Tíminn - 18.09.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.09.1955, Blaðsíða 5
211. blað. TÍMINN, sunnudaginn 18. september 1955. 9! -l ' Stinnud. 18. sept. John Foster Dulles Starfsvenjur ojí stefna f»ess manns, er gegnir nú öðrn álsrifa- mesta embætti Bandaríkjanna. * Hví máttu Islend- ingar ekki eignast olíuflutningaskip? í Tímanum birtist í gær stutt fréttagrein, en eigi að síður mjög athyglisverð. Hún hljóðaði á þessa leíð: „í gær voru stödd hér við Reykjavík þrjú stór olíuskip að losa olíu til olíufélaganna og hið fjórða er væntanlegt í dag. Þessi skip eru öll 16 18 þús. lestir að stærð. Þrjú þessara skipa losa olíu til Olíufélagsins, en eitt til Shell. Komur> stórra olíuskipa Iiingað eru orðnar mjög tíð- ar, og sýnir þetta bezt, hve olíuflutningar okkar eru orðnir miklir. Stórt, íslenzkt olíuflutningaskip mund> áreiðanlega hafa nóg að gera.“ Vissulega rifjar þetta það upp, að íslendingar myndu nú eiga eitt stórt olíuflutninga- skip í förum, ef hinn mikli fjandskapur Sjálfstæöisfl. í garð samvinnufélaganna hefði ekki verið sá þröskuldur, sem heföi hindrað það. Fyrir nokkrum misserum síðan, átt* S.Í.S. þess kost að eignast stórt olíuflutninga- skip og gat fengið erlent lán til kaupanna, án ríkisábyrgð ar. Ekkert annað þurfti en samþykk* íslenzkra yfirvalda til kaupanna. En það fékkst ekki. Sjálfstæðismenn voru ófáanlegir til að veita það- Þess vegna eiga íslendingar ekki ne»tt olíuflutningaskip í dag. Síöan þetta gerðist, hefir bæði verð á olíuflutningaskip um hækkað og afhendingar- frestur á þeim lengst vegna mikillar eftirspurnar. Óvíst er líka ,um hagstæð lán. Þess vegna er nú orðið miklu meiri erfiðleikum bundið en þá að eignast olíuflutnmgaskip. Tap íslendinga af þvi að eignast ekki olíuflutningaskip er mjög augljóst. Af þeim á- stæðum verður oft og tíðum að borga mun hærri flutnings gjöld en ella væri nauðsyn^ legt. Þannig græða erlendir auðhringar á olíuflutningum til íslands svo milljónum kr. skiptir. Jafnframt þarf að greiða úr landinu miklu meiri gjaldeyri en þörf væri fyrir, ef íslendingar ættu ol- íuflutningaskip sjálfir. Það má vissulega þykja meira en kyndugt, að til skuli vera íslendingar, er á- líta það betur farið að láta erlend auðfélög græða stór- lega á olíuflutningum t«l landsins og láta erlenda sjó- menn annast þá en að flutn ingarnír séu á vegum ísl. að'la og stundað'r af ís- lenzkum sjómönnum. Það mega vera meira en litið kyndug sjónarmið, er valda slíkri afstöSu. En svona er Samt afstaða for vígi.fmanna Sjálfstæðisflokks ins, þegar samvinnuhreyfing- in er annai's vegar. Svona tak markalaus er fjandskapur þeirra í garð hennar. Þeir kjósa heldur að þjóna erlend Mm auðliringum en að greiða Næst Eisenhower íorseta er ut- anríkisráð'herrann sá maður, sem mesta ábyrgð ber á friði og öryggi Bandaríkjanna. Ég hefi rætt við John Foster Dulles, fjölskyldu hans, aðstoðarmenn og samstarfsfólk, við gamla samstarfsmenn hans úr lög fræðingastétt og vini hans. Það var ekki sakir þess, að mig langaði til þess að safna sagnfræðilegum gögnum um stjórnmálaferil hans, heldur vegna þess að mig langáði til að vita, hvernig hann lifir og starfar að því embætti, sem hefir hvað mesta þjðingu fyrir lrinn frjálsa heim. I>að getur ekki lengi farið frarn hjá mönnum, að þar fer sérstæður persónuleiki. Það er mjög s'jald- gæft að finna hjá einum manni jafn marga eiginleika og hægt er að finna í fari hans. Hann er náttúrubarn og alheims maður, nægjusamur, en hefir þó gaman af að njóta lystisemda lífs ins. Hann