Tíminn - 19.01.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.01.1956, Blaðsíða 5
15. bláð. TÍMINN, fimmtudaginn 19. janúar 1956. 5 [ Fimmtud. 19. jan. 33 íbúðir Morgunblaði'ð þykist nú hafa fcngið óyggjandi sönnun fyrir því, að það sé rangt hjá Tímanum að rýmkun sú, sem var gerð á fjár- festingáreftirlitinu við stjórnar- skiptin 1953, hafi átt meginþátt í ofþenslu þeirri og verðbólgu, sem nú ógnár efnahagslífi þjóðarinnar. Þessi sönnun Mbl. er mjög ein- föld. Það hefir snúið sér til Inn- fiutningsskrifstofunnar og fengið upplýst þar, að ekki hafi verið leyft að byggja á síðast liðnu ári, nema 33 stóríbúðir eða íbúðir, sem eru stærri en 520 rúmmetrar, en það er hámarksstærð þeirra íbúða, sem byggja má án leyía. Mbl ályktar svo af þessu: Þarna sjáið þið, hve fjarstætt það er, að bygging stóríbúða eða önnur rýmkun á fjárfestingareftirlitinu, sem gerð var 1953, valdi ofþensl- unni. Ekki geta 33 stóríbúðir verið orsök hennar. Sjaldan hefir blekkingaiðja Mbl. verið öllu augljósari en í þeirri málfærslu þess, sem rakin er hér að framan Þeir Reykvíkingar, sem hafa byggt stóríbúðir síðan 1953, liafa undantekningarlítið gert það, án þess að sækja um fjárfestingar- leyfi. Það hafa ekki nema þeir strangheiðarlegustu gert, enda segir Mbl. að meðal þeirra sé að finná ýmsa andstæðinga Sjálf- stæðisflókksins. Allir binir mörgu, sem hafa byggt stóríbúð- ir, hafa valið þá krókaleið að lát- ast vera að byggja tvær eða þrjár hóflegar íbúðir, sem heim- ilt er að byggja leyfislaust, en breytt þeim svo í eina íbúð á eftir. Þannig hafa fjölmargar stóríbúðir verið byggðar leyfis- laust á undanförnum árum. Tal- an 33 segir því ekkert til um tölu þeirra stóríbúða, sem byggðar hafa verið á undanförnum árum, heláur aðeins það eitt, að 33 menn hafa kosið að fara hina lög legu leið að fá leyfi fyrir bygg- ingunni. Hinir hafa valið króka- leiðina.| • Þessi krókaleið var sköpuð með þeirri rýmkun á fjárfestingar- eftirlitinu, sem Sjálfstæðismenn komu fram 1953. Áður gat enginn byggt leyfislaust, nema eina íbúð aí takmarkaðri stærð til eigin þarfa. Rýmkunin var hins vegar fólgin í því, að hámarksstærð þeirra íbúða, sem byggja mátti leyfislaust, var hækkuð og að hver og einn mátti byggja eins margar íbúðir og hann lysti. Þannig var það gert auðvelt að byggja stór- íbúðir leyfislaust, eins og lýst er þér að framan Það er.u fleiri, sem hafa not- fært séf framangreinda krókaleið, en þéir, sem hafa verið að byggja stóríbúðir. Mikið af skrifstofuhús- næði hefir verið byggt á þennan hátt. Meun hafa látizt vera að byggja íbúðarhús, en öll sólar- merki benda til þess, að þeim eigi að breyta í skrifstofur. Gleggsta dæmið um þetta er smáíbúða- liverfið, sem nú er verið að byggja ofan á Morgunblaðshöllina. Það er alveg vafalaust, að aðstandend- ur Mbl ætla að breyta þessu hús- næði í skrifstofur fyrr en varir. Til þess að gefa Mbl. og öðr- um þeim, sem hér um ræðir, tækifæri til að sanna, að þeir séu hafðir fyrir rangri sök, býður Tíminn hér með Morgunblaðinu samstarf uiii, að þessi blöð beiti sér fyrir því, að sett verði í lög, að því húsnæði, sem byggt hefir verið að undanförnu sem íbúð- arhúsnæði, megi ekki breyta í skrifstofur meðan skortur sé á íbúðarhúsnæði í bænum. Slík lagasetning væri vissulega bæði sanngjörn og eðlileg, og ekki ó- hagstæð