Tíminn - 07.04.1955, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.04.1955, Blaðsíða 12
12 TÍMINN, sunnudaginn 16. janúar 1955. 12. blað. — Sahmanismlnu CPramnald af 8. bISU). aninn" lýsir þeirri för. — Leiðin liggur til suðurs, yfir Altai-fjöll, yfir land Kínverja, yfir „gulu sléttuna", „hvítu sléttuna“, „gula fjallið". Hið síðast nefnda er mjög erfitt yfirferðar. Lýsir „shaman- inn“ því, er hann sér beina- hrúgur, leifar „shamana", er ekki komust lengra. Þá opn- ast „gin jarðar“, leiðin til undirheima. Meðan „sham- aninn“ telur sig Terðast yfir ólíkar slóðir syngur hann mismunandi söngva. Söngv- arnir eru ljóð hinna ýmsu svæða. Sömuleiðis lýsir hann erfiðleikunum. Hann klifrar niður gegnum „gin jarðar“. Þá kemur hann að stóru hafi. Yfir hafið liggur hrosshár. Sá, sem syndugur er, getur ekki gengið eftir því. „Sham- anninn“ sér beinahrúgur margra embættisbræðra sinna á botni hafsins. Þeir höfðu ekki staðizt freistingar lífsins, ekki verið siðferðilega hreinir, eg því féllu þeir í hafið og drukknuðu. Hinum megin strandar er kvalastaður syndugra. — Brátt nálgast „shamaninn" bústað Erliks Khans. Hundar koma gelt- andí á móti honum og varna honum inngöngu. Dyravörð- ur gætir húsa. „Shamaninn" friðar með gjöfu'm, er hann hefur tekið með sér, og fær að ganga inn. Erlik Khan er í fyrstu afundinn og vill ekki við hann tala. Þá tekur „shamaninn" fram vodka og réttir honum. Þá hýrnar brún in á Erlik Khan. Gerist hann brátt drukkinn og mjúkmáll. Veitir hann „shamaninum" blessun sína, heitir frjósemi jarðar og búpenings, hjarð- ar og hesta. Lýsir „shaman- inn“ þessu öllu með áhrifa- ríkum orðum. Áður fyrr var mikið um „shamanisma“ meðal Lappa. Eru til lýsingar sænskra og norskra rithöfunda á fyrir- bæri þessu frá því á 17. og 18. öld. Byrjar á brennivíns- drykkju. „Shamaninn", sem var kallaður „nojdi“, hafði hóp aðstoðarmanna. Voru það einkum konur, er aðstoðuðu. Fyrir kom það einnig, að allir, er viðstaddir voru helgi- athöfnina, voru „shamanin- um“ hjálplegir.. Trumba „shamansins“ var mjög skrautleg. Var hún alsett myndum. Gat þar að líta byggð alheims og goðmögn. Sérstakt hús var ætlað „shamaninum" til starfa síns. Væri tilgangur starfans að lækna sjúkan, — en talið er, að sjúkdómurinn stafi af því, að sál mannsins hafi ver- ið rænt og komið fyrir í Jab- meaimo eða dánarheimum, — Þá ríður á því fyrir „nojd- inn“ að komast þangað og sækja sálina. Hann hefur starf sitt með því að drekka brennivín. Áður fyrr var lútur notaður sem æsilyf. — „Noj- dinn“ brýzt um og lætur ill- um látum og leitast þannig við að komast í hrifningar- ástand Hann ber trumbuna, en þess á milli sýnist hann leita frétta af henni um átt og leið á för sinni um anda- heiminn Þá tekur hann að kyrja töfraljóð, „jojkar“ eins og það er kallað. Konurnar, sem aðstoða hann, taka und- ir eða stundum allir, sem við- staddir eru. Að lítilli stundu liðinni fellur „nojdinn“ í dvala, liggur endilangur á jörðinni. Er þá talið, að sál hans svlfi á meðan til Jameai- mo og reki erindi sín. Þeir, sem aðstoða, halda söngnum á- fram á meðan. Verður að síð- ustu að vekja „nojdinn“ af dvalanum. Til þess er valin ó- fullvaxta mær úr hópi aðstoð- arkvennanna. Fær hún sér- staka þóknun fyrir.Mærin tek ur að „jojka“ og vekur „nojd- inn“ með óhljóðum miklum og hávaða. „Nojdinn" fær ríku- leg laun fyrir starfa