er mikill kappsiglinga- maður og hefir áhuga á bókmennt um. Hann er samkvæmismaöur og þó um leið einrænn hugsuður. Það er ekki einasta, að hann kunni vel að búa til mat, heldur er hann einn ig vel liötækur við uppþvott. Hann er duglegur fiskimaður og garð- yrkjumaður, hefir gaman af því að iðka sund og natinn að gæta arin- elds. Þegar hann er þungt hugsi, situr hann venjulega og teiknar alls konar pírumpár á blað. Hefir það oft haft í för með sér drjúgmikla pappírseyðslu á fundum hans með Molotov. Af bókum hefir hann mestar mætur á biblíunni, sem hann hef ir venjulega einhvers staðar við höndina, sakamálasögum og bók Stalins um vandamál Leninismans. í störfum sínum er hann hárná- kvæmur eins og skrifstofumenn af gamla skólanum. Hann er elskuverð ur i framkomu við alla þá, sem hann kynnist persónulega og eitt sinn hafa unnið hylli hans. Hann hefir alltaf haft til að bera óvenju legt starfsþrek. Sú áreynsla, sem hann hefir lagt á sig og þau vanda mál, sem hann hefir orðið að leysa, síðan hann varð utanríkisráðherra, hefðu lagt margan yngri mann í rúmið. En Dulles er orðinn sextiu og sjö ára og getur alls ekki komist í þá hugaræsingu lengur, er kem ur mönnum til að falla saman. Erf iðið virðist blátt áfram stæla starfs þrek hans. Sjálfur kveðst hann kunna vei við þrasið. Tuttugu og sjö fyrstu mánuðina af ráðherratið sinni hefir hann ekki verið veikur einn einasta dag. Mótstöðuafl hans gegn líkamlegri sem andlegri á- reynslu er furðulegt. En ráöninguna á þeirri gátu er að finna í því, að hann á auðvelt með að varpa frá sér öllum áhyggjum og hvílast, ef hann fær frið eitt andartak. Síðasta ár veiktist nánasti sam- starfsmaður Dullesar, og læknar svip hans. Þegar Duiles fékkst við löifræðistörf átti hann tíðum. í flókn um og vandasömum málum, þar sem á gat oltið um miklar fjár- hæðir, og þá gat gr.'ma svipbrigða- leysisins verið ekki síður gagnleg en við pókerborðið. En þegar úr þessum hrukkum réttist við bros hans, er breytingin slík, að inenn | hljóta að taka eftir kýmnigáfu j hans. J Venjulega setzt Dulles við skrif- i borð sitt í utanríkisráðuneytinu I stundarfjórðung yfir átta á morgn- ana o; hann heldur áfram, þangað tii kiukkan rúmlega sjö á kvöldin. Ef hann ekki þarf að íara i opin- J beran hádegisverð, lætur hann I færa sér eitt epli og tebo’la að borð inu og neytir þess, meðan ha.nn heldur áfram vinnu sinni. „ , ... í Þegar lokið er þessum ellefu að nú liði ser betur | ® . * i stunda vmnudegi hans, má oft *A DELLES hans fyrirskipuðu honum að dve'ja í fullkominni ró i tvo mánuði. Þeg ar mánuður var liðinn, skrifaði hann Dullesi: og nú hefði iiann liug á að hefja störf að nýju. Þó að utanríkisráð- herrann hefði fyllstu þörf fyrir hjálp hans, skrifaði hann þessum starfsmanni (iíhum: — Það er skylda mín að láta yð- ur vita, að skrifstofu yðar er gætt vandlega, og vörðurinn hefir um það ströng fyrirmæli að hleypa yð ur ekki inn, nema því aðeins -ð þér sýnið um það vottorð frá lækni yðar, að yður sé óhætt að hefja störf aítur. Mér finnst rétt, að þér vitið þetta, svo að þér þurfið ekki að verða fyr ir þeim óþægindum að vera vísaö burtu frá yðar eigin skrifstofudyr- um. Um leið vil ég bæta því við, að það mun engan gleðja meira en mig — nema kannske sjálfan j'ður og konuna yðar — að sjá þetta vottorð um, að þér séuð heill heilsu. Þetta bréf er sérkennandi fyrir Dulles, og það er mjög athyglisvert sakir þeirrar kýmni og ástúðleika, sem það býr yfir, og það sýnir þá hlið skapgerðar hans, sem almenn ingur ekki þekkir. Venjulega