Tíminn - 18.09.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.09.1955, Blaðsíða 6
TÍMINN, sunnudaginn 18. september 1955. 211. blað. GAMLA BÍÓ Bess litla (Young Bess) j Heimsfræg söguleg MGM-stór- jmynd í litum — hrífandi lýsing á æsku Elísabethar I. Englands- | drottningar. Jean Simmons, Stewart Granger, Deborah Kerr, Charles Laughton. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 2. ' C' Þ>au hittust á Trinidad (Affair in Trinidad) Geysi spennandi og viðburðarík, ný, amerísk mynd. Kvikmynda- sagan kom út sem framhalds- saga í Pálkanum og þótti af- burða spennandi. Þetta er mynd sem allir hafa gaman af að sjá. Aðalhlutverk: Rita Hayworth, Rönnuð börnum. Svnd ki 5. 7 o? 9 Teihnimyndir OG SPRENGHLÆGILEGAR GAMANMYNDIR með Bakkabræðrum, Shemps Larry og Moe. Sýnd kl. 3. BÆJARBIO — HAFNARFIRDI - Sýnd kl. 7 oet 9. II Síátt er í koii I Sprenghlægileg sænsk gaman- jmynd með körlunum hans Assa j Nisse og Bakkabræðrahætti t sveitunga hans og kemur áhorf Jendum hvarvetna í gott skap. Norskur skýringartexti. Sýnd kl. 3 og 5. NÝJA BÍÓ Ásiarhreiðrið (Love Nest) í Bráðskemmtileg, ný, amerísk jgamanmynd um fornar ástir og | nýjar. Aðalhlutver: June Haver, | Aukamynd: Olympíumeistarar. |skemmtileg og fróðleg íþrótta- ímynd og Myndir frá íslandi (úr jþýzkri fréttamynd). Sýnd kl. 5, 7 og 9. Merki Zorro’s Hin skemmtilega og spennandi mynd með Tyrone Power Lnda Darnell. Sýnd kl. 3. Síðasta sinn. Hafnarfjarð- arbíó Negrinn og götu- stúlkan ! Ný, áhrifamikil, Itölsk stórmynd. Aðalhlutverkið leikur hin þekkta ítalska kvikmynda- jstjama: Sarla Del Poggio. Eönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. Dásamlegt á a<& lítuj, |Ný, amerísk litmynd með Red Skelton. Sýnd kl. 3 og 5 AUSTURBÆJARBIO Kona handa pahha (Vater braucht eine Frau) Mjög skemmtileg og hugnæm, j ný, þýzk kvikmynd. Danskur) skýringartexti. Aðalhlutverk: Dieter Borsche, Ruth Leuwerik. (Léku bseði í „Freisting læknis- ins“.) Sýnd kl. 5 og 9. Sala hefst kl. 2. Palli var einn í heiminum__________ og margar smámyndir þar á meðal með BUGS BUNNY. sýndar aðeins í dag kl. 3. Sala hefst kl. 1 e.h. DELTA RHYTHM BOYS kl. 7 og 11,15. HAFNARBÍÓ Síml 6444. Maðurinn frá Alamo (The Man from Alamo) Hörkuspennandi, ný, amerfsk litmynd, um hugdjarfa baráttu ungs manns fyrir mannorði sínu Glenn Ford, Julia Adams. Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. Töfrusverðið Spennandi ævintýralitmynd. Rock Hudson. Sýnd kl. 3. TJARNARBIO Ævintgri Casanova (Casanovas Big Night) Bráðskemmtileg ný amerísk gamanmynd er sýnir hinn fræga Casanova í nýrri útgáfu. Myndin er sprenghlægileg frá upphafi til enda. Aðalhlutverk: Bob Hope, Joan Fontaine. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. ■ TRIPOLI-BÍÓ Leiguhílstjórinn (99 River Street) | Æsispennandi, ný, amerísk saka [málamynd, er gerist í verstu [hafnarhverfum New York. — | Myndin er gerð eftir sögu Ge- jorges Zuokerman. Aðalhlutverk John Payne, Evelyn Keyes, Brad Dcxter, Peggie Castle. Sýnd kl. 5, 7 og B. Bönnuð innan 16 ára. IVýtt Smámyndasafn Sýnd kl. 3. John Foster Dulles (Framhald af 5. síðu). falli komnir, en sjálfur lítur hann út fyrir að vera engu þreyttari, en þegar hann lagði af stað. Það varðar miklu, að kona hans er alltaf með honum á ferðum hans, ef hún mögulega getur því við kom ið, og hugsar um hann, svo að þessi fljúgandi skrifstofa verður einnig fljúgandi heimili hans. Og þegar skál hans er drukkin á þess- um ferðum hans, rís hann jafnan á fætur og drekkur konu sinni til með þéim orðum, að ef hann hafi nokkru gagnlegu áorkað, sé það fyrst og fremst henni að þakka. Það er eðlilegt, að andstæðingar hans spyrji, hvort allar þessar