Tíminn - 03.05.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.05.1955, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, þriðjudaginn 3. maí 1955. 98, blað. Grímiir Glslason: Húnavaka Ungmennasam- bands Austur-Húnvetninga „Hvenær byrjar Húnavak- an í ár?“ er spurning sem margur Húnvetningur varpar fram þá er líða tekur að miðj um vetri, nú síðari árin. Ung mennasambandið hefir sem sé tekið upp þann hátt, að gang ast fyrir samfelldri skemmti- viku á Blönduósi, með svip- uðu sniði og Skagfirðingar hafa haldið sínar „sælu“- vikur um langt árabil. Hefir svo vel til tekizt, að þessi sér stæði þáttur í félagsmálum okkar Húnvetninga er orðinn ,svo vinsæll að fólkið bíður hgns með óþreyju og mjög tnikill fjöldi sýslubúa telur sjálfsagt að fara þangað a. m. k. einu sinni og aðrir oftar. Að þessu sinni hófst Húna- vakan sunnudaginn 20. f. m. með héraðsþingi Ungmenna- sambandsins og stóð það í tvo daga. Þeim er þetta ritar er ekki kunnugt um gang mála þar, en hitt ætti hver Hún- vetnmgur að vita, að auk þess að Ungmennasambandið sér um umfangsmestu skemmti- ,samkomur í sýslunni s. s. Húnavökuna og 17. júní, þá oer það uppi með öðrum að- ilum að vísu, tvö stór fram- faramál, sem eru bygging Héraðshælisins á BlQnduósi og uppbygging fullkomins .sundstaðar að Reykjum á Reykjabraut. Á þriðjudaginn hófust svo .skemmtanirnar, er stóðu sam fleytt í 6 daga. Kenndi þar ýmissa grasa svo sem að lík- nm lætur. Kappræður fóru c'ram fyrsta kvöldið milli átta manna, fjögurra austan Blöndu og jafn margra að vestan. Sigurvegargr urðu austanmenn og hlutu verð- laun fyrir, en talið er að báð- r aðhar hafi notið þeirra í oróðerni og orðið gott af. Var pessi þáttur talinn góð ný- oreytni. Alla dagana voru sýndar kvikmyndir. Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari, sýndi mjög fallegar íslenskar lívikmyndir með smekklegri kynningu og Gestur Þor- grímsson söng gamanvísur og hermdi eftir, en Vigfús myndatökumaður aðstoðaði nann með píanóundirleik. Báðir þessir hstamenn féllu samkomugestum vel í geð. — Leikfélag Blönduóss haföi 5 sýnfngar á söngleiknum „Þrír ,skálkar“ eftir Gandrup í þýð ngu Þorsteins Ö. Stephensen og var það tvímælalaust að- aluppistaða „vökunnar“, enda leikritinu gerð svo góð ,skil að framsetningu allri, að rómað var. LeikUt þetta, sem verður ekki tahð merki- áegt að efni, er viðsfjarri ís- i.enzkum staðháttum og þjóð arsál og því meira reynir á æikstjóra og leikendur að í- klæða það svo holdi og blóði að það nái tökum á sýningar gestum, en um það varð ekki deilt að leikslokum. Það skal srrax fram tekið að ómetan- ! egur stuðningur leikfólksins var það að Bandalag ísl. leik :.elaga lánaði mjög góð gerfi og leiktjöld voru gerð af mik ■ili smekkvísi af Herbert Sig- lússyni frá Siglufirði. Held aó það sé ekki ofmælt, að margur hafi undrast yfir feg 'u’ð leiksviðsins og er málar- ■ nn vel að þeim kaupbæti kom :im, enda þótt ekki sé dregið í. - fa að honum hafi verið sómasamlega greitt fyrir verk sitt. Ég stilli mig ekki um að birta hlutverkaskrána, en hún samanstendur