Tíminn - 16.08.1955, Side 3

Tíminn - 16.08.1955, Side 3
182. blað. TÍMINN, þriðjudaginn 16. ágúst 1955. 3 Dánarminning: Skúiína H. Stefánsdótíir, Kirkjubóli Þann 12. júní síðastl. and aðíst að Kirkjubólí í Korpu- tíal í Önundarfirði merkis- k'öfían Skúlína H. Stefáns- dóttir, i hárri elli. Skúlína var fædd í Hrafns ey á Breiðafirði 17. des. 1868, og ólst upp hjá foreldrum sínum Jóhönnu Bjarnadótt-| úr og Stefáni Guðmundssyni. :í Arney tU 16 ára aldurs, að hún réðst til séra Janusar Jónssonar prests í Holti í Ön- undarfirði. í Holti dvaldi hún þar til hún, 1890, gift»st Páli 'Rósinkranssyni í Tröð í Ön-; undarfirði. Bjuggu þau fyrsta; árið hjá foreldrum Páls í Tröð en fluttust síðan að! KirkjubóU og bjuggu þar alla tíð síðan. Eignuðust þau 14 börn og náðu 12 þeirra full- orðinsárum. Páll Rósinkransson var mikill athafna- og dugnað- armaður, framsýnn og áræð inn. Auk búskaparins stund- aði hann því sjóinn, var for- maður á hákarlaskipum og skipstjóri á skútum um ára- tugi og var ágætur sjósókn- ari. Mcðan Páll var fjarver- andi á sjónum, oft svo mán- uðum skipti, varð Skúlína að vera bæði húsbóndinn og hús móðirin á þessu mannmarga heimill og búskapurinn varð að ganga, þótt bóndi væri ekki heima. Stjórnaði hún þá búinu af miklum skörungs- skap. Má því nærri geta að Skúlína hafi haft ærið að starfa og oft orðið að leggja hart að sér, með allan þenn an barnahóp og forsjá all- stórs bús. Var viðbrugðið hreysti hennar, dugnaði og forsjálni. Ekki létu þau Páll og Skúl ina sér nægja að halda í horf inu með búskapinn heldur bættu þau jörðina mikið og reistu stórt og myndarlegt tveggja hæða steinsteypuhús, eitt það fyrsta, sem byggt var á Vestfjörðum, byggðu peningshús. sléttuðu allmik- ið af túninu og komu áveitu á engjarnar. Vegna nýbygg- inga og umbóta á jörðúini, var oft margt aðkomumanna í Kirkjubóli við störf auk gesta, sem að garði báru, því gestrisni var mikil. Sumarið 1930 lézt Páll. Hætti Skúlína þá búskap en elzti sonur þeirra, Stefán, tók vtð búinu og hefir búið þar af miklum myndarskap og rausn síðan. Skúlína dvaldi hjá Stefáni syni sín- um æ síðan og má heita, að henni féll’ ekki verk úr hendi allt fram á síðasta ár, að hún var ekki vinnufær. Önnur börn þeirra Pá'.s og Skúlínu, sem á lífi eru, eru Skúli, klakstöðvarstjóri; Páll bryti; Guðlaug; Jóhanna; Sigríður; Málfríður; Hlíf og Ingibjörg, giftar og búsettar í Reykjavík. Þrjú þeirra, er upp komust, eru látin, Aðal- heiður, Ágústa og Sveinn. Skúlína hefir lokið löngu og ströngu dagsverki. Hún var hamingjusöm kona, því hún hafði gleði af starfinu og naut þeirrar ánægju að sjá góðan árangur lífsstarfs síns, sjá 12 mannvænleg oörn sín '.axa upp tú manndóms (Framhald á 6. síðu). Skrifstofuhiísnæði í Kópavogi Bapjarfógetaembættið í Kópavogi vantar 70 til 90 fermetra húsnæði í byrjun næsta mán- aðar. Húsnæðið þarf að vera miðsvæðis í kaup- staðnum og í götuhæð. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir annað kvöld, merkt „Skrifstofu- húsnæði“. **S3WS»9W»9S«3SaSSSSSaS38SSS3g53SgSSSS3iasSS3SSSSSSSS33SasaSS3SSS3» 2ÍKSS Borgfirðingar Þið, sem eigið matvæli geymd í frystihúsi voru, utan geymsluhólfa, verðið að hafa tekið þau fyrir 5. sept. n. k. Kaupfélag Borgfirðiuga *^*5jggJSSSStS3CSSCSSCV8SSSSSSSSSSSSSSa6SJSS.SSSS9SmstS.9«ltSlSS8SS» Þjálfun bændaefna í Bandaríkjunnm í Bandarikjunum er félags- skapur bændafjölskyldna, sem hefir það meðal annars á stefnuskrá smni, að auka vináttu milli þjóða og örva kynní milý. sveitafólks í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Eru slík félög í hin- um ýmsu ríkjum, og mynda