Tíminn - 27.11.1955, Side 7
871. blað.
TÍMINN, sunnuðagínn 27. nóvember 1955.
7.
Sunnud. 27. név.
"CSaSS:
ERLENT YFIRLIT:
Stevenson hefur kosningabaráttuna
Grnndvöllur sam-
vinnustarfsins
Fyrir rúmxi öld var stofnað
i bæ einum í Bretlandi verzlun
arfélag með sérstöku sniði og
varð það hornsteinn samvinnu
hreyfingarinnar. Stofnendurn
ir voru ekki fullir þrír tugir
manna og stofnféð aðeins eitt
sterUngspund frá hverjum að
ila- En hmir félitlu forvígis-
menn höföu sterka trú á sam-
vinnu og gagnkvæmri hjálp.
Og þeim varð að trú smni.
Þrem aldarfjórðuzigum eftir
að brautryðjendurnir stofn
uðu fyrsta kaupfélagið voru
orðnar tólf milljónir manna
samvinnufélögum og enn
þann dag í dag er samvinnu-
hreyfingin í stöðugum vexti
víða um heim.
Þróún samvmnuhreyfingar
innar hér á landi er með svip
uðum hætti. Jón Sigurðsson
forseti benti íslenzku þjóðinni
á, að ráðið til þess að losna
úr klóm harðdrægra milliliða
væri það, að „heilar sveitir
eða héruð taki sig saman til
verzlunar og kjósi menn til að
standa fyrir kaupum af allra
hendi fyrir sanngjarnlega
þóknun“. Bændurnir í Þingeyj
arsýsiu, sem stofnuðu fyrstir
kaupfélag hér á landi, höfðu
ekki mikið fé milli handa, en
þeir skildu rétt samvinnuhug
sjónina, voru bjartsýnir og
áræðnir og treystu því, að
hver værí að þessu leyti smnar
eigin gæfu smíður.
Og þegar Samband ísl. sam
vmnufélaga var stofnað laust
eftir aldamötin, áttu aðems
fá kaupfélög hlut að því. En
nú er verzlunarfélag í sér-
hverri sýslu landsms aðili að
Sambandmu, svo að það hefir
að baki sér 30 þús. félagsmenn
samvinnufélaganna.
Grundvöllur samvmnu-
starfsms er samvinna fjöl-
margra félagsmanna með lýð-
ræðisskipulagi.
Forstjóri S.Í.S. drap á þetta
mál fyrir skömmu. Honum fór
ust þannig orð:
„Grundvöllur samvinnu-
starfsms byggist á frjálsum
samtökum. Þau eru opm fyr
ir alla og hver félagsmaður
liefir eitt atkvæði og aðems
eitt, á sama hátt og liver sá,
sem náð hefir lögmætum
kosningaaldri og ekki hefzr
gerzt stórbrotlegur við lands
ins lög, heí'ir aðeins eitt at-
kvæði, begar kjósa skal til
Aþingzs- Þetta er það, sem
við í dag köllum lýðræði. Ég
vil sérstaklega benda á, að
sjálft lýðræðisskipulagið
eitt getur ekki tryggt full-
komuV lýðræði í framkvæmd.
Þegnarnir, begar rætt er um
þjóðfélagslýðræði, og félags-
mennirnir, þegar rætt er um
samvinnufélögin, geta því
aðems tryggt lýjðræði í fram
kvæmd, að þeir hver og einn
myndi scr heilbrigða skoðun
á málefnum og neyti at-
kvæðisréttar síns í samræmi
við þær skoðanir. Þar er
vissulega oft vandi á ferð-
um cg bá sérstaklega, þeg-
ar v>ð ræðum um stjórnmál-
in og kosnzngabaráttin-nar
eins og þær eru háðar í dag.
Hið mikla áróðursflóð, sem
því miður alltof oft byggist
ekki á sönnum staðreynd-
um og sannleiksgildi, heldur
meira og mznna á lýðskrumi
Hnim þykir mi laHglíkleííastiu’ til a$ verða forsetaefni demo-
krata, nerna eitthvað komi fyrir við prófkjörin
New York, 20. nóv. |
Þótt forsetakosningar eigi ekki
að fara fram í Bandaríkjunum fyrr
en 'eftir 11% mánuð, verður am-
erískum blöðum stöðugt tíðrœdd-
ara um þær. Þessar umræður hafa
þó aukizt stórlega eftir að Adlai
Stevenson tilkynnti á þriðjudag-
inn var, að hann gæfi kost á sér
sem forsetaefni demokrata.
