Tíminn - 01.10.1955, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.10.1955, Blaðsíða 2
2. TÍMINX, Iaugardaginn 1. október 1955. 222. blað. Þriggja vikna ísiandsreisa - og langar til að þýða islandsklukkuna á júgóslavnesku Útvarpið Útvarpið í dag. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga. 19,00 Tómstundaþáttur. 19.30 Samsöngur; Úral-kósakkakór inn syngur rússnesk þjóðlög (plötur). 20.30 Einsöngur: Richard Hayward syngur írska söngva (plötur). 20,45 TJpplestur: „Svona er að vera feiminn", smásaga eftir Johan Bojer, í þýðingu Þor- steins Jónssonar (Höskuldur Skagfjörð leikari). 21,05 Tónleikar: Hljómsveitin Phil- harmonía leikur stutt hljóm- sveitarverk eftir Suppé, Tschaikowsky, Mascagni og Bach; George Weldon stjórn ar. 21,25 Leikrit: „Demantur stórfurst ans“ eftir Alan Monkhouse. Leikstjóri: Ævar Kvaran. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 13,00 Berklavarnardagurinn. Út- varpsþáttur SÍBS fyrir sjúkl inga. 17,00 Messa í Laugameskirkju. 18.30 Barnatími. 20,20 Tónleikar (plötur). 20,35 Erindi: Júlíus guðníðingur (Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur). 21,05 Kvartettsöngur: Delta Rhythm Boys syngja, René de Knight og tríó Ólafs Gauks leika undir (Hljóðritað á tón leikum í Austurbæjarbíó 21. f. m.). 21,40 Upplestur: „Róa sjómenn“, smásaga eftir Jóhannes Helga Jónsson (Gils Guðmundsson alþingismaður). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Árnað hm.Ua Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna band í Lágafellssókn af séra Bjama Sigurðssyni ungfrú Jóharma Kristín Hlöðvesdóttir, Garði, Mosfellssveit, og Guðmundur Ebbi Pétursson, sama stað. — Ennfremur ungfrú Sigurlaug Hulda Kristinsdóttir, Garði, Mosfellssveit, og Geralde G. Anderson, starfsmaður á Kefla- víkurflu<?v.élli í gærkveldi fékk Tíminn skemmtilega heimsókn. Það var júgóslavneski stúdentinn Ostoja Jeftic, sem dvalið hefir hér á landi um þriggja vikna skeið í þeim tilgangi að kynnast landi og þjóð. Jeftic, sem er 26 ára að aldri, stundaði nám s. I. vetur við háskólann í Köln og kynntist þar nokkrum ís- lenzkum stúdentum, sem vöktu áhuga hans á landinu. Svo að hann tók sér far hingað með togaranum Goðanes frá Cuxhaven, fékk fremur illt í sjóinn og varð sjóveikur, en hafði sjóazt að fullu, er þá bar að landi i Neskaupstað. Leið Jeftic hefir að mestu Iegið um Norður- og Austurlandið með stanzi á Akureyri o.g Siglufirði, þar sem hann kynntist at- vnnuvegunum með heimsóknum í verksmiðjur og atvinnu- fyrirtæki. Ostoja Jeftie er búsettur í Subo- tica, sem er smábær nálægt ung- versku landamærunum. Námsgrein ar hans eru þýzka og enska, sem hahn hefir stundað bæði í heima landi sinu og erlendis, aðallega í Þýzkalandi. En áhugamál á hann mörg og fjölbreytt. Það var gaman að rabba við hann um tónlist, sem hann hefir mikið yndi af. „íslenzku þjóðlögin eru yndislega falleg“, seg ir hann. „Ég tek héðan með mér smáúrval platna úr þeim hópi, og ég kem til með að leika þær oft eftir að ég kem heim. Þeim svipar svo einkennilega mikið til þjóðlag Ostoja Jeftic anna heima“. — fannst kunnuglegt á íslandi. Frelsið er öllu dýrmætara. „Það er svo margt svipað með Júgóslövum og íslendingum. Hjá okkur er frelsið öllu dýrmætara. Okkar land laut erlendri kúgunar stjórn um aldaraðir, og fengið frelsi er öllu öðru dýrmætara, enda allt kapp lagt á að halda því. Stjórn lndsins hefir bætt hag almennings ótrúlega mikið á jafn skömmum tíma og siðan heimsstyrjöldinni lauk, enda má heita almenn vel- megun í landinu. Sjálfstæði okkar er einnig komið undir námun- um, sem ládið er svo ríkt af,~og stjórnin vinnur kappsamlega að byggingu verksmiðja til þess að hagnýta auðlindirnar. Allt kap • er lagt á uppbygginguna. — Við höfum byggt upp okkar eigið hagkerfi, ekki á rússneskum kommúnisma, heldur með þjóðarheill fyrir aug- um“. Hagur stúdenta góður. Aðspurður um hag stúdenta í land inu, segir Jeftic, að hann sé mjög góður, skilyrði til að menntast eins og bezt verði á kosið. „Með þýzku- námi mínu gafst mér kostur að lesa m. a. bók Halldórs Kiljan Laxness, íslandsklukkuna, og að námi loknu væri reglulega gaman að geta snúið sér að þýðingu henn ar á júgóslavnesku. En ég veit ekki, hvort ég get það. Það eru eflaust svo margar setningar, sem eiga sér dýpri merkingu en hægt er að koma auga á í fljótu bragði á erlendu máli, og íslenzku þekki ég svo lítið, að hún hjálpar mér ekkert". Kunnuglegt á íslandi. „Ég iðrast aldrei þessarar farar. Hún var dásamleg. Jafnvel í rútu- bílnum bar alltaf fjölbreytt og fag urt landslag fyrir augun. Og ég sannfærðist um, að í fari beggja þjóðanna eru sömu einkennin rík — Það var kunnuglegt að koma hingað. Ég er líka sannfærður um, að íslendingi í Júgóslaviu myndi finnast jafn kunnuglegt þar og mér fannst hér“. iltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll I Esperantokennsla | I Upplýsingar að Hamra-1 Íhlíð 9, sími 7901, kl. 6—f f 8,30. f | Ólafur S. Magnússcm. 