Tíminn - 17.11.1955, Side 4

Tíminn - 17.11.1955, Side 4
TÍMINN, fimmtudagmn 17. nóvember 1955, an háskóla í einu mesta menn ingarríki veraldarinnar er höfundur þessa bæklings, svo að útgefandi verður ekki sak aður um frumhlaup um höf- undarval. Mér er nær að halda, að það sá ekki metnaður einn fyrir hönd nemenda, sem kom ið hefir blaðamanni eða rit- stjóra „Frjálsrar þjóðar“ út á ritvöllinn í sambandi við þetta mál, og mér kæmi ekki á óvart, að rektor hefði veriö fullfijótur á sér að hefja á loft öxi fordæmingarinnar yf ir þessum bæklmgi. — Eg held, að hér séu flutt sann- indi, sem alUr hafa gott af að vjta, og sé það rétt, er þá viturlegt að tala um, að menn séu óvirtir með því að bjóða þeim þau til athugunar? En eins og ég tók fram í viðtalinu við „Tímann“, er það auðvitað á valdi hvers skólastjóra, sem fengið hefir bæklinginn sendan eða mun fá hann, að hafna honum, ef hann hyggur sig „óvirða nemendur sína“ með því að gefa þeim kost á að lesa hann. En meðal annarra orða: Er það óvirðing við nokkurn mann að fá honum tækifæri til þess að öðlast ofurlítið ineiri hlutdeild í sannleikan- um en hann hefir'áður átt? Rektor telur svona bækling handa drykkj umönnum em- um. Ég er honum ósammála um það. Á öll fræðsla um of drykkjuna að vera hulin öll- um nema sérfræðmgum og þeim einum, sem orðnir eru herfang ofdrykkjunnar? Það er nokkuð seint að fræða menn um böl ofdrykkjunnar, þegar þeir eru sjálfir orðnir ofdrykkj umenn. Hver sá kennari, sem lætur sér annt um þjóðfélag sitt og vill vernda nemendur sína fyrir áfengisbölinu, ætti aJð taka bæklingi, eins og þeim, sem hér um ræðir, sem kær- komnu tækifæri til að ræða um þetta vandamál við nem endur sína, þeim tU leiðbein- ingar, með þeirri vinsemd og þeim sfkilnin|ji, sem greiðir viðræðum veg bæði til hjart- ans og heilans. Er það ekki samboðnara kennara en að taka málinu með kulda og kerskni eða algeru skeytmg- arleysi? Mér virðist, að hver sá skólastjóri, sem er bind- indisfrömuður, eins og Alþýðu blaðið kallar rektor, og ég skal ekki draga úr, ætti að taka vel tilraunum ungrar stofnunar til að greiða fyrir áhuga og skilningi ungra menntamanna á hinu mikla viðfangsefni, er hér um ræðú, þó að ófullkomnar kunni að vera í hans augum. Það er von mín að rektor, minn góði vinur og gamli félagi, taki þess um orðum mínum vel. Þau eru ekki sögð til að særa, en það vh ég segja honum, að mér sárnuðu ummæli hans og undirtektir við mál „Frjálsr- ar þjóðar“, en málaflutningur þess blaðs var hvorki réttur, sem fyrr segir, né vinsamleg- ur, og er öðru nær en ég þyk ist hafa til hans unnið. í viðtalinu við rektor lét ég þess getið, að innan skamms myndu verða sendir í skólana tveir bæklingar, annar frá Stórstúkunni um Góðtempl- araregluna og hmn frá áfeng isvarnaráði, og hefir Níels Dungal prófessor samið hann. Titillmn er: „Um áfengi og áhríf þess, sem neytendur og aðrir þurfa að vita.“ Gladdi það mig, að rektor lét í ljós ánægju sína yfir þeirri útgáfu (Framhald á 6. 