Stevenson er fyrsti maðurinn,1
sem gefur opinberlega kost á sér
sem forsetaefni við kosningarnar
1956, en fyrir kosningarnar 1952
varð hann seinastur af forsetaefn-
unum til að gefa kost á sér.
Blöðin telja þetta merki þess, að
Stevenson sé nú orðinn ákveðnari
og veraldarvanari eri hann var 1952.
Hann þótti þá helzt til mikið hlé-
drægur og ekki nógu harður bar-
áttumaöur. Framkoma hans er nú
miklu ákveðnari og einbeittari og
tónninn í ræðum hans harðari og
markvissari. Fágun og háttvísi ein-
kennir þó enn ræður hans sem íyrr.
Blöðunum kemur yfirleitt saman
um, að Stevenson hafi valið réttan
tíma til að tilkynná fyrhhugað
framboð sitt. Hann hafi ekki mátt
gera það öllu fyrr, en heldur ekki
draga það öllu lengur. Ef hann
hefði tilkynnt það fyrr, hefði það
borið merki þess, að hann vildi af-
stýra allri samkeppni í flokknum
um framboðið og það hefði getað
mælzt misjafnlega fyrir. Ef hann
hefði dregið það lengm-, hefði það
borið merki um hik, sem hefði
getaö veikt tiltrú til hans. Því er
nefnilega lialdið fram um Steven-
son, að hann sé stundum helzt til
seinn að ákveða sig, því að hann
vilji velta málunum fyrir sér og
skoða þau sem bezt frá öllum hlið-
um. Það dregur hins vegar nokkuð
úr þessari gagnrýni, að svipað er
sagt um Eisenhov/er.
Eina áliættu telja blöðin þó fylgja
því fyrir Stevenson, að hann til-
kynnir framboð sitt svo snemma.
Hér eftir verður honum veitt meiri
athygfi en ella, andstæðingarnir
hafa hann meira undir smásjánni
og meira veður verður gert út af
því, ef honum hlekkist eitthvað á.
Einkum getur vai'ðað miklu fjaúr
Stevenson að halda rétt á spilun-
um fram aö þeim tíma, er próf-
kjörin um forsetaefnin hefjast.
Eins og nii standa sakir, er Stev-
enson talinn langlíklegastur til að
liljóta útnefningu demokrata. Hann
virðist hafa langflesta af forustu-
mönnurn flokksins með sér. Fylgi
hans virðist einnig traust meðal ó-
breyttra flokksmanna og óháðra
kjósenda. í öllum skoðanakönnun-
um að undanförnu hefir hann
reynzt sigurvænlegasta forsetaefni
demokrata. Meðal andstæðinga
hans er yfirleítt talað vel um hann.
Hann er almennt viðurkenndur sem
heiðarlegur maður, réttsýnn og vel
viljaður. Það er og líka viðurkennt
af flestum, að hann sé líklegur til
þess sem forseti að flytja betur
Stevenson.
mál Bandaríkjanna út á vlð en
nokkur maður annar, þegar Eisen-
hower einn er undanskilinn.
Almennt virðist talið, að ekki
komi til greina hjá demokrötum,
nema þrjú forsetaefni að þessu
sinni, eða þeir Stevenson, Kefauv-
er og Harriman. Harriman mun þó
varla koma til greina, nema þeim
Stevenson og Kefauver hlekkist eitt
hvað á og dæmist því úr leik.
Aðalkcppinautur Stevensons hjá
demokrötum er því Kefauver öld-
imgadeildarmaður Hann er vinsæll
maður og nýtur mikils trausts hjá
almenningi. Hann var mjög sigur-
sæll í prófkjörunum 1952, en hann
átti þá heldur ekki í höggi við
neina skæða keppinauta.
Kefauver hefir enn ekki lýst því
formlega yfir, að hann gefi kost á
sér. Hann segist muni segja af cða
á um það um miðjan desember.
Taliö er, að hann hafi fáa af for-
ustumönnum flokksins með sér og
fyrir hann er því ekki annaö aö
gera en að snúa sér beint til kjós-
endanna og reyna að sigra við
prófkjörin, en sérstök prófkjör fara
fram innan flokkanna um forseta-
efnin í nokkrum fylkjum Banda-
ríkjanna eða í tæpum þriðjungi
þeirra. Kefauver mun nú vera að
kynna sér hvernig landið liggur í
þessum fylkjum. Ef honum tmkist
að sigra í sumum þeirra, væri hon-
um það mikill styrkur, en hins
vegar mikill ósigur fyrir Stevenson.
