Tíminn - 18.09.1955, Blaðsíða 7
211. blaff.
Hvar eru skipin
Sambandsskip:
Hvassafell er í Ábo. Arnarfell er
væntanlegt til Helsingfors á mánu
dag. Jökulfell fer væntanlega frá
H. Y. n. k. þrið'judag. Dísarfell er í
Hamborg. Litlafell er í Rvík. —
Helgafell fer í dag frá Rvík til
Keflavíkur. Seatramper er í Þor-
lákshöfn. St. Walburg átti að fara
í gær frá Stettin áleiðis til Hvamms
tanga. Orkanger er í Rvík. Pontia
er í Rvík. John August Essberger
er í Rvík.
Kíkisskip:
Hekla fór frá Reykjavík í gær-
kvöldi austur um land í hringferð,
Esja er væntanleg til Rvíkur á
morgun að austan úr hringferð. —
Herðubreið er á Austfjörðum á
norðurleið. Skjaldbreið fer frá Rvík
á morgun vestur um land til Akur-
eyrar. Þyrill fór frá Rvík í gær-
kveidi áleiðis" til Noregs. Skaftfell-
ingur fer frá Rvík á þriðjudaginn
til Vestmannaeyja. Baldur fer frá
Rvík á þriðjudaginn til Hjallanesa
og Búðardals.
Eimskip:
Brúarfoss kom til Rvíkur 16. 9,
frá Hull. Dettifoss fór frá Hull 15.
9. Væntanlegur til Rvíkur 19. 9,
Pjallfoss fer frá Rvík 19. 9. til Rott
erdam og Hamborgar. Goðafoss fer
frá Norðfirði í kvöld 17. 9. til Ham
borgar, Gdynia og Ventspils. Gull-
foss fer frá Leith í dag 17. 9. til
Kaupmannahafnar. Lagarfoss fer
frá Reykjavík kl. 20 í dag 17. 9. til
Raufarhafnar, Húsavíkur, Hriseyj-
ar, Siglufjarðar, Vestfjarða, Vest-
mannaeyja og Faxflóahafna. —
Reykjafoss er í Hamborg. Selfoss
fer frá Gautaborg 1 dag 17. 9. til
Flekefjord og Faxaflóahafna. Trölla
foss fór frá N. Y. 8. 9. Væntanlegur
til Rvíkur um hádegi á morgun 18.
9. Tungufoss fer frá Stokkhólmi
17. 9. til Hamborgar og Rvíkur.
r *■'
Ur ýmsum át*um
Frá kvennadeild
Slysavarnafélags íslanls.
Hlutavelta. kvennadeildar Slysa
varnafélags íslands verður haldin
2. okt. og skorar því deildin á alla
veíunnara sína að leggja henni til
góða muni, sem veitt verður mót-
taka á skrifstofu Slysavarnafélags-
ins, Grófin 1. — Ennfremur munu
deildarkonur heimsækja ýmsar
stofnanir, sem eru beðnar að sýna
þeim velvild eins og áður.
Getraunirnar
f síðastliðinni viku fóru
fram þessir leikir í 1. deild:
Everton-Manch. Utd. 4-2,
Charlton-Preston 2-1 og í 2.
deild Sheff. Wed.-Leicester
1-1, Stoke-Plymouth 4-1,
Barnsley-Rotherham 3-2 og
Notts Co-Fulham 3-4. — í 3.
dehd syðri tapaði Northamp
ton fyrir Aldershot, en ann-
ars var Northampton búið að
vinna 7 fyrstu leikina og var
sagt að framkvæmdastjóri
liösins væri hættur að geta
sofið af spenningi yfir því,
hye lengi sigurinn héldi á-
íram.
í 1. deild eru nú þrjú lið,
sem hafa unnið alla sína
heimaleiki, en Bristol City,
Hull op, Swansea tapaði öll-
um útileikjum.
Aston Villa-Bolton x2
Burnley-Manch. Utd 2
Cardiff-Huddersfield x
Charlton-Birmingham 1
Luton-W. B. A. x2
Manch. City-Blackpool 1x2
Portsmouth-Everton x
Preston-Sheff. Utd. 1
Sunderland-Arsenal 1
Tottenham-Newcastle 2
V/olves-CheLses 1
Bristol Rov.-Blackburn 1 2
TÍMINN, sunnudaginn 18. september 1955.
