Tíminn - 01.10.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.10.1955, Blaðsíða 4
n TÍMINN, laugardaginn 1. október 1955. 223. blaff. Má. itm mkesí l.4t%-- I ft---- B ’ [} S p. •r r’ £ W- « l®SLf teipr psp. Hailormsstaöaskðgi Ef hljóður þú dvelur að Hallormsstað, ert hulinn af stcógarins greinum, sérð laufkrónur hefja sín blöð, hvert blað mót birtu, mót sumaryl hreinum. Ef skóggyðjan heillar þig, hyggðu að, hvað hún flytur sýnir þér einum. Ég fyrr átti skóga frá fjallanna tröfum um fellin um grundir að blikandi höfum, ég sæl leit þá vaxa, í sumardýrð skarta þeir sváfu á vetrum vig hrímlínið bjarta. Svo ísland ég klæddi ég klaka það varði með kærleik ég hlúði að velli, sem barði Ég undi í friði, ég frjáls var í spori Ég fagnandi lifði á íslenzkú vori. Ég elskaði skógana vildi þá verja, er vályndir eldgýgir tóku að herja með eldneista róti, með brennisteinsbröndum og bitulir stormsveipir rótu'ðu söndum. Og mennirnir komu með meiningu sína, að meta sinn hag, fella skógana mína. Þeir þóttust þá elska, en byrluðu báli og brugðu að trjáviðum axanna stáli. Ég tapaði völdum og tárin mörg felldi. Ég trega þann man fram að síðasta kveldi. Samt held ég enn völdum um árdag á kvöldum í ylríku sumri, og vetrinum köldum. í Hallormsstað eru mín heimkynni löngum mín hamingja ríkir við fell og hjá dröngum hjá víði og björkum ég bjó fyrr á öldum ég bý hér sem drottnmg í skógarins tjöldum. Loft er hér heilnæmt frá háfjalla hliðum. Hér ríkir ilmur af skógarins við'um, lifa hér blóm eftir línunum löngum leiftrandi fögur í skógarms göngum. Fljótið er kyrrlátt á friðsælum slóðum. Falla í það berglindir niði með hljóðum. Atlavík greypt er af guðlegum höndum, gæfuleg, sólrík hjá hamranna röndum. Hér ríkir friður hjá fellunum háum, falda hér blómin hjá klettunum gráum. Hljómbylgjur greinast frá greinum og stráum, gleði og harms, í þeim blæ er við þráum. Veit ég um drengi, er viröa og unna, velgengni skóganna blóma og runna. — Seint mun mér fyrnast þeim gjafir að gjalda. Guð minn þá blessi um þúsundir alda. Ddtt fögur drottning kvaddi. Djarft svipmót hennar gleymist engum þeim íslendingi er ann hreinleik — rétti sönnum. 'i Hennar skrúði er háður háreistri björk sem smára mildum afkvæmum moldar morgun dögg sólarljósi. í júlí 1955. Björgvín Filippusson. Menn hafa veitt því athygli að málgagn kommúnista á íslandi hefir eytt í það mik- illi prentsvertu að níða ung an og dugandi mann, sem bú settur er í Kópavogi. Hann heitir Hannes Jónsson. Nú upp á síðkastið virðast komm únistasprauturnar beinlínis hafa fengið brjálæðiskast, því að málgagn þeúra eys daglega rógi og svívirðingum yfir þennan unga mann. Það er þ'ví ómaksins vert að athuga, hvað Hannes hef ir unnið til þess sérstaka heiðurs að vera hundeltur af Þjóðviijanum og lcommún istaklíkunni. Hannes Jónsson er leiðtogi hinnar athafnasömu og þrótt mJklu framsóknaræsku, sem numið hefir land í heimi sam vinnunnar í hinu unga byggö arlagi á Kópavogshálsi. Iíann hefir hjálpað ungum fjölskyidumönnum til að eignast þak yfir höfuðið. Hann hafði forystuna i þvi, að Kópavogsbúar tóku hönd um sarnan og stofnsettu sína ei'gin verzlun tU að vera laus ir við arðrán milliliðanna. Hann hefir unnið að því að koma skipulagi á lóðamál in í Kópavogi og gegnt því starfi af trúmennsku, rétt- sýni og dugnaði. Hann hefir barizt fyrir umbótum og framförum í hreppsnefnd Kópavogs og deilt á Wna mál efnasnauðu. og úrræðalitlu ó«tjórn kommúnistameiri- hlutans. Hannes hefir lika