sinn. Samanburður við spá- menn ísrael;. Starf „shamana“, meðal ým- issa þjóðflckka, hefir nú ver- ið rakið að nokkru og bent á einkenni „shamana“-hreyfing arinnar. Er margt einkenni- legt í háttum „shamana" og hugsunarhættí og margt merkilegt. Hefir loreyfingu þessari stundum verið líkt við spámannahreyfingu ísraels. Margt er ólíkt með þeim, og hin síðarnefnda að öllu á hærra menningar- og þroska- stigi. Einstaka atriði eru þó merkileg til samanburðar. Skal þeirra getið hér að síð- ustu. Ekkl getur hver sem er orðið „shaman“. „Shaman“ veröur sá einn, sem hlotið hefir köll- un. — Uppeldi og arfur fá miklu um valdið, en andarnir sjálfir velja og skera úr, hver sé hæfur til starfsins. Það er sagt, að sjá megi á ungum börnum hvort þau hafa hæfi- leika í þessa átt eða ei. Augu þeirra, sem búin séu hæfileik- anum, eru fjarræn og draum- kenndur svipur þeirra. Þau sjá það, sem öðrum er hulið. — „Shamanarnir“ fá köllunina með ýmsu móti. Sumir heyra rödd tala hið innra með sér. Aðrir sjá tákn, eða þeir sjá sýnir. Köllunin er náðargjöf, en hún getur einnig orðið þung- ur kross þeim, er á að takast þann vanda á hendur að verða „shaman“. „Shamanarnir" lifa mjög ófrjálsu lífi. Þeir eru stöðugt undir smásjá fólksins. Og starf þeirra er erfitt og er- ilsamt. En enginn fær órefsað komið sér hjá að hlýðnast kallinu. Þótt starfið sé á ýms- an hátt mæðusamt og þreyt- andi, er hitt óbærilegra að bregðast og neita mönnum og verum, gæddum guðlegum mætti um liðveizlu sína. Þessi einkenni benda greíni lega til spámannasteínanna. Köllun „sharnananna“ er eins og köllun spámannanna náð- argjöf, er skuldbindur. „Sha- maninn“ iýtur valdi og vilja æðri máttar eins og spámað- urinn. Hann er búinn krafti og hæfileikum umfram aðra menn, þess vegna getur hann gert kraftaverk og birt þaö, sem enginn annar veit. Tréskurðarnám- skeið í Mývatnssveit Frá fréttaritara Tímans í Mývatnssveit. Kvenfélag Mývatnssveitar hefir í sl. mánuði gengizt fyr ir tveim ríámskeiðum í svo- nefndum skuggaskurði, sem Jón Bergsson á Akureyri hef- ir kennt. Var annað nám- skeiðið í Reykjahlíð en hitt á Skútustöðum. 33 þátttak- endur voru á námskeiðunum, flest konur. 50 munir voru gerðir, flest vegghiliur eða borðplötur. Myndirnar eru skornar í lakkborinn kross- VÍð. f' pj. Enska knattspyrnan í fyrsta skipti í 20 ár tókst enska landsliðinu að sigra það skozka í landsleik í London. Frarnlína Englands náði af- bragðs leik og skoraði sjö sinn um. Þessir menn voru í liðinu: Williams (Wolves), Meadows (Manch. City),Byrne (Manch. Utd.), Armstrong (Chelsea), Wright (Wolves), Edwards (Manch. Utd.) — Matthews (Blackpool) — Revie (Manch. City) — Iiofthouse (Bolton) — Wilshaw (Wolves) og Blund stone (Chelsea). Eins og sést af þessari upp talningu var sambland af gömlum, reyndum leikmönn- um og ungum mönnum i Jið inu. Edwards er yngsti maður, sem nokkru sinni hefir leikið í enska landsliðinu, rúmlega 18 ára. Stóð hann sig prýði- lega. Enska liðið hóf leik og eftir 40 sek. lá knötturinn í skozka markinu. Wilshaw oKoi aði. Virðist þessi góða byrjun koma Skotum úr jafnvægi, einkum vörninni, sem ekki náði sér á strik. Á 7. mín skoraði Lofthouse glæsimark, en aðeins síðar skoraði Reilly íyrir Skotland. Um miðjan hálfleikinn skoruðu Revie og Lofthouse tvö mörk með stuttu millibili. Þessi hálfleik ur er eitt hið bezta, sem sézt hefir hjá enska