Tíminn - 14.09.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.09.1955, Blaðsíða 6
TÍMINN, miðvikudaginn 14. september 1955. 6 GAMLA BfÓ * Flugfreyjan (Three Guys Named Mike) Bráðskemmtileg ný bandarísk j kvikmynd um störf og ástaræv- ] intýri ungrar flugfreyju, sem Heikin er af hinni vinsælu leik- I konu Jane Wyman ennfremur leika: Van Johnson, Howard Keel, Barry Sullivan. Eina nótt í nœturlífinu (Une nuit a Taharin) Pjörug og fyndin frönsk gaman mynd með söngvum og dönsum hinna lífsglöðu Parísarmeyja. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. Borgarstjórinn og fíflið Bráðhlægileg sænsk gaman- mynd með Nils Poppe sem leikur tvíbura. Sýnd kl. 6. BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI - Frönsk-ítölsk verðlaunamynd. — Leikstjóri: H. G. Clouzot. Aðalhlutverk: Myndin hefir ekki verið sýnd áður hér á landi. — Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 7 og 9. NÝJA BÍÓ Sigur lœhnisins (People WUl Talk) Ágæt og prýðilega vel leikin, ný, amerísk stórmynd um baráttu og sigur hins góða. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarfjarð- arbíó Negrinn og götu- stúlkan Ný, áhrifamikil, ítölsk stórmynd. Aðalhlutverkið leikur hin þekkta ítalska kvikmynda- stjarna: Myndin var keypt til Danmerk- ur fyrir áeggjan danskra kvik- myndagagnrýnenda og hefir hvarvetna hlotið feikna aðsókn. Myndin hefir ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskur texti. Bönnuð börnuin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. VOLTI aflagnir afvélaverkstæði afvéla- og aftækjaviðgerðir Norðurstíg 3A. Síml 6458. 207. blað. ------------i J. M. Barrie: 40. ESTURIN ©g tatarastúikan hann og heimsótti mig einu sinni á ári. Hinar stúlkurnar á skólanum kölluðu mig aldrei annað en lafði Rintoul. Nei, honum þótti alls ekki vænt um mig og honum þykir það ekki heldur nú. Það er aðeins fegurð mín, sem hann eys yfir gjöfum og vill giftast. Löngu áður en skólaveru minni lauk hafó'i hann sagt systur sinni að hann ætlaði að gift- ast mér. Þess vegna hataði hún mig og reyndi að gera mér lífið eins erfitt og hún gat. Að lokum var ég næstum far- in að hlakka td brúðkaupsins, því að það myndi verða henni til sárrar raunar og auðmýkingar.... Nú leit Babbie upp eins og hún fyrirverði sig og svo bætti hún við: — Það varð auðmýking- fyrir hann. Ég skil hann svo vel. Hann vill ekki missa mig, en skammast sín fyrir uppruna minn og þess vegna á að halda brúðkaupiö hér, þar sem svo fáir vita, hver ég eiginlega er. — Honum þykir sjálfsagt vænna um þig en þú lield- ur, sagði Gavin alvarlegur í bragöi. — Það er sjálfsagt rétt að segja að hann sé heillaður af mér, sagð'i Babbie með biturð. Tvisvar sinnum hef ég fengið brúðkaupinu frestað með því að hóta honum að flýja brott, ef hann féllist ekki á það. Og hann vissi vel að ég kynni að standa við það, því að tvisvar strauk ég úr skólanum. Það ætti systir hans að fá vitneskju um! En ég hef tatara- blóð í æö'um minum. Ég bjó mér til tatarabúning, sem ég notaði, þegar ég straúk. í fyrra sinnið var ég í burtu í viku og reikaði um úti á landsbyggöinni, spáði í bolla fyrir bænd ur og búalið, dansáðí og söng og svaf í heyhlöðum á næt- urnar. Ég sneri rjáifviljug til skólans aftur og það varð engin rekistefna út af þessu. En í síöara sinnið var ég stað in að því að syngja á götum Edinborgar og þá voru Rmt- oul jarli send orð um að taka mig úr skólanum. — Og þá komstu hingað til Spittal? — Já, og Rintoul jarl vildi fá mig til að játa að ég iðr- aðist þess, sem ég hafð'i gjört. En það vildi ég ekki, því ég fann að' ég kynni að gera hið sama aftur. Og ems og þér vitið þá hef ég strokið hvað eftir annað síðan þetta gerðist, og þótt ég sé orðin öll önnur manneskja siðan ég kynntist yður, þá held ég samt að ég muni gera þetta af og tU svo lengi sem ég lifi. Jú, þér hristiö höfuðið', en það er af því að þér þekkið mig svo lítið. Ég strýk ekki vegna þess að ég hafi ákveðið að gera það. Það geta liö'iö' fieiri vikur án