Tíminn - 16.04.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.04.1955, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, laugardagmn 16. apríl 1955. 85. folað, &W }j ÞJÓDLEIKHÖSID Gullna hliíílö Sýning í kvöld kl. 20. Aðeins tvær sýningar eftir. Pétur og úlfurinn og Dimmalimm Sýning sunnudag kl. 20. Fœdd í gœr Aðeins tvær sýningar eftir. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15—20. Tekið á móti pöntun- um. Sími 8-2345, tvær linur. — Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. Gullni hauhurinn (Golden Hawk) Afburða skemmtileg og spenn- andi, ný, amerisk mynd eðli- legum litum. Gerð eftir sam- nefndri metsölubók, „Prank Yerby", sem kom neðanmáls l Morgunblaðinu. Rhonda Flemlng, Sterling Hayden. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ’ Stml 147». A örlagastundu (hone Star) Stórfengleg bandarisk kvfkmynd frá MGM. Aðalhlutverk: Clark Gable, Ava Gardner, Broderick Crawford. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 14 ára fá ekkl aðg. NYJA BÍO Síml 1544. Paradísarfuglinn (Bird of Paradise) Seiðmögnuð, spennandi og ævln týrarík litmynd frá Suðurhöfum Aðalhlutverk: Louis Jourdan, Debra Paget, I Jeff Chandler. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Peningar að heiman (Moncy from home) Bráðskemmtileg ný amerísk gamanmynd í litum. Aðalhlutverk hinir heimsfrægu skopleikarar Dean Martin og Jerry Lewis. Sýnd kl. 5, 7 og 9. !♦♦><►♦«•>♦■♦♦■♦■♦■♦■■♦♦♦ BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐl - Dreymandi varir Mjög áhrifamikil og snilldarvel leikin ný, þýzk kvikmynd, sem alls staðar hefir verið sýnd við mjög mikla aðsókn. Kvikmynda sagan var birt sem framhalds- saga í danska vikublaðinu Pamilie-Journal. Maria Schell. Sýnd kl. 9. Sími 9184. LEIKFÉIAG REYKJAVÍKUR’ Frænka Cliarleys Gamanleikurinn góðkunni. Síðasta sinn annað kvöld kl. 8. 85. sinn. Aðgöngumiðasala kl. 4-7 í dag og eftir kl. 2 á morgun. AUSTURBÆJARBÍÓ Alltaf rúm fyrir einn (Boom for one more) Bráðskemmtileg og hrífandi, ný, amerísk gamanmynd, sem er einhver sú bezta, sem Banda- ríkjamenn hafa framleitt hin síðari ár, enda var hún valin til sýningar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra. Aðalhlutverk: Gary Grant, Bet Drake, og „fimn. jráðskemmtilegir , krakkar". Sýnd kl. 5 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Blnu 11» Líhnandi hönd (Sauerbruch, Das war mein Leben) Framúrskarandi, ný, þýzk ^ór- mynd, byggð á sjálfsævisögu hins heimsfræga þýzka kurð- læknis og vísindamanns, Ferdi- nands Sauerbruchs. Bókin, sem nefnist á frummálinu „Das war mein Leben“, kom út á íslenzku undir nafninu „Líknandi hönd“ og varð metsölubók fyrir síðustu jól. Aðalhlutverk: Ewald Balser. Sýnd kl. 5, og 9. Hafnarfjarð- arbíó Síml 9219,. Rödd bló&sins 9249 Hrífandi, frönsk, kvikmynd erð eftir hugmynd hinnar frægu þýzku skáldkonu Ginu Kaus. — Myndin fjallar um efni, sem öll- um mun verða ógieymanleg. Aðalhlutverk: Annie Ducaux, Corinne Luchaire. Myndin hefir ekki verið ýnd áður hér á landi. Danskur skýringatexti. Sýnd kl. 9. TARZAX OG RÆNDU AMBÁTTIRNAR Sýnd kl. 7. »♦♦♦•♦♦♦•♦♦♦♦♦« HAFNARBÍÓ Simi 8444 Örœfaherdeldin (Desert Legion) Alan Ladd, Arlene Dahl, Richard Conte. Bönnuð börnum lnnan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bridge (Framhald af 4. síðu). og tók Gunnar strax á ásinn. Því næst spilaði hann K og D í spaða og litlu laufi. Vestur tók á kóng, og sjöið kom í hjá austur. Vestur tók það sem kall, og spilaði út ásnum og drottningin féll í hjá austur. Vestur skipti nú yfir í tíg- ul, og