Tíminn - 01.10.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.10.1955, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, laugardaginn 1. október 1955. 222. blað. PJÓDLEIKHÚSID Er á tneSan er ' Gamanleikur í þrem þáttum Sýning sunnudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20.00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær línur. GAMLA BfÓ Synir shyttuliSanna (Sons of the Musketeers) Spennandi og viðburðarík banda rísk kvikmynd í litum, samin um hinar frægu sögupersónur Alexandre Dumas. Aðalhlutverkið leika: Comel VVilde, Maureen O’Hara. ‘ Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum insan 12 ára. Sala hefst kl. 2. Síðasta Iest frá Bombay (Last train from Bombay) Geysi spennandl, ný, amerísk mynd, sem segir frá lífshættu- legum ævintýrum ungs Ameríku manns á Xndlandi. Bönnuð börnum. John Hall, Christine Larson, Lisa Ferraday, Douglas E. Kennedy. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐI Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn. Þau hittust í Trinidad Geysi spennandi og viðburðarík ný amerísk mynd. Rita Heyworth. Sýnd kl. 5. NÝJA BÍÓ Drottnin sjórœninyianna (Anne of the Indles) Mjög spennandi og viðburða- hröð, ný, amerísk litmynd byggS á sögulegum heimildum um hrikalegt og æfintýraríkt líí sjóræningjadrottningarinnar Önnu frá Vestur-Indíum. Jean Peters, Louls Jourdan, K Debra Paget. Bönnuð börnum Innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 03 9. Síðasta sinn. | AUSTURBÆJARBÍÓ Lykill að leyndarmáli Ákaflega spennandi og meistara leg vel gerð og leikin, ný, ame risk stónnynd í litum, byggð á samnefndu leikriti eftir Prede- rick Knott, en það var leikið í Austurbæjarbiói s. 1. vor og vakti mikla athygli. — Myndin var sýnd á þriðja mánuð í Kaup niannahöfn. Aðalhlutverk: Ray M'lland, Grace Kelly, Robert Cummings. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. (King of the Jungleland) — Fyrsti hluti — Geysispennandi og viðburðarik, ný, amerísk frumskógamynd. Aðalhlutverk: Clyde Beatty, Manuel King. Bönnuð börnum innan 10 ára. Sýnd kl. 5. Sala hefst kl. 2 e. h. HAFNARBIO Síml 6444. Hrakfallabálkarnir (A&C meet Dr. Jekyll and mr. Hide). Ný skopmynd með Bud Abbott Lou Costello. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Sabrína byggð á leikritinu Sabrína Fair sem gekk mánuðum saman á Broadway. Sabrína er myndin, sem allir verða að sjá. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BIO Jutta frœnha frá Kalhátta (Tanta Juttajxus^Kalkutta^^ Sprenghlægileg, ný, þýzk gam- anmynd, gerð eftir hinum bráð skemmtilega gamanleik „Landa- brugg og ást“ eftir Max Reimann og Ótto Sehwartz. Aðalhlutverk: Ida Wust, Gunther Phiiipp, Viktor Staal, Ingrid Lutz. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarfjarð- arbíó Ævintýri Casanova Bráðskemmtileg, ný, amerísk gamanmynd, er sýnir hinn fræga Casanova í nýrri útgáfu. Myndin er sprenghlægileg frá upphafi til enda. Aðalhlutverk: Bob Hope, Joan Fontaine. Sýnd kl. 7 og 9. I Tengill h.f. HEIÐI V/KLEPPSVEG Raflagnir Víðgerðir Efnissala. Georg Rramles (Framhald af 5. síðu). um við þær og gefa að mörgu leyti skýringu á þeim. Ekki er þó jafnáríðandi að gefa neitt út eins og bréf Brandesar til fjölskyldu sinnar, einkum frá ferð hans 1870—1871, því að þessi bréf geta haft úrslitaþýðingu fyrir framtíð Brandesar. Þetta kann að virðast broslegt um jafnmikinn rit- höfund og Brandes, því að vitanlega getur ekkert haft áhrif á sögulega þýðingu hans fyrir danskar