þess að mér detti það emu sinni í hug, en svo þegar ég er úti á reiðtúr, sit við miðdagsborðiö eða jafnvel í miðjum dansi, getur löngunin til áS vera tatarastúlka orðið alveg ómót- stæð'ileg. Ég gæti hqett' lífi mínu til að fá henni svalaö. Þetta er um það'feil allt, sem ég þarf að segja þér. Þó vil ég bæta því við, að það var ekki tataraeðli mitt, sem kom mér til að fara niður í Thrums, nóttina sem óeirðirn- ar urðu þar, heldur aöeins löngun mín til að verða veslings vefurunum að li'ði. Bg hafði heyrt lénsmannmn og Rintoul jarl tala um að taka ætti nokkra þeirra fasta. — Aðeins ef þú hefðir sagt mér þetta allt fyrr, sagði prest- urinn^ dapurlega. Þá hefði það' ekki verið of seint. — Ég áleit, að þú: værir eins og allir aðrir karlmenn, sem ég hafði kynnzt, ságði hún. Alltaf þangað til ég kom til þín á prestssetrið UJB nóttina í þrumuveðrinu. Frá upphafi var það aðeins andlit mitt, sem töfraði þig. — Nei, þannig hefir það aldrei verið, svaraði Gavn. Þér hlýtur að hafa verið ljóst frá upphafi, að ég elskað'i þig. — Nei, mér fannst bara gaman að þér, svaraði hún hrein skilninslega. Jafnvel, þegar við hittumst við brunnmn, þá hló ég að loforðum þínum. — Þetta særði Gavin og gerði hann enn daprari en áð- ur. — Þér hefir þá aldrei þótt neitt vænt um mig? — Jú, ævinlega og alla tíð, sagði hún áköf, síðan mér var ljóst, hvað ást er, og það varst þú sem komst mér í skilning um það. En þá gat ég ekki heldur sagt þér hver ég var, því að þá vissi ég að þú myndir fyrirlíta mig. Ég átti ekki um annað að velja en fara leiðar minnar. AUSTURBÆJARBÍÓ Sjö svört brjóstahöld (7 svarta Be-Ha) Hin sprenghlægilega sænska gamanmynd verður sýnd í kvöld vegna áskorana. — Aðalhlutverk ið leikur vinsælasti grínleikari Norðurlanda: Dirch Passer. Sýnd aðeins í dag kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Sfmi 6444. tJr djúpi gleymskunnar (The Woman with no name) Hrifandi og efnismikil ensk stór Charles, sem kom sem framhalds saga í Famelie Journalen undir nafninu „Den lukkede Dör“ — Myndin var sýnd hér árið 1952. Phyllis Calvert, Edward Underdown. Sýnd kl. 7 og 9. Töfrasverðiö (The Golden Blade) Spennandi og skemmtileg, ný, ævintýramynd í litum, tekln beint út úr hinum dásamlega ævintýraheimi þúsund og einnar nætur. Rock Hudson, Piper Laurie. Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓ Götuhornið (Street Corner) Afar spennandi og vel gerð brezk lögreglumynd, er sýnir m. a. þátt brezku kvenlögreglunnar í marg víslegu hjálparstarfi lögreglunn ar. Myndin er framúrskarandi sspennandi frá upphafi til enda. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. TRIPOLI-BÍÓ Leigubílstjórinn (99 River Street) Æsispennandi, ný, amerísk sáka málamynd, er gerist í verstu hafnarhverfum New York. — Myndin er gerð eftir sögu Ge- orges Zuckerman. Aðalhlutverk John Payne, Evelyn Keyes, Brad Dexter, Peggie Castle. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Útflutmngiir á dilkakjöíi (Framhald af 5. síðu). vandrötuðum krókaleiðum; senni- lega þyrftu vöruskipti við þriðja land að koma til. Þetta mál er allt í athugun, en líkurnar fyrir lausn þess, að óbreyttum öllum ástæðum, eru sáralitlar. í Belgíu og Hollandi er innflutn ingur á kindakjöti ekki leyfður. Aftur á móti flytja báðar þessar þjóðir mikið inn af hrossakjöti, en verð þess er mjög lágt. Er hér um að ræða innflutning frá Ameríku, á frystu og söltuðu kjöti af stórum hestum, vöðvamiklum, með allt að tvöföldum skrokkþunga íslenzku hestanna. Stærstu innflytjendur þessara landa töldu hugsanlegt að takast mætti að selja þar íslenzkt folalda- og hrossakjöt og vilja gjarnan taka á móti sýnishornum til reynslu, en óhugsandi töldu þeir að hægt yrði að fá hærra verð, en sem svaraði 3—4 krónum fyrir kg. cif. Vitanlega verður hrossakjöts- framleiðsla hér ekki byggð á svona markaði, en hitt er annað mál, hvort grípa mætti til hans, til að losna við birgðir, sem væru óseljan legar annars staðar. Þetta mál verður að sjálfsögðu athugað