Tíminn - 07.04.1955, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.04.1955, Blaðsíða 7
81. blað. TÍMINN, fimmtu.daginn 7. apríl 1955. 7 Eftir. áramótin fanrist mér ekki úr vegi að taka dagbók mína og athuga, hvernig liðna áriö’ hefði leikið við okkur Holtshreppinga og Fljótverja yfirleitt, því að Fljótin eru, þó að lítil séu og afskekkt, hluti af landinu. Ekki verður því neitað. — Og hefst þá ann- állinn. Vetur frá nýári var snjó- léttur og vindasamur. Tíðastir voru vestan og sunnan vindar og þeir oft harðir. Var beit því stopulli og gagnminni en efni stóðu til. Fönn var lítil og suma tíma alauð jörð, svo að fram í febr. var bílfært milli Óiafsfjarðar og Fljóta. Er það óvanalegt, því að vegurinn er vægast sagt mjög illa gerður. Auðvitað var Siglufjarðar- skarð — það er vegurinn milli Siglufjaröar og Fljóta — bráð ófær bílum allan veturinn, eins óg vant er. Frá nýári til 22. apríl, en þá var sumardag- urinn fyrsti, voru 15 hríðar- dagar. Voriö var þurrviðra- samt Og mátti sólríkt kalla, en þó ekki að sama skapi hlýtt. Gróður kom seinna en við hefði mátt búast. Ollu því sí- felldir þurrkar um daga en frost um nætur í maímánuði. Síðari hluta maímánaðar voru kýr þó víðast á bæjum leystar af bás. Er það að vísu nokkru fyrr en venjulegt er hér í Holtshreppi. Fé gekk vel fram og voru ær með mesta móti tvílembdar. Lambadauði um sauðburð var ekki tilfinnanlegur, þegar frá er talin óheppm sú, er henti bóndann í Tungu í Stíflu að meirihlúti ásauða hans báru fyrir tal (létu sem kallað er). Missti hann þannig um 60 lömb. Var það tilfinnanlegt tjón. Mun tæplega of í lagt, að það hafi verið um 18 þús. kr. tap, því að bóndinn sá á vænt :fé. En iþó að sauðburður gengi allveþ urðu vanhöld víða á bæjum með lambaheimtur af fjalli óg olli því dýrbítur. Þrátt fyrir það, þó að okkar ágæta refaskytta Alfreð Jónsson bóndi á Reykjarhóli, dræpi 25 þessara fjanda á s. 1. vori inn- an hrepps, þá er þessi ófögn- uður óáreittur í námunda við Austur-Fljót, bæði á Úlfsdöl- um og i Héðinsfirði og heíir versnað um allan helming síð an pláss þessi fóru í auðn, en þau heyra til, eins og kunnugt er lögsagnarumdæmi Siglu- fjarðarkaupstaðar, en bæjar- stjórnin þar mun hafa naum an tíma og annað þarfara með hann að gera á fundum sín- um en ræða um grenjaleitir og refaeyðingu. Sláttur byrjaði með fyrra móti eða um og upp úr miðjum júní og náðist nokk uð af heyi sæmilega verkuðu í þeim mánuði. Sumar frá 20. júní mátti kalla langt fyrir neðan meðal lag að gæðum. Júlí, sem vana- lega er okkar bezti mánuður til heyskapar hér í Fljótum, heilsaði með kulda og norðan brælu, en hríð til fjalla. Þurrk glósur voru við og við og þá helzt með kuldahæsingi. Hreinviðri með sólskini var að eins í tvo daga, en í sjö daga af mánuðinum átti að heita sólfar hluta úr degi. 12 daga var ýmist súld eða rigning. Ágústmánuðui' var mikið þurrviðrasamari, enda mátti segja, að aðalheyfengur næð- ist í þeim mánuði, þó var nú ekki hærra risið en það, að aðeins 6 daga heila var sólskin en oftar voru þó þurrir dagar með sólfari stund úr degi. September var svo illur, að langt skyldi til annars slíks. Hannes Hannesson, IVleSbreið: Annáll