Tíminn - 18.09.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.09.1955, Blaðsíða 4
TÍMINN, sunnudaginn 18. septemfaer 1955. 211. blaJL SKRIFAD OG SKRAFAÐ Eftir réttan hálfan mánuð eiga að fara fram fyrstu bæj arstjórnarkosningarnar í Kópavogskaupstað. Af ýmsum ástæðum verður úrslitum þeirra veitt talsverð athygli, Því þykir rétt að minnast hér á nokkur atriði í sambandi við þær. Á árinu 1934 fóru fram tvennar hreppsnefndarkosn- ingar í Kópavogi, í febrúar og í maí. Sama kjörskrá gilti við báðar kosningalrnar og voru 1146 manns á kjör- skránni. í fyrri kosningunum urðu úrsht þessi: Kommúnistar og fylgilið þeirra 475 atkv. Sjálfstæðismenn 238 atkv. Framsóknarmenn 131 atkv. Alþýðuflokksmenn 130 atkv. í síðari kosningunum urðu úrslit þessi: Kommúnistar og fylgilið þeirra 438 atkv. Sjálfstæðismenn 231 atkv. Framsóknarmenn 196 atkv. Alþýðuflokksmenn 132 atkv. Tölur þessar sýna, að Fram sóknarflokkurinn einn bætti við sig fylgi í síðari kosning unum, en bæði íhaldsmenn og kommúnistar og hinir síð arnefndu töpuðu verulega. Erfitt er að spá um úrslit kosninganna nú með hliðsjón af kosningunum 1954. Nú eru um 500 manns fleira á kjör- skránni og allmargir þeirra, sem voru á kjörskránni 1954, hafa flutt í burtu. Þó benda mörg sólarmerki til þéss, að Framsóknarmenn geti búist við verulegri fylgisaukningu. Sú ályktun byggist m.a. á vax andi fylgi flok&sins, sem kosn ingarnar 1954, báru merki um, og dugmjlkilli forustu, sem flokkurinn nýtur í Kópa vogi. Starfsferill Hannesar Jónssonar- Það hefir löngum verið merki þess, þegar einhver maður er mikið ofsóttur, að hann sé enginn liðleskja. Annars myndu andstæðing- arnir ekki telja nauðsynlegt að vega að honum, Það mun óhætt'að fullyrða, að í seinni tíð hefir ekki verið vegið oft ar og meira' að öðrum ung- um manni, sem er að hefjast til póhtískrar forustu, en Hannesi Jónssyni, sem staðið hefir. í fylkingarbroddi Fram sóknarmanna í Kópavogi. Það myntíi verða langt mál ef rifja ætti upp allar árásirn ar,, sem Hannes Jónsson hefir orðið fyrir. Slíks er heldur ekki þörf, því um þær er und antekningarlaust hægt að segja, að þær eru annað hvort markleysa eða að úlf- aldi hefir verið gerður úr mý flugu. Bezta svarið við þeim er líka að rifja upp starfs- ferh Hannesar og láta stað- reyndirnar tala. Hannes Jónsson er 32 ára gamall. Hann er Reykvíking ur að uppruna og varð að byrja að vinna fyrh sér á unga aldri. Um nokkur ár var hann sendiil hjá Silla & Valda og gerðu þeir hann að deild- arstjóra í einni búð sinhi, er hp.nn var 15 ára gamall. Hug- ur Ilannesar beindist þó ekki að verzlunarstörfum, heldur að öðrum vettvangi, þar sem auðveldara yrði að sinna al- þýðlegum félagsmálum. Fjár- iráð Hannesar leyfðu honum ihins vegar ekki að hugsa til Kosniiigamar í Kópavogi 1954. — Rógurinn um Hannes Jónsson. — Óvenjuiegur starfsár- angur hjá ungum manni. — Velskipaður listi. Vaxandi tiitríi Framsóknarflokksins í bæjunum. HANNES JÓNSSON langrar skólagöngu og gerð- ist hann því prentnemi. Að loknu prentnámi, stundaði hann nám í Samvinnuskól- anum í einn vetur, en hann hafði feng-ð áhuga á sam- vinnustéfnunni á þeim árum, er hann var við prentnám. Eftir að hafa lokið burtfarar prófi við Samvinnuskólann, hélt Hannes til Bandaríkj- anna með tilstyrk góðra kunningja sinna og stundaði fyrst nám i 3 ár við ríkishá- skólann í New Jersey, þar sem hann lauk kandidats- prófi, og síðan í eitt ár við ríkisháskólann i North Caro- line, þar sem hann ‘lauk meistaraprófi. Aðalnáms- grein hans var félagsfræði og svo hagfræði. Prófritgerðir hans við báða skólana fjöll- uðu um samvinnustefnuna og íslenzku samvinnufélögin, og hlutu þær mjög góðan