ferð ir séu nauðsynlegar. Þeirri spurn- ingu svarar Dulles hiklaust játandi. Hann álítur, að fullt traust og skiln ingur milli þjóða hins frjálsa heims sé eitt hið mikilvægasta eins og mál um er háttað í veröldinni í dag. Hann telur eining, að persónulegir fundir ráðamannanna stuðli betur að þessu heldur en öll þau bréf, sím skeyti og símtöl, sem notuð eru í heiminum. Þar við bætist annað. Þau lönd, sem liggja að Rússlandi og hinu kommúnistiska Kína búa við sífelld an ótta um innrás. Ef utanríkisráð- herra Bandaríkjanna einn góðan veðurdag kemur í heimsókn, finnst þessum þjóðum, að þær séu ekki eins einangi-aðar, og þær finna, að þær geta átt vísa vináttu Banda- ríkjamanna. Segja má, að allt frá barnæsku hafi Dulles verið að afla sér þekk- ingar fyrir þetta embætti sitt. Frá sjö ára aldri dvaldi hann löngum hjá móðurafa sínum John W. Fo- ster, sem var utanríkisráðherra á stjórnarárum Benjamíns Harrisons. Foster eldri var þekktur um allan heim sem mikill lögspekingur og stjórnkænskumaður. Árið 1895 var hann kvaddur af kínversku keisara stjórninni til að vera talsmaður hennar við samningaborðið, er frið arsamningarnir voru gerðir eftir kínversk-japönsku styrjöldina. Þá varð hann vitni að því, að Kínverj ar urðu að láta Formósu af hendi við hina sigurglöðu Japana. Það er einkennileg gráglettni öriaganna, að Formósa hefir einnig orðið eitt erfiðasta vandamál, er barnabarn John Fosters hefir fengizt við. Þegar Foster eldri var ráðgjafi á friðarfundinum í Haag 1907, var dóttursonur hans einn aðalaðstoð- armaður gamla mannsins. Þá var Dulles ekki nema nítján ára gam- all stúdent við Princetonháskólann. Þarna í Haag fékk hann tækifæri til að kynnast öllum íremstu stjórn málamönnum Evrópu, jafnframt því að hann kynntist vandamálum álfunnar. Þennan kunningskap sinn endurnýjaði hann síðan aftur á Versalafundinum, og þau tengsl hafa síðan haldizt vegna hinna fjöl mörgu alþjóðlegu málflutnings- starfa, sem hann hefir annazt, og hinna hálfopinberu embætta, sem hann hefir haft með höndum. Tvítugur að aldri lauk hann prófi frá Princeton með ágætiseinkunn. Hann var efstur í sinni grein, og hlaut að verðiaunum eins árs náms styrk við Sorbonneháskólann í Pa- rís, þar sem hann síðan lagði stund á heimspeki og þjóðarétt. Síðan lauk hann á tveimur árum hinu þriggja ára laganámi við George Washing- ton háskólann, og tók þar hæsta próf, sem nokkurn tima hefir verið tekið við þann skóla. Ef Dulles er að því spurður, hvernig á þessu námsgengi hans hafi staðið, segir hann: — Ég hefi alltaf verið hepp- inn 1 prófum. Það var ein prófúrlausn, sem hann ekki lauk að fullu. Það var þegar hann tók málflutningspróf í New York-ríki árið 1912. í þá tíð var hann mlög ástfanginn af stúlku einni í Auburn, og hann hafði lof- að henni að fara með henni i öku- J. M. Barrie: 44. STU 1$8 ÍNf N og tatarastúlkan — Hundurtan mun vísa okkur veginn í gegnum kjarrið- — Hann er hlaupinn sína leið, svaraði McKenzie gremju- lega. Við verðum að þreifa okkur áfram. En við megum ekki fara hratt, því að þá veltur vagninn. En þeir hefðu nú samt haft góóa ástæðu til að flýta sér, ef þeir ætluðu að ná til tjaldbúða tataranna, áður en Gavin og Babbie væru vígð saman. — Nú erum við bráðum komin, elskan. — En ég sé ekki tjaldbúðirnar, Gavin, ekki einu sinni bjarmann frá eldunum. Og svo þessi hræðúegi hundur,,sem alltaf geltir. — Það eru margir húndar á tjaldstaðnum, Babbie. • — Þetta er hundur, sem eltir okkur. Sjáðu, þarna er hann. Það er Vargur Rintouls jarls. Bara að hann bíti þig ekki, Gavin. — Ég skal reka hánn burt. En ef til vill er jarlinn sjálfur á eftir okkur? • — Ég get ekki komið lengra með þér, ástin