Ólíklegt er samt talið, að Keíauver
hljóti útnefningu á flokksþingi
demokrata vegna þess, hve margir
af foringjunum eru á móti honum.
Hlutur I-Iarimans er hins vegar
líklegur til að koma upp undir
þeim krignumstæðum, að glíman
milli Stevensons og Kefauvers hafi
gert þá báða óvíga. Þess vegna
munu fylgismenn Harrimans nú
hvetja Kefauver til stórræða. Aðrir,
sem vilja afstýra átökum milli Stev-
ensons og Kefauvers, reyna að miðla
málum á þeim grundvelli, að Ke-
fauver verði varaforsetaefni.
Á stórum fundi, sem demokratar
héldu í Chicago í gærkveldi (19.
nóv.), héldu þeir allir ræður, Stev-
enson, Harriman og Kefauver. Bæði
Stevenson og Kefauver deildu þar
hart á ríkisstjórnina, en hins veg-
ar var minni vinstri tónn í ræðum
beggja en búizt hafði verið við. Víst
þykir, að þetta stafi af því, að þeir
telji nú beztan jarðveg í Banda-
ríkjunum fyrir umbótasama milli'-
stefnu. Ræður þeirra bentu a. m. k.
til þess. Annars hefir Stevenson
lofaö að gera nánari grein fyrir
viðhorfum sinum i ræðum, sem
hann heldur á næstunni.
Á áðurnefndum fundi Var Tru-
man fyrrv. forseti mikið hylltur.
Vegur hans virðist nú fara vax-
andi og telja margir, að hann geti
ráðið miklu um það á flokksþing-
inu næsta sumar, hvert forsetaefni
demokrata verður, ef enginn hefir
hreinan meirihluta í byrjun. Blaða
menn, sem vel þekkja til, álita að
undir þeim kringumstæðum muni
Truman velja Stevenson, því að
hann muni telja hann sigurvæn-
legastan, en persónulega muni Tru-
man þó helzt kjósa Hariman. Tru-
man verst allra frétta um það nú,
hverjum hann muni fylgja.
Iljá republikönum kemur það ó-
tvírætt fram, að þeir telja Steven-
son sér hættulegastan af þeim for-
setaefnum demokrata, sem nú er
mest rætt um. Undangengnar skoð
anakannanir benda líka tú þess,
að Stevenson muni sigra öll for-
setaefni republikana, nema Eisen-
hower og Warren.
Það hefir annars gerzt markverð-
ast hjá republikönum að undan-
förnu í sambandi við þessi mál, að
hægri menn flokksins hafa hafizt
handa um undirbúning tii að fá
mann úr sínum hópi útnefndan
sem forsetaefni, ef Eisenhower
dregur sig í hlé. Vafalaust er talið,
aö Knowland öldungadeildarmaður
verði forsetaefni þeirra. Frjálslynd
ari armur flokksins mun á sama
hátt reyna að sameinast um sam-
eiginlegt forsetaefni. Líklegt þykir,
að mjög erfitt verði fyrir republik-
ana að sameinast urn forsetaefni,
ef Eisenhower dregur sig í hlé og
Warren reynist ófáanjegur. Margh'
republikanar munu telja það hyggi
legt til að afstýra vandræðum í
flokknum, að Eisenhower verði
fenginn til að draga sem mest á
langinn að gera uppskátt um það,
hvort hann gefur kost á sér eða
ekki.
Annars telja ýmsir það hagstætt
republikönum, að mikil velmegun
er nú í Bandarikjunum og friðar-
horfur hafa heldur batnað. Það
sé því engan veginn öruggt, að
telja þá dæmda til ósigurs, ef Eis-
enhower dregur sig í hlé.
Þ. Þ.
steypist yfir fólkiff eins og
hellirigning, og það er því
ekki aö ástæöulausu aö fólk
eigi stundum erfztt með að
mynda sér heilbrigða stjórn
málaskoöun“.
En sérhyggjumenn í þjóð-
félaginu, sem háfa hreiðrað
um sig í milliliðastarfseminni,
skelfast, þegar þeir sjá, hve
miklu samtök fjöldans fá ork
að. Þeir og skjólstæðmgar
þeirra halda uppi áróðri gegn
samvinnustarfinu og láta
skrásetja þann boðskap, að nú
þurfi að hnekkja „auðhring"
samvinnumanpa.
Arður af samvinnuverzlun
er félagseign. Honum er ráð-
stafað af fulltrúum félags-
manna. Við val þeirra full-
trúa fer hver félagsmaður
með eitt atkvæði án tilUts til
efnahags.