af Framleiðsluráðinu í sambandi við markaðsmálin í heild. í Danmörku haía ýms kjötsölu- fyrirtæki sama áhuga og áður á ís- lenzka dilkakjötinu, en þar er við ramman reip að draga að fá inn- flutningsleyfi. Verður sllkt að telj- ast eðlilegt, þegar litið er á hina stórkostlegu kjötframleiðslu þjóðar innar, og útflutning. Áður fyrr var ekki leyfður innflutningur á ís- lenzku kjöti fyrr en undir vorið, aðallega fyrir páska og hvítasunnu. Um innflutningsleyfi verður heldur ekki að ræða að þessu sinni fyrr en ef það yrði í vor, en það er alls ekki talið vonlaust. Þá kem ég að Svíþjóð, sem áður fyrr var að vísu lítill, en góður markaöur fyrir dilkakjötið okkar. Svíar flytja inn kjöt á hverju ári og eru sannfærðir um að íslenzka dilkakjötið sé bezta varan, sem þeir geti fengiö. Þeir segjast því vera við því búnir að skipta við okkur, á þeim forsendum þó, að verð okk ar sé sambærilegt við það verð, sem þeir greiði fyrir Nýja-Sjálands lömb. Hér verður því mjög hið sama uppi á teningnum og í Bret- landi, með þvf hagræði þó, að þeir Ívilja öllu heldur þyngri dilkana, og kemur það sér vel fyrir okkur, sam anber það, sem áður var sagt. Nú stendur svo á í Svíþjóð, að sumarið hefir verið afar heitt og þurrt, og fóðuröflun þar af leiðandi brugðist stórkostlega. Slátrun í sumar og haust verður því miklu meiri en venjulegt er, með þeim afleiðing- um að nú flýtur þar allt i kjöti, en jafnframt hefir þetta þær afleið- ingar að slátrun síðari hluta vetr- ar verður lítil sem engin. Svíar gera því ráð fyrir að þurfa á kjöt- innflutningi að halda síðari hluta vetrar og í vor, og mætti þá vænt- anlega gera ráð fyrir að hægt yrði að selja þeim 400—500 tonn. Að síðustu skal þess getið, að skrifstofa Sambandsins í New York vinnur að athugun allrn —•"•kaðs- möguleika í Bandarikjunum. Er ekki talið óhugsandi að um ein- hverja sölu gæti orðið að ræða þangað en málið er ekki fyllilega tímabært ennþá. Niðurstaðan af þessu spjalli verð ur sú, annars vegar að við horf- umst í augu við þá staðreynd, að þurfa að flytja út talsvert magn af dilkakjöti í haust og vetur, eitt- hvao þegar í sláturtíð, vegna skorts á geymslurúmi í frystihúsun um, sem nú liggja með miklar birgð ir af freðfiski, og hins vegar er vonin um að geta selt til Bretlands ein skipsfarm, t. d. 500 tonn, strax í sláturtíðinni, ef til vill svipað magn til Svíþjóðar að áliðnum vetri, eitthvað smávegis til Dan- merkur, og e. t. v. til Sviss og Banda ríkjanna. Á þennan hátt ýrði liægt að afstýra vandræðum vegna pláss leysis í haust, jafnframt því, sem notaður yrði bezti sölutiminn í Bretlandi og ennfremur fengist þannig ráðrúm til að hagnýta þá markaði, sem vonir standa til að verði hagstæðari, áður en til þess kæmi að taka þyrfti ákvöröun um sölu á meira magni til Bretlands. Spurningin er aðeins, hvort hag- kvæmara reyndist að selja meira til Bretlands strax í haust. Henni er ekki auðvelt að svara fyrr en vitað er nokkurn yeginn.þve mikil slátrun verður, og að 'sjálfsögðu hjálpast Framleiðsluráðið og Sam- bandið að, við sem skynsamlegasta lausn málsins í heild. Salan á dilkakjötinu, sem við- fangsefni út af fyrir sig, veldur mér engum kvíða. Við höfum hreint ekki litla reynslu í þessu efni, og mér finnst sá glímuskjálfti, sem stundum verður vart í umræðum um málið, ærið tilefnislítill. Hrá- efni okkar er sennilega ekki fylli- lega cins gott og það var bezt fyrir fjárskiptin, en útbúnaður allur er nú betri. Ef allir, sem hér eiga hlut að máli, fyrst og fremst forstöðu- menn sláturhúsanna og allt starfs lið þeirra, gera skyldu sína og vanda vöruna til hins ítrasta, er ég sannfæröur um að við munum ekki þurfa að sæta lakari mörkuð um en aðrar þjóðir, sem selja sams konar vörur úr landi. Hitt er mér svo auðvitað fyllilega Ijóst, að mikið vantar á að sölu- verð kjötsins á erlendum markaði endist til greiðslu á framleiðslu- kostnaði, en það er annað mál og miklu erfiðara viðfangs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.