Tíminn - 29.11.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.11.1955, Blaðsíða 4
TÍMINN, þriðjudaginn 29. nóvembcr 1955. 272. blað. 4. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Kínversk óperusýnin Stórmerkur leiklistarviðburður Ég minnist ekki að hafa beðið þess með meiri eftir- væntmgu, að tjöldin væru dregin frá sviðinu en á laug- ardaginn, er flokkur frá kiassisku kínversku óper- unni hafði fyrstu sýningu sína í Þjóðleikhúsinu. i Menn geta skrifað langar : .greinar og heilar bækur til j þess að skilgreina spennu og| raunsæi, markmið og tilgangj í leikriti. En enginn geturj skilgreint litbrigði Esjunnarj eða sólarlagið við Faxaflóa.1 Enska skáldið Keats sagði j þau frægu orð: A thmg ofj beaut.v is a jov for ever. Égj hefi aldrei skilið þau betur j en meðan ég horfði á sýningu kínversku óperunnar. Svningin er ein samhljóm- andi fegurð, dansandi, syngj andi, stökkvandi, em sinfón- ía tóna og lita. Sem barn gladdi það auga mitt að horfa á léttar smá- bárur speglast sem gullnar bylgjur á botninum í grunnu vatni. Síðar hefi ég notið þess að horfa á þann ehíf- •græna litbrigðadans sem verðj ur í íslenzkum birkiskógi í s'tinnu roki. Dans 'Kínverjanna minnti mig á þennan litadans ís- lenzkrar náttúru. Stæímgin og léttleikinn minnti mig á svignandi bjarkir. Litauðgin er ólík og skærandi, en sam- hljómur lita og dans minntij mig á hvislandi skóg, þegar þýtur í laufi. Fegurð getur verið margsj konar, tignarleg, blíð, losta- j leg, jafnvel Ijótleikmn geturj verið fagur í ógn sinni. Feg-1 urð hinnar kínversku óperu finnst. mér einkennast af hátt vísi. Sama hvort túlkuð varj lífsgleði eða sorg, hreysti eða grimmdi gaman eða áhyggja. Allt einkenndist af þeirri nærfæmu háttvísi sem ein- kennir góða list. Yfir -sýning unni hvihr sama fagurheiði raunsæisins og finna má í hinum beztu íslendinsasög- um. Hvorki er gengið of langt eða skammt. Allmikið hefir þegar verið skrifað hér í blaðið um kín- verska leiklist, bæði nú viðj komu óperunnar og eins réttj áður en ráðið var, að flokkurl Himnakeisarinn í ævintýrasöngleiknum Róstur í himnahöll leikinn af Wang Chmg-chich. Búíiingar í þessum söngleik eru sérstaklega Iitskrúðugir og grímur fjölbreytUegar. bjóðsögnum. Leiksviðsútbún- iður er ekki annar en ákaf- 'ega litrík tjöld og í sumum sýningunum siriáhlutir svo ~em stóiar eða borð. Annað er gefið í skyn með 'hnis konar táknum og lát- bragðsleik. Eins-og skýrt hef !r verið frá heíir hver litur 'itt að tákra og hver tónteg ■md sína merkmvu. Yun Yen-ming í hlutverki sínu í Vitstola stúlkan eg keisarinn. inn kæmi þingað. Skal ekki endurtekið það, sem þar var sagt. Alls eru sjö sýningar hverju sinni, sem allar byggjast á kínverskum ævintýrum og Þetta gerir að siálfsögðu *v'iklu meirí kröfi"- til ímynd unaraí1,? áhorfandan-s en við úr'n að venjast í leiklist Vestur’anda. . Eftirtektarvert er, hversu mjög fimleikar (akróbatík) setja svip sinn á þessar sýn- ingar. Eru fimi og léttleiki blátt áfram stórkostleg. Má í því sambandi sérstaklega geta sýningarinnar Á kross- götum og Gullfjalli sökkt. Er hópsýningin í lok þess atrið- j is það' glæsilegasta, sem ég I hefi séð þeirrar