mín. Farðu Gavin og bjargáðu sjálíum þér. Jafnvel þótt við yrðum gefin saman í kvöld...... — Við getum látiö gifta okkur innan fimm mínútna og hvað sem fyrir kann að koma, þá getur hann ekki náð þér. — En hvað verður svo? — Ég fer með þig heún tíl mömmu. Ó, þarna sé ég eldana. — Tammas, ég cá þig ekki, Tammas. Eigum v'ð að fara yfir akrana til prestsetursins? — Þei, Hendry! — Hvað er að? — Ég heyri hund gelta. Sjálfsagt hefir einhvern hent að honum steini. — Já, en var það ekki regndropi, sem féll á hönd mér. Og hann var hlýr. Ég held að ég flýti mér heim. — Ég vU fá að vita, hver það var, sem hrakti hundinn brott áðan. Vertu með mér, Hendry. ----Nei, það geri ég ekki. Hér uppi á hæöunum er engin sála, nema ég og þú og þessir guðlausu tatarar. Hvers vegna svarar þú mér ekki, Tammas? Halló, Tammas, hvar ertu? Nú, hann er farinn. Jæja, jæja, þá verð ég víst aö finna leið- ina sjálfur. — Sérðu ekkert ennþá, McKennzie? — Ekki hið allra minnsta. — Getur það verið, að bölvaður skólastjórinn hafi gabbað okkur? — Það er mjög sennilegt. — Reyndu að herða svolítið á hestunum- Ég veit, að það er vegur hérna einhvers staðar gegnum kjarrið. Sitjum .við aftur fasÞr? — Ég hefi enga trú á því, að hún sér hér, Rintoul. Ég lofa'ði að hjálpa þér til aö koma henni aftur tU Spittal, áður en flótti hennar yrði heyriim kunnur. En við getum ekki fundi'ð hana. Og svo er að koma versta veöur. Við skulum snúa við. — Fyrst ætla ég aö leita hennar í tjaldbúóum tataranna. Þarna heyrðist aftur í Varg. Þaö veit á eitthvað. En hvers vegna ertu alltaf að líta tU baka, McKenzie? — Upp á síðkastið hefir mér fundist, að einhver veitti okkur_ eftirför. Heyrirðu! — Ég heyri ekki -neftt. En nú erum við loksins komnir út úr kjarrinu. — Já, og nú sé ég Ijós. Það hlýtur að vera í tjaldstað tat- aranna. för eftir prófið. Meðaii hann sat og skrifaði eins og hann ætti lífið að leysa, fylgdist hann með tíman- um. Þegar lestin til Aubufn átti a'ð leggja af stað, átti hann enn eftir ósvarað nokkrum spurningum. í hasti reiknaði hann út, að þau svör sem hann þegar hafði gefíð, myndu nægja honum til að standast próf- ið. Og hann skilaöi verkefninu án þess að Ijúka við það og þaut af stað til að ná lestinni á stefnumót sitt. Hann stóðst prófið. Þessi litla saga er á margan hátt sérkennandi fyrir Dulles. Hún sýnir vel sjálfstraust hans og hæfileika hans til að taka köldu blóði sínar eigin ákvarðanir, tákmarkalausa stundvísi hans og heitar. tilfinning ar hans í garð Janet Pomeroy Av- ery, sem nú er kona hans. Á stúdentsárum sínurn var Dulles skákmaður mikill, en honum fannst skákin taka of milciö af tíma sín- um, svo að hann hætti að teíla. Sjálfur álítur hann, að., skákþekk- ing sín hafi reynzt sér mjög gagn- leg í viðskiptum sínum við rúss- neska stjórnmálamenn. En skák er ekki aöeins þjóðaríþrótt Rússa, held ur einnig þáttur í menntun og upp eldi stjórnmálaforingja þeirra og hershöföingja. Hér er ekki færi á áð lýsa fjöl- skyldulífi Dullesar, sonum hans og dætrum eða hundi hans, Peppi. Heldur er ekki unnt að lýsa, hvern ig hann flutti mál, sem stóð milli Belga og Frakka, er um var að ræða 250 milljónir dollara, eða af- skiptum hans af fjármálum Pól- verja á millistríðsárunum. Ekki er heldur hægt að lýsa öllu því erf- iði, sem hann lagði á sig á Parísar- fundunum, þar sem hann reyndi að jafna gamlar deilur milli Frakka og Þjóðverja og styrkja einingu Ev rópu. En öll menntun og þroski Dullesar hefir miðazt við að hann væri fær um, að gegn því embætti, sem nú er ábyxgðarmest í heimin- um og áhrifamest til að stuðla að friði og bættri sambúð þjóðanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.