Tíminn - 07.04.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.04.1955, Blaðsíða 3
81. blaS. jT . .....■■■■■ TIMINN, fimmtudaginn 7. aprfl 1955. Heimsökn I ríki páskaliljunnar. Frásögn og myndir: Gudni Þórðarson I Hveragerði eiga menn blóm að vinum og trúa helgisögn um upphaf páskaliljunnar Samtök garðyrkjnbænda, sem rækta blóm «« ávexti. — Um 7 ha lands imdir gróðurhúsagleri á íslandi, þar af 9 dagsláttur í Hveragerði. — Um 100 þásund páskaliljur á hátíðaborð Reyk- víkinga. — Sex þúsund rósarunnar í cinni garðyrkjustöð. — ---— . Rauðar rósir aftur í tízku. — I Hveragerði og öðrum gróðurhúsahverfum er ilm- ur vors og blóma þes a dag- ''ímaf ^þó vorið sé naumast komið nema á bæjarhlaðið hjá. fIestum íslendingum. EnTþár sem ávextir og blórn gréa í mold, sem hefir hita sinn frá hverunum. Á ísls.ndi er risin upp ung stétt, sem þó býr myndarlega og á -framtíðina fyrir sér. Það eru garðyrkjubændurnir. Á liðnum vetri' stofnuðu þeir með sér landjsamtök, og er Guðjcn A. Sigurðsson í Gufu- dal, formaður. En hann er einnig formaður Garðyrkju- bændafélags Árnessýslu og meðstjörnendur hans þeir Ingimar Sigurðsson í Fagra- hvammi og Snorri Tryggva- son. - • Garðyrkjubændafélag Ár- nessýslu og félag blómaverzl- ana i Reykjavík, buðu blaða- mönnum í heimsókn austur í Hveragerði í fyrradag. Þar skýrði Guðjón frá starfsemi garðyrkjubændafélagsins og gróðurhiisaræktinni almennt í stúttri ræðU. En blaðamenn- irhir heimsóttu fjórar garð- yrkjustöðvar ,þar sem ýmist eru ræktuð blóm eða ávextir. Árið 1948 var fyrsta garð- yrkjubændafélagið stofnað í Árnessýslu og hlaut það nafn ið. Garðyrkjubændafélag Ár- nessýslu. Möguleikar á útflutningi blóma. Eins og sakir standa lætur nærri að fullnægt sé innlendri eftirspurn blóma. Næsta verk efni Islenzkra blómaræktar- manna er að efla framleiðsl- una með útflutning fyrir aug- um. Ýmsar þjóðir svo sem Hollendingar og Belgíumenn flytja blóm til annarra landa í stórum stíl. Möguleikar á þessu hér á landi hafa nokkuð verið at- hugaðir og er sýnt, að hér er hægt að rækta blóm í stórum stfí til útflutnings á sam- keppnisfæru verði. í Ameríku eru seldar fyrir 16 krónur rós ir, sem hér kosta ekki nema 8 krónur. Sannleikurinn er líka sá að blómaverð hér er lægra en í flestum nágranna löndum okkar. En tíl þess að hugsa um ræktun til útflutnings þarf hún að vera í svo stórum stíl. að íslenzkir garðyrkiumenn telja sig ekki hafa bolmagn til að leggja út í slíkar fram- kvæmdir eins og sakir standa. Teljn þeir að byggja þurfi yfir .7 hektaraTands fyrir slíka út- flutningsræktun blóma. Yrðu blómin flutt út með flugvél- um, aðaiíega til Ameríku. Gr^twKiSsaborgín. ',í Hveragerði og nágrenni æfu •stáffandi 27 garðyrkju- land undir grænmeti og trjá- plöntum. Garðyrkjubændur á öllu landinu munu vera um 130 talsins og hafa um 7 hektara lands undir glerl Mestu yl- ræktarsvæðin eru í Hyeragerði j og Árnessýslu. .: h Ræktunin í garðyrkju toðv- unum skiptist þannig, að tveir þriðju hl.utaT er græn- meti og"ávextir, en blóm í einum þriðja flatarmálsins, auk grænmetis og trjáplöntu uppeldis úti. Getur þetta þó verið nokkuð breytilegt frá ári til árs. Um verðlag á þessum afurð um er það að segja, að það hefir að mestu staðið í stað s. 1. 10 ár, þrátt fyrir síauk- inn framleiðslukostnað þetta tímabil, og munu íslenzkir garðyrkjumenn í þeim efnum fyllilega vera samkeppnisfær ir við starfsbræður sína á hin um Norðurlöndunum og öðr- um nágrannalöndum okkar. Vonast þeir til að geta fram- vegis staðizt slíkan saman- burð með hjálp aukinnar tækni og þekkingar. Tími páskaliljanna. í fyrradag var mikið ann- ríki í gróðurhúsunum í Hvera gerði. Starfsmenn voru þar með fangið fullt af páskalilj- um og öðrum líffögrum blóm um, en loftið var mettað af blómailmi í húsunum og geymsluherbergjunum. Flest- ar gróðrarstöðvarnar hafa kæliklefa til að geyma blóm- in í, frá því að þau eru skorin og þar til þau eru sett á mark ajý____ Um þetta leyti árs setja einmitt blómin svip sinn á gróðurhúsaræktina, því að nú er áherzla lögð á fram- leiðslu blóma. Fyrir páska- liátíðina eru það fyrst og fremst páskaliljurnar, sem ætlað er að gleöja augað og . því að talið er, og það er því engin