landsliðinu um árabil. Framlínan var ó- stöðvandi með Matthews sem bszta mann, og með smá henDni hefðu mörkin getað orðið fleiri. Skotar fengu einn ig tækifæri til að skora, en beir virtust ekki á „skotskóm" bennan dag. í síðari hálfleik var leikurinn ekki eins skemmtilegur. Wilshaw skor aði þrjú mörk um miðjan hálf leikinn , en Skotar skoruðu annað mark sitt rétt. fyrir leikslok. Vegna landsleiksins urðu mörg ensku liðanna að vera án sinna beztu manna. í skozka liðinu voru þrír menn úr enskum liðum, Cunning- ham og Docherty frá Prest- on og Johnstone frá Manch. City. Þrátt fyrir það var ekki mikið um óvænt úrslit. Chelsea jók enn forskot sitt, sigraði Tottenham örugg lega og hefir fjórum _ stigum meira en næsta lið. Úlfarnir gerðu iafntefli við Preston og hafa aðeins náð tveimur jafn teflum úr síðustu fiórum leikj um, svo eitthvað virðist vera að. Portsmouth hefir nokkra möguleika til að sigra í deild inni, hefir tapað jafnmörg- um stigum og Chelsea og Úlf arnir, en á meðaljjnnars eftir að leika við Cheísea heiraa. En Chelsea stendur bezt að vigi, þar sem liðið hefir hlot ið 46 stig, en á færri leiki eftir. í 2. deild er keppnin stöðugt jafn tvísýn og erfitt að geta til hvaða lið sigrar þar. Staðan er nú þannig: 1. deild. Chelsea 37 18 19 9 75-54 46 Wolves 35 16 10 9 79-57 42 Portsmouth 34 16 8 .10 62-48 40 Manch Utd. 34 17 5 12 70-61 39 Manch. City 35 15^ 9 11 65-58 39 Sunderland 36 11 17 8 52-47 39 Everton 34 15 8 11 56-52 38 Burnley 36 15 8 13 46-44 38 Charlton 34 15 6 13 69-56 36 Arsenal 35 14 8 13 57-53 36 Preston 35 14 6 15 70-49 34 W. Bromw. 35 13 8 14 68-79 34 Aston Villa 34 14 6 14 56-67 34 Tottenham 34 13 7 14 65-62 33 Cardiff 34 12 9 13 57-63 33 Sheff. Utd. 35 14 5 16 54-76 33 Bolton 34 11 10 13 53-57 32 Huddersf. 34 10 11 13 52-62 31 Newcastle 32 12 6 14 68-68 30 Blackpool 35 11 8 16 50-57 30 Leicester 34 8 10 16 60-77 26 Sheff. Wed. 36 5 9 22 52-88 19 2. deild. Luton Town 3419 6 9 75-45 44 Blackburn 36 20 4 12 107-73 44 Leeds Utd. 36 19 5 12 57-50 43 West Ham 34 17 8 9 69-56 42 Notts County 34 18 4 12 63-59 40 Stoke City 33 15 9 9 53-40 39 Birmingham 32 15 8 9 65-.S5 38 ■Rotherham 33 17 4 12 73-57 38 Middlesbro 35 17 4 14 64-66 38 Brlstol Rov. 34 15 7 12 66-60 37 Liverpool 34 14 7 13 77-77 35 Fulham 33 13 8 12 65-65 34 Swansea 33 13 7 13 69-68 33 Notm. Forest 34 14 5 15 46-49 33 Bury 34 12 8 14 63-63 32 Hull City 34 10 9 15 39-52 29 Doncaster 34 12 5 17 49-75 29 Lincoln City 34 10 8 16 58-70 28 Plymouth 36 10 7 19 51-73 27 Port Vale 34 8 10 16 37-60 26 Ipswich T. 35 9 4 22 51-83 22 Derby County 36 6 9 21 47-68 21 Úrslit s. 1. laugardag: ... — f England - Skotland 7-2 1. deild. Asl.on Villa—BurnJey 3—1 Blackpool—Everton 4—0 Bolton—West Bromw. 2—4 Charlton—Newcastle 1— • Huddersfield—Arsenal 0—1 Manch. Utd.—Sheff. Utd. 0—5 Portsmouth—Manch City 1 —0 Sheff. Wed.—Cardiíf 1—1 Sunderland—Leicester 1 -1 Tottenham—Chelsea 2—4 Wolves—Preston 1 —1 þÍBARÍMM JCKSSClf IÖ6GILTUR SKJAIAWÖAINDI • OG DÖMTULK.UR i ENSRU • mimmi-iim ness ÞrystivatnspipBr og alls konar tengistykkL Frárennslispípar og tengistykki. ByggÍRgavörnr úr asbeslsementi Utanhúss-plötur, sléttar Báru-plötur á þök Þakhellur Innanhúss-plötur EINKAUMBOÐ Mars Trading Co. Klapparstig 26, slmi 7373 Czechoslovak Ceramics, Prague, Czechoslovakia.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.