er hann mjög önnum kafinn og flíkar lítt tilfinningum sínum. Hver sá, sem ræðir viö Dulles, hlýtur fljótlega að taka eftir því, að hann er einstaklega skarpgreind ur maður, skýr, gagnrýninn og vak andi. Á þeim árum, er Dulles veitti forstöðu lögfræðiskrifstofunni Sulli van & Cromwell í New York, var hann oft nefndur dýrkeyptasti mál flutningsmaður heimsins. Það má einnig telja fullvíst, að þau fyrir- tæki og erlend ríki, sem greiddu honum svimandi f járhæðir fyrir lög fræðistörf, hafi ekki greitt eingöngu fyrir skýrblá augu hans. Vafalaust má að miklu leyti kenna andlitsdráttum hans um þann orðróm, að hann sé sérstak- lega önugur. Þegar hann er alvar- lega þenkjandi, verður hann sér- lega hátíðlegur á svipinn, eins og oft má sjá á myndum af honum í blöðum. Hinar niðurbjúgu hrukk ur í andliti hans væru vafalaust vel þegnar af líkfaraboðara eða fjárhættuspilamanni. Ef til vill er þarna að finna. nokkra skýringu á fyrir því, að samvinnuhreyf- ingin geti e'gnast flutninga- tæki, sem yrðu tU gagns fyrir alla landsmenn. Svipuð dæmi og héx ér sagt frá mætti peína fjölda- mörg, Þaú skýra betur en nokkur orð fá gert afstöðu Sjálfstæðisflokksins til sam- .vínnuhreyfingarinnar. Þau skýra það jafnframt vel, að blöð eins og Mbl. skuli nota minnstu tUefni tU að rógbera hana og svívir'ða, jafnvel þótt hún óski ekki annars en aö lagðir séu á hana skattar sam kvæmt landslögum! En finnst íslenzku alþýðu- fólki þessi afstaða heilbrigð? Og sér það ekk*-, hvað veldur henni? Er því ekki Ijóst, aö meginorsökin er sú, að sam- vinnuhreyfingin hefir með starfi sínu fært í vasa almenn ings gróða, sem annars hefði lent hjá auðjöfrunum, sem eiga og reka Sjálfstæðisflokk inn? Og geta þá ekki alþýðu- menn til sveita og sjávar lært af þessu, að þeir eiga enga samleið með flokki þessara síngjörnu fjáraflamanna, Sj álístæðisflokknum? greina, að hann sé orðinn þreyttur, einkum, ef mtkið hefir verið að gera. En ef menn hitta hann einni klukkustund síðar við eitthvert op- inbert kvöldverðarboð, hljóta a'-’ir að undrast, hve breyttur hann er. Það er eins og hann sé fullhvíldur, og hann virðist mörgum árum yngri. Þessi hæfileiki að hrista af sér erfiði dagsins og öðlast nýja orku, veldur stöðugri undrun öllum sem þekkja hann. Dulles getur ekki sjálfur skýrt, með hverjm hætti það gerist, enda er ekkert leyndar- dómsfullt við athafnir hans, eftir að hann fer af skrifstofunni. Fj’rst ekur hann heim til sin um tíu mínútna leið frá utanríkisráðu neytinu. Þá fær hann sér heitt bað og lætur líða úr sér, meðan hann liggur í vatninu. Siðan rakar hann sig í annað skipti á deginum og hef ir fataskipti. Hafi hann engum op- inberum skyldustörfum að gegna á kvöldin, klæðist hann lauslega og er nú tilbúinn að fá sér sinn. eftir- lætisdrykk — viský með muldum ismolum í. Með einhverjum ókynnum tekst honum á þessari hálfu klukkustdnd að varpa frá sér öllum áhyggjum af þeim flóknu vandamálum, sem hann á daginn glímir við. Þessi vandamál sækja heldur ekki að hon um og valda honum andvöku, þeg- ar hann gengur til hvilu um hálf- ellefuleytið. Áður en hann sofnar, lítur hann í sakamálasögu, og sef- ur síðan rólega alla nóttina. Það cr þessi ómetanlegi hæfileiki til að hvílast, sem gert hefir Dullesi fært að koma óþreyttur úr hinum löngu ferðalögum sinum. Enginn stjórnmálamaður veraldarscgunnar hefir ferðazt önnur eins ósköp og hann. Síðan hann tók við embætti sinu í Janúár 1953, hefir hann ferð ast loftleiðis sem svarar tiu sinn- um umhverfis jörðina. í lok febrú ar flaug