Tíminn - 07.04.1955, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.04.1955, Blaðsíða 8
3 TÍMINN, fimmtudaginn 7. apríl 1955. 81. blaff. Séra GLLðmiLndiir Sveinsson, Hvanneyri: SHAMANISMINN—tiIvera manna og hagsæld er komin undir vilhylli anda þeirra, sem alheimínn byggja !/4thyglisverð grein um andasseringar frum I stæðra þjóða á norðurhjara heims í Síberíu og Norður-Asíu l/firleitt búa mongólskir, tyrkneskir og svonefndir ::innsk-ugrískir þjóðflokkar. >eir aðhyllast ýmisskonar orúarbrögð. Eru sumir grísk- katólskir, aðrir Múhameðs- trúar og enn aðrir lama- trúar. En þrátt fyrir þetta eru órúarhugmyndir þessara manna æði frumstæðar og 'gamall trúararfur frá heið- :;nni tíð er varðveittur. Meðal þjóðflokka þessara á hreyfing ;íú, er „shamanismi" hefur verið nefndur miklu fylgi og /insældum að fagna. — Eru þeir nefndir „shamanir", sem hafa á hendi helga þjónustu 1 hreyfingu þessari. Heitin . ,Shamanismi“ og „sham- anir“ eru síðari tíma. Þau eru dregin af indverska orðinu : ,Cramana“ (pali: samana), ;sem þýðir meinlætamaður eða .."nunkaprestur. „Shamanisminn“ virðist vera tengdur heimskauta- övæðum. Gætir hans einnig næsta mjög meðal Eskimóa og Lappa. Meðal Indjána er nann og tíður, þó einkum peirra, er búa á norðlægari ivæðum. Seiðurinn forni, er nefður var um hönd hér á ís- landi í heiðni, virðist vera jvipaðs eðlis. Meðalgöngumenn anda ag manna. Það er inntak „shaman- ismans, að tilvera mann- anna og hagsæld sé undir því komin, að andar þeir, sem al- i.neimurinn er fullur af, séu nönnunum hliðholir og líkni þeim, ef hætta er á ferðum. „Shamanarnir" hafa það að otvinnu sinni að vera meðal- i^angarar milli andaheimsins og mannannna. Þeirra er leit- ið, þegar fórnarhátíðir skulu iialdnar og eins í- daglegu iífi. „Shamanirnir“ komast í nrifningarástand og verða af peim sökum færir um að nna hlutverk sitt af höndum. Vakir þrennt fyrir „sham- anunum“, er þeir leitast við að' komast í hrifningará- standið: 1) Þeir vilja verða i’ærir um að svara ákveðn- I dim spurningum, sem þeir : sjálfir eða aðrir hafa áhuga fyrir að öðlast svör við. 2) Þeir vilja leita til andanna og biðja þá um líkn og hjálp i eigin neyð og annarra. 3) Þeir vilja leitast við fá vald yfir öndunum og gera sér þá undirgefna. ideita búktali. Er þeir framkvæma starf , útt, er tvennt til. Annars /egar er það talið á valdi ,shamansins“ að losa sál sína ir viðjum líkamans, svo að mn getur tekizt ferð á hend- tr um viðáttur himinsins eða ;m djúp undirheima, og á jann hátt komizt að leynd- irdómum andaheimsins. Hins ægar getur svo „shamaninn“ .ært andaria til sin. Er þá .tundum haldið, að andinn aki sér bústað í líkama .hamansins og tali í gegnum íann, en oftar er álitið, að tndinn sé í nærveru hans. ,Shamanirnir“ sjá andana og heyra, þótt aðrir séu ekki íærir um slíkt. En „shamanarnir" viðhafa búktal, er þeir skýra frá boð- skap og orðum andanna, ti) þess að sýna, að þeir tali 1 þeirra umboði — í þeirra stað. Með hjálp andanna læknar svo „shamaninn“ sjúka. Sjúk- dómar eru taldir stafa af því, að illur andi hefur tekið sér bústað í líkama