öðrum en þeim, sem hafa ætlað sér að fara í kringum rcglur f járfestingarhamlanna Henry Ford — bílakóngurinn, sem breytti þjóðlífi Bandaríkjamanna Mörkuðu launakerfi hans og framieiðsluaðferðir engu minni t(ma> mót í sögu Bandaríkjanna en októberbyltingin í sögu Sovétríkjanna? Grein þessi, er fjallar um hið mjög svo merka starf bílakóngsins Henry Fords, og áhrif þau, er það hafði á allt líf og hætti almenn- ings í Bandaríkjunum, birtist fyrir nokkru í norska blaðinu Aften- posten. Greinin var rituð fyrir blaðið af dr. Gunnar Leistikow. | í bók sinni „Inside U. S. A.“! telur hinn þekkti bandaríski blaða maður, John Gunther, að ársins 1914 muni minnzt í sögunni aðal- lega vegna tveggja atburða. Það ár brauzt fyrri heimstyrjöldin út, | og á því ári hækkaði Henry Ford laun verkamanna sinna svo að segja á hverjum degi. John Gunth 1 || er er ekki viss um fyrir hvort! þessara atriða ársins muni lengur minnzt. Þessi umsögn blaðamannsins kemur náttúrlega dálítið spánskt fyrir sjónir, en á hinn bóginn er ekkert vafamál, að umræddar að- gerðir Fords mörkuðu tímamót í sögu Bandaríkjanna. Gamli mað- urinn, sem leigði glæpamenn til þess að slá niður verkfallsverði, og stuðlaði með fjárframlögum að miklum blaðadeilum, myndi vafa laust snúa sér við í gröf sinni, ef hann vissi, að hann yrði nokkurn tíma nefndur byltingamaður. A. m. k. fór hann eitt sinn í mál við blaðið Chicago Tribune, fyrir að það hafði kallað hann stjórnleys- ingja (hann fékk sex sent í skaða- bætur). En það breytir ekki því, að aðgerðir hans í launamálum voru undirrót þeirrar þróunar, er haft hefir jafnvel meiri áhrif á bandarískt þjóðlíf, en októberbylt ingin á hið rússneska. En þetta var ekki í fyrsta sinn, sem Ford hafði stuðlað að mark- verðum breytingum. Árið 1908 datt honum í hug, að gera bif- reiðina, sem fram til þess tíma hafði verið leikfang fyrir auðuga menn, að farartæki fyrir alþýðu manna. Hann hóf framleiðslu á mjög sterkri og einfaldri gerð bif reiða, T-gerðinni frægu. Jafn- framt því sem sala þessarar gerð ar fór vaxandi, lækkaði hann verð ið — frá 950 dölum árið 1909 nið ur í 360 dali árið 1924 — til þess að gera fleirum kleift að kaupa. Árið 1913 varð hann fyrsti fram- leiðandi heimsins til að hefja fjöldaframleiðslu, og tók þá í notk un færibandið við bifreiðafram- leiðsluna. Þetta gerði honum kleift að selja framleiðslu sína mun 6- dýrari en keppinautar hans gátu gert. Nú var Ford kominn með fram- leiðsluvöru, sem hann gat fram- leitt í stórum stíl og selt ódýrt. Næsta vandamálið var þá að afla markaða fyrir vöruna. Það var með þetta 1 huga, sem Ford lýsti þ:ú yfir, að hann myndi eftirleiðis greiða verkamönnum sínum 5 doilara fyrir hvern átta stunda vinnudag, í stað 2,40 dali fyrir níu stunda dag. Á þeim tíma gerði Henry Ford sér ekki grein fyrir, hver áhrif þessi launahækkun átti eftir að hafa í bandarísku þjóðlífi. Það H E N R Y sem fyrir honum vakti, var að gera verkamönnum sínum kleift, að verða sjálfir aðnjótandi fram- leiðslunnar. Þeir myndu, eins og annað fólk, hafa mikil not fyrir farartæki, sem flytvi þá á skömm- um tíma í vinnu sína, og út um sveitir á sunnudögum. Og árangur þessa tiltækis kom fljótt í ljós. Þegar árið 1915 hafði hann byggt og selt eina milljón bifreiða. Þetta varð keppinautum hans, sem áður höfðu brosað að