Dulles til að kynna sér af eigin raun ástandið í Austur-Asíu. Á næsta hálfa mánuðinum flaug hann um 40.000 kílómetra, eða sem svarar tíu ferðum yfir Atlantshafið. Flugvélin var útbúin sem skrifstofa, svo að Dulles og starfslið hans gat á leiðinni rannsakað skýrslur og rætt vandamál þess lands, sem beir á hverjum t'ma voru á leið til. I hverri flughöfn varð hann að heilsa útlendum sendinefndum, láta taka af sér myndir og hafa svör á reið- um höndum fyrir fréttaþyrsta blaðamenn. Á hverjum degi hitti hann nýja stjómmálamenn og bjóð höfðingja, sem hann varð að ræða vandamálin við. Hinir opinberu miðdegisverðir og löngu fundir ein- kenndust af ótta við ágang af hendi hinna kommúnistisku nágranna. Þegar Dulles kemur heim úr þess um maraþonsreisum sínum, eru flestir af fylgdarliði hans að niður (FramhaM á 6. síðu). Æskulýðsdagur Á síöustu prestastefnu var gjörð og samþykkt tillaga um æskulýösdag'. Það er að segja, einn dagur á ári skal valmn til að vera sérstakur sam- komudagur æskunnar á veg- um kirkjunnar. Þá yrðu æskulýðsguðsþjón ustur í sem allra flestum kirkj um landsins, og yrði þar telc ið Þ1 íhugunar e'tthvað af því, sem unga fólkið hefði á- huga á eða þyrfti sérstaklega að vita og skUja eða muna. Enfremur gætu þessar guðs þjónustur orðið til þess að vekja tll umhugsunar um meiri samtök og félagsstarf- semi meðal unga fólksins. — Félagsstarfsemi, sem efldi og þroskaði siðgæði og siðgæðis vitund æskunnar og hvetti til átaka bæði til sóknar og varnar. í þeim málum, sem nefnzt gætu sjálfsuppeldi á vegum trúar og siðfágunar. Þetta er mjög athyghsverð hugmynd eða hugsjón. Á síð ustu árum og áratugum er það beinlínis orðin tizka að unga fólkið komi sem minnst á kirkjunnar vegu. Það geng ur því framhjá einum dýr- mætasta þætti í heillavæn- legu uppeldi þjóðarinnar. — Þótt íþróttaiðkanir og dans- leikir séu mikilsverðar at- hafnir til þroska og gleði, þá geta þær engan veginn bætt upp hinn yígða þátt helgi og hugsunar, sem trúarathafnir, prédikanir, sálmasöngur, til- beiðsla og helgiritalestur get- ur veitt og verður að veita, ef sjónhringurinn á ekki að veröa bæði þröngur og kald- ur, þegar til fullorðinsáranna og starfs þeirra kemur. Þótt ekki væri nema e*n áhrifamikil guðsþjónusta á ári, sem íjctdi ungs féllks sækti, þá gæti hún orðið sem uppspretta margs þess, sem vökvað gæti þá trúarlegu auðn, sem tízkan skapar nú á þessu sviði milli fermingar og þroskaára hér á íslandi. Einsætt væri því að unga fólkið í hverjum söfnuði und- irbyggi þennan dag sjálft og mætti gjarnan emn söfnuður keppa við annan um glæsi- brag og hátíðleik stundarinn ar. Til dæmis ætti unga fólk ið að annast sönginn, bæði kórsöng og jafnvel einsöng. Það ætti einjiig að skreyta kirkjuna og helzt aö sjá um sameiginlega skrúðgöngu að eða frá kirkjudyrum.' Það gæti gjarnan undirbúið upp- lestur eða kórlestur helgra fræða í messunni. Eða þegar stundir líða og íslenzka kirkj an skilur enn betur hlutverk sitt, þá gæti æskan æft og sýnt helgisýningu eða helgi- l°iki undir stjórn prestsins eða annars kunnáttumanns á þessu sviði. Auðvitað gæti unga fólkið líka haft fjársöfnun þennan dag tii hagnaðar fyrir kirkj- una eða handa sjúkum eða fyrir kristniboð. Margt er til, en aðalatriðið er, að æskulýð- urinn skilji hlutverk sitt, sem virkur þátttakandi í eflingu guðsríkisins, gleymi sjálfum sér, þótt ekki væri nema stundarkorn og beygi kné and lega talað fyrir helgúm hug-' sjónum kristilegrar mennmg arstarfsemi fFramhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.