Tíminn - 19.01.1956, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.01.1956, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Útgefandi: Framsóknarflolrkurinn 40. árgangur. Reykjavík, (immtudaginn 19. janúar 1956. 15. blað. Larsen hugsar — Friðrik les Önnur skákin i einvígi Bent Larsen og Friðriks Ólafssonar var tefld í gærkvöldi og er skýrt frá henni á öðrum stað í blaðinu. Hér sjást þeir við taflborðið. Larsen hugsar djúpt, en Friðrik les nýútkomið hefti af Skákblaðinu. — Ljósmynd: Bjarnl. Bjarnleifsson. Skákeinvigiö: Friðrik sigraði Larsen í 31. ieik ÖNNUR EINVÍGISSKÁK þeirra Friðriks Ólafssonar og Bent Larsen var tefld í gærkvöldi og vann Friðrik í 30 leikjum. Friðrik hafði hvítt og lék kóngspeðinu fram, en Larsen valdi sikileyjarvörn, og voru algengir byrj- unarleikir fyrst i stað. Friðrik fékk góða sóknarstöðu upp úr byrjuninni og hóf mikla sókn og braut niður kóngsstöðu Larsen og gaf Daninn skáklna, er mát var óverjandi í 30 leik. Mikill fjöldi áhorfenda var og hylltu þeir Friðrik gifurlega að leikslokum. _______ Skákin hófst í Sjómannaskólan- Framsóknarvist að Hótel Borg 1. febr. Hin vinsæla Framsóknarvist hefir lítið verið spiluð í vetur hér í bænum af Framsóknar- inönnum. Undanfarið hafa marg- ir hringt til skrifstofu flokksins og óskað eftir Framsóknarvist. Eu erfitt hefir verið að fá gott húsrúm, þar til nú að tekizt hefir að fá það bezta, sem til er í Reykjavík. Framsóknarvist verður því að Hótel Borg kvöldið 1. febrúar. Hefir Vigfús dregizt á að stjórna. Má vafalaust búast við fjölmenni og ánægjulegu skemmtikvöldi á Rorginni. 'Jtá imdclutn □ Ólafsfirði, 18. jan. — Mænuveiki varð vart hér fyrir hátiðar og þá vitað um tvö greinileg tilfelli I án lömunsr. Allmargir hafa veikzt en ekki er um lamanir að ræða, og nú er farið aö draga úr lasleikanum. Sundlaugin er samt lokuð enn. □ Akureyri, 17. jan. — Hinn 10. þ. m. lézt Kristján H. Banjamíns- son, hreppstjóri að Yfri-Tjörn- um í Eyjafirði, háaldraður og kunnur héraðshöfðingi. □ Akureyri, 17. jan. — Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar hér var um 182 handtökur að ræða í bænum vegna ölvunar á s. I. ári og um 100 menn sektaðir í þeim málum með réttarsætt. 15 bílstjórar voru sviptir ökuleyfí um klukkan 7,30 í gærkvöldi. Um 400 manns kom til að horfa á keppnina og var það ekki hús- fyllir. Mun nokkru hafa um ráðið að margir ur'ðu frá að hverfa í fyrrakvöld, vegna hinnar miklu aðsóknar. í kvöld munu þeir tefla bið- skákina úr 1. umferð. Sigurskák Friðriks fer hér á eftir: SIKILEYJARVÖRN Ilvítt: Friðrik. Svart: Larsen. Hvítt: Friðrik. Svart: Larsen, 1. e4 c5 2. Rgl—f3 d6 3. d4 c5—d4 4. Rxd4 Rf6 5. Rbl—c3 a7—a6 6. Bfl—c4 Dd8—c7 7. Bc4—b3 e7—e6 (Framh.aid á 7. slðu.) til ameéja vegna ölvunar við akstur, þar af tveir ævilangt. □ Akureyri, 17. jan. — Söfnun Rauða krossins á Akureyri vegna fjölskyldu bóndans, sem fórst í snjóflóðl í Skíðadal í vet- ur nam alls 111 þús. kr. □ Akureyri, 17. jan. — Tamninga- skóli hestamannafélagsins Léttis á Akureyri er nú tekinn til starfa að venju, og veitir Þor- steinn Jónsson honum forstöðu. □ Húsavík, 18. jan. — Héðan munu fimm bátar fara á vertíð suður og eru þrír farnir, Hagbarður, Helgi Flóventsson, Stefán Þór og Smári er syðra, og er verið að setja í hann nýja vél. Nýr bátur, Pétur Jónsson, mun fara síðar. Afengisneyzla hér hefir farið minnkandi síðustu 10 árin, er nú 1,46 lítrar á mann r Afengissalan óx um 6% að krónutölu s.I. ár og nam 89,3 millj. kr. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið frá Áfengisverzlun ríkisins um áfengissöluna s. 1. ár og áfengis- neyzlu landsmanna síðustu árin, nam salan árið 1955 um 89,3 millj. kr. Áfengisneyzla landsmanna hefir farið minnk- andí síðustu arin allt frá 1946, á mann. S. 1. ár nam áfengissalan sem hér. segir, talið í þúsundum kr.: 1954 1955 Reykjavík kr. 76891 kr. 81.571 Seyðisfjörður — 1.899 — 2.099 Siglufiörður — 5.022 — 5.598 Akureyri — 384 — Kr. 84.197 kr. 8^.268 Útsölunni á Akureyri var lokað 9. janúar 1954 Áfengisneyzlan minnkar. Afenginseyzla, umreiknuð í 100% spírituslítra á íbúa, komst hæst 1946,_var þá 2 lítrar. 19,7 1.940 lítrar 1948 1.887 — 1949 1.612 — 1950 1.473 — 1951 1.345 — 1952 1.469 — 1953 ....... 1.469 — 1954 1.574 — 1955 1.466 t er hún náði hámarki, 2 lítrum Samkvæmt þessu hefir áfengis- neyzla á íbúa lækkað sem nemur 108 gr. af hreinum vínanda árið 1955. Hækkaði um 6%. Hins vegar hefir sala að krónu- tali hækkað: f og frá Reykjavík um 6,1% í og frá Seyðisfirði um 10,5% í og frá Siglufirði um 11,5% Þar eð á þessu ári var engin sala frá Akureyri, nemur heildarhækk- unin þó aðeins 6%.: Þá er þess að geta, að um miðjan maí varð allveruleg hækkun á sölu- verði áfengis. Frá aðalskrifstofu Á.V.R. í Rvík voru afgreiddar póstkröfur: 1954 sem næst 10 þús. Kr. 5.286.000 1955 sem næst 13.950. Kr. 10.129.000 Meðan á verkfalli stóð, um sex vikna skeið, og lokaðar voru vín- búðir í Reykjavík, voru póstkröfu- afgreiðslur mikið umfram venju. 'BUC' ..jí-i- Akureyrarbær heiðr- ar Friðrik Ólafsson Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í fyrradag einróma að heiðra Friðrik Ólafs- son, skákmeistara, með fimm þús. króna gjöf úr bæjarsjóði. Fulltrú ar þriggja flokka í bæjarstjórn fluttu tillöguna, þeir Þorsteinn M. Jónsson, Steindór Steindórs- son og Jón Solnes. 9 9 Ollum bílum fært fyrir Hvalfjörð Vegurinn fyrir Hvalfjörð er nú vel fær öllum bílum, enda þótt talsverður snjór sé víða. Ekki he£ ir snjóað síðustu dægrin og braut in orðin vel troðin. Færð er einn ig góð á flestum leiðum í Borgar- *• firði og vestur um Mýraýsslu, en snjór er víða allmikill í uppsveit- um Borgarfjarðar. y Sambandsskip flytur vörur frá Reykjavík Litprentaðar myndasögur gefnar út handa ísl. bornum Erlent fyrirtæki, sem undanfarin ár hefir gefið út vinsæl myndablöð fyrir börn í mörgum löndum, hefir nú hafið út- gáfu með íslenzkum