Fljótamanns 1954 Skiptist á ýmist bleytuhríð eða regn. Rigningardagar voru 12, hríðardagar 6. Sex daga sá til sólar, þar af tvo daga heila. í þeim mánuði tepptist þjóðvegurinn til Siglufjarðar vegna snjóa. Kom það sér illa fyrir bænd- ur í Fljótum, því að þá stóð haustslátrun sem hæst í Haganesvík, en kjötið verð- ur að flytja þaðan í frystir á Siglufirði. Vegurinn var nú samt hreinsaður, þegar upp birti og var haldið opnum meðan slátrun stóð yfir. Mátti nú heita óslitinn ill viðrabálkur frá því um göng ur til 18. nóv. Á því tímabili setti niður mikla fönn svo sauðfé varð að taka á gjöf um 20. október og hross litlu síðar. Hinn 18. nóv. skipti um tíð til hins betra; tók þá fönn alla af láglendi og mátti heita hin bezta tíð upp það- an til áramóta. Á árinu 1954 voru 44 hríð- ardagar. Eru það miklum mun færri hríðardagar, en undanfarin ár. Hríðardagar ársins skiptast á mánuði sem hér segir: janúar 2, fe- brúar 5, marz 6, apríl 2, maí, júní, júlí og ágúst, enginn hríðardagur í byggð, septem ber 6, október 8, nóvember 8, desember 7, samtals 44 hríð- ardagar. Af þessu yfirliti sézt að veð urfar í Fljóturri hefir ekki verið vel fallið til þess að skapa góðæri fyrir búendur þar, þegar þess er gætt, að aðalbj argræðistíminn, sum- arið og haustið, bregðast al- gjörlega, svo að heyskanur verður fyrir neðan meðallag og á nokkrum bæjum varð hey úti, þótt ekki væri mjög mikið. Hefði þó verr farið með heyfeng en raun varð á, ef bændur hér væru ekki bún ir að bæta tún sín og afla sér heyvinnuverkfæra, þótt mik ið skorti enn á, að vel sé í því efni. Vegna hins ritjulega sum- ars og óveðrasömu hausttíð- ár, reyndust dilkar mun lé- legri til frálags en hið fyrra haust. Mun hafa munað allt að kg. á meðalvigt, hve lé- legri hún var nú en árið áð- ur, enda voru lömb hjá þeim, er síðast slátruðu, mikið far- in að leggja af, sem von var, bví að alltaf voru hríðar og illviðri. Ær voru og magrar undan sumrinu og þoldu þar af leið andi verr beit og þurftu meira fóður. Að öllu þessu at huguðu, varð skaði bænda ærinn vegna veðurfars. Þess var getið hér að fram an að lambahöld um sauð- burð hefðu verið sæmileg, en þegar fé kom af fjalli, kom i ljós, að allmikið af lömbum hafði farizt frá því að fénu var sleppt á fjall. Við laus- lega athugun tel ég að ekki minna en 9% fæddra lamba alls, hafi dáið að vori og tap- ast á fjalli hér í Holtshrepp. Telst mér til að lömb þau, ef lifað hefðu, og lögð niður á blóðvelli, eða seld á fæti, hefðu gefið eigendum þeirra um 90 þúsund krónur. Hér í hrepp fjölgar fé smám saman og mun nú orð ið eins margt, eða vel það, eins og það var, þegar fjár- skiptin fóru fram haustið 1949. Féð virðist vera hraust og afurðagott, mun þó aust- an-féð reynast betur. Jarðræktarframkvæmdir hafa engar verið hér í hrepp á þessu ári, höfðu þó margir huga á því og fulla þörf, því að ýmsir bændur eiga óunn- in flög í túnum og er það ó- metanlegur skaði að þurfa að bíða með þau árum sam- an. Jarðýta er engin hér, en Búnaðarfélag Holtshrepps er í Búnaðarsambandi Skagfirð inga og á að fá þaðan tæki til jarðvinnslu. Engin jarðýta fékkst þaðan á þessu ári. Allmikið hefir verið hér um byggingaframkvæmdir, sérstaklega hefir verið mikið um fjárhúsabyggingar, eru það stór og vönduð hús .