sjúklingsins, eða sál hins sjúka hefur ver- ið heilluð af anda, og því losn- að úr eðlilegum tengslum við líkamann. Þá framkvæmir „shamaninn" hreinsanir birtir hið dulda, skýrir frá áliti og vilja guðdómsins. Er hann gefur goðsvar, talar hann í ljóðum, og er mál hans þá mjög formfast, en jafnframt myndríkt. Ólíkra siða og venja gætir meðal „shamana“ hjá mis- munandi þjóðflokkum, er þeir hafa starfa sinn um hönd. Skal nú leitazt við að lýsa háttum þeirra á nokkr- um stöðum og hversu þeir framkvæma helga þjónustu. Gefur það einnig bezta hug- mynd um trúarhreyfingu þessa. Lýst nokkrum trúar- iðkunum. Tjuktjernar eru forn þjóð- flokkur, er býr við Bering- sundið. „Shamanir“ þeirra hafa iðju sína um hönd í innri klefa steintjalds við næturtíð í niðamyrkri. Situr „shamaninn“ á skinni, er hann leitar frétta og fullting- is andanna. Hann hefur enga sérstaka aðstoðarmenn, en nokkrir áheyrendanna eru honum hjálplegir við starf- Andalæknir Eskimóa. Sham- anisma gætir mjög í trú Eskimóa. ann. Shamaninn hefur upp söng mikinn og leikur undir á trumbu. Brátt tekur hann að mæla, og notar búktal, herm- ir eftir ýmsum dýrum og mönnum. Hrifningarástand kemur yfir hann. Er þá álitið, að andarnir komi og hann ræði við þá. En stundum verð- ur skyndileg breyting á á- standi „shamansins“. Er þá talað um „köfun“, niðurstign- ing. „Shamaninn" fellur í leiðslu. Sjálfur liggur hann flötum beinum á skinninu, en talið er, að sál hans hverfi til undirheima eða himins- ins. Stundum verða áheyr- endurnir heyrnarvottar að samtali, er „shamaninn“ tel- ur sig eiga við andana eða lál, sem endurheimta skal til sjúks manns. i . ‘ **3m*.. .... — !•< " •■ . v '■*& i ..... J," * i Samojedar, þjóðflokkitr nyrzt í Síberiu i tjalistad. Hjá þeim er shamanismi útbreiddur. Þröskuldurinn heilagur. Jukagirar eru nágrannar Tjukterna og skyldir þeim. „Shamanir“ þeirra hafa um sig flokk hjálparmanna. „Shamanirnir" fást þar fyrst og fremst við lækningar, Þeir. taka sér stöðu á þröskuldi' húss þess, sem hinn sjúki dvelur í. Þröskuldurinn er sérstaklega helgur staður. Svo telja ýmsir frumstæðir þjóðflokkar. Þar halda andar fjölskyldunnar sig. Er „sham- aninn“ hefur komið sér fyrir, tekur hann að berja trumb- una, en jafnframt ýmist æpir hann eða hvíslar, og líkir eft- ir hljóðum ýmissa dýra. Hann ber trumbuna ákafar og ákaf- ar, hefur upp söng og særing- ar. Vill hann kalla fram anda dáinna, sem eru vernd- arandar hans. Hann teygir höfuðið út um dyrnar og and- ar að sér djúpt og ákaflega. Þá fara andarnir inn i hann — halda menn. Því er það ekki lengur hann sjálfur, sem talar, heldur andar, er mæla gegnum hann. Brátt færist leiðsla yfir „shamaninn“. Sál hans er talin fara til dánar- heima til þess að sækja sál hins sjúka, sem rænt hefur verið. — Að góðri stundu lið- inni skal „shamaninn" vak- inn. Það er hlutverk hjálpar- mannanna. Þeir hefja „sham- anninn“ á loft, sveifla honum þrjá hringi rangsælis og rykkja í hann. Hann kemur þá til sjálfs sín og hrifn- ingarástandið hverfur. Á hvítri folaldshúð. Jakuternar er enn einn þess ara þjóðflokka, þar