Tíminn - 20.12.1955, Blaðsíða 7
290. blaS.
TÍMNN, þrigjudagmn 20, desembcr 1955.
i*rið>iud. 20. des.
Ríkisútvarpið
25 ára
í dag eru liöin 25 ár síðan
Ríkisútvarpið tók til starfa.
Stofnun ríkisútvarps var
eitt þeirra mörgu umbóta-
mála, sem ríkisstjórn Fram-
sóknarflokksins, er kom til
valda 1927, ákvað að beita sér
fyrif. Áður höfðu verið gerð-
ar hér nokkrar tilraunir til út-
varps af áhugasömum e'nStak
lingum, en ljóst var orðið, að
útvarpsstarfsemi yrði ekki rek
in hér á þeim grundvelli-
Starf þessara brautryðj enda
var eigi að síður merkUegt.
.Ríkisstjórn Framsóknarflokks
ins taldi, að ríkið yrði hér að
hafa. forustuna og taka með
myndarskap á þessu mikla
framtíöarmáli. Á þeim grund
velli voru lögin um Ríkisút-
varpið byggð-
Að ráði Tryggva Þórhalls-
sonar, sem hafði ytfirstjórn
útvarpsmálanna með hönd-
um, var Jónas Þorbergsson,
ritstjóri Tímans, ráðinn fyrsti
útyarpsstjórinn. Því starfi
gegndi hann þangað tU
í janúar 1953, er núv. útvarps
stjóri, Vilhjálmur Þ. Gísla-
son, tók við embœttinu. Þótt
Jónas yrði fyrir miklu aðkasti
sem útvarpsstjóri vegna fyrri
pólítískra afskipta sinna, mun
sagan áreiðanlega fella um
hann þann dóm, að hann
hafi reynzt bæði mikilhæfur
og farsæll brautryðjandi á
þessu sviði. Það var verk hans
fyrst og fremst, að útvarpið
komst á sæmilega traustan
fjárhagslegan grundvöll og
gat því smnt hlutverki sínu
betur en ella. Fyrir atbeina
Jónasar. var farið inn á þá
braut að .afla útvarpinu tekna
með au'glýsinigum, en þeirri
starfsemi hins vegar haldið
innan stóriVm hóílegri tak-
marka en annars staðar, þar
sem sú tekjuöflunarleið hefir
verið farin. Sömu leiðis átti
Jónas hugmyndma að því, að
Viðtækjaverzlunin var tengd
Ríkisútvarpinu og því aflað
tekna á þann hátt. í stuttu
máli má segja, að stjórn Jón_
asar hafi mótazt af miklum
myndarskap og framsýni og
myndi útvarpið vera stórum
færara að annast hið mikil-
væga verkefni sitt, ef öllum
ráðum hans hefði verið fylgt.
Þá ber og að minnast þess
sérstaklega, að Jónas átti
manna mestan þátt í að móta
þær reglur, sem hafa tryggt
hlutleysi útvarpsms.
Ríkisútvarpið verður oft
fyrir meiri og minni gagnrýni.
Óneitanlegt er samt, að það
veitir þjóðinni geysimikla
fræðslu og skemmtun. Sann-
leikurmn er og sá, að þegar
dagskrá ísl. ríkisútvarpsins er
borin saman við útvarpsdag-
skrár annars staðar, t. d- á
Norðurlöndum, þá verður hlut
ur íslenzka útvarpsins hvergi
nærri eins slakur og ætla
mætti af gagnrýhinni. Hifet
er svo annaö mál, að enn
stendur margt tú bóta.
Áhrif og vmsældir útvarps-
ins má vel marka á því, að nú
munu vera nálægt 60 þús- út-
varpstæki í landmu, en þau
voru um 450, þegar Ríkisút-
varpið tók til starfa. Þau heim
ili eru ekki mörg, sem eru án
útvarps.
Þjóðinni er það vissulega
mikilsvert, að vel sé búið að
Ríkisútvarpinu, sem getur
Nýjar bækur á jólamarkaði
Nétt fyrir norðan
Nótt fyrir norðan. Ljóö-j
mæli eftir Pál H. Jónsson,j
kennara á Laugum. Útgef
andi; Bókaútgáfan Norðri-
Þetta er geðfelld bók fyrú-
ljóðavini. Þar er á ferð nýr
höfundur, sem situr skáldfák-
inn prýðilega.
