Tíminn - 03.05.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.05.1955, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, þriðjudaginn 3. maí 1955. 98. bla$, PJÓDLEIKHÖSID Ftedd í gœr Sýning miðvikudag kl. 20.00 Krítarhringurinn Sýning fimmtudag kl. 20.00 Gulina hWSiS Sýning föstudag kl. 20.00 Síðasia GÍnn. Aðgöngumiðasalan opin frá kl 13,15—20,00. Tekið á móti pönt- unum, sími: 8-2345, tvær linur. Pantanlr sækist daglnn fyrlr sýningardag, annars seldar öðr. GAMLA BÍÖ Blml 1471. Óvasnt hehnsókn (An Inspector Calls) Ensk úrvalskvikmynd gerð eftir hinu víðfræga dulræna leikriti J. B. Priestleys, sem Þjóðleikhús- ið sýndi fyrir nokkrum árum. Aðalhlutverkið leikur hinn snjalli leikari Alastair Sim. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ævintýr í Tíhet Mjög sérkennileg og afburða spennandi, ný, amerísk mynd, sem tekin er á þeim slóðum í Tíbet, sem enginn hvítur maður hefir fengíð að koma á til skamms tíma. Mynd þessi fjallar um samskipti hvítra landkönn- uða við hin óhugnanlegu og hrikalegu öfl þessa dularfulla fjallalands og ibúa þess. Rex Reason, Diana Douglaa. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ AstríSuiogi (Sensualita) Prábærlega vel leikln ítölsk mynd, er fjallar um mannlegar ástríður og breyskleika. Aðalhlutverk: Elenora Rossi Drago, Amedeo Nazzarl. i Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐ9 - Dittu mannsbarn Stórkostlegt listaverk, byggt á skáldsögu Martins Andersen Nexö, sem komið hefir út á íslenzku. Sagan er ein dýrmæt- asta perlan í bókmenntum Norð urlanda. Kvikmyndin er heil- steypt listaverk. Tovc ÍVIoes. Sýnd kl. 7 og 9. ÍLEIKFEIAG S^keykjavíkur m (iengu í skrúðgöngu til kirkju AUSTURBÆJARBÍÓ Leigumorðingjar (The Enforcer) Óvenju spennandi og viðburða- rík, ný, amerísk kvikmynd, er fjallar um hina stórhættulegu viðureign lögreglumanna við hættulegustu tegund morðingja, — leigumorðingjana. Aðalhlutverk: Humphrey Bogart, Zero Mostel. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Kvennamál kölska Norskur gamanleikur. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalakl. 4—7 í dag og eftir kl. 2 á morgun. Sími 3191 Börn innan 14 ára fá ekki aðg. , TRIPOLI-BÍÓ I Blái engillinn (Der Blaue Engel) Afbragðs góð, þýzk stórmynd, er tekin var rétt eftir árið 1930. Myndin er gerð eftir skáldsög- unni „Professor Unrath" eftir Heinrich Mann. Mynd þessi var bönnuð í Þýzkalandi árið 1933, 4» Aðalhlutverk: Emil Jannings, Marlene Dietrich. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarfjarb- arbíó Gullni haukurinn (Golden Hawk) Afburða skemmtileg og spenn- andi, ný, amerísk mynd í eðli- legum litum. Gerð eftir sam- nefndri metsölubók, „Prank Yerby“, sem kom neðanmáls í Morgunblaðinu. Rhonda Fleming, , Sterling Hayden. Sýnd kl. 7 og 9. «»♦ ♦ ♦ (P ♦♦♦♦♦♦« NÝJA BÍÖ Voru það landráð? (Dccision Before Dawn) Mjög spennandi og viðburðahröð amerisk stórmynd, byggð á sönn um viðburðum er gerðust í Þýzka landi síðustu mánuði heimsstyrj aldarinnar. Aðalhlutverk: Gary Merrill, Bönnuð fyrir böm. Sýnd kl. 5, 7 og 9,15. HAFNARBIÓ Bimi 4444 Forhoðið Hörkuspennandi ný bandarísk sakamálamynd, er gerist að mestu meðal glæframanna á eyj unni Macao við Kínastrendur. Tony Curtis, Joanne Dru, Lyle Bettger. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Úr fréttabréfi frá séra Bergi Björnssyni, presti í Stafholti. skrifað 22. apríi segir á þessa leið: Á sumardaginn fyrsta komu öll börn hins nýja barnaskóla í Stafholtstungum í skrúð- göngu til kirkju. Gengu þau undir hinum fagra fána, sem Stefán Jónsson, námsstjóri, gaf skólanum. Athöfnin í kirkjunni var há tíðleg. Börnin sungu sálma, en sóknarprestur flutti ritningar orð frá altari og talaði við þau Að endingu stóðu allir upp og lásu saman Faðir vor. Það var tilkomumikið og há tíðlegt að sjá börnin koma og fara í skipulegri skrúðgöngu, syngjandi vor- og ættjarðar- lög. Var söngurinn æfður af Bjarna Andréssyni og stjórn aði hann honum. Heimsókn barnanna og kennara- þeirra var sannarlega ánægjulegur viðburður og eiga skólastjóri og kennarar þakkir skilið fyr ir. Húnavaka . . . (Framh. af 4. síðu.) fyrír sýsluna. Fyndist mér mjög athugandi að fá ung- mennasambandið í V.-Húna- vatnssýslu til samvinnu um skemmtikrafta a. m. k. ef það telur sig ekki hafa aðstöðu tiJ að koma slíkri starfsemi á hjá sér. Og einu leyfi ég mér að beina til Reykvíkinga: Væri ekki góð tilbretyni fyrir þá að óska eftir skemmti- kröftum utan af landi, s. s. kórsöng eða leiksýningum? Vitanlega væru á þessu ýms- ir annma'kar, en trú mín er sú að gott mundi af þessu hljótast og verða mikil hvatn ing öllum sem með þessi mál fara utan höfuðstaðahns. Tilefnið til þessara hugleið inga minna var koma mín á Húnavökuna síðustu og þessi orð mín í heild, sem ég bið Tímann um rúm fyrir, mega gjarnan skoðast sem þakk- lætisvottur, eins af samkomu gestum, til allra þeirra, sem áttu hlut að máli að veita okkur Húnvetningum góða skemmtun þessa daga. Á föstudaginn langa 1955, IVámskeið . . . (Framhald af 3. sííu). urlöndum tækifæri til gagn- kvæmrar kynningar og gefa þeim kost á að njóta sumars- ins við ströndina. Kostnaðdr vegna námskeiðsins verður 80 sænskar krónur. Norðurlönd í dag, nefnist námskeið, sem haldið verður nú sjöunda árið í röð á Bo- husgárden 3.—9. júlí. Það fjall ar um ýmislegt sem varðar þróun á sviði fjárhags-, félags og menningarmála meðal nor rænu þjóðanna. Kostnaður og þar með bækur vegna nám- skeiðsins verður 95 sænsk. kr. Norræna félágið í Reykja- vík, Hafnarstræti 20, pósthólf 912, veitir nánari upplýsingar. í amP€Rit i = | Raflagnir — Viðgerðlr | Rafteikningar Þingholtsstræti 21 Sími 8 1556 íiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiJMiiiiimiiiiiiiiiiuiitiiiiiiiiiiti 30. Ib Henrik Cavling: ffinmnlfina'* KARLOTTA Karlotta roðnaði. Já, þetta er víst aðvörun í tíma töluð. Var hún ekki að því komin að gleyma því? hugsaði hún sjálfri sér reið. ; Áttundi kafli. Battenborg tilheyrði upprunalega hinum auðuga Jörgen Lykke, en þegar svo hafði gengið í nokkra ættliði, tókst hinni fögru og kænu Kirstine Munk að ná óðalinu og fylgi- jörðum þess undan hinum kornunga Kaj Lykke. Hún gaf slotið Elenoru dóttur sinni, en seinna féll það undir krún- una, og í hennar eigu hafði það verið síðan snemma á nítj- ándu öld. Þá komst það- í hendur þýzks aðalsmanns og her foringja, Frederiks Holstbatten, sem síðar var gerður að barón. Hann skírði eignina Battenborg, og í eigu þeirrar ættar var hún enn. Árið 1939 var Battenborg talin meðal beztu óðalssetra á' Sjálandi, og í hvert sinn, sem sonur tók við því af föður voru þar gerðar miklar umbætur á húsum í samræmi við nýja tíma. Frederik barón og kona hans Irene barónessa töluðu saxn an af ákafa meðan þau bjuggu sig til samkvæmis kvöldsins. Þau voru bæði á fimmtugsaldri og höfðu verið gift á annan tug ára. — Hvers vegna var Munk ekki í samkvæminu hjá hirð- veiðimeistaranum, Frederik? spurði barónessan. — Hann var kallaður