austur komst inn á kóng- inn. Nú gat austur haldið áfram með tígul og þar með hnekkt sögn inni, en hann var ekki á þvi, heldur spilaði út eina spilinu, sem Gunn- ar gat unnið sögnina á eða spaða gosa. Gunnar tók á ásinn í blind- um, og þvínæst hina spaða tvo, spilaði sig síðan inn á hjartakóng, og afganginn átti hann á lauf. Fjög ur grönd. Þetta spil gaf marga punkta, þar sem passað hafði verið á hinu borðinu. Af mæliskveð j a (Framhald af 3. síðu). um kröfSust fyrstu árin núk- illa vínnufórna frá hendi allra þeirra, er þar lögðu hönd að verki. Frá þessum árum frumstarfa v‘S upp- þyggingu nýrrar starfsgrein- ar í landinu er margs góðs að minnast um áhuga, óséplægni og trúmennsku starfsmanna. — Enginn maður hefir staðið Sigurði Þórðarsyni framar um þessar höfuðeigindir þjón ustuseminnar. í vitund minni og endurminningu mun Sig- urður ávallt verða ímynd dyggðarinnar í opinberu starfi fyrir sakir stundvísi, reglu- semi, réttsýni og vinnusemi, enda er hann frábær afkasta maður við starf. Lengi fram an af, eftir að Guðrún Reyk- holt tók að sér meginstarf í tónlistardeild, hafði Sigurð- ur á hendi allt Þ1 samans bókhald, fjárvörzlu, skýrslu- gerðir allar og auk þess mikla vélritun. — Starf Sigurðar við Ríkisúitv'arpið hefir því löngum verið margþætt, ó- mælt og ómetið enda ekki nema að litlu launað og verð ur aldrei að fullu launað nema af hljóðlátri sjálfsvit und hans um það, að hafa l’fað og starfað á vegum þeirr ar dyggðar, sem Stephan G. Stephansson lýsir svo: „Að telja ekki í árum en öldum. Að alheimta ei daglaun að kvöldum. Því svo lengist mannsævin mest.“ Engan mann hefi ég þekkt, sem á skemmthegri hátt hef ir gert líf sitt tvíbætt um ó- skyld störf og afrek: annars vegar hagrænt skyldustarf unnið fullan vinnudag og lengur á stundum, hins veg- ar hugleikm störf í þágu söng hstar og tónmenntar. Um fyrr tahnn þátt er ég bær að votta. Um hinn síðari munu votta tónsmíðar hans og þeir menn, sem um nálega þrjá tugi ára hafa starfað með honum og undir stjórn hans í Kariakór Reykjavíkur. Eg árna af heilum hug Sig- urði Þórðarsyni og frú hans hehla við betta tækifæri. Eg þakka Sigurði langt og á- nægjulegt samstarf. Síðast en ekki sízt þakka ég honum fyrir hans mikla og ágæta '•tarf í þágu íslenzkrar tón- listar. Jónas Þórbergsson. •♦« 17 ' lb Henrik Cavlihg: KARLOTTA á hjónin, sem stóðu aftan við hann. og þá vék brosið fyrir óttasvip. Henri de Fontenais skildi hvernig í öllu lá. Hann reis á fætur og sagði: — Viljið þér gera svo vel að leyfa mér að vera einum hjá ungfrú Dahl hérna stundarkorn? Það var harður, skipandi hljómur í þessum orðum. Bara að hún fleipri nú ekki neitt, hugsaði forstöðumað- urinn með sér, en huggaði sig þegar við það, að þá stæði aðeins fullyrðing gegn fullyrðingu, því að ekkert gæti hún sannað. — Komdu, Mína, sagði hann. Henri lokaði dyrunum á eftir þeim og sneri sér að Kar-. lottu, sem nú var setzt framan á rúmið. Þegar Henri sett—. ist við hlið hennar, gat hún ekki stillt sig lengur, hallaði. höfðinu að barmi hans og grét óstjórnlega eins og hjarta hennar væri að bresta. Hann ásakaði sjálfan sig harðiéga fyrir að hafa valdið þessari ungu stúlku slíkum þjáhin^uiii. En nú hét hann því með sjálfum sér að bæta fyrir- það eins og hægt væri. ...