alizt hefði upp í ógnum styrjaldar- innar“. Sir Anthcmy Eden austræn tungumál, og íauk hann prófi í persnesku og arabisku íneð hinum bezta vitnisburði. Skólaleyf- um sínum eyddi hann hinum megin Ermarsundsins í því skyni aö íu.H- komna frönskukunnáttu sína. Hann var hrifinn af nútíma málaralist, og eitt sinn er liann reit um Cézamie og list hans i blað nokkurt, mátti þar finna eina þeirra setninga, er svo mjög einkenna hann: „Að lifa eingöngu fyrir list sína og sleppa öllu öðru, það var fordæmið, sem Cézanne gaf okkur“. Þrjátíu árum siðar hefði hver sem þekkti hann, fúslega gefið honum vitnisburðiun: „Meira en níu tíundu hlutar xns hans eru tileinkaðir því, sem hann hefir tekizt á hendur — utanríkis- málunum. Það er mjög fátt annað, sem kemst að“. Frá Oxford hélt hann beint Út í stjdrnmálabaráttuna og fyrsta ósig- urinn, sem hann bar af hólmi í ~ínu eigin héraði, þegar Verkamann.. flokkurinn hafði algeran vinning. Ári seinna, 1923, bauð hann sig fram á ný í kjördæmunum Learn- ington og Warwick og var kjörinn. Kosningabaráttan stóð sem hæst, er hann kvæntist Beatrice Beckstc, hinni fögru dóttur eins eiganda blaðsins Yorkshire Post Það varo því ekki um langa brúö kaupsferð að ræða — aðeim tvo daga — og þá flýttu ungu hjónin sér aftur til kosningabaráttunnar. Eden var því ekki nema 26 ára gamall, er hann var kjörinn á þnig fyrir þessi kjördæmi, en þingniuður þeirra hefir hann verið síðan. Fyrir Lundúnabúa var hann í þá daga .kapíeinn Eden“ glæsiiegur maður og vel upp alinn og atkvæðamikill í neðri deildinni án þess að vera rifrildisseggur. Á næstu árum var Eden sú stjarna á stjóvnmálahimr- inum, sem í mestum uppgangi var. Þingskipaður einkaritari Chamher- lains, utanríkisráðherra áiið 1926 aðstoðarutanríkisráðhcrra árið 1931, framkvæmdastjóri Þjóðabandalags- ins 1935 og utanrikisráöherra i des- ember sama ár, þá 38 ára gamall og sá yngsti, sem hafði það embætti á hendi í næstum heila öld. Glæsibragur upphefðar hans varð enn glæsilegri vegna hinna drunga- legu atburða allt um kriijg- hinna árangurslausu tilrauna til alheims afvopnunar, meðan heimurinn hélt stöðugt í áttina tii styrjaldar, sveitir Hitlers sem þrcmmuðu óáreútar inn í Rínarlönd og síðan Austurriki svik Mússóhnis v'ð Þióðabandalagið, er hann reðst á Abyssiníu, borgara styrjöidin á Spáni. í hinu drunga- en að bankarnir ávaxti vel það fé, sem þeir hafa til vörzlu. Gegn því ber að sporna eins og auðið er, að óreiðufyrirtæki bindi ofmik- ið af fé bankanna. Það væri bönkunum áreiðanlega hollt aöhald, ef gluggað væri í þaö öðru hvoru, hvernig sam- skiptum þeirra og slíkra fyr- irtækja er háttað. Væntan- lega styöur Mbl. að slíku eft ir að hafa upplýst, að allt sé í lagi með þau fyrirtæki, sem það virðist bera sérstaklega fyrir brjósti. Fyrir Eden og á vissan hátt fvnr allt Bretland var bundinn endi á þetta tímabil í þriðju viku íebrúar 1938. Þensla milli hins unga utan- ríkisráðherra og ChamLerlains, íor- sætisráðherra, hafði farið stóðugt vaxandi síðan hinn síðarhefndi lýsti yfir trausti á Mússólíni. sem rtýnd- ist ekki á rökum reist. í þessari vú-m að afstöðnum tveggja daga ráðu- neytisfundum, sagði Eden af sér. Svo undarlega vildi til, að þessi afsögn hafði sáralitla þýðingu gagn vart ítölum, en aftur á móti tals- verða gagnvart Amerikumönnum Nokkrum vikum áður hafði Cham- berlain tekið á móti persónulegu boði Roosevelts til stórveldafundar í Washington. Án þess að láta svo mikið að ræða málið við utanríkis- ráöhena sinn, hafnaði ^hamberlain tilboðinu. Slíkt háttalag fannst Ed- en ekki ná nokkurri átt. AVinston ChurchiII fékk fréttirnar af afsögninni gegn um síma. Fáar setningar í skrifum Churchills eru eins áhrifaríkar og þær, er hann reit um þetta kvöld: „Frá micnætti til morgunsárs lá ég í rúminu yfir- kominn af harmi og ótta. Áðar hafði verið einn maður, cem stóð fastur fvrir gegn sjávarföllum avinn ings og undanhalds. í honum virtist mér liggja eina von brezku þjóðar- innar. En nú var hann farinn. Ég horfði á dagsbirtuna brjóta sér .eið inn um gluggann minn, og mér virt ist ég sjá fyrir mér hina óhugnan- legu ásjónu dauðans". Á þeim 17 árum, sem síðan eru lið in, hefir Eden oft mátt horfa aug- liti til auglitis við dauðann í ýms- um dulargervum Séx h >. rt siixn nef- ir gefið til kynna enn einn nýjan þátt í persónuleika