þau samband sín á milli, er nefnist American Farm Bur- eau Federation. Félagsskapur þessi hefir gengizt fyrir því, að bænda- efni og ungir bændur frá öðr- um löndum heimsæktu Banda ríkin og kynntust þar búnað arháttum og kjörum sveita- fólksms. Hefir vedð efnt til slíkra ferðalaga írá ýmsum löndum upp á siðkastið. Þátt- takendurnir, sem verið hafa á aldrinum 18 til 30 ára, hafa dvalizt nær árlangt í sveit, og er leitazt við að útvega hverjum dvalarstað, þar sem þær greinar landbúnaöarins eru helzt stundaðar, sem þátt takandinn hefir mestan á- huga á að kynnast. Leitazt er við að koma bændaefnum fyrir hjá bændum, sem eru reiðubúnir tU þess að verja nokkrum tima til leiðbeininga við hin daglegu bústörf, sem gert er ráð fyrir að bænda- efnin gangi að. Er litið á bændaefnið sem einn af fjöl- skyldunni, og gefst þvi tæki- færi til að taka þátt í félags lífi sveitafólksins, kynnast æskulýðsfélögum, starfs- íþróttafélögum og leiöbein- ingastarfsemi þeirri í land- búnaði, sem er á hverjum stað. Ætlazt er til þess, að bænda efnin hafi ekki einungis á- huga á því að færa sér sem bezt í nyt þá þekkingu og reynslu, sem þau verða að- njótandi, og leitist við að koma vel fram og vinna störf sín af trúmennsku. heldur reyn1 þau eftir heimkomuna að miðla öðru ungu fólki af reynslu sinni og verða framá- menn um bætta búnaðar- hætti. íslandi stendur til boða að senda bændaefni og unga bændur til Bandaríkjanna á vegum fyrrnefnds félagsskap- ar á næsta ári. Verður tala þeirra mjög takmörkúð. Gert er ráð fyrir, að þátttakendur komi til Bandaríkjanna snemma í janúar og dveljist þar fram í desember. Sjálfir verða þátttakendur að greiða fargjöld milli landa til og frá lendingarstað í Bandaríkj unum, en nauðsynleg ferða- lög innan Bandaríkjanna verða ókeypis. Auk ókeypis húsnæðis, fæðis, þjónustu og trygginga fá þátttakendur nokkra greiðslu fyrir vinnu sína, og má gera ráð fyrir, að hún hrökkvi fyrir nauðsyn legum, persónulegum út- gjöldum, meðan á dvölinni stendur. Enskukunnátta er nauðsynleg. Af hálfu íslands mun Bún- aðarfélag íslands annast milli göngu í þessu máli, og veitir það nánari upplýsingar. Um- sóknareyðublöð liggja þar frammi. Þeir sem áhuga hafa á að sækja um þátttöku á komandi ári, ættu að snúa sér þangað hið allra fyrsta og eigi síðar en 10. september. (Frá Búnaðarfélagi íslands). tftíftyáiii Twémtm Blindir Eftir Snorr Við Jón kunningi sátum og ræddum um landsins gagn og nauðsynjar og bar margt á góma. M. a. sagði ég hon- um eftirfarandi sögu og lof- aði þá jafnframt að rita hana og koma henni á prent. En þetta hefir dregist þar til nú að ég reyni að efna lof- orðið, enda er ekki í mikið ráðist. Og ég hefi raunar gam an af því aö hún geymist, af því að hún cr táknræn. Það var fyrir mörgum árum þegar Iítið var um peninga manna á milli og mörgum örð ug lífsbaráttan, að gamall maður kom til mín og tjáði mér vandræði sín. Hann var 3ð missa sjónina og þótti það að sjálfsögðu sárt, því að heilsan var að öðru leyti góð og vinnuorka talsverð, er hann bráði heitt að fá að nota. En sjóninni hafði hrak að svo hina síðustu mánuði, að líklegt þótti að hann mundi missa hana innan skamms tima ef ekkert yrði að gert. Honum hafði því komið til hugar að reyna að leita tU sérfræðings í Reykja vík, sem e. t. v. kynni að geta bætt úr þessu böli. Og nú vantaði peninga. Var því er- indið til mín það, fyrst og fremst að vita hvort ég sæ1 nokkur ráð til þess að hann ræti einhvers staðar fengið lánaða peninga og hvort að ég mundi vilja ábyrgjast fyr ir sig greiðslu á þeim, ef til kæmi. Við ræddum þetta fram og aítur og