Tíminn - 14.09.1955, Blaðsíða 1
Bkriístofur I Eddahúsl
Préttasímar:
B13C2 og 81303
Aígreiðslusími 2323
Auglýsingasimi 81300
Prentsmiðjan Edda
I---------
39. árg.
Reykjavík, miðvikudag«nn 14. september 1955. 207. blaði.
Kornið nær nokkrum þroska
á versta sumri á þessari öld
Allsæmilegur þroski á Rangársandi
en hálfþroskað heima á Sámsstöðum
Rætt við Klcmenz Kristjánsson
„Ef frostlítið verður og nokkurt sólskin eina viku enn
vona ég, að kornið á Rangársandi nái sæmilegum þroska í
liaust, en hins vegar mun kornið heima á Sámstöðum ekki
riá nema halfum þroska“, sagði Klemenz Kristjánsson á
Sámrstöðum, er blaðið átti tal við hann í gærkvöldi. Þó
verður þessi uppskera gott fóður, svo að segja má, að korn-
ræktin gefi þó nokkurn arð, jafnvel í þessu langversta sumri
sem komið hefir í 29 ára kornræktarstarfi Klemenzar. Eng-
ar líkur eru hins vegar til, að grasfræið nái þroska, nema
lítils háttar á háliðagrasi.
— Það er enginn vafi á
þvi, sagSi Klemenz, að þetta
er langversta kornræktar- og
heyskaparsumarið, af þeim
29 sumrum, sem ég hefi ver
ið hér, og bændum hér ber
saman um, að þetta sé lang
versta sumar hér á þessari
öid. Sólardagarnir voru færri
en nokkru sinni fyrr, síðan
ég fór a-ð £krá upplýsingar
Basar Félags Fram-
sóknarkvenna
Félag Framsóknarkvenna
mun halda hinn árlega bas-
ar sinn þann 3. október næst
komandi. Fólk er áminnt um
að vinna ötullega fyrir bas-
arinn og koma munum sem
allra fyrst til Guðrúnar
Heiðberg, Grettisgötu 7 eða
Guðlaugar Iljörleifsdóttur,
Bárugötu 7.
um veðráttuna.
í júlí var emn þurr dagur,
er sá til sólar, og 4 í ágúst.
Þroski kornsins.
— Ég geri ráð fyrir því
að hefja sláít kornsins þeg
ar líður á næstzt viku, sagðt
KZemenz, og verði frosflííið
vikwZíma enn og ttokkitrí
sólskhi, mun kornið á Rang
ársandi, en þar eru hairar
á 4 ha. og bygg á 4, ná all-
sæmdegam þroska, en lie>ma
mun það varf ná nema háZf
um þroska. Þefta háZfþrosk
a'ðn korn verður þreskf og
síðan malað til fóðurs, og
ierður það allgóður ióður-
bætir. Hafrahálmurinn verð
ur og gotf ióður, befri en
nokkur þurrknð faða, sem
náðsí hefir í sumar.
Grarfræið.
Klemenz hefir einnig all-
mikla grasfrærækt og' býst
hann varla við, að það nái
(Framhala á 2. síðu)
JóhannFrímannsett
ur skólastjóri GA.
Skólastjórastaðan við
Gagnfræðaskóla Akureyrar
var auglýst laus til umsókn-
ar í rumar, en eins og kunn-
ugt er lét skólastjórinn, Þor
steinn M. Jónsson, af störf-
um í vor fyrir aldurssakir.
Tvéir sóttu um stöðuna, þeir
Jóhann Frímann, skólastjóri
Iðnskólans á Akureyri og yf-
irkennari Gagnfræða kól-
ans, og Axel Benediktsson,
skólastjóri á Húsavík. Nú
hefir Jóhann Frímann verið
settur skólastjóri Gagnfræða
skólans frá 1. september að
telja.
Sæmilegur síldar-
afli í gær
í gær bárust rúmlega 3000
tunnur af síld á land á þrem-
ur stöðum, Grindavík, Kefla-
vík og Hafnarfirði. Flestir
bátarnir lönduðu í Grindavík,
en afli þeirra var mjög mis-
jafn. Þar bárust á land 1130
tunnur. í Keflavík lönduðu 12
bátar 1030 tunnum. Mummi
var aflahæstur með 166 tunn-
ur. í Hafnarfirði var landað
880 tunnum. Fiskaklettur var
aflahæstur með 220 tunnur.
■
Afbragðsþurrkur og mikil
hirðing á Suðurlandi í gær
„í dag er afbragðsþurrkur, eins og liann getur beztur vcr
ið á þes£um ííma árs, norðan gola eða kaldi og glatt sólskin“.
Þannig var veöurlýsing fréttaritara blað ins á öllu Suður
landsundirlendinu í gær. Allir voru í heyi og búizt var við
mikilli hirðingu einkum í dag, ef verður helzt þurrt, eins og
búizt var við.
í fyrrinótt rigndi allmikið
á Suðurlandi, og var hey og
jörð því mjög blautt í gær-
morgun. En á þessum tíma
er heyið fljótt að taka við
sér.