1 , « ' ‘tr § •iiiiiiimfiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiníniiiiiiiMiMM' Klakksvík (Framhald af 1. síðu). eins konar eftirlitsmaður og, fylgjast með því sem gerist. Gálgafrestur. Veðurguðirnir hafa séð til þess, að Klakksvíkingar fá 12 —14 klst. gálgafrest, unz þeir verða að standa dönskum lög reglumönnum, sem auk þess hafa með sér hunda, reikn- ingsskil gerða sinna. Lffið í bænum er að sögn komið í ró legt horf og ekki talið líklegt að því er fregnir herma nú, að lögreglumennirnir þurfi að óttast skipulagða mótspyrnu, er þeir stíga á land. 30 verða handteknir. Yfirvöldunum er kunnugt um nöfn 30 Itlakksvíkinga, sem stóðu fyrir því, að ríkis umboðsmaður og fylgdarlið hans var lokað inni og höfðu auk þess í frammi hrinding ar og spörk við embættis mennina. Lögreglumennirnir þrjátíu eiga að handtaka þessa menn og hafa á brott með sér. Fangelsið tekur 15. Fangelsið í Þórshöfn er autt sem stendur, en það leysir þó ekki allan vanda, þar eð þar er aðeins rúm fyrir 15 fanga. Það mun því verða að fara með þá fanga, sem afgangs verða, alla leið til Kaupmanna hafnar og fangelsa þar unz dómur hefir gengið í máli þeirra. >•»•...;% i ,atf»- Kampmann ekki í freigátunni. Síðari fregnir herma, að Kampmann og þá sennilega ríkisumboðsmaðurinn líka, hafi ekki farið til móts við Hrólf Kraka, heldur séu þeir í könnunarför inn á Eyja- sund. Ef til' vill ætla þeir að fara beina leið til Klakksvík- ur. Átökin liarðna nm Ben Arafa soldán Rabat, 30. sept. — Flugu- fregnir gengu um það í allan dag, að Ben Arafa soldán hefði flúið síðast liðna nótt úr höll sinni í Rabat og væri kominn t*l Tangier. Frétta- menn, sem staðið hafa um- hverfis höllina allan síðasta sólarhringinn, kváðust samt ekki hafa orðið varir við neina slíka flutninga og í kvöld kvað soldáninn þessar kviksögur niður með því að taka sér gönguför í hallar- garðinum. Samtök Frakka í landmu hafa efnt til stöð- ugra fjöldafunda s. 1. sólar hring við höllina til þess að stappa stálinu í soldán um að láta ekki undan kröfum um að fara úr Iandi. Jafn- framt segja fulltrúar Frakka í Marokkó, að landstjórinn De la Tour hafi svikið lofcrð þau, er hann gaf þeim. Frest ur sá, er Faure gaf landstjór anum til að koma soldáni frá völdum, mun nú liðinn, “"Aa fullvrða sumar fregnir, »ð soldáninn muni verða að fara úr landi í nótt eða morg , ”n aijnað Jiyort með- illu eSp. Haust- f ö tin ’55 Höfum tekið fram mikið úrval af haustfötum og stökum buxum. Innlend og erlend efni, nýj- ustu snið- Hagkvæmt stærðarkerfi tryggir flest um föt við sitt hæf1. Fylgist með Qefjuni — Qefjun fyigir fízkunni AUGLYSING nr. 5 — 1955 Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. des- ember 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyris- mála, fjárfestingarmála o. fl. hefir verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. október til og með 31. desember 1955. Nefntst hann „FJÓRÐI SKÖMMTUNARSEÐILL 1955“, prentaöur á hvítan pappír með rauögulum og bláum lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: REITIRNIR. Smjörlíki 15—20 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af smjörliki, hver reitur, REITIRNIR: SMJÖR gildi hver um sig fyrir 250 grömm um af smjöri (einnig bögglasmjöri). Verð á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólk- ur- og rjómabússmjör, eins og verið hefir. „FJÓRÐI SKÖMMTUNARSEÐILL 1955“ afhendist að eins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „ÞRIÐJI SKÖMMTUNARSEÐILL 1955“ með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæöingardegi og ári. eins og form hans segir til um. Reykjavík, 30. september 1955, Innflntningsskrifstofan. Styttur umsóknarfrestur Samkvæmt leyfi heilbrigðsmálaráðuneytisins í dag styttist umsóknarfrestur um áður auglýsta sjúkrahús- læknisstöðu á Akranesi og verður tdl 20. október n. k. Akranesi 20. september 1955, i j , *v BÆJARSTJjÓRI. jf ’ wr -1- s$S$$SS$6$«$5«$

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.