bók- menntir. Og hans mun ávallt verða minnzt sem þess manns, er vísaði þeim veginn, er heiðarlega vilja, að bókmenntir hafi andlegt inn- tak. Aftur á móti stendur hann völt- um fótum sem áróðursmaður og frelsispostuli. Brandes bar öllum fremur í brjósti falslausa frelsis- ást og kenningar hans eiga aldrei fremur erindi til okkar en ein- mitt á umrótstímum eins og nú eru. Segja má, að sumt í kenning-" um Brandesar eigi ekki lengur við þá tíma, sem við lifum á, eins og kenningar hans í siðferðismálum og ýmsum þjóðfélagsmálum. Stjórnmálaleg, þjóðfélagsleg og siðferðileg vandamál eru allt önn- ur nú en þau voru þá. Þar við bæt- ist, að Brandes dó sigrandi. Þær hugsjónir, sem hann barðist fyrir eru nú viðurkenndar. Frjáls hugs- un í vísindum þykir nú svo sjálf- sögð, að engum presti dytti lengur í hug að prédika á móti einhverj- um málfræðikenningum, þó að þær samrýmdust ekki sögunni um Bab elsturninn. Hér í landi ríkir einnig svo mikið frelsi í ástum, að telja verður líklegt, að jafnvel Brand- es myndi hafa krossað sig, ef hann hefði mátt á lita, því að aldrei hefð ihann dreymt um, að léttúð danskra stúlkna yrði bezta ferða- mannaauglýsing okkar. Af þessum sökum virðist margt í verkum Brandesar úrelt eins og glugga- tjaldaprédikun Noru í Brúðuheim- ili Ibsens. Hvergi kemur persónuleiki Brand esar betur í ljós en í bréfum hans. Einkum bréfunum, sem hann skrif aði heim til sín árin 1870—1871. Bréfin, sem hann skrifaði í Róm vorið 1871, er hann var nýrisinn úr sjúkdómslegu, eru meðal hins frá- bærasta ,er ritað hafir verið á danska tungu. Þau eru þrungin lífs gleði og lífsdýrkun og sóldrukkinni fegurðarást, sem fegurstu ljóð okk- ar túlka ekki betur. í þessum bréf- um er Brandes eins og hreinskilin kona við elskhuga sinn, barnslegur, Ijúfur, hrifinn, uppreisnargjarn, stoltur, einlægur og sannur. Hann var meira skáld en áróðursmaður. Þannig var hann„ áður en smáborg araskapur Kaupmannahafnar þrýsti á hann þeirri grímu, sem aldrei fór honum vel. í þessum bréfum kynnast menn Brandesi eins og hann var, áður en hann lenti í andstöðu við dansk- an smáborgaraskap. Þetta er hinn sanni Georg Brandes, ekki sá gamli, frægi Georg Brandes með þreytu- leg augu og hrukkur kringum munn inn, hetjudýrkandi og fyrirlítandi múginn. Það var eitt sinn til annar og sannari Brandes, sem hefði áttt skilið betri örlög en við fengum honum. H. C. Andersen lifir í list sinni og Kierkegaard i hugsjónum sín- um. báðir að nokkru leyti án per- sónuleika síns. En Brandes vex því meira sem menn kynnast honum betur persónulega. Hann er einn þeirra fáu og hamingjusömu, sem sífellt vex við aukin kynni. tftbreiðið TIMAM J. M. Barrie: 55. PRESTURINN og tatarastúlkan — Þá fer ég og tala við hann. — Flýttu þér nú, Jean, kallaði Margrét. — Nú er ég að fara, svaraði Jean. Að BabtHe hvíslaði hún? — Hvað á ég að segja henni? — Það veit ég ekki, svaraði Babbie. Þú verður að finna upp á einhverju. Biddu svolítið. Ég ætla að fara inn í stof- una fyrst. ( Margrét heyrði að Jean opnaði dyrnar og talaði við ein- hvern, sem hún svo vísaði inn í stofu. — Og þú þorir að horfa framan í mig eins og ekkert hefði gerzt, sagði Rintoul jarl. Það er annars meira en „maður- inn“ yðar þorir, bætti hann við háðslega. — Heldurðu að hann sé hræddur við þig? sagði Babbie æst. — Það lítur að minnsta kosti út fyrir það. En ég skal samt draga hann fram í dagsljósið, hvaða skúmaskoti sem hann kann að hafa valið sér. — Já, reyndu það bara sagði Babbie