EMIL BJÖRNSSON:
Kirkjudagurinn
í dag
Kirkjudagur Óháða frí-
kirkjusafnaðarins er í dag,
en hann er eins og kunn-
ugt er, kynningardagur
kú-kj ulegs starfs og einnig
fjáröflunardagur safnaðar-
ins. Kl. 10,30 í fyrramálið
verður barnaskemmtun i
Gamla Bíói,.;kl. 2 e. h. verður
guðsþj ónusta í Aðventkirkj -
unni, og eftir messu hafa kon
ur úr Kvenfélagi safnaðar-
ins kaffisölu í Góðtemplara
húsinu.
Ég skrifa ’ þessar fáu línur
ti' þess að þakka öllum þeim,
sem unnið hafa af fórnfýsi
og dugnaði :á Kirkjudögum
safnaðarins . undanfarin ár,
ekki sízt konunum, sem séð
hafa um kaffisöluna með svo
miklum myhdarbrag, að orð
er á gert.
En auk þess vildi ég nota
tækifærjð og heita á safnað
arfólk og oðra að leggja enn
rriáleini sáfnaðarins lið og
fjölmenna í, dag.
Barnaskefnmtunin fyrir há
degi er nýr liður á dagskrá
kirkj udagsins tekinn upp
vegna bess hve lítið 'er um
aimennar barnaskemmtanir,
ekki sizt á þessum tíma árs.
Verður leitast við að hafa þá
skemmtiui sem allra fjöl-
breyttasta, bæði til uppbygg
ingar og gíeði fyrir bömin.
Það skal tekið fram vegna
allra, sem spyrjast fyrþ’ um
það, að a.ðgöngumiðasaia eerð
ur við innganginn frá kl. 10
í morgun, og að sjálfsögðu
er fullorðnu f:ilki, stm vill
styrkja söfnuðinn, heimilt að
koma líka. Það er von mín,
að þessi skemmtun verði vel
sótt þótt ekki vceri unnt að
hafa hana á heppilegri tíma.
En þótt ég veki sérstaka at
hygli á barnaskemmtuninni,
af því að hún er nýr dag-
skrárliður, er okkur öllum,
sem að Kirkjudeginum störid
um, að sjálfsögðu kært að sjá
sem allra flesta, unga og
gamla, við öll tækifæri á
morgun. Einkum er það ein-
læg von mín. að enginn, sem
er I söfnuðinum, gleymi
Kirkjudeginum að þessu
sinni. Sýnið enn áhuga ykk-
ar í verki, það hlýtur að koma
að því fyrr eða síöar, að við
fáum leyfi til að hefja kirkju
bygginguna.
Hafnarfjarðafbíó hefir sýnt
á þriðju viku ítölslcu kvik-
myndina „Negrinn og götu
stúlkan." Aðalhlutverk leik-
ur Carla Del Poggio, sem gift
er stjórnanda myndarinnar,
Alberto Lattuada, sem varð
heimsfrægur fyrir þessa
mynd.
Mýtt skólaliús
(Framhald af 8. síðu)
skólanefnd. og tók síðan til
máls séra Stefán Snævarr,
forniaður skólanefndar.
Ræddi hann um þessi tíma-
mót í skólamálum hreppsins
og bauð hmn nýja skóla-
stjóra, Gunnar Markússon,
velkominn, en hann var áð-
ur skólastjóri að Flúðum í
Hrunamannahreppi. í lok
ræðu sinnar bað hann fyrr-
verandi skólastjóra, Þórar
inn Eldjárn að draga fána að
hún til marks um að skólinn
væH vigður.
Þá tók Magnús Jónsson, al
þingismaður til máls, og
flutti kveðjur menntamála-
ráðherra. Þá flutti Stefán
Jónsson, námsstjóri. skólan-
um árnaðaróskir. Milli ræðna
söng blandaður kór undir
stjórn Guðmundar Þorsteins
soriar.