úr járnbentri steinsteypu, hlöð ur hafa líka verið byggðar. Enginn hefir dáið í hreppn um á þessu ári, en veikindi ýmiskonar hafa herjað á íbú ana svo sem mislingar, rauð ir hundar, kvefpest • o. fl. Krömdust margir lengi, en fengu þó bata um síðir. Héraðslæknirinn, Guðjón Klemensson, sagði lausu hér- aðinu og flutti burt, óhætt er að fullyrða að hans var saknað af öllum, sem kynni höfðu af honum, bæði sem manns og læknis, og það ætla ég að skarð hans verði vand- fyllt. Notendasími var lagður á 8 bæi í hreppnum. Er þá kom inn notendasími á % býla í Holtshreppi, og er varla hægt að segja að það sé vel að ver- ið, því að tíu ár eru nú síðan byrjað var á að leggja hér notendasíma. Áttræður varð á þessu ári Jóhannes Friðbjarnarson, Brúnastöðum. Hann er Ey- firðingur að ætt, af hinni nafnkunnu Hvassafellsætt. Jóhannes er gagnfræðing- ur frá Möðruvallaskóla, lauk þar prófi aldamótaárið. Hið sama ár gerðist hann barna- og unglingakennari í Fljót- um, gegndi hann því starfi í mörg ár við hin erfiðustu skilyrði — já, svo ömurlegar aðstæður, að engum manni dytti í hug að líta við sliku nú. Hann var hinn fyrsti eig inlegi barna- og unglinga- kennari hér i sveit og braut ryðjandi í þeim málum. Með honum komu nýir straumar og nýjar hugsjónir, ja, ég vil segja nýtt viðhorf til and- legra fræða og félagsskapar. Jóhannes giftist árið 1902 Kristrúnu Jónsdóttur bónda að Illugastöðum í Holtshreppi. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið er úr æsku kom- ust, þau Sigríði húsfreyju á Brúnastöðum og Ólaf Davíðs, prófessor í Reykjavik. Jó- hannes hefir gegnt mörgum opinberum störfum fyrir sveit sína, auk barna- og ungl ingafræðslu, sem áður er nefnd. Oddviti Holtshrepps v&r hann fjölda mörg ár, í skattanefnd, sóknarnefnd og mikið fleirum störfum sinnti hann fyrir sveitina. Hann var einn af stofnendum Spari sjóðs Fljótamanna, endur- skoðandi hans um skeið. Stofnanai Kaupfélags Fljóta manna og Lestrarfélags Holts hrepps. Um hann mætti mik ið fleira segja, en hér skal staðar numið. Á fyrsta degi þessa liðna árs, varð sextugur Þorlákur Stefánsson orgelleikari frá Gautastöðum. Hann hefir verið forsöngvari og orgelleik ari við Knappsstaðakirkju í fjörutíu ár og litlu skemur við Borðskirkju í Haganes- hrepp. f tilefni afmælisins var honum fært stofuorgel að gjöf frá söfnuði beggja þessara sókna. Þorlákur er giftur Jónu Ólafsdóttur írá Gautastöð um í Stíflu. Þar bjuggu þau hjón um fjölda ára í tví-býli við Jóhannes Bogason og Guðrúnu konu hans, — en hún er systir Jönu, konu Þor láks. — Þegar Fljótsá var virkjuð (1942—45) urðu svo mikil landsspjöll á Gautastöð um, að þessi ágæta jörð varð aðeins ritjukot hjá því sem áður var. Fluttu þau hjón þá burt úr Holtshreppi og yfir í Haga neshrepp. Reistu sér nýbýli á svokallaðri Grindilsströnd, á landgeira, er Barðskirkja árti, skammt frá Miklavatni. Nefndi han.n nýbýlið Gaut- land og búa þau hjón þar nú með fveimur börnum sínum. Þau hjón hafa verið samhent með dugnað og ráðdeild alla. Gestrisin og góð heim að sækja. Þau hafa komið til manns stórum barnahóp, og eru öll börnin