í bókinni er víða óvenjulega
vel á máli haldið í ljóðformi.
Og ekki sparar þetta skáld sér
þá áreynslu að stuðla og ríma-
Kvæði bókarinnar eru að-|
eins 26 að tölu. En þótt kvæðin j
séu ekki fleiri, er efni hennar
fjölbreytt, af því að höfundur_
inn hefir fjölhæfan áhuga og
kann á mörgu skil. Hann er
ekki heldur bundinn við einn
tón, enda söngvinn maður.
Hann flytur minni bæði gamla
tímans og hips nýja. Hann er
sonur sveitanna og ann „gró-
andans litadýrð“; Þess bera
kvæðm ljósan vott. En hann
yrkir líka um „Kvöld í Vonai-
stræt>“ í Reykjavík eða ef ekki
þar, þá hvar sem vera skal.
Lengsta kvæði bókarinnar
er Kaupfélag Þingeyinga 70
ára. Það kvæði er 24 erindi.
Sögulegt ljóð og vel sögð sag_
an. Þar er svo margs minnzt,
að til íþróttar má telja, að
það tekst, án þess að stakkur
hins bundna máls þrengi að
efninu eða spenná stemning-
arinnar lækki, svo vart verðk
Sýnir þetta kvæði greinilega,
hve höfundurmn hefir gott
vald á skáldskaparmáli, að
hann tapar ekki tökum, þótt
hann sé bundinn við að segja
raunhæfá sögu með atburða-
röð og nöfnum manna og
staða. Einnig er kvæðið Aldar-
rnínning íslendings (Stephans
G. Stephanssonar) sams kon-
ar þolraun á hösluðum velli,
og líka vel af hendi leyst- Þetta
eru tvö síðustu erindi kvæðis-
ins:
Þótt þú veldir þér vegi
yfir vestursins fangvíða,
mistraða land,
hvelfdist hugar þíns himinn
yfir hájökla í austri og
Sprengisand,
mitt í niðdimmri, náttkyrrö
barst þér norðlenzku dalanna
elfaríall,
þótt þú Klettafjöll klifir
var þó Kaldbakur íslands þíns
víðsýnis fjall.
Þótt þú værir að verki
sérhvern vinnudag langan
á framandi slóö,
var þín andvaka íslenzk
svo sem eðíi þitt, hjarta þitt,
mál þitt og Ijóð.
„Þó þú lang'förull legðir“
þína leið út í fjarskann,
varð raunin sú:
Það mun aldrei nemn eiga
meh ótvírætt heima á Fróni
en þú.
Þá eru ljóðmyndir, eins og
t- d. Strokuhestur. Það kvæði
er á sínu sviði fullkomlega
sambærilegt við mynd, sem
ber sama nafn eftir málarann
Jón Stefánsson og hefir að"
verðleikum hlotið hrós. Kvæð
ið er að því leyti ítarlegra en
myndín á lérefÞnu, að þar ber
fleira við. OrðUstarmaðurinn
kemur fleiru að en málarinn
handa venjulegum myndskoð
ara. Um það skal hins vegar
ekki dæmt hvor myndin er
fullkomnari.
Höfundur kvæðisins lýsir
því, hvað gerist áður en hest_
Páll H. Jónsson.
urinn grípur stroksprettinn.
Og svo standa myndirnar
hlið við hlið. Mynd málarans
og mynd ljóðskáldsins. Á
mynd málarans er himinn
hrannaður skýium með nUklu
fari — og hesturinn brokkar.
Á mvnd ljóðskáidsins er morg
unsól að rísa — og hesturúm
á stökki:
Morgunröðull roðatjaldi
rennir niður austurbrekkur,
ört á flótta undan hrekkur
ungrar júlínætur húm;
auður hagi — enginn hestur;
örlög toga langt í vestur;
undir heitum hófum brennur
hraun og möl og eyðisandur,
eins og þjóti eldibrandur
eúin á harðastökki rennur
eirðarlaus,
eirðarlaus.