tilviljun, að páskalilj an í litfegurð sinni og hrein leik er einmitt blóm páska- hátíðarinnar. Að þessu rinni mun verða nokkuð innan við 100 þúsund páskaliljur á markaði í Reykja vík. Er það. tæplega það, sem venjulega þarf til að full- nægja eftirspurn á Reykja- víkurmarkaði. Lætur því nærri, að ein og hálf páska- lilja komi á hvert manns- barn i bænum. Auk páskaliljunnar er nú eins og jafnan áður á mark- aði mikið af öðrum blóma- tegundum. svo rem túlipön- um, iris að rósunum ógleymd um. Rósin er ef til vill og vin- sælust allra blóma í öllum löndum, og hún er það líka, þegar frá eru dregnir páska- dagarnir, þegar páskaliljan dregur að sér mesta athyglina. Rósa-gróðrastöðin. í einni gróðrarstöðinni í Hveragerði, hjá Ingimar Sig- úrðssyni í Fagrahvammi, er -nær ein^Öngu rósarækt. í húsunum eru um sex þúsund rósaplöntur og gefur hver þeirra af sér að jafnaði um 20 rósir á ári. Þar eru rósir í öllum hugsanlegum litum og nafnalistinn er langur. Stærstu húsin eru yfir 1000 fermetrar að stærð. Ingimar segir, að rósirnar séu alltaf vinsælastar allra blóma og er meira en helm- ingur allra seldra blóma í verzlununum rósir. Raiiðar rösír á ný. Hins vegar eru áraskipti að því, í hvaða lit menn kjósa sér rósir. Áöur fyrr voru rauðar rósir í tízku, en siöan fóru menn að taka rósir í mildari og blandaðri Mynd þessi er tekin í gróðrarstöð Gunnar Björn sonar. Mennirnir á myndinni eru talið frá vinstri: Snorri Tryggva- son, Guðjón Sigurðsson, Ingimar Sigurðsson og Gunnar Björnsson. t of' ýlíeitum. Auk þess, f^ -þégsái1 stpðvar allmikiö fegra heimilin. Blómin hafa litum fram yfir þær rauðu, áhrif á hugarfar manna, að | en núi eru bað aftur rauðar rósir, sem mestra vinsælda njóta.- Þeir menn, sem kunnugast ir eru blómakaupum fólks, segja að yfirleitt kaupi fólk of stór bunt af blómum. At hugar fólk ekki sem skyldi að þrjár rósir í vasa eru í flestum tilfellum fallegri en 30 saman. Njóta bómin sín þá ver. Með ýmsu móti get- ur fólk lengt líf afskorinna blóma og hefir athugunum í því efni mjög verið sinnt á liðnum árum. Haldgot ráð til að lengja líf afskorinna blóma er að láta þau í 42 stiga heitt vatn og láta matskeið af ediki, eða svkri í hvern lítra af vatni, sem stilkarnir eru látnir standa í. Hér hefir aðallega verið rætt um þann þátt garðyrkju bændanna, sem helgaður er blómunum. Það er gert í til- efni páskahátíðarinar, því há tíð upprisunár er öðrum frem ur hátið blómanna og hins byrjandi vors. Ævintýri páskaliljunnar. Páskaliljan hefir orðið eins Páskaliljúniar flokkaðar og bunðnpr í búnt. konar tákn paskablómanna I mörgum löndum og sagan um hið latneska heiti hennar er fallegt ævintýr. Narcissus vars undurfagur, ungur, grískur veiðimaður, sem berggyðjan Ekko elskaði, svo mikið aS hún hrópaði nafn hans, svo bergmálið barst um fjöll og dali. En veiðimaðurinn ungi var kaldlyndur og að lokum varð gyðjan svo örmagna af sorg að hún gat aðeins stam að síðari hluta nafns ást- vinarsíns ..Kissos, Kissos“. I Af dufti haus spratt páskaliljan. 1 Önnur gyðja, Nemeris að nafn*i kenndi í bpjcht um berggyðjuna og leiddi ást- vin hennar að fagurtærrl! lind í skóginum. Þegar ung- lingurinn hafði svalað þorstai sínum kom hann auga á, mynd sína á vatnsfletinum og gat ekki slitið sig frá lind inni og féll loks dauður nið- ur við lindina. Af dufti hans létu guðirnir spretta hinai fögru páskalilju. Og enn vex páskaliljan oft við fagrar lindir og speglar sig í tænj vatni þar til hún fellur aft-* ur í faðm lindarinnar. Gott er að eiga blóm að viij í vondum heimi. |t En stundum hendir það aQ saga hins unga veiðimanng og hinnar undurfögru páska’ lilju, sem spratt upp af duftl hans, enda á aðra leið, þeg- ar vegfarandi getur ekki staðist fegurð liljunnar, hvort sem hún stendur við tæra lind í skógi, eða ys-' þunga stórborgargötuna. —< Hann kippir blóminu upp og sýnir því þá umhyggju og vlnáttu, sem blóm þurfa til þess að geta haldið fegurð sinni, þar til þau fölna. Það er gott að eiga blóm að virt um í vondum heimi, því að þau flytja með sér ilm og fegurö, og- hjáípa þannig til að gera lífið í-kringum okk- ur fegurra og>.betra.: ■h-€Þ, 'i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.