6lðu.)j Bæklingur um ofdrykkju- vandamálið, er áfengisvarna- ráð gaf út í fyrravetur og sendur var þá öllum áfengis- varnanefndum í landinu til útbýtingar, var þá einnig sendur i æðri skóla og gagn- fræða- og héraðsskóla og svo nú í haust. Heitir þæklingur inn „OFDRYKKJUMENN eru sjúkhngar, sem þjóðfélagið verður að hjálpa“. — Nýlega hóf blaðið „Frjáls þjóð“ á- deilu út af því, að rit þetta hefir verið sent í skólana, og var þar á lofti haldið ummæl um rektors Menntaskólans í Reykjavík, þar sem hann kveður svo að orði, að hann muni ekki „óvirða nemendur sína“ með því að eggja þessi plögg fyrir þá. — Það sem blaðið og rektor finna bæk- lingnum helzt til foráttu eru spurningar þær, sem eru prentaðar á öftustu síðu hans og virðast báðir aðilar álíta, að spurningum þessum sé beint til skólanemenda hér á landi til úrlausnar, eða eins og fram er tekið í blaðinu, cð ætlazt sé fil að nemendcr svarí spurningunum hver fyr ir sig. Eg átti viðtal við rektor og spurði hann þá m. a., hvort hann hefði fengið tilmæli um það að láta nemendur svara þessum spumingum, og kvað hann auðvitað nei við því, en samt lítur út fyrir, eftir um- mælum hans að dæma í blað inu, að hann haldi, að ætlazt hafi verið til þess, og hlaSi'5 fullyrðir það, án þess að nokk ur fótur sé fyrz'r því. Þetta kalla ég vægast sagt nokkuð ógætilega meðferð á sannleik anum. Ef sá sem ritar í blað- ið hefði lesið allan bækling- inn, hefði honum ekki dottið 1 hug að halda því fram, að skólanemendum hér á landi væri ætlað að svara spurn- ingunum, því á bls. 4 er sagt frá því, hvernig á spurning- unum á bls. 12 standi, og varp ar kaflinn á bls. 4 þannig ljósi yfir spurningarnar. Kem ur greinarhöfundurinn upp um sig með þessu, að hann hefir ekki lesið ritling þann, sem hann tekur tU meðferð- ar og dæmir um. — Svo lætur blaðið sig hafa það að full- yrða í undirfyrirsögn, að ís- lenzku skólafólki sé ætlað að svara spurningunum! Þetta er óvandaður málaflutningur. Nú sé það fjarri mér að fyrtast yfir því, þó að em- hverjir séu annarrar skoðun- ar en ég um útgáfu og dreif- ing bæklings þessa. Vitanlega er mönnum frjálst að hafa hverja þá skoðun, sem þeim sýnist um það, en mér virðist réttmætt að krefjast þess af þem, sem eitthvað leggja tU þessa máls eða annarra, hvort sem það eru blöð eða einstaklingar, að þeir fari rétt með staðreyndir. Eins og ég hefi þegar tek- ið fram í viðtali vð blaða- mann, sem var svo kurteis að hafa tal af mér, áður en hann ræddi málið í blaði sínu, lít ég á bæklinginn að- eins sem fræðslurit um of- drykkju-vandamáUð, og mér skilst, að enginn sé óvirtur með því þó honum sé boðm fræðsla um þetta mál, hvort sem hann er nemandi í fram haldsskóla eða annars stað- ar settur í þjóðfélaginu. — Það væri annað mál, ef ein- hver þjösnalegur og ómennt- aður ofstækisseggur væri höf undur ritlingsins. En nú vill svo vel til, að háskólakenn* lari 1 miklu áliti við mikilsvirt og kostaryiur.minna Með því að nota RINSO fáið þér glæstastan árangur. Það er ekki aðeins ódýrara en önnur þvotítaeflni, held(ur þarf1 minna af því. Það hlífir höndum yðar og fer vel með þvottinn, því að hið freyðandi sápulöður hreinsar án þess að n u d d a þurfi þvottinn til skemmda. Skadlaust höndum yðar og þvotti Veggplötur - pilplötur - báru- plötur - pakhellur. - Þrýsti- vatns-pípur, frárennslispípur og tengistykki. Í.-.'.'AS ■. ‘v'.'ív- m m*; Einkaumboð: Mars Tradlng Company, Klapparstíg 20, — Síml 7373 Czechoslovak Ceramics, Prag, Tékkóslóvakíu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.