Tíminn - 03.05.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.05.1955, Blaðsíða 3
98. blað. 3, TÍMINN, þriðjudaginn 3. maí 1955. Dánarmiiining: Bjarni Hann var fæddur 21. júlí 1884 að Prest'oakka á Síðu, sonur hjónanna. Páls Jónsson ar frá Segíbúðum í Landbroti, og Þórunnar Bjarnadóttur frá Steinsmýri í MeSallandi, sem síðar bjuggu í Hrifunesi í Skaftártungu, og ólst Bjarni þar upp í foreldrahúsum. Rúmlega tvítugur að aldri fór hann í búnaðarskólann á Hvanneyri og útskrifaðist það an haustið 1909. Var hann síðan á ýmsum; stöðum á sinum heimaslóðum næstu 10 árin. Árið 1819 kvæntist hann eft irlifandi konu sinni, Elínu Sig urbergsdóttur, og hófu þau bú skap sama vor, og bjuggu lengst af á Leiðvslli í Meðal- landi, en fiuttu baðan vorið 1933 út í Árnessýsiu, að Litla- Saurbæ í Ölfusi, Sú jörð var þá mjög illa far in að húsum, og var hvort tveggja, að Bjarni gat ekki fengið hana keyþta og hitt, að jarðeigandi vildi ekki taka þátt í endurbyggingu hús- anna, svo að hann fiuttist það an að Eollastöðum í Hraun- gerðishreppi. En þar festi liann ekki vndi og fluttist aft ur að Nethömrum i Ölfusi, og bjó þar til 1941 að hann brá búi og settist að í Hveragerði, þar sem hann bjó til dauða- dags. Þau hjónin Bjarni og Elín eignuðust tvö börn, son og dótt ur. í Hveragerði vann Bjarni að ýmsum störfum, meðal annars var hann ullarmatsmaður við ullarþvottastöðina í Hvera- gerði, þangað til hún hætti störfum. Bjarni Pálsson átti ekki góðra kosta völ um jarðnæði, eftir að hann fluttist út í Ár- nessýslu, hann naut sín því ekki sem bóndi, eins og hæfi- leikar hans gáfu efni til. En búskapur hans mun hafa bor ið vitni um góða meðferð á öllum fénaði og snyrti- mennsku í umgengni, enda góður bjargálnabóndi, þrátt fyrir jarðnæðishrakninga sína. Pálsson, Hverageröi Vegna starfshæfni sinnar gegndi hann ýmsum trúnaðar störfum, en hann var maður hlédrægur, og hafði sig lítið í frammi. Fyrir rúmu ári síðan bar fundum okkar saman, er hann hóf starf í steypuverksmiðj- unni hér í Hveragerði. Hann var þá á sjötugasta aldursári, en beinn í baki, hár og karl- mannlegur, og hafði vinnu- þrek eins og miðaldra maður, verklaginn og vandvirkur í starfi. Bjarni Pálsson var vel greindur maður, orðheppinn og gamansamur ef því var að skipta, sjálfstæður í skoðun- um um menn og málefni. Hann var vel að sér og bar þess glögg merki, að honum hafði enzt vel það veganesti, er hann sótti sér í Hvanneyrar skóla fyrir nær hálfri öld. Um miðjan janúar s. 1. kenndi hann lasleika, og fór að læknisráði til Reykjavíkur til ýtarlegrar rannsóknar, sem leiddi i ljós, að eina, sem hægt var að gera, var vonlítill upp skurður. Hann hafnaði þeirri tilraun, hvarf heim aftur og tók með karlmannlegri ró þeim örlaga dómi, sem ekki var umflúinn, og aldrei heyrðist æðruorð í þungbærri sjúkdómslegu. Hann naut umhyggjusam- legrar hjúkrunar dóttur sinn ar og eiginkonu, sem með óbif anlegri trúfesti léttu honum stríðið, þar til yfir lauk. Hann lézt 22. apríl s. 1. og verður jarðsunginn að Kot- strönd í dag. „Aldrei deyr, þótt allt um brotni endurminningin þess sem var“ T. Eyj. Námskeið á vegum Norrænu félaganna í sumar í Danmörku. Norrænt verzl unar- og bankamannanám- skeið verður haldið í Dan- mörku dagana 13.