uppá- tækjum hans, ærið umhugsunar- efni. Það leið skammur tími þar til þeir voru farnir að notfæra sér hugmyndir hans, og brátt voru þær viðurkenndar um allt landið. Sá bandaríski framleiðandi fyrir- finnst ekki, sem neitar því, að kaupgreiðslur eigi stöðugt að fara hækkandi og haldast í hendur við hækkun á verðlaginu. Því meiri, sem framleiðslan verður á ein- hverri vöru, því ódýrari verður hver eining hennar, og þvi hærri, sem launin eru, því meira geta menn keypt. Hún er óendanleg, þessi „regla fjöldaframleiðslunn- ar“, eins og hún hefir verið nefnd, og henni er hægt að beita til að auka kaupmáttinn, og þar með söluna. Hækkandi laun ger'ðu einnig það að verkum, að nú borgaði sig að taka vélarnar æ meir í notk- un, þar sem það á annað borð var mögulegt. Framleiðendur reyna líka stöðugt að endurbæta skipulag vinnunnar, og stærstu verksmiðjur hafa í því skyni starf andi sérfræðinga. Afleiðingin er sú, að framleiðslugetan fer stöð- ugt vaxandi. í skýrslu, sem nýlega var út gefin, voru birtir útreikn- ingar, sem sýna fram á, að heild- artala framleiddra vara var 25 sinnum hærri ári'ð 1950 en hún var árið 1850, enda þótt verka- mennirnir væru aðeins 8 sinnum fleiri. Þegar þess er einnig gætt, að vinnutíminn er einum þriðja styttri, eða meir, er hægt að ganga út frá því, að árangur vinnunnar er sex sinnum meiri en hann var fyrir 100 árum. Það er vélamenn- ingunni að þakka, að nú getur einn maður fullkomnað það á 40 «i«ndum, sem tók 3 menn 70 Tíminn treystir því, að Mbl. svari þessu samvinnutilboði hans fljótt og afdráttarlaust, svo að þessi blöð geti sem fyrst hafið umrætt samstarf, ef Mbl skorast ekki undan því. Það, sem hér hefir verið rakið, sýnir það vissulega ótvírætt, að hin mikla ofþensla rekur rætur sínar fyrst og fremst til rýmkun- ar þeirrar, sem var gerð á fjár- festingareftirlitinu 1953. Vegna þess hefir verið byggt miklu meira af stóríbúðum og skrifstofuhús- næði en ella. Án þessarar bygg- ingarstarfsemi hefði sennilega stundir að gera á miðri seinustu öld. Ford hefir ekki aðeins innleitt þróun, sem „gert hefir Ameríku auouga, með því að gera hina fá- tæku minna fátæka“, eins og Frederick L. Allan kemst að orði í bók sinni „The Big Change“. Með því að gera lúxusfarartækið að almenningseign í svo víðáttu- miklu landi sem Bandaríkin eru, hefir hann bókstaflega haft áhrif á alla landafræði og uppbyggingu landsins. Á nítjándu öld höfðu járnbraut irnar skapað Bandaríki nútímans, með því að tengja mörg minni samfélög saman í volduga þjóð. En járnbrautirnar voru líka tak- markaðar. Alla byggð varð að stað setja rétt hjá járnbrautarteinun- um, eða þeim stað, sem fyrirhug- að var að leggja járnbraut. í þa𠙣uLíf.riæfð„^y=gg.8!;- férðast tTr borganna, “heims’ækja kunningja, útkljá viðskipti eða munað, og með útþenslu borg- anna sköpuðust nýir atvinnumögu- leikar í hinum nýju íbúðarhverf- um. Það var einnig hægt að stað- setja verksmiðjur á öðrum stöð- um en áður hafði verið hægt. Þessi þróun átti sér stað langtum fyrr í Bandaríkjunum en annars staðar í heiminum, og olli þar miklu víðtækari breytingum, eink anlega þegar nýju bílabrautirnar komu til sögunnar, og tengdu nýju hverfin í milljónaborgunum við hin eldri. Bændurnir höfðu einna mestan hagnað af þessari breytingu. Bif- rciðaumferðin gerði það kleift, að rækta frjósamar lendur, sem áður voru of afskekktar. Um leið komu vélarnar til sögunnar í landbún- aðinum, en hesturinn hvarf svo að segja úr sögunni. 