texta fyrir íslenzk börn og ér fyrsta myndasagan komin út. Er það Lísa í Undralandi. Er fram- vegis von á tveimur myndaheftum í rnánuði hverjum. Hafa erlend myndablöð af svip uðu tagi mikið verið keypt og skoð uð af íslenzkum börnum og margt misjafnt að gæðum sem þannig hefir borizt í hendur bar,na. Þær myndasögur sem hér er um að ræða virðast hins vegar vera börnum saklaus lestur og sumt jafnvei hollur lestur. Það er Guðmundur Karlsson, sem stofnað hefir til þessarar ís- lenzku útgáfu. Þýðir hann texta og skrifar sjálfur með fallegri hönd inn á frumeintak mynda- síðnanna, sem síðan er Ijósprentað í Danmörku í öllum regnbogans litum. Eru um 300 litmyndir í hverju myndahefti sem kostar 10 krónur. Er fyrsta heftið komið í bökabúðir, en næsta saga, sein heit ir Ferðin til tunglsins, kemur um mánaðamótin. til Þorlákshafnar Eitt af Sambandsskipunum, Arn arfell, lét úr höfn í Reykjavík í gærkvöldi og hélt til Þorlákshafn- ar. Er skipið væntanlegt þangað með morgninum til þess að leggja þar á land meðal annars um 200 lestir af fóðurvörum. — Eru mik- il þægindi þegar orðin að Þorláks hafnarhöfninni fyrir Suðurlands- undirlendið, ekki sízt þegar svo stendur á um flutninga, sem nú, að erfitt er að komast yfir fjal- végina. Er þýðing hafnarinnar þó ekki minni, þegar almennar sigl- ingar fara að hefjast þangað beint, eins og Sambandskipin hafa gert nokkuð að og vel tekizt þrátt fyr- ir erfiðar aðstæður. Fannfergi í Ólafsfirði — stórsjór heftir bátaferðir Frá fréttaritara Tímans í Ólafsfirði. Hér hefir verið versta veður flesta daga síðan 10. janúar, en þá gerði norðaustan garð, og gerði slíkan stórsjó, að flóa- báturinn Drangur komst ekki til Siglufjarðar. k‘ Stjórnmálanámskeið á Akureyri Frá fréttaritara Tímans á Akureyri . Framsóknarfélag Akureyrar hcf ir nú ákveðið að gangast fyrir stjórnmálanámskeiði á Akureyri bráðlega, og væri gott að þeir, sem hafa hug á að taka þátt í því úr nágrannahéruðum, gæfu sig fram sem fyrst. Komst hann ekki þangað fyrr en á fimmtudaginn í vikunni sem leið, og varð þá að fara hjá Óafs- firði. Á laugardaginn létti nokkuð veðrið og dró heldur úr sjó, svo að Drangur komst til baka með viðkómu hér. Bátar á suðurleið. Vélbátarnir Einar Þveræingur og Sævaldur höfðu verið á Akur- eyri áður en garðinn gerði að búa sig til suðurferðar, en komust ekki heim fyrr en á laugardaginn til þess að taka þar útbúnað sinn og vistir á Suðurlandsvertíð. Stígandi fór suður í vikunni sem leið og er nú kominn til Keflavíkur. í gær héldu Einar Þveræingur og Sævaldur til Akureyrar vegna veðurs hér og munu þeir síðaa halda suður þaðan von bráðar. t Algert atvinnuleysi er nú hér og bíður margt fólk þess að vertíð hefjist á Suðurlandi og mun þá fara þangað til vinnu. Mikið fannfergi er nú komið hér og ófært bílum um sveitina, en bærinn hefir til þessa haft næga mjólk, sem flutt er hingað á sleð- um. BS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.