borið skjöld fyrir heimilis- feður, sem reynt hafa af eig in rammleik að koma sér upp þaki yfir höfuðið, en orðið að þola hina örgustu kúgun og rangsleitni af hálfu kommúnistameirihlutans, er hefir lagzt svo lágt að svipta fólk frumstæðustu lífsþæg- indum, eins og ljósi og vatni. Hér er áðeins nokkur dæmi tekm, en þau skýra greini- lega hvers vegna kommún- istum er svo meinilla við Hannes Jónsson. Innan skamms eiga Kópavogsbúar að velja sér bæjarstjórn og það setur að kommúnistum hroll, og þeir skjálfa af ótta við hina þróttmiklu og at orkusömu baráttusveit ungu mannanna, sem nú fylkja sér undir merki Framsóknar flokksins í Kópavogi. Enda kemst Þjóðviljinn svo (Pramhald á 7. sí5u.) Stolc Frá og með 3. október breytast ferðir á leiðinni Reykjavík-Hveragerði, Eyrarbakki-Stokkseyri, sem hér segir: Selfoss- Frá Reykjavík — Stokkseyri — Eyrarbakka — Selfossi — Hveragerði alla daga kl. alla daga kl. alla daga kl. alla daga kl. alla daga kl. 8,45 árd. 9,15 árd. 9,30 árd. 10 árd. og kl. 6 síðd. og kl. 3,15 síðd. og kl. 3,30 síðd. og kl- 4 00 síðd. 10,30 árd. og kl. 4,30 síðd. Ennfremur verður aukaferð til Reykjavíkur á sunnudagskvöldum um óákveðinn tíma: Frá Stokkseyri kl. 8 Frá Eyrarbakká kl.8,15 Frá Selfossi kl. 8,45 1 Frá Hveragerði kl. 9,15 ICa&spféEag Amesisiga Bifreiðastöð Steindérs krónur fyrir nýyrði Samband íslenzkra samvinnufélaga efnir hér með til almennrar samkeppni um nýtt, íslenzkt heiti fyrir svokallaðar „sjálfsafgreiðsluverzlanir“, Verða veitt 5000 króna verðlaun fyrir beztu tillöguna um heiti, sem berst fræðsludeild SÍS fyrir 1. nóvember næstkomandi. f dómnefnd eiga sæti Þorkell Jóhannesson, háskóla- rektor, Halldór Halldórsson, dósent, og Benedikt Grön- dal ritstjóri. Nýyrðið, sem óskað er eftir, þarf að gefa tti kynna, að um verzlun sé að ræða, og helzt lýsa einhverju ein- kenni hinna nýju verzlana. í tungumálum grannþjóða eru slíkar verzlanir venjulega kenndar við „sjálfs-af- greiðslu“ (self-service stores á ensku, selvbetj enings- butikker á dönsku), nema hvað Svíar kalla þær „snabb kj öb“. Sjálfsafgreiðsluverzlun einkennist af því, að við- skiptavinir geta gengið að öllum vörum verzlunarinnar, skoðað þær og handleikið. Þeir leggja það, sem þeir ætla að kaupa, í körfu eða kerru, en greiða vöruna og fá um hana umbúðir á þar til gerðum smáborðum við útgöngudyr. Þátttakendur í samkeppninni skulu einkenna tillögu sína með dulnefni, en láta nafn sitt og heimilisfang í lokað umslag, sem einnig skal einkenna sama dul- nefni. Öllum er heimil þátttaká, ungum og gömlum, og á sami einstaklingur senda eins margxar tillögur og hann vill. Berist margar tillögur um það orð, sem valið verður, mun dregið um verðlaunin milli tillögu- manna. Tillögur skal senda til Fræðsludeildar SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík, og skal merkja um- slögin „nýyrði“. Tillögurnar skulu póstlagðar fyrlr 1. nóvember næstkomandi. Fræösludeild SÍS fáttarvextir Dráttarvextir falla á tekju- og eignaskatt og önnur þinggjöld álögð í Reykjavík 1955, hafi gjöld þessi ekki verið greidd að fullu föstudaginn 7. október n. k. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga, 5. ágúst síðast liðnum. Þetta tekur einnig til skatta, sem teknir eru smám saman af kaupi. Reykjavík, 26. sept. 1955. TOLLST J ÓRASKRIFSTOFAN Arnarhvoli. óskast tH kaups. — Upplýsingar um verð, húsakost og töðufall sendist blaðinu fyrir 15. október merkt „1515“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.