til fundar við Stauning, en ég býst við að hitta hann á fimmtudaginn. Baróninn var að hnýta á sig hvíta slifsið framan við spegilinn. — Trúir þú þessu þvaðri um það, að stríð sé að brjótast út? Hann leit snöggvast í augu konu sinnar í speglinum og hristi höfuðið. — Nei, ég held að það sé aðeins þvaður núna. Ég vona, að mannkynið sé ekki gengið af göflunum. Fyrir hverju ættum við svo sem að berjast? Irene barónessa var ekki jafnviss um þetta og maður henn ar. Hún var þakklát fyrir, að börn hennar voru énn svo ung. Þetta mundi verða mjög langt stríð, ef synir hennar yrðu kallaðir í herinn. — Ég hlakka til að sjá konu Fontenais, sagði baróninn allt í einu. — Dóttur kráareigandans? Hæðnishreimurinn í rödd baró nessunnar leyndi sér ekki. Baróninn sneri sér við og leit beint framan í konu sína. — Við skulum ekki láta okkur slík orö um munn fara, Irene. Ég ætla að biðja þig að koma fram við hana af vin- semd og virðingu. Fontenais er auðugur. Nú hefir hann gifzt danskri stúlku, og þá gæti verið tækifæri til að selja honum Thybogaard. Barónessan dæsti. Baróninn hafði svo sem búizt við þessu, en þótt hann reyndi oftast að komast hjá deilum við konu sína, var hugsunin um að geta kannske selt Thybogaard o£ lokkandi til þess að hann léti þetta kyrrt liggja. — Er það kannske ætlunin, að þessi stelpa setjist að á ættaróðali mínu? Bafóninn andvarpaði. — Þú veizt það vel, að Thybogaard ber sig ekki, og við verðum að greiða með eigninni frá Batt enborg, og það getur ekki endað með öðru en að við miss- um bæði óðulin. — Og vegna þess krefst þú þess, að ég niðurlægi mig til þess að smjaðra fyrir þessari stelpu? — Irene, rödd barónsins var hvöss. — Þótt þessi sala væri ekki á döfinni mundi ég biðja þig að sýna kurteisi og vera vingjarnleg við greifafrúna. Armur Fontenais er langur og áhrifaríkur. Þú getur reitt þig á, að hann hefir auga með fólki, sem ekki vill þýðast konu hans eða líta niður á hana Ég veit heldur ekki til, að neinn hafi leyft sér það. Við ættum ekki að verða fyrst til þess. — Þú vilt vafalaust líka, að ég kyssi dóttur meðala- bruggarans, sagði barónessan hvasst. Baróninn hló hæðnislega. — Ef þú átt við dóttur lyfsal- ans, þarftu ekkert að óttast. Er dæma skal eftir þeim á- huga, sem Kurt frændi þinn sýndi fyrir henni, er hann kom frá Börstrup með John Graham í gærkveldi, mun hann ann ast um hana. — Ég hélt, að við hefðum verið orðin sammála um að blanda ekki um of geði við almúgann hér í héraðinu, sagði barónessan hvasst. — Fyrst stúlkur úr þessum almúga geta gifzt mönnum eins og Fontenais greifa, getur það varla verið svo hættu- legt að umgangast hann, sagði maður hennar. — Þessi lyfsaladóttir er auk þess sögð mesta léttúðardrós. —Við skulum nú bíða og siá hverju fram vindur, sagði bar óninn, en hann gat ekki stillt sig um að bæta við: — Það getur vel verið, að hún mægist þér bráðlega, Irene. — Þetta var of mikið af svo góðu, sprengingin varð ekki umflúin. — Ég þakka, en ég afbið mér fleiri uppástungur af þessu tagi. Þótt þess fanski sérvitringur hafi ekki sómatilfinn- ingu til að gæta heiðurs ættar sinnar, er engin ástæða til að draga nafn Beckstein-Wadow ættarinnar niður í foraðið. Baróninn levndi brosi með hendinni. Hann kannaðist við hið óbilandi álit konu sinnar á ágæti eigin ættar, og hann hafði raunar óskað þess, að hún hefði erft fleiri eiginleika Beckstein-ættarinnar en ættardrambið. Og eini veraldlegi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.