hin mann- vænlegustu. Á þessu ári hóf vegferð sína á hundraðasta árið Kristján Jónsson, fyrrum bóndi í Lambanesi. Hann er lika aldursforseti í Fljótum. Kristján var um margt merkilegur maður. Hann var giéðimaður. göðúr h.eim að sækja og greiðvikinn, orð- heppinn og háfði gaman að kimni. LétUeikamaður mik- ill, sást sjáldan á hestbaki, en hiaupið gat hann bæði lengi og hratt, nær að segja fram á elliár. Dugnaðar maður bæði til sjós. og lands. Hygginn bú- maður og hagur vel til allra verka. Þótt aldurinn færðist yfir Kristján, fylgdist hann vel með öllum landsmáium, sat við úívarpið og hlustaði hann og fylgdist vel með á vettvangi stjórnmálanna, en nú, á þessu síðasta ári, hefir sjón og heyrn mjög hrakað, svo eyrna-yndi og augnagam an er nú orðið af skcrnum skammti og líkaminn að taka út sín laun fyrir langt og ó- sérhhfið starf. Að hann hafi fylgst vel með stefnum flokk anna í þjóðmálum okkar, má marka af því, að við síðustu kosmngar til Alþingis, brá hann sér á kjörfund. — Gæti trúað, að hann hefði verið elzti maður, sem kom á kjör stað, að minnsta kosti í sveit. Krjstján var kvæntur Sig- urlaugu Sæmundsdóttur, hinni mestu myndarkonu. Þau eignuðust 10 börn, sem úr æsku komust, og sem öll voru hin mannvænlegustu. Árið 1900 fluttust þau hjón að Lambanesi. Ég var þá drengstauli á Illugastöðum, sem er næsti bær við Lamba- nes. Fljótt hændist ég að Lambanesi og fólkinu þar og oft var mér létt um sporið þangað. Mörg börnin voru á svipuðum aldri og ég, sum lítið eitt eldri en önnur yngri. Oft var glatt á hjalla innan vébanda þessara lífs- glöðu myndarlegu unglinga og margar eru mér ógleym- anlegar ánægjustundir, sem ég á frá þeim dögum. En „tímarnir breytast", böl- ið sára/það brjóstið slær, sem fyrr var glatt.“ Nú er helmingur af þess- um fríða, lífsglaða barnahóp til moldar genginn og má með sanni segja, að þau hurfu fyrir aldur fram, því öll dóu þau í blóma lífsins, frá hálfunnu dagsverki og ekki það. Konu sína missti Kristján árið 1928 eftir 50 ára sambúð. Nú er þessi léttaleika- og atorkusami maður nær far- inn að kröftum, en hefir þó enn fótaferð daglega stund úr deginum. Minnið eri á þrot um og eins og áður er sagt, hefir hann nú lítið gagn af blöðum og útvarpi, og eru það inikil viðbrigði fyrir mann, sem hefir haft yndi af því hvoru tveggja, eins og Krist- ján hefir haft. En þrátt fyrir þetta og sinn haa aldur, er hann glaður og reifur í við- tali og hefir hnittin kímnis- yrði á vörum. Þessum gömlu, góðu xdnnm mínum, sem ég hefi hér lítil- á það, sem öldur ljósvakans | lega minnst, sendi ég kæra færðu honum að eyra. Öll kveðju mína og óska þeirn helztu stjórnmálablöðin las ' árs og friðar á komandi ári. í/~ j Sundhöll Reykjavíkur og Sundlaugarnar verða opnar frá kl. 8—11,30 árdegis á skírdag og ann- an páskadag, en lokaðar á föstudaginn langa og páska- dag. Laugardaginn fyrir páska verða þær opnar allan dagin. — 8 Vegna 25 ára afmælís bankans verður honum lokað kl. 2 e. h. þriðjudaginn 12. apríl næstkomandi. Athygli skal vakin á því, að bankinn verður opinn umfram venju milli kl. 12 og 1 þennan dag. Útvegsbanki Islands h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.