tegundar. Einhvers staðar las ég það, að ekki væru svo glögg mörk milli kínverskra sorgleika og gamanleika, heldur mættij skúgreina mest af kínversk-1 um leikbókmenntum sem til- \ finningaleiki með lukkuleg um endi. Vert er að benda á bað, að í öllum sýningum kínversku óperunnar er áherzla lögð á j sigur hms góða yfir h’nu illa, j sigur réttlætisins yfir órétt- 1 lætinu. Jafr.framt er þó þessj ari baráttu lýst með barns- legum gáska og léttleika, svo ; að heildaráhrifin verða fyrst og fremst fegurð. Lengi máttu konur ekki leika í Kina og léku þá og raunar enn karlmenn kven- hlutverk. Ekki verður þó séð að þessi venja hafi stuölað að bví, að heildarsvipur sýning- anna verði ruddalegri eða ó- kvenlegri. Mér finnst einmitt hvíla yfir sýningunum óiýs- anlegur biær kvenlegs yndis þokka. Mýktm- og tignin minnir á fagra konu. Af léttri gamansémi og gJettni vil ég sérstaklega geta Haustfljóts. Stórskemmtileg- ur er leikur ferjunfánhsins og frábærlega tekst leikend- unum að líkja eftir hreyfing um vaggandi báts. Leiklist á sér orðið langa sögu meðal hinnar ævafornu menningarbjóðar Kínverja. Það er íslendingum mikill fenerur að Þjóðleikhúsið skuli hafa fengið bennan kínverska óDeruflokk 1 il þess að koma hingað. Hann dregur með vissum hætti tjöldin frá ver- öld, sem til skamms tíma var i vitund þjóðarinnar austan við söl og sunnan við mána. Slíkt víkkar sjónhring þjóð- arinnar, og hið kínver,ska listafólk færir okkur bikar Þalíu barmafullan af fegurð. S. S. Sviðsmynd úr GuIIfjalli sökkt, sem er þáttur úr ævintýrmu Orminuin hvíta. Myndm sýnir Li Chin tung Yun Yen-ming (Orminn hvíta) og Slie-. Chin-chin í hlutverkinn siuuni. Umhverfis jörðina Fér&dftœtiír úr öllum álfum Heti'ús eftir Vigfús Guðmundsson. skiptist í þessa 36 kafla: A Afríkusírönd. 1 Napoli. Pompei skoðuð. Iíomið á Capri. Dvalið í Rómabcrg. Gist í Fiórenz. Staðið við í Milano. Frá Sviss. í Versölum. Frá Hreðavatni til Klettafjalla. í Villta Vestrinu. Elzta byggð íslendinga í Ameríku Ur ríki Mormóna. Saelulandið Kaíifornia. Skroppið til Mexíkó. Dansað á Hawaii. Komið á Suðurhafseyjar. 6 vikur á Nýja-SjáJandi. Feröazt um Astralíu. Norður yfir Indlandshaf. Komið iz'l Asíu. Tlm Rauðahaf og Suezskurð. í spánska Marokkö. Farið sisður í heim. rnagur á Kanaríeyjum. Ðvöl í Höfðaborg. Á Góðnarycnarhöfða. GuIIborgin mikla. Niður í gullnámu. t höfuðstað Eúanna. Komið í lanil Mau Mau. Staldrað yið í Sudan. Ferð jzm Gyðingaland. Að á Kýpur og Miklágarði. Fcrðast um Litlu-Asíu. Pvalið í Apenu. Lengsti kaflinn er frá Nýja Siálandi. í bókarlok er leiðbeiningaþáttur tU manna, sem hafa utanferöir í huga og þá emkum til þeirra, er hyggja á langferðir. Bókin er hátt á 4. hundrað bls. í fremur stóru broti með yfir 60 myndum úr öllum heimsálfum. Aðeins tvær þeirra teknar norðan Alpafjalla. Þessi bók verður mörgum kærkomin VINARGJÖF eínkum. þó þeim, sem hafa útþrá og ferðalöngun. Békatítgáfan Einbúi. VAVMW. v.», .* *.*.*.*» v.*.*.v.%v% Gerist áskrifendur að TÍMANUM Áskriftasími 2323 Leíkarar bínverska óperuflokksins hyllÞr að lok>nni sýningu. yyvvvrJW.w.w.^w^AV^ww//.v.v.v.vw,vi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.