íú m Hann leyfði henni að gráta í friði, og það leið löng stund, þangað til henni hægðist. Hún leit afsakandi upp, og hann brosti vingjarnlega til hennar. — Eruð þér búinn að segja þeim, að ég sé enginn þjóf-t ur? stamaði hún milli ekkasoganna. Henri de Fontenais hafði mikla æfingu í því að hafa hemil á tilfinningum sínum, en í þetta sinn munaði litlu, að honum brygðist sú bogalist, því að honum fannst þessí orð hennar sem svipuhögg í andlit sér. Nú skildi hann, hverjar skelfingar hann hafði bakað þessari ungu stúlku með ógætni sinni. Já, auðvitað hafði hann gert það. — Já, Karlotta, það hefi ég sagt lögreglustjóranum sjálf um, og það svo skorinort, að það verður ekki misskilið. Ég kom til Danmerkur í dag, og í húsinu, sem þér bjugguð í áður, sagði stúlkan, sem kærði yður, mér frá því, sem skeð hafði. Síðan sneri ég mér til yfirvaldanna til þess að finna yður, og nú er nafn yðar að fullu hreinsað af þessari á-> kæru. — Bréfið-----guð minn góður---------forstöðumaðurinn hefir vonandi ekki fundið bréfið? Rödd Karlottu lýsti ótta. — Hvaða bréf eruð þér að tala um? Karlotta svipti rúmdýnunni til hliðar. Bréfið lá þar, sem hún hafði falið það. Henni létti. Henri starð fyrst., Uhdt-* andi á hana en síðan á þéttskrifaðar pappír§ú.rkirnar. — Hér hefi ég skrifað sannleikann um forstöðumanninn, sagði Karlotta hikandi. Það er bréf til Birtu vinkonu minn ar, því að í kvöld var ég ákveðin að.... Karlotta þagnaði. Hún hafði þegar sagt fullmikið. Henri skildi þegar, hvað hún átti við. Hann hafði ekkl mátt seinna koma til Kaupmannahafnar, hugsaði hann með sér. Hún hafði verið komin á fremsta hlunn með að fyrirfara sér. Hann minntist flóttalegs og undirförula augnaráðs forstöðumarinsins. Kona hans hafði ekki virzt mikið betri. — Hefir forstöðumaðurinn ekki verið yður góður, Kar- lotta? spurði hann. — Hann er varmenni, viðbjóðslegt varmenni, svaraði hún af svo mikilli heift, að hann hrökk við. Hann varð að at>- huga þetta nánar. Ef til vill varð að taka hér í taumana, áður en meira illt hlytist af. — Má ég lesa bréfið, Karlotta? spurði hann, og hún rétti honum það orðalaust. Klukkustundu síðar leiddi Henri Karlottu niður brattan loftstigann. Hinn litla farangur hennar bar hann í hand- tösku. Það var ljós í ganginum, en hvorki forstöðumaöur- inn né kona hans voru sjáanleg. Henri setti töskuna frá sér. — Ég þarf að hitta húsráðendur að máli, áður en ég fer, Karlotta. Hvar heldur þú að þeir séu? Karlotta benti á dagstofudyrnar, og Henri drap á dyr. — Kom inn, var svarað dræmt, og Henry opnaði. Svo tófc hann fast um hönd Karlottu og leiddi hana inn fyrir með sér. — Ætlið þér að fara með hana? spurði Sörensen og gaut hornauga til konu sinnar, sem var harla óblið á svipinn. — Þegar hún lendir í vanda næst og þarfnast veru á góðu og kristilegu heimili, þarf hún ekki að ómaka sig hing að til að biðja um vist, sagði hún afundin. Henri horfði þungbúinn en rólegur á hjónin til skiptis og sagði svo rólega: — Hefði þetta verið heima í Frakk- landi, mundi ég hafa látið taka ykkur bæði föst og hirta duglega. Hjónin hrukku við, þau trúðu varla sínum eigip eyrum. Svo spratt frú Sörensen á fætur. — Hvað eigið þér við, maður? hreytti hún út úr sér. — Vitið þér það, frú, að þetta varmenni, sem þér eruð gift, hefir reynt að neyða ungfrú Dahl til ásta við .sig,með valdí og ógnunum, og þegar það tókst ekki, neyddi hann hana til að hlusta á saurlífissö'gur um sig og stúlkur, sem hafa verið hér á heimilinu til betrunar undir umsjá hans? Það var sem elding hefði hitt frú Sörensen. Snöggt til— lit á eiginmanninn sagði henni alltof greinilega, að hinn ókunni maður sagði sannleikann. Henri benti á á Sören- sen, sem nú var orðinn öskugrár í andliti. — Ef þér leggið ekki fram beiðni um lausn frá starfi sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.