hvatti ég mjög til þess að þetta yrði reynt og lof aði þeirri htlu aðstoð, er ég gæti veitt. Hafði ég þá eink- um kaupfélagið í huga, og spyr hann hvort hann hafi ekki á sínum fyrri árum verzl að eitthvað við það. Júi, það hafði hann gert og víst verið meðlimur bess, en hann væri nú fyrir löngu hættur þeim viðskiptum, enda hefði nú upp á síðkastið verið lítill slægur í sér. Skildum við þá í svip og lofaði ég honum að athuga málið. Og það gerði ég hinn sama dag. Kom þá í Ijós að gsmli maðurinn átti stofnsjóð sinn í kaupfélaginu óskertan, og var hann með vöxtum hærri upphæð en sú, er hann taldi sig þurfa til lækningaferðar til Reykjavík ur. Þótti nú heldur vænkast málið. En því gleymi ég ekki c * 1 r ^ ta syn i Sigfússon hve glaður hann varð og al" veg steinhissa. Þetta hafð:. hann ekki grunað, að íi „kaup fyrir að verzla“, eins' og hann orðaði þaö. Hanr. hafði verzlað við kaupfélagið rétt eins og hvern annan kaup mann og ekki dotttð í hug a£ það ætlaði honum eitthvac af hagnaðinum, enda var hor., um um annað sýnna en slík£. útreikninga. „Já, það er þi. svona. Hefði ég bara alltal verzlað v^ð kaupfélagið þ£' ætti ég meira nú“, sagði gaml maðurinn angurvær. Og nú var förinni ekk frestað, því að ekkert var til fyrirstöðu. — TU Reykjavík ur fór hann og svo mikla bói fékk hann á sjóninni, að hani gat unnið allvel sjáandi nokk; ur ár, unz heilsan bilaði alveg Og núi hefir þessi gamli vinui minn legið mörg ár í grö: sinni. En það var honum áhuga mál eftír þetta, að yngr£ fólkið skúdi betur en hann að kawpfélagið er til vegna viðskipíamannanna og æíía) þel7?z hagnaði?m af viðskipt iinum. „Á þetta var ég blindui lengi,“ sagði gamli maðurinr. eitt sinn, „en á gamalsaldr fékk ég sjónina — í tvöfaldr. merkingu.“ Lengri er saga þessi ekkt Hún talar sinu máli og þarfr. ast engra útskýrmga. (Samvinnan'1 Útsýn til annarra landa Næsta sumarleyfisferc Ferðafélagsins Útsýn hefst L þriðjudaginn kemur, 16. ág„ Tekur ferðm alls 24 daga, og verður einkum dvahzt í Lunc. únum, París og Kaupmanna- höfn. Fyrri ferðir félagsins 1 sumax hafa heppnazt meí1 ágætum, og róma þátttak- endur mjög skipulag og að búnað allan í ferðunum. Á sunnudagmn kl. 5 e. h boðar félagið þátttakendur . næstu ferð til fundar í Sjálf stæðishúsinu, og verða þá gefr.. ar ýmsar leiðbeiningar varð" andi ferðalagið. Sökum for- falla er nú eitt sæti laust 1 bessari ferð. — Sími félags ■ ins er 2990. F erðabók Eins og sagt var frá í Timanum nýlega, kemur út í haust ferðabók, skrifuð í f jarlægum löndum af Vigfúsi Guðmundssyni. Hu,. er nú h. u. b. fullprentuð og fer í bókbandið nú um næstu mánaða - mót. Bókin er tæpar 400 bls. f fremur stóru broti, prentuð á góða:, pappir, með 60—70 myndum írá mörgum löndum. Aðeins tvær norö • an Alpafjalla. — Verð til áskrifenda 92 kr. i bandi, en 76 kr. i kapi Mun þetta einhver ódýrasta bók eftir lestrarmagni, sem út er gefii nú á dögum. Stærð upplagsins var ákveðin síðla vetrar og þá miðað við þæ: • líkur að bókin yrði ekki að flækjast á bókamarkaðnum lengur en næstu árstíð. En nú hafa verið reyndar áskriftir að bókinni og fara undh-- langt fram úd öllum vonum. Þess vegna eru þeir, sem kunna að ver:, ákveðnir að vilja eignast þessa bók, aðvaraðir um að óvist er að húi. verði til sölu i bókaverzlunum. Áskriftarlistar liggja frammi i Hreðavatnsskáia og fáeinum fleir. stöðum. Nú þegar eru áskrifendur komnir að um það bil helming. upplagsins og fjölgar þeim sífeilt. Hefir þó mjög lítið verið unnið a?: söfnun þem-a. Ktur því ut fyrir góðar viðtökur. ÚTGEFANDI.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.