af fólki, sem allt hefir fullum skyldu- störfum að gegna og kvenna hlutverkin leystu af hend1 þrjár húsmæður, sem allar hafa bú og ung börn að ann- ast: — Kurt, söngvara lék Jó hann Daníelsson, Bertel, um- ferðasala, Bjami Einarsson, Diðrik, skottulækni, Tómas R. Jónsson, Óla, malara, Bald ur Sigurðsson, Mettu, dóttur hans, Nanna Tómasdóttir, Nuri, spákerlingu, Margrét Jónsdóttir; Ýstru-Morten, Sig urgeir Magnússon, Fógetann, Snorri Arnfinnsson, séra Karpar, Þorvaldur Þorláks- son; Jockum, böðul, Sveinn Ásmuntísson; Lása, lærUng hans, Skúli Pálsson; Möllu Skrepp, Helga Guðmunds- dóttir. — Ennfremur kom þarna fram dansfólk og varð menn. Leikstjórn annaðist Tómas R. Jónsson, sem um fjölda mörg undanfarin ár hefir veitt leikstarfsemi á Blönduósi farsælt og ötult brautargengi. Þó að við hlið hans hafi staðið jafnlengi, að ég hygg, Bjarni Einarsson og aðrir um skemmri tíma s. s. frú Margrét Jónsdóttir, sem þarna fór með hlutverk Núvi spákerlingar og sýndi með þvi, ótvíræðar en nokkru sinni fyrr, að hún á leiklist- ina að náðargáfu. Svo mjög var leikur hennar rismikill. Varð ekki hjá því komizt að hún hrifi mann, með köfl- um, inn í ókennilegan heim fullan forneskju og dul- magna. Sigurgeir Magnússon sem einnig hefir alloft komið fram áður á leiksviði á Blöndu ósi, en í veigaminni hlutverk- um, uppfærði Ystru-Morten með mjög sterkum og svip- miklum leik. — Flesta leik- endurna höfum við Húnvetn ingar séð áður á leiksviði og síðast í fyrravetur er leikfé- lagið sýndi hinn þjóðkunna leik Skugga-Svein við mjög góða dóma. Aðrir eru nýir s. s. Jóhann Daníelsson, íþrótta kennari, sem ekki er heima- maður á Blönduósi, en kom þarna fram sem hið unga og syngjandi karlmenni Kúrt. Má segja að það hallaðist ekki á um leik þeirra elsk- endanna Kurts og Mettu mal aradóttur, sem leikin var af frú Nönnu Tómasdóttur, svo sem aö framan gremir. Annars yrði það of langt mál að ræða frekar um ein- stök atriði leiksins, enda ekki tilgangurinn að koma hér fram með sérstaka gagnrýni eða leikdóm. Slíkt hefir líka hæpinn rétt á sér þar sem um er að ræða leikstarfsemi á- hugamanna í takmörkuðum tómstundum og við ófull- komin skilyrði. En tvímæla- laust var þarna um góða frammistöðu að ræða yfir- leitt, þótt hlutverkin væru, svo sem í öðrum leikritum, misjafnlega athyglisverð. Verður það ætíð svo, og eins Wtt að svo fjölmargt getur komið til greina um það hver verður fyrir valinu í þetta og hitt hlutverkið. — Þar sem um þekkta leikara er að ræða verður þessi skipting markviss og örugg, en getur brugðið tU beggja vona und- ir öðrum kringumstæðum. Reynir þarna mjög á hæfni ieikstjórans hverju smni, en þar erum við Húnvetningar vel settir aö njóta hæfileika Tómasar R. Jónssonar, hins ágæta leikara og leikstjóra. Tvo síðustu dagana var á skemmtiskránni kórsöngur tveggja karlakóra í sýslupni. á laugardaginn söng karla- kór Bólstaðahlíðarhrepps en á sunnudaginn karlakórjnn „Húnar“ á Blönduósi. Ég hafði ekki möguleika á að heyra í báðum kórunum. Heyrð'i tU Bólhlíðinganna mér til mikillar ánægju og þó