—21. maí n. k. Námskeið þetta hefst í Kaupmannahöfn, en þaðan verður farið 15. maí til Hinds gavlhallarinnar, sem er félags | heimili Norræna félagsins danska. Þar verður dvalið í þrjá daga, en farið í kynnis- ferðir um Fjón og Suður-Jót land og svo loks í þriggja daga ferð um Norður-Jótland. Nám skeiðinu lýkur í Álaborg. Beinn kostnaður verður 100 danskar krónur. Norrænt æskulýðsmót verð ur á Hindsgavl vikuna 3.—10. júlí. Það er aðallega ætlað fólki á aldrinum 17—25 ára. Markmið mótsins er að gefa ungu norrænu fólki tækifæri til að kynnast og njóta sumars ins í Danmörku. Farið verður í kynnisferðir um nágranna- byggðir Hindsgavlhallarinnar. Kostnaðurinn mun verða 80 danskar krónur. Námskeið, sem fjallar um stjórn sveitamála á Norður- löndum, verður á Hindsgavl vikuna 17.—23. júlí. Undanfar in sumur hafa slík námskeið verið haldin til skiptis í nor- rænum löndum til kynningar og yfirlits um hvernig þessi mál eru skipulögð og rekin í hverju landi fyrir sig. Kostn- aðurinn verður 135 danskar krónur. í Noregi. Norrænt myndlist arnámskeið verður haldið í Osló dagana 12.—16. júni. Námskeið þetta er ætlað lista mönnum á sviði myndlistar, teiknikennurum og öðrum, sem áhuga hafa á myndlist. Allur kostnaður vegna náms- skeiðsins, þar með fæði og hús næði, verður 150 norskar kr. Þátttakendur munu búa á Studentbyens Sommarhotell í Sogn Hagaeby. Norrænt verzlunarmanna- mót verður dagana 19.—25. júní á Sjusjö Röyfjellshotell. Hótel þetta er í fjallabyggð í nánd við Lillehammer. Dvalar kostnaður ásamt ferðunum til og frá Osló verður um 200 norskar krónur. Norrænt blaðamannanám- skeið verður haldið í Noregi dagana 22—31. ágúst. Það hefst í Osló 22. ágúst og stend ur þar fyrst í þrjá daga, en síðan verður farið í þriggja daga ferð til Bergen og loks aftur til Oslóar. Þar lýkur nám skeiðinu. í Svíþjóð. Norrænt nám- skeið um náttúruvernd og verndun þjóðminja verður haldið dagana 5.—11. júní á Bohusgárden við Uddevalla á vesturströnd Svíþjóðar, en það er félagsheimili Norræna fé- lagsins sænska. Þetta mun vera fyrsta norræna námskeið ið, sem haldið hefir verið um þetta efni. Markmið þess er að miðla þeirri reynslu, sem fengin er á þessu sviði og at- huga möguleika til samstarfs. Kostnaðurinn verður 95 sænsk ar krónur Námskeið fyrir norrænt æskufólk á aldrinum 16—25 ára verður dagana 26. júní til 3. júlí á Bohusgárden. Aðaltil- gangur þessa námskeiðs er að gefa ungu fólki frá öllum Norð (Framh. á 6. síðu.) Orlon-blússur Dacron-blússur Rayon-blússur Bómullar-blússur Fallcgir sumarlitir, allar stærðir. Heildverzlun ÁRNA JÓNSSONAR h.f. Aðalstrœti 7. Símar 5805, 5524 ou 5508. Eigum mjöfj fallegt úrval af Dömublússum fyrir sumarið NYLOlV-BLÚSSrR, marg’ar gerðir, mcð stuttum crmum, og með víðum, löugum ermum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.