kuldalega. Farðu með brauki og bramli í gegnum allt húsið. Það eina sem þú heÞr upp úr því, er að hræða kvenfólkið, þvi að aðrir eru ekki í húsinu. — Hvar er hann? — Hann er farinn til Spittal til þess að tala við þig. — Hann vissi þó að ég var í Caddamskóginum. — Hann fór frá mér í myrkrinu og hélt, að þú hefðir farið með mig á brott í vagninum þínum. — Aha, svo hann hefir þá farið til Spittal til þess a3 biðja mig um að láta þig snúa aftur til hans. — Neyða þig til þess, leiðrétti Babhie. — Þvættingur, sagði jarlinn, en var þó sýnilega ekki rótt. Þetta sem fram fór uppi í tjaldbúðunum var aðeins hlægi- legur skrípaleikur. -i — Nei, það var hjónavígsla. — Með tatara sem vitni. Orð þín eru einskis virði og ég kom rétt mátulega til að bjarga þér. — Ég óska þess ekki að mér verði bjargað. Auk þess voru önnur vitni við vígsluna, sem enginn réttur mun leyfa sér að vefengja. í — Hverjir voru það? . Rintoul jarl og McKenzie. — Hún heyrði beinlínis að hann gnísti tönnum af vonzku. Þegar hún leit á hann voru tár í augum hans og hún tár felldi einnig. — Mér þykir það mjög leitt.... byrjaði Babbie, en svo hætti hún. Fann hve orð hennar voru innantóm. ■— Ef þér þykir þetta leitt, þá er enn tími til að snúa við, sagði jarlinn ákafur. Ég og McKenzie sáum ekki neitt. Vertu hjá mér Babbie, ef ekki mín vegna, þá sjálfrar þín vegna. Þessi skopleikur í tatarabúðunum.... — Hvers vegna kallarðu það skopleik. Ég held, að guð hafi veitt þeirri athöfn blessun sína. — Guð? Það er í fyrsta sinn, sem ég heyri þig nefna það nafn, Babbie. Það er sjálfsagt hann sem hefir frætt þig um guð? I — Já. — Kenndi hann þér líka, að guð múndi líta með velþókn un á framkomu þína gagnvart mér? — Nei, hann veit, að hún er svo viðurstyggileg I guðs aug um, að ég muni líða fyrir hana alla ævi. — En sjálfur hefir hann ekki gert neitt rangt, svo að hann mun ekki hljóta neina refsmgu? — Nei, hann hefir ekki gert neitt rangt, en samt sem áður er refsing hans harðari en mín. — Það virðist ekki sérlega réttlátt, sagði jarlinn háðs- lega. — Jú, það er það, því að með því að giftast mér hefir hann gerzt samábyrgur mér vegna synda minna. — Og hvers konar refsingu fær hann. — Hann mun verða rekinn frá kirkju sinni hér og hljóta vansæmd í augum allra manna, ef.... ef guð verður ekk* líknsamari en við höfum leyfi til að vona. Jarlinn skipti nú um aðferð. — Nú ert það þú sem ég kennf í brjósti um, sagði hann og leit undrandi á hana. — Skilurðu þá ekki, að þessi maður hefir dregið þig á tálar? Hvar var marglofaður hreinleiki hans og heiðarleiki, þegar ann átt* við þig leynileg stefnumót? — Ef þú þekktir hann, þá mundi ég ekki þurfa að segjá þér, að hann mun hvorki hafa í frammi svik vtð mig né neinn annan. Þangað til i dag, áleit hann að ég væri tatari. — Og þú barst svo Utla virðingu fyrir mér, að þú beiðsfi með þ'að þangað til kvöldið fyrir brúðkaupsdaginn að hlaup ast á^brott með honum og giftast honum? — Ég er ekki eins auðvirðUeg og þú heldur, sagði Babbie. Svo skýrð1 hún honum frá því, sem hafði komið henni til að fara til Thrums. Ég ætlaði að fara aftur beina leið til Spittal og hann hafði engin áform í huga um að hbidra mig í því. Við höfðum kvaðzt í síðasta sinn í kofanum hennar Nanny.... en svo heyrðum við rödd þína. — Og hún vakti hjá þér slíkan viðbjóð, að þú hikaðif ekki við að gera þetta? ^ — Mér.... mér þykir svo vænt um hann. — Hvers vegna gaztu ekki élskað mig Babbie? spurðl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.