vitnisburð. Efhr heimkomuna varð Hannes fyrst starfsmað ur hjá SÍS. en síöar hjá full trúaráði Framsóknarfélagsins í Reykjavík, unz hann varð fulltrúi í utanríkisráðuneyt- inu á síðastliðnu ári. Hannes hefir eftir heim- komuna haft mikh afskipti af félagsmálum og verið sýnd ur þar margvíslegur trúnað- ur. Hann vai um skeið for- maður í Starfsmannafélagi SÍS, formaður í Félagi ungra Framsóknarmanna, í stjórn fulltrúaráðs Framsóknarfélag anna í Reykjavík og formað- ur Framsóknarfélags Kópa- vogs hefir hann verið frá stofnun þess. Þá hefir Hann- es skrifað margar greinar og ritgerðir í blöð og timarít, einkum um samvinnumál, og hafa sumar þeirra verið sér prentaðar. Sförf Hannesar í þágu Kópavogs. Árið 1952 settist Hannes Jónsson að í Kópavogi. Hús- næðisvandræðin í Reykjavík voru orsök þess, að hann fluttist þangað, eins og svo margir fleiri. Aðstaðan í Kópavogi var þannig að hún gaf ungum og framsæknum athafna- manni gott tækifæri til starfa Engin verzlun var í hverfinu, þar sem Hannes settist að, og gekkst hann því fyrir því, að stofnað var þar kaupfélag, Kaupfélag Kópavogs, og hef- PETUR GUÐMUNDSSON ir hann verið formaður þess frá upphafi. Hannes og nokkr ir félagar hans unnu að því í sjálfboðaliðsvinnu að reisa lítið verzlunarhús fyrir félag ið. Viðskipti við félagið hafa verið sívaxandi, enda hefir það jafnan selt vörur á lágu verði. Mikill áhugi er fyrir því í ýmsum hverfum Kópa- vogs að fá útibú frá félaginu, en meiri hluti hreppsnefnd- i ar hefir staðið í vegi þsss með synjun á byggingarleyfum. Hannes Jónsson lét ekki staðar numið með því að beita sér fyrir stofnun kaup- félags, því að honum er manna bezt ljóst, aö úrræði samvinnunnar henta bezt á mörgum fleiri sviðum. Hann beitti sér því fyrir stofnun byggingarsamvinnufélags í Kópavogi og hefir hann verið formaður* þess frá upphafi. Þetta félag byggði 16 íbúðir á fyrra ári og hefir nú aðrar 16 íbúðir í smíðum. íbúðir þær, sem byggöar voru í fyrra, urðu óvenjulega ódýr- ar, enda unnu væntanlegir eigendur mikið að þeim sjálf ir. Þót-t ýmsir góðir menn hafi stutt þessa byggingar- starfsemi, er hún þó fyrst og fremst orð’n til fyrir frum- kvæði og forustu Hannesar. Fljótlega eftir að Hannes kom i Kópavog, tók hann að hafa afskipti af hreppsmál- unum. Hann var því valinn efsti maður á lista Framsókn arflokksins við kosningarnar í febrúar 1954 og aftur í maí sama ár. Hannes náði kosn- ingu strax í fyrri kosningun um, þótt kosning hans væri þá fyrirfram talinn vonlaus af flestum. Síðan jók hann fylgið mikið í seinni kosning unum. Var slíkt heldur ekki að undra, þar sem Hannes hefir með störfum sínum í Kópavogi, sýnt mikiö fram- tak og dugnað, og hann hefir öllum öðrum fremur bent á raunhæf úrræði í vandamál- um hins nýja kaupstaðar. Vænlegasti forustumaðurinn. Þótt það, sem nú hefir verið- talið, sýni óvenjulega mikinn starfsárangur hjá svo ungum manni og Hannes er, hefir hann þó viðar lagt hönd á plóginn. Árið 1953 fór hann á vegum félagsmálaráðuneytis- ins til Vestur-Þýzkalands til ÞORVARÐUR ARNASON þess að kynna sér húsnæðis- mál þar og átti hann síðar sæti í nefnd þeirri, sem undir bjó hina nýju húsnæðislög- gjöf. Hafði nefndin mikil not af þeim heimildum, sem Hann es safnaði í Þýzkalandi. Þá fór Hannes aftur utan í sumar á vegum félagsmálaráðuneytis- ins og kynnti sér þátttöku verkamanna í stjórn atvinnu- fyrirtækja í Vestur-Þýzka- landi og rekstur framleiðslu- samvinnufélaga í Bretlandi. Hefir hann þegar skilað merki legri greinargerð um þau mál og er vel sennilegt, að hún geti orðið grundvöllur löggj af- ar um þessi mál. Þá var Hannes settur til þess af félagsmálaráðuneyt- inu í fyrra að reyna að