e. t. v. tU meiri undrunar. Sóngskráin var löng og fjöl- breytt og það sem vakti undr un mína var hvílíka óhemju ósérplægni hefir þurft, af þéssum rúmlega tuttugu mönnum, sem dreifðir eru um stóran hrepp með slæm- um samgöngum, allt frá aust asta bæ hans norður við Vatnsskarð, inn í tvo dala- botna að því viðbættu að söngástin hefir þarna þurrk- að út hreppamörk, þar sem i kórnum eru nú nokkrir menn vestan úr Svínavatns- hreppi, handan Blöndu. — Flestir eru þessir menn ein- yrkjar og þurfa að hirða all- ar skepnur á búum sínum. Söngstjórinn er ungur bóndi, Jón Tryggvason, sem býr á fárra ára gömlu nýbýli, Ár- túnsey, en það er vel í sveit sett. Eitt lagið á söngskránni, fallegt og prýðilega radd- sett, er eftir bróður söng- stjórans, Jónas, og hefir hann emnig gert textann. Ég samgleðst söngmönnunum yf ir þeirU vújafestu, sem ligg- ur á bak við söng þeirra, en hitt veit ég að þeú eiga þakk læti fjölmargra fyrir frammi stöðuna, auk þess sem söng- gleði þeirra sjálfra mun vera þeim ríkuleg laun fyrir allt þeirra erfiði og fyrirhöfn. Ég vil svo að lokum taka það fram, að yfir þessum samkomum öllum ríkti lúnn bezti blær að því að tabð var. Húnavakan er að mínum dómi að kenna Húnvetning- um að skemmta sér. Gleði íólksms, eldri og yngri, er Wspurslaus og frjálsleg og nær hámarki í dunandi dansi í lok hvers dags. — Þó er tal- ið að Skagfirðingar slái okk- ur þarna út, enda eru þeir v'öurkenndir gleðimenn. Formaður Ungmennasamb. A.-Húnvetninga er nú Snorri Avnfinnsson, hóteleigandi á Blönduósi. Veitti hann Húna vökunni forstöðu af sínum al kunna dugnaði og fórnfýsi. Naut hann þar og við aðstoð- sr nokkurra góðra vina Ung mennasambandsins og fólks- ins, — manna, sem alltaf eru á sínum stað að gera skyldu sína þegar við hin erum að skemmta okkur. Án slíkra manna væri ekki hægt að reka svona umfangsmikil mannamót. Að síðustu þetta: Haldið áfram á þessari braut. Reyn- ið að fá fleiri og fleiri með að vera vú’kir þátttakendur í þessum þætti félagsmál- anna í sýslunni. Slíkt er mjög þýðingarmikið með tilliti til þess að hér er um hagræn menningarverðmæti ao ræða, (Framh. á 6. síðu.) Rangæingur hefir sent mér eftir- farandi hugvekju um félagsskap óðalsbænda: „Góðan daginn, Starkaður minn. Mig langar til að koma í baðstofuna til þín og ræða við þig um félags- mál. Það ínunu vera nokkrar aldir síð- an að mönnum var það ljóst, að með samtökum fjöldans væri hægt að hrinda ýmsu í framkvæmd, sem annars væri óhugsandi, ef einstakl- ingurinn ætti að gera það. Því hafa samtök fjöldans unnið stór sigra um allan heim í ýmis konar félags- samtökum þjóðunum til heilla. Hér á landi eru félagssamtökin mjög ung, en hafa þó gerbreytt lifnaðarháttum fjölda landsmanna til hins betra. Á ég þar við stofnun kaupfélaganna hér á landi um og eftir 1881 og svo stofnun ungmenna félaganna eftir aldamótin síðustu. Það má því með sanni og án allra blygöunar fullyrða, að með stofnun fyrrnefndra félagssamtaka hafi risið ný öld á landi voru, öld, sem gerði fjöldanum kleift, er innan samtak anna stóðu, að ráðast í