SkóZastjóri kvaddur.
Að vígslu lokinni var gest-
um boðið að kaffiborði í skól
anum, en þar efndi skóla-
nefnd jafnframt til kveðju-
samsætis fyrir Þórarinn Kr.
Eldjárn og konu hans frú Sig
rúnu Sigurhjartardóttur í til
cíni þess, að hann lætur af
skólastjórn á þessu hausti
eftir 48 ára kennslustörf I
sveitinni. Séra Stefán Snæ-
varr ávarpaði heiðursgestina
fyrir höncl hreppsbúa og
þakkaði langt og heilladrjúgt
starf. Á eftir las Valdimar V.
Snævarr frumort kvæði til
Þórarins.
Þá talaði fyrir hönd nem-
enda Þórarins Jóhannes Har
aldsson, færði honum þakkir
þeirra og að gjöf fjárhæð
nokkra frá nemendum. Jafn
framt tilkynnti hann, að
þeir mundu láta gera mál-
verk af Þórarni er gefið yrði
skóianum. Hjalti Haraldsson
ávarpaði körarinn fyrir nönd
ui- g mennaféJ ag.sins Þorsteinn
Svörfuður og þakkaði gott
nábýli í gamla skólanum og
færði honum að gjöf Hvít-
biáinn — rána UMFÍ. Gcstur
Vilhjálmsson i Bakkagerði
minntist gamalla kynna
þeirra Þórarins. Einnig tóku
til rriáls Gunnar Markússon,
hinn nýi skélastjóri, Magnús
Jónsson, alþingismaður og
Kristinn Jónsson oddviti D;jl
víkurhrepps, sem flutti Þór
arni þakkir og árnaðaróskir
Dalvíkurbúa.
Snorri Sigfússon, fyrrver-
andi námsstjóri flutti Þór-
arni og slcólanum kveðjur
fræðslumálastjóra. Bernharð
Stefáiisson alþingismaðúr,
þakkaði Þórarni langt sam-
starf og óskaði þeim hjónum
langra lífdaga. Að síðustu
talaði heiðursgesturinn og
þakkaði heiður og vináttu
í garð sinn og konu sinnar.
Milli ræðna var almennur
söngur undir stjórn Ólafs
Tryggvasonar.
í samsætinu var slcýrt frá
gjöfum, er skólanum hafa
borizt og þær þakkaðar. —
Björn R. Árnason, Grund, gaf
kr. 2000 til kaupa á ljóslækn
ingalampa. Kvenfélagið Til-
raun gaf kr 3000 til kaupa á
handavinnutækjum. Magnús
Gunnlaugsson gaf 60 bindi af
bókum og Snorri Sigfússon
hét skólanum ótiltekinni
gjöf. Stefán Hallgrímsson og
írú gáfu kr. 1000 til kaupa á
fyrstu trjáplöntum, er gróð
ursettar verða á lóð skólans.
Samsætinu stjórnaði Björn
Jónsson, Ölduhrygg.
PJ og FZ.
Þáttnr kirkjuimar
(Framhnld af 5. síðu).
Þeir sem mestu ráða um
þessi mál mega ómögulega
láta þessa snjöllu hugmynd
um æskulýðsdag verða orðm
ein. Kirkjumálaráðherra,
þiskup og prestar verða að
taka höndum saman til fram
kvæmda.
En foreldrar og kennarar
mega heldur ekki halda að
sér höndunum og láta skeika
að sköpuðu. Án þeirra verður
ekkert úr þessu. Sumardagur
inn fyrsti væri tilvalinn að
mörgu leyti. Dagur ljóss og
vona, æsku og yndis í vitund
þj óðarinnar.
Eg scm þessar línur rita á
margar og ljúfar minningar
um svona starf þann dag um
hálfan annan áratug. Æsk-
an bregzt ekki prestinum sín
um, ef foreldrarnir safna
með honum. Stundum hefir
auðvitað verið kalt á sumar-
ardaginn fyrsta og ský tóm-
lætis og hrets skilningsleysis
og andúðar hafa margan við
kvæman gróður kyrkt í fæð-
ingunni. En samt sem áður
hefir sumarið alltaf sigrað
með sól og blóm og ljómi
gleðinnar frá náð Guðs orðið
bjartastur í minningum og
vonum.