í ijósi þessara staðreynda á
að vera auðvelt fyrir sérhvern
þegn þjóðfélagsins að meta
rétt geipið um „auðhring“ sam
vinnumanna.
Zorin sendiherra
í Bonn
Bonn, 25. nóv. — Ráðstjórn-
in hefir tilkynnt, að Zorin,
einn af varautanríkisráðherr
um rússnesku stjórnarinnar,
muni verða sendiherra Rússa
í Bonn. Hefir þessi ákvörðun
mælzt misjafnlega fyrir og
þykir sýna takmarkaða hátt
vísi af Rússa hálfu, þar eð
Zorin þessi er einkum fræg-
ur fyrir afskipti sín af mál-
efnum Tékkja um þær mund
ir, er kommúnistar hrifsuðu
völdin þar í landi í sínar
hendur með ofbeldi árið 1948.
Er dómgreind dóms-
fflálaráðherra í
lamasessi?
Hversvegna fer Bjarni
Benediktsson dómsmálaráð-
herra með vitleysur og blekk
ingar , ræðu sem hann flutti
á Varðarfundi og bht er í
blöðum Sjálfstæðisflokksins?
Bjarni er maður greindur og
kyngóður, svo að ekki verður
heimsku kemit um. Líklegasta
tilgátan er sú að hann hafi
selt sál sína Sjálfstæðisflokkn
um og þaðan komi vitleysan.
Það eru sérstaklega tvö
atriði í ræðu ráðherrans, sem
eru gagnrýnisverð. Spjall
hans um kommúnista er að
ýmsu leyti á rökum byggt og
er bezt að láta það hlutlaust.
Bjarni segir að á íslandi
hafi ekki verið milliliðir fyrir
100 árum. Hann talar um er-
lendu kaupmennina eins og
einhverja meinleysingja, sem
ekki komi íslendingum við.
Sannleikurinn er sá, að á
íslandi hafa alltaf þrifist
milliliðir nema e. t. v. á fyrstu
áratugum íslandsbyggðar, er
landnámsmennirr.ir sigldu
sjálfir á skipum sínum í verzl
unarferðum. Frá sjónarmiði
almennings er enginn munur
á því, hverrar þjóðar millilið
urinn er. En frá sjónarmiði
þjóöfélagsins skiptir það
miklu máli. — Þess vegna
hafa leiðandi menn í frelsis-
baráttu þjóðarinnar lagt
megin áherzlu á að gera verzl
unma innlenda og koma
heldur upp innlendri milliliða
starfsemi, en búa við erlent
arðrán eins og var á hinum
erfiðu tímum. Þetta veit ráð-
herrann eins vel og aðrir. Á
tiltölulega stuttum tíma hef-
ir vaxið upp stór stétt heild-
sala og annarra milliliða í
höfuðstaðnum. Og okkar á
milli sagt hr. Bjarni Bene-
diktsson, eru þeir nú óþarf-
lega margir. En það er af
mér að segja að ég vil frjálsa
og heilbrigða verzlun og tel
rétt að lofa þessum mönnum
að lifa og deyja svona eftir
verðleikum. Og ég held að
enginn stjórnmálaflokkur sé
öfundsverður af því að halda
hlýfiskildi yfir þeim og því
síður að eiga tilveru sína
undir þeim. Rétt er að færa
umræður ofurlítið víðar en til
veslings heúdsalanna. Fast-
eignasalar eru líka milliliðir
og eru stundum nefndir húsa
braskarar. Allri kannast við
hrossaprangarana á íslandi.
Það var svipuð þjónusta, sem
þeir veittu eins og fasteigna-
salarnir. Það eru ýmsir fleiri
af þessu tagi, sem óþarfi er
að telja upp.
Samvinnumönnum finnst ó
þarft að ala upp óhófsstétt og
telja ekki vænlegt fyrir fram
farir þjóðarinnar að einstakir
menn geti komist yfir ofmikla
peninga, sem svo er varið
mjög mismunandi eftir því
hvert er innræti hlutaðeig-
enda. •
Þá talar Bjarni um Sam-
band ísl. samvinnufélaga sem
auðhring ásamt undirdeild-
um þess. SÍS hefir engar und
irdeildir, en rekur ýmiskonar
starfsemi fyrir félaga sína,
sem eru kaupfélögin. Sam-
bandið er eign kaupfélaganna.
Kaupfélögin eru engar undir
deildir þess. Hvert kaupfélag
er sjálfstæð stofnun og er
sjálfstæð stofnun og er eign
félagsmannanna, sem ráða
alveg óskorað yfir fram-
Framhald á 10. síðu