ýmsar fram kvæmdir, sem voru einstaklingsfram takinu ofviða. Með stofnun ungmennafélaganna reis upp sú alda meðal æskulýös lands vors, er gerði hana djarfari og hugmyndaríkari og það, sem meira er um vert, kveikti sú félags- stofnun nýja hugsjón meðal æsku- lýðs þessa lands, hugsjónir, sem höfðu djúp og varanleg áhrif á stjórnarfar landsins allt fram á þennan dag. Síðan hafa mörg félög verið stofnuð hér á landi og flest í góðum og nytsömum tilgangi, þótt þau hafi ekki náð eins sterkum tökum á fjöldanum og samvinnufé- lögin og ungmennafélögin gerðu. Það munu vera tiltölulega mjög fáir bændur hér á landi nú, sem búa á jörðum, er hafa verlð í sömu ætt í 130—200 ár. Hér í Rangárþingi eru þó nokkrar jarðir, sem hafa hlotið þá gæfu að sama ættin hefir setið á þeim í 150—180 ár, og býst ég við, að fleiri sýslur hafi sömu sögu að segja. Ég vil láta þá bændur, er sitja þessar jarðir, mynda með sér félags skap, því að í rauninni hafa þeir allir eitt og sama áhugamál, það að hlynna sem bezt að óðali sínu og gera það sem glæsilegast í sjón og reynd. Ef fyrrnefndir bændur hefðu með sér félagsskap, gætu þelr komlð saman og rætt sín á milli um þau mál, er varða þá mest, svo sem ýms búnaðarmál og skipulagsmál jarð- anna, er þeir sitja á, því að víða eru þau ekki sem bezt, og ekkl hvað sízt þyrftu þau mál að vera í lagi á slík um jörðum. Slík félagsstofnun, sem óðals- bændurnir stæðu að, gæti haft mikla þýðingu menningarlega séð fyrir þjóðina. Þar myndu kynnast merkar og góðar ættir, og þar af leiða góð kynni á milli landsfjórð- unga og sýslna með ferðalögum og heimboðum á víxl. Ég vil því að lokum mlnna þá bændur á, er búa á fyrrnefndum jörðum að mynda með sér samtök á félagslegum grundvelli. Þau myndu verða þeim áhýggiiega til góðs og væri vel ef Rangæíngar yrðu fyrstir með slíkt félag". —-----<W1 Rangæingur hefir lokið máli sfnu. Starkaður. JÖRÐ TIL SÖLU :| Jörðin Saxhóll í Brefðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi er til sölu nú þegar. — Jörðin hefir mikið og gott rækt- iji 'i unarland og er fyrsta flokks fjárjörð. :i Allar nánari upplýsingar gefur eigandi jarðarinnar L :| Ólafnr Einarsson, Syðri-Knarartungu, Breiðuvfk, . Símstöð Arnarstapi. SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS CSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSCSSSSSSSSSSCSSSI I TiGboð óskast í: í jeppabifrei'ðar, jeppagrindur, Dodge sjúkrabifrelð og i;i ;i| yfirbyggingar af nokkrum fólksbifreiðum, er verða tU ji; sýnis hjá Arastöðmni vi'ð Háteigsveg þriðjudaginn 3. ;i| í; þessa mánaðar kl. 1—3 e. h. — Tilboð verða opnuð í skrifstofu vorri sama dag kl. 4. iji Sala sctnliðseigna ríkisins. i| ÆSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSÍSS! HA 22 TRAUST MERKI Hvar á ISLANDI, sem þér verzlið, munið þér finna þetta vörumerki frá einni þekktustu matvöruverksmiðju Evrópu. Þegar þér biðjið um IIONIG Súputeninga, Makkarónur, Spaghetti, Súpur, Búðinga o.fl., getið þér treyst þvi að kaups góða vöru á sanngjörnu verðL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.