Fyrú’ árl eða þar um b»l las
Páll H- Jónsson upp í útvarpi
kvæðið ViJ skólalok ásamt
fleiri ljóðum eftir sig. Kvæði
þetta er nútiðarmynd af skóla
lifi. Minnist. ég þess, að fyrir
þetta kvæði, sem nú er birt í
Nóft fyr'r ?2orðan,hlaut hann
sérstakt lof.
Vissulega er kvæðíð liðlegt
og skemmtilegt. í því mun
skólaíólk sjá mynd sína og
finna hve kennari getur „verið
með á öllum nótum“, þótt
hann láti að sjálfsögðu tak-
markað á því bera í skólanum.
En þó að kvæðið sé gott og
um áður ókveðið efni, þá
finnst mér í þessu kvæði að
óþörfu slegið með sláttulagi
verið eitt fjöregg menningar
hennar og sjálfstæðis, ef rétt
er á haldið. Framundan biða
mörg fjárfrek verkefni, sem
krefjast skjótrar úrlausnar.
Reisa þarf fleiri endurvarps-
stöðvar, svo að allir lands-
menn geti auðveldlega notið
útvarpsins. Hefjast þarf
handa um byggingu vandaðs
útvarpshúss, því að án þess
verður óhjákvæmilegum
tæknikröfum ekki fullnægt.
Æskilegt er, að útvarpið geti
brátt haft tvöfalda dagskrá,
svo að hlustendur geti vahð
um útvarþsefni. Síðast, en
ekki sízt, ber svo að nefna
það, að fyrr en varir hlýtur
að koma að þvi, að hafizt verði
handa um íslenzkt sjónvarp,
sem að sjálfsögðu verður á
vegum Ríkisútvarpsins.
Ef Ríkisútvarpið á að geta
rækt vel verkefni sút á kom-
andi árum, þarf það á miklu
fé að halda og góðum stuðn-
ingi ríkisvaldsins. Það er líka
þjóðinni sjálfri verst, ef of-
mikil íhaldssemi er látin
hindra eðlUega þróun þessarar
mikilvægu stofnunar. eins og
því miður hefir birzt í því, að
bygging útvarpshússins er
stöðvuð meðan leyfðar eru
hvers konar óhófsbyggingar.
Tómasar Guðmundssonar.
Enginn á að vísu sláttulag sem
einkaeign, en góður sláttu-
maður, — eins og Páll H. Jóns
son sýnir í Nótt fyr>r norðan,
að hann er á þessu engi, —
sneiðir hjá því að trufla áhorf
andann með því að líkjast
öðrum á teignum.
Ekki hefi ég tekið efth, að
í bókinni sé annaö kvæði, sem
að verði fundið á þennan hátt,
ef hægt er þá að kalla þetta
aðfinnslu.
Loks vil ég svo benda á
kvæðin, sem höfundurinn yrk
ir sér efnið í, ef svo mætti að
orði komast. Skapar efnið
jafnframt búningi þess. Til-
efnið máske ems og sandkorn
ið, sem perlan í skebnni mynd
ast utan um. Til þeirra kvæða
má t. d. telja-’
Vakað um nótt.
Ég finn svo vel að fyrbr
handan þilið
er falleg lítil stofa móti vestri
með hvítri sæng og bleikri
blæju festri
í bylgjum fyrir gluggann —
og fæ skilið,
að einnig þar er óró kvöldsms
flúin
og öttublámans vængir
þiljum skýla,
og þessi undurmjúka,
hvíta hvíla —
já, hverjum skyldi hún annars
vera búin?
Þei — þeþ ég heyri að fótur
fluttur er
um fjalagólfið, sæng er lyft
til baka
og lagzt til svefns. — Ég heyri
1 '|_I) II! ^ arta Slá'
Ef til vill dvelur einhver þar
sem hér
einmana gestur dæmdur til
að vaka
og hlusta um nótt á lífið
líða hjá.1
Svona geta aðeins skáld
kveðið — og ekki nema sum.