sem „shamanisminn" er mjög út- breiddur. ,.Shamaninn“ bvrí- ar þar starfa sinn með því að reykja tóbak og gleypir reyk- inn. Folaldshúð hvít er breidd út á gólfi tjaldsins og skal shamaninn taka sér stöðu þar. Ýmisskonar undirbún- ingur fer fram og lýkur með því, að eldurinn í tjaldinu er slökktur. Áður hefur hross- hári verið kastað á eldinn og fórnað þannig. Að því loknu tekur „shamaninn“ til við iðju sína. Hann tekur að stæla hljóð dýra, síðan þrífur hann til trumbunnar og ber hana eftir kústarinnar regl- um. Að síðustu syngur „sham- aninn“ eins konar helgiljóð. Vill hann kalla fram þjón- ustuanda sína, er eiga að greiða honum för til anda- heima. Brátt er „shaman- inn“ allur á valdi andanna. Verndarandar hans birtast honum. „Shamaninn“ tekur þá að dansa. Er dansinn mjög reglubundinn og takt- fastur. Síðast syngur hann lofsöng, mjög hátíðlegan og leikur undir á trumbuna. — Um leiðslu er hér ekki að ræða. Talið er, að „shaman- inn“ hverfi í hrifningará- standinu til andaheima og sé trumban fararskjótinn. í andaheimum öðlast hann yfir náttúrlega þekkingu og sækir þangað hjálp og líkn. Andamaour. i. umstæos þjuófiokks i Asiu ber bumbu sína. Birkitré með níu raufum. Meðal Tataranna í Altai- fjöllum er „shamanisminn“ í hávegum hafður. „Shaman- inn“ er fórnarprestur. Fórn- arhátíðir fara fram eftir ná- kvæmri forskrift og er hlut- verk shamansins að hafa um hönd ákveðið ritúal. Sam- ræður hans og andanna eru í búningi hátíðlegs máls og má sjá, að löng þróun liggur að baki. Til guðsþjónustu- halds er reist sérstakt tjald (jurta). Þar er komið fyrir í miðju tjaldi birkitré í blóma. í stofn bjarkarinnar eru skornar níu raufar eða tröpp- ur. Þetta á að tákna hina 9 himna, er „shamaninn" á að ferðast til í hrifningarástandi sínu. Hestur er valinn til fórnfæringar. Á hann að vera fararskjóti „shamans- ins“. Sömuleiðis er leiðsögu- maður valinn. Förinni er stefnt til Ulgön, herra níunda himinsins. „Shahaninn“ klæð- ist sérstökum skrúða. Hann særir fram anda sér til að- stoðar og lætur dvelja í trumbunni. Himnaförin hefst. „Shamaninn“ tekur að klífa björkina og er það táknræn athöfn. — Hann læzt ríða hesti þeim, sem fórnfært var. Hesturinn þreytist brátt. Þá fær hann sér gæs, og er það gefið til kynna með gaggi og ýmsum tilburðum. „Sham- anninn“ lætur áheyrendur sína fylgjast með förinni og greinir frá því, sem ber fyrir augu í hverjum himni. Loks er hann kominn til níunda himins og hittir þar Ulgön. Tekur „shamaninn“ að spyrja hann. Hann spyr, hversu hon- um hafi geðjast að fórninni og öðru fleiru. Kemst hann ■jíðan að margvíslegum fróð- 'eik. Hann fær að vita um veðráttu. uppskeru og veiði- skap. Greinir „shamaninn“ •rá öllu þessu i spádóms- formi. Níu eldhöf og níu fjall- garðar. Hjá Töturunum í Minusink á ,shamaninn“ að skoðun al- mennings að ferðast yfir 9 eldhöf og níu hfiminháa fjallgarða. Þá loks kemur hann þangað, sem fjalla- andinn ríkir — Ekki þykir minna vert um för „sham- ansins" til herra undirheima, rierra Eriiks Khans. „Sham- (Framh. á 12. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.