greiða fram úr öngþveiti því, sem skapast haíði í lóðamálum Kópavogs. Vegna stirfni hreppsnefndarmeirihlutans hefir enn ekki náðst sá árang ur í þeim málum og skyldi Það, sem hér er rakið, sann ar það ótvírætt, að Hannes er mjög ötull maður og áhuga samur, jafnt hugsjónamaður og athafnamaður í senn. Það er ekki last um neinn, þótt fullyrt sé, að af þeim fram- bjóðendum, sem Kópavogsbú- ar velja um nú, er Hannes langsamlega ‘ líklegastur til þróttmikillar og árangursríkr ar forustu. Þetta gera andstæðingar hans sér líka ljóst. Þess vegna er hann nú meira rógborinn og ófrægður en flestir eða all ir aðrir landar hans. En þau vinnubrögð munu ekki duga. Þeir kjósendur eru áreiðan- lega fleiri í Kópavogi, sem sjá í gegnum blekkingarmold- viðrið, en hinir, sem láta blekkjast. Pétur og Þorvarður. Næstefstu menn á lista Framsóknarflokksins í Kópa vogi eru þeir Pétur Guðmunds son formaður Jafnaðarmanna félags Kópavogs og Þorvarð- ur Árnason. Pétur er þraut- reyndur alþýðusinni , var í mörg ár íormaður Alþýðu- flokksfelags Kópavogs, en varð formaður Jafnaðar- mannafélagsins efþr að Það var stofnað, er klofningur varð í Alþýðuflokknum í Kópavogi. Alþýðumenn eiga tvímælalaust traustan full- trúa þar sem Pétur er, enda hefir Mbl. verið að hnýta í hann. Þorvarður Árnason er ungur og framtakssamur maður, sem er vænlegur til að leysa þau mál farsællega, er hann tekur að sér. • Það er takmark Fralnsókn armanna í Kópavogi að fá alla þessa þrjá menn kjörna. Ýmsir menn telja, að slíkt lýsi ofmikilli bjartsýni. En liðs sveit Framsóknarflokksins er skipuð mörgum ungum og á- hugasömum mönnum, sem ekki telja eftir sér að vinna vasklega fyrir góð mál og dug andi og trausta forustumenn. Það gekk á móti spádómum margra, er Hannes náð1 kosn ingu í febrúar 1954, og jafn* vel enn meira, þegar fylgi hans stórjókst þrem mánuð- um síðar. Enginn skyldi því nú láta sér koma á óvart, þótt Framsóknarmenn ynnu nýj- an stórglæsilegan sigur í Kópavogi. Vaxandi fylgi Framsóknar- flokksins i bæjunum. Hér hefir verið rakið, hve vel hefir tekizt skipun efstu manna á iista Framsóknar- flokksins í Kópavogi. Það mun mjög stuðla að sigri hans. Hitt mun og ekki síður stuðla að framgangi hans, að Framsóknarflokkurinn nýtur nú vaxandi tiltrúar í kaup- túnum og kaupstöðum. Það sázt bezt í seinustu sveitar- og bæjarstjórnarkosingum, þegar hann bætti víða við sig hreppsnefndar- og bæjarfull trúum. Því tekur Framsóknar flokkurinn nú þátt í stjórn fleiri bæjarfélaga en nokkur flokkur annar eða 8 af 12 og leggur til íleiri bæjarstjóra en nokkur flokkur annar eða 5 af tólf. (Reykjavík ekki með taún). Ástæðan er sú, að fólk inu í kauptúnunum og kaup- stöðunum verður það stöðugt betur og betur í ljós, áð hin raunhæfa umbótastefna hans er vænlegust til lausnar á hinum ýmsu vandamálum. Þess vegna munu Framsókn armenn í Kópavogi ganga samstilltir og baráttuglaðir til kosningabaráttunnar í Kópa vogi, fullvissir þess að fagna góðum sigri að henni lokinni. imiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmiiiiimiiimiiiiiimiiiimmiiimiimiiiimmmiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil VinniSS fítullefia aS útbrei&slu T í M 4 /V S ................................. tiiiiiiimiiiiiiiiiiimiu'imiiiiiiiiimmmiiimiimimmi Mi-miusitmiauiiiiimnmuiiiiiíiim.iJiiifimitiwm* i k [ Tengill hi. j 1 I 1 IIEIÐI V/KLEPPSVEG | | ampep I : E i Raflagir — Viðgerðir | Raflagnlr Rafteikningar !Viðgerðir | Þingholtsstræti 21 1 Efnlssala. 1 : s uiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiniiuuiiíi I Sími 8 15 56 .uiiiiiiiiiiiiiiiiimimiimimiiimmiimiiiimiimiiiiiiiii J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.