íslenzka þjóðin, íslenzka
kirkjan mun eignast sinn
æskulýðsdag, sumardag verð
andi gróanda með söng, og
fegurð tilbeiðslu og guðsþjón
ustu í kærleika, von og trú.
Verum samtaka um það öll
að sem fyrst renni upp slíkur
vordagur íslenzkrar æsku. Og
umfram allt gefumst ekki
upp í hretum þeim, sem æða
yfir nýgræðinginn í fögru-
brekku mannlífisins. Sköpum
unglingunum sannan sumar-
dag, kristilegan, íslenzkan
æskulýðsdag.
2. sept. 1955.
Árelíus Nielsson.
Kirk|afguidar
(Framhald af 8. síðu).
gerðir í kirkjum Reykjavíkur
sunnudaginn 16. okt., er fellur
inn í fundartímann.
Þeir, sem kynnu að óska að
koma sérstökum málum á
málum á framfæri á þessum
kirkjufundi, eru beðnir að
senda tilmæli sín um það til
undirbúningsnefndarinnar
fyrir 25. september (heimili
formanns er á Grettirgötu 98).
Reglur um fulltrúa og fundar
sköp eru sömu og undanfarið
hafa gilt. — Þetta tilkynnist
hér með öllum hlutaðeigend-
um og gildir sem fundarboð.
I GILBAJtCO
l
1 brennarinn er fuil-
I komnastur að gerð
og g£eðum.
Algerletfa
sjáifvlrkio*
I Fimm stærðir fyrlr
] allar gerðir
I miðstöðvarkatla
Olíufélagið h.f.
Sími 81600
iivuiiimiuiiiiiiimi]
6f£ÍÍ4,4£lt
lllllllllllllllllllllillllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll*
s -
( Raflagtiir og (
raftækja-
| viðgerdir
f Marald
(íuðmaadssea
§ Lögg. rafvirkjameistari §
I Bárugötu 17. Simi 4156. |
iiiiiiiniiiiiiiiiiiiiMimiiiiiiMiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiina
^PILTAR eí þió elglB stölK-
|una. þð. á ég HRINGANA.
Kjartan Ásmundsson
gullsmiður
Aðalstræti 8. Sími 1290
Reykjavík
14 karata og 18 karata
TRÚLOFUNARHRINGAR
Ilelgida-alæknlr.
Sú breyting er á orðin um læknis
vörzlu á helgidögum í Reykjavík,
að hún er flutt í heilsuverndarstöð-
ina nýju við Barónsstíg, og er sím
inn sem fyrr 5030. Sú breyting verð
ur einnig á, að ekki á framvegis
að hringja heim til helgidagalækna,
hvorki að nóttu eða degi, heldur
aðeins í þennan sima í heilsuvernd
arstööinni.
'MIIIIIIIMIIIMIMlllllllllllllMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMMMIIIMIIII
( 2 sex vetra j
hestar
1 til sölu, annar mjög góður I
§ reiðhestur, hmn til reiðar 1
i og fyrir æki. Heyfóður get \
i ur fylgt hestunum. — Upp i
i lýsingar í síma 9655. i
MiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiMiiiMiiiMiiiiiiiiimmiiMiiiiii
IIIIIIIMIMIMIIIIIIIIIIMIIMIIIIIMltmilillllllllllMIMMIIMIII.
I Biikksmiðjan 1
| GLÓFAXI I
\ HRAUNTEIG 14. — SÉVU 7236. |
4iiiiMiMiMi«MiiMiiiMiiiwn.«iimmiiiiMiiiiiMiMmmiima
^•iMmiuuiuuinuminiuitiuiiiuuiuiiiiiiiMMHiauiiP
í Vinsælasta gólfbúnið f
f vestan hafs og austan \
Heildsölubirgðir |
I O. JOHNSON
& KAABER HF I
aiiiMiMiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiMiMiiíliiiuiiiiiiiiiiiiiiM