í Borgarfirði var þurrkur-
lnn lélegri. Fram að hádegi
var dimmt yfir þar, en birti
síðan og var sæmilegur
þurrkur með norðan kalda
síðdegis. Lítið mun þó hafa
verið hægt að hirða, en
vatn verið hægt að þurrka úr
heyi og búa þannig í haginn
íyrir næstu þurrkdaga, sem
vonandi fylgja á eftir.
Vtstur á Mýrum og Snæ-
fellsnesi var þurrkurinn betri
mátti heita góður, og mun
hal’a komið að miklu ge.gni.
Ef frarnha’d verður á þurrk-
inum, mun mikið hey nást
inn og ástandið mjög batna,
þól.t heyin séu yfirleitt létt
eða rudtíi.
, Ff vig fáum nú nokkra
góða rjurrkdaga, bjargar það
okkur úr bráðum voða —
þjóðinni allri.“ sagði Helgi
Eiaialdsson, bóndi á Hrafn-
keisstööum er hann le!-t inn
í skrifstofu blaðsins í gær.
Úrslitaleikur
Keyk ja víkurmótsins
Næstkomandi sunnudag
verður úrslitaleikurinn í
Reykjavíkurmótinu háður.
Keppa KR og Valur og hefst
leikurinn kl. tvö. Eins og
kunnugt er voru þessi félög
jöfn að stigum, með fimm
stig hvort, að mótinu loknu
í vor, en úrslitaleiknum var
frestað til hausts vegna anna
á íþróttavellinum. Bæjar-
keppnin í knattspyrnu milli
Akraness og Reykjavíkur verð
ur rennilega sunnudaginn 25.
september.
Vísitalan í sept.
Kauplagsnefnd hefur reikn
að út vísitölu framfærslu-
kostnaðar í Reykjavík hinn
1. september sl. og reyndist
hún vera 165 stig.
(Viðskiptamálaráöuneytið)
Ilér sjást fjórir garðyrkjubændur standa I gróðurhúsi sínu
og ræða uppskeruhorfur. Myndin var tekin í Hveragerði I
vor, og það voru bjartsýnir menn, sem þá unnu vorstörfin.
Skortur á tómötum og gúrk-
um í fyrsta sinn í mörg ár
Afkoina gnrðyrkjobænda pííir þotta vot-
viðrasaaia og sólarlausa sninar uijög slæan
Blaðið átti í gær tal við Arnald Þór, garðyrkjubónda að
Blómvangi í Mosiellssveit og spurði ha?in um afkomM
garðyrkju og gróðurhúsaræktar á þessu sumri. — ÁstandiÖ í
þeim efnum er ekki betra en í öðrum greinum jarðræktar
sunnan og vestan lands, og hafa garðyrkjubændur orðið fyr
ir áfalli, sem hliðstætt er við þá, sem byggja búskap á gras-
rækt.
— Það voru bjartsýnir
menn, sem í apríl s. 1. unnu
vorstörfin í görðum og gróð
urhúsum sínum, sagöi Arnald
ur. Um mánaðamótin apríl—
maí voru sumír, sem höfðu
heita garða búnir að sá róf-
um, gulrótum og fleiru, og í
fyrstu viku maí var farið að
planta káli og leggja kartöfl
ur í mold.
Svo kom irostið.
Frostin, sem komu um mi'ðj
an maí, burrkuðu út káhð,
sem var að byr.ja að vaxa.
Rokið um hvítasunnuleytíið
sópaði unp jarðveginum og
feykti burt áburði og eyði-
lagði nýgræðirig.
Aöerizs forsm.ekb.ur.
Þetta var þó að'eins for-
(Framhaid á 2. si5u>
KR-ingar sigrisðy í flestum
greinum á móti í Haugasundi
ÍsmiiMkiisr Bjarnasou liljóp 100 isi. á 10,7
Haugasundi, 13. september NTB. — Frjálsíþróttamót var
háð hér í dag og meðal keppenda voru íslenzku frjálsíþrótta-
mennirnir, sem að undanförnu hafa keppt í Noregi. Kalt var
i veðri og brautir þungar. íslendingarnir sigruðu í flestum
greinum mótsins.
Skemmtilegust keppni var
í spretthlaupunum Hinn ungi
norski hlaupari, Björn Nilsen,
náði aftur ágætum árangri og
vann tvikeppnina við Ásmund
Bjarnason. 100 m. hljóp hann
á 10,7 sek., en Ásmundur fékk
sama tíma. í 200 m. hlaupi
hljóp Nilsen á 22,2 sek., en Ás-
mundur hljóp á 22,6 sek.
Önnur úrslit. Pétur Rögn-
valdsson sigraði í 110 m.
grindahlaupi á 15,3 sek. Hann
sigraði einnig í langstökki,
stökk 6,80 m , en í þeirri grein
varð Einar Frímannsson ann-
ar. Þorsteinn Löve sigraði í
kring’ukasti með 46,97 m., en
Haligrímur Jónsson varð ann
ar með 46,84 m. Guðmundur
Hermannsson sigraði í kúlu-
varpi, varpaði 15 metra. Þórð-
ur Sigurðsson kastaði sleggju
51,33 m. og varð fyrstur. Svav-
ar Markússon sigraði í 800 m.
hlaupi, Valbjörn Þorláksson í
stangarstökki 05 Ásmundur l
400 m. hlaupi. (Árangur þeirra
ólæsilegur í skeytinu).