hans. Það var á sunnudegi í septemher 1939 í íbúð Edens í London. Margir vina hans voru þar saman kommr. í dauðaþögn hlustuðu þeir á Chamberlain lýsa yfir styrjöld í útvarpinu. Eden gekk að gluggan- um og var þungbúinn á svip. „Skyldi það hafa staðið i mínu valdi“ sagði hann, „að gera nokkuö frekar til að koma í veg fyrir þetta“? Síðan var það hið hræðilega k'. öld í maí 1940 Eden var þá hermála- ráðherra. Franski herinr. var í mol- um og brezki herinn á flótta til Dunkirk. Aðeins umsátursherirsn i Calais gat varið sjálfa Dunkirk frá hinum voldugu höggum þýzka hpvs- ins. Að kvöldi þess 26. komu Chur- chill og Eden saman í ráðuneytinu og tóku saman hina ægilegu ákvörð un: „Herinn í Calais myndi ekki hljóta neinn styrk.“ Meðal hinna dæmdu hersveita var sveitin, sem Eden hafði barizt með í fyrri styrj- öldinni. Og svo var það dagurinn árið 1945, þegar stjórn flughersins færði hon um þær fréttir, að sonur haus, Simon, sem var x flugvél, er tvndist yfir Burma, væri talinn af. Vegna þess að hann átti þá í kosningabar- áttu í Leamington, gaf hann þær fyrirskipanir, að orðsending pessi yrð- ekki gerð opinber að svo stöddu til þess að hún breytti ekki at-cvæð- um kjósenda vegna viðkvæmni. Allir þessir atburðir hafa átt sinn þátt í að gera Eden að þeim manni, sem Churchill sagði við: „Ég ér farinn að þreytast — þú verður að vera tilbúinn innan skamms“. Eden hefir verið nefndur „sei- fræðingur, þegar staða málanna er vonlaus" Fall varnarbandaiags (Framhald á 6. síöu). Þáttur kirkjunnar jiiiauuminMiHiiiiiiiiiiiiiiiitrmiiiiiiiiiiiuin F j ö 1 d i n n Jesús gerði einstaklinginn að æðsta takmarki í sjálfu sér. Mannssálin, hver ein- stök mannssál, persóna, hafði í vitund hans æðra gildi en allt hið skapaða, sem oft er nefnt hið líflausa í til- verunni. En samt er oft talað um mannfjöldann í sambandi við Krist. Mannfjölda, sem hlýddi á hann, undraðist hann, dáðist að honum og síð ast hrópaði ráðvilltur kross- festingaróp yfir honum. Og séu guðspjöllin lesin vandlega kemur skýrt í Ijós, að þrátt fyrir trú Jesú á ein- staklinginn, þá er bjartsýni hans og starfsgleði allháð því, hvort fjöldinn aðhyllizt hann eða fjarlægist. „Þetta eru móðir mín og bræður mínir,“ segir hann og bendir með stolti á fólkið, sem tók kenningu hans fram yfir allt annað. Og hins vegar, þegar fjöldinn fjarlægðist hann, þá segir hann við postula sína með djúpum sársauka „Hvers vegna farið þið ekki líka?“ Það er því ekki furða þótt margir séu háðir áliti fjöld- ans. Og nú er svo komið í heimi hér, a.ð fjöldinn er sterkasta aflið til góðs eða ills. Án fylgis fjöldans verð- ur enginn voldugur né mik- ill. Án fylgis fjöldans verða háleitar og göfugar hugsjón- ir aldrei framkvæmdar, og án fjöldans verða naumast hin mestu hervirki og hermdar- verk unnin. Það er því ákaflega mikils virði, að kristnir einstakl- ingar geri sér grein fyrir, hvernig þeir rækja hlutverk sitt sem þáttur í heild, sem dropar í hafinu, sem persón- ur í fjöldanum. Sérstaklega ber að gæta þessa í sam- bandi við þær framkvæmdir, sem stefna til uppbyggingar eöa niðurrifs. Samtakamátt- ur fjöldans er líkt og fall foss ins eða straumþungi fljóts- jns. Sé þessu afli beitt til að lýsa, ylja og starfa, græða, rækta og gefa verða hin beztu og happasælustu fyr- irtæki stofnuð og starfrækt, en fari hins vegar þessi reg- inorka lausbeizluð utan allra takmarka og skipulags, verð- ur að hin versta eyðilegging á verðmætum, sem skapar auðn og böl og dauða. Nú er miklu auðveldara en áður var fyrir einstaklinga, sem eru sterkir að beina aug um og hugum fjöldans að einu marki í sömu átt, og aldrei hefir því heimurinn átt yfir meiri krafti að ráða. Þess vegna er nauðsyn ein- staklingsins að gæta sín miklu meiri og ábyrgð hans gagnvart sjálfum sér og öðr- um þúsundfalt vandasamari en áður var. Gætið ykkar kristnu ein- staklingar, látið ekki fallast i íarvegi böls og haturs, held ur látið uppbyggjast sem lif- andi steinar í hina miklu höll mannástar og bræðra- lags, friðar cg réttlætis. Tak ið saman útréttum bróður- höndum og munið að litið átak frá hverjum, getur í samtaki við alla hina skap- að sterkasta framkvæmda- mátt heims. Samtaka fjöldi á guðsríkisbraut réttlætis er helgasta þörf og heitasta von hverrar þjóðar. Árelíus Níelsson,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.