Veízlulok er kvæði í flokki
síðast nefndu Ijóðanna:
Veizlan er búin og klukkan er
tólf að kveldi,
ég kvaddi minn síðasta gest,
myrkriö og haustnóttin
hurðina að stöfunum felldi
og harðlega synjaði um frest;
stofan, sem áður var setm
og hljómaði af hlátri
er hljóð eins og gröfin köld,
rúðurnar stara ems og
fjandmenn úr fyrirsátri
í felum við gluggans tjöld.
Aleinn við borðið mitt sit ég
með hálflukta hvarma
og hönd undir fölri kmn;
bergmál af ómstríðu söngljóði
saknaðar harma
fer sífellt um huga minn;
augnakast handan frá
hornstólnum út við gluggann,
sem hitað var leyndri glóð,
játning sem flýði í felur við
næturskuggann
sló funa í mitt veika blóð.
Veizlan er búin, og vaka um
haustdimmar nætur
eins vís er og morgunn
og kvöld.
Reynitréð stynur og regnið
á mölmni grætur,
hver rós drúpir sárvot og köld-
Hjarta mitt væntir þess
undurs er aldrei skeður
í einmana, sjúkri þrá.
Helmingur lífsins er hungur
sem ekkert seður,
hitt er eftirsjá.
Steinaldarmenn i Garpa-
gerði, eftir Loft Guðmunds-
son- Bókaverzlun S. Ey-
mundssonar gaf út.
Nýkomin er út bókin Stein-
aldarmenn í Garpagerði, eft-
ir Loft Guðmundsson rithöf-
und. Höfundur hefir margt
vel ritaö áður, þar á meðal
nokkrar unglingabækur, sem
náð hafa miklum vinsældum.
Þessi bók sver sig líka í ætt-
ina og er hin prýðilegasta
barna- og unglingabök. í
henni er sagt frá tveim 14 ára
drengjum, sem leggja úr borg
inni á reiðhjólum sínum og
stefna upp í sveit. Tjalda þeir
síðan í afdal einum og lenda
í ýmsum ævintýrum. Höfund-
ur kann góð skil á hugsunar-
hætti drengja á þessu reki.
Lýsing hans er lifandi og
drengirnir hans persónur,sem
olckur finnst við þekkja. Margt
annað fólk kemur líka við sög
una, sérkennilegt og skemmti
legt. Þórdís gamla og syfju-
legi bóndinn Brynjólfur eru
persónur, sem ekki gleymast
strax.
Málfar höfundar er gott,
ekkert tæpitungu barnamál,
Eg finn, að ég hefði helzt
viljað birta hér öll kvæði bók-
arinnar, þegar ég er farinn að
Loftur Guðmundsson.
heldur venjuleg ómenguö ís-
lenzka. Mér virðist jafnvel að
höfundur geri sér vísvitandi
far um að reyna á xpálkunn-
áttu og orðskilning hinna
ungu lesenda sinna. Er það vel
farið, því að oi’ðfæðin virðist
mér einna alvarlegasta mál-
hrörnunareinkenni hjá mörg-
um börnum þessi síðustu ár
— einkum í bæjunum.
Þessi bók er ekki aðeins góð
dægrastytting fyrir unglinga,
heldur hvetur hún til íhugun-
ar og flytur boðskap um sig-
ur hins góða í manneðlinu. —
Bókavei-zlun Sigf. Eymunds-
sonar h.f. gefur bókina út og
gerir það sómasamlega.
J. P.
skrifa um þau, svo umtalsverð
eru þau öll. En staðar verður
að nema rúmsins vegna.
Mér er kunnugt um, að það
eru aðeins fá ár síðan Páll H.
Jónsson fór að yrkia í bundnu
máli. Þess vegna er mér —
satt að segja — undrunarefni,
að hann kemur fram sem
þjálfað skáld í Nótt fyrir norð-
an. Hann beitir Ijóðmáli af
kunnáttu, villist ekki í vímu
hrifningar og fer ekki ermdis-
leysu í neinu kvæði. Skynsem
in og skáldgáfan eru hvor
annari góðar systur í kvæð-
um hans.
Skáldfákurinn, sem hagar
sér ætíð eftir því, hvernig á
honum er setið, leikur við
tauma hjá Páli H. Jónssyni
og gengur sem góðhestur.
Karl Kristjánsson.