60 milljónir ekra, sem áður voru notaðar sem beitiland, voru þannig teknar til ræktunar á matvælum. Vegna alls þessa getur einn bóndi nú framleitt nóg fyrir sjálfan sig og fjórtán aðra menn, en fyrir 50 ár um aðeins fyrir 7 aðra. En um leið hefir þeim, sem búa í sveit- unum fækkað úr 71,5% þjóðarinn ar árið 1870 í aðeins 13% árið 1954. Með véltækninni lauk líka því tímabili einangrunar, sem bænd- urnir höfðu búið við. Nú varð það engum erfiðleikum bundið, að bóla frá járnbrautunum ekki vera meiri en svo, að auðvelt væri fyr- ir einn mann með hest og vagn að fara hana. Þegar farið var að framleiða bifreiðar í stórum stíl, var þess- um hömlum úr vegi rutt. Nú gat byggðin teygt sig yfir allt landið, plógurinn ruddi upp frjósömum lendum, sem áður höfðu verið of afskekktar. Þetta breytti öllum bú skap í landinu. Á öðrum tug þess arar aldar var lagt þjóðveganet, sem tengdi saman byggðir, er áð- ur höfðu ekki haft nein samskipti sín á milli, og stuðlaði þetta að nýjum og víðtækari verzlunarsam böndum. Nýjar starfsgreinar ruddu sér til rúms. í bæjum og utan við þá voru settar upp ben- zínstöðvar og bifreiðaverkstæði.og á óbyg'gðum svæðum þutu veit- ingahúsin og gistihús upp eins og gorkúlur. Útlit stórborganna breyttist og mjög. Nú voru það ekki aðeins auðmennirnir, sem höfðu ráð á að búa í útjöðrum borganna, og ferðast til og frá heimilinu í eig- in vagni og kerru. Strætisvagn- axrnir gerðu það að verkum, að hver sem var gat leyft sér sarna fara í kvikmyndahús. Síðar kom útvarpið, og loks sjónvarpið, og gerðu sitt til að afnema það, sem eftir var af mismun á venjum og hugsanagangi fólksins, sem bjó í sveitunum, og borgarbúanna. — Reynsla þekkts bandarísks tíma- rits fyrir nokkrum árum er ein- kennandi fyrir hina miklu breyt- ingu, sem átt hefir sér stað í þessum efnum. Ritstjórar þess fengu þá hugmynd, að láta taka saman myndskreyttar greinar um líf og starf nútíma bændafjöl- skyldu. En ritstjórarnir urðu að hætta við þessa hugmynd sína. Það kom nefnilega í ljós, að mun urinn á lífsháttum venjulegrar bændafjölskyldu og miðstéttar borgarfjölskyldu var allt of lítill, til þess að hægt væri að byggja upp greinarílokk um það efni. Þa'ð er varla of mikið að segja, að þeir, sem búa í sveilunum séu varla bændur í hinni gömlu merk- ingu þess orðs, heldur ósköp venju legt miðstéttarfólk — og oft tals- vert efnað. Það er jafnvel freist- andi að nefna sveitafólkið borg- arbúa, sem búa úti á landi og starfa þar. Af mæliskveðja verið hægt að komast hjá ofþensl- unni eða hún ekki orðið eins til- finnanleg og raun ber vitni um. Af þessu sýpur nú þjóðin seyðið. Gróðamennirnir, sem ráða Sjálf- stæðisflokknum, vildu fá að byggja stórar íbúðir, skx’ifstofuhúsnæði og íbúðir til að selja og leigja. Milli- liðirnir, sem græða á vex-ðbólgu, voru og síður en svo andstæðir of- þenslunni. Þess vegna var hún knúin fram. Kommúnistar gripu svo fljótt tækifærið, sem hún veitti þeirn, til verkfalla og kauphækk- ana. Þess vegna stendur ríkisstjórn in í dag ráðalítil frammi fyrir þeim vanda, að vélbátaflotinn er stöðvaður og fjárlögin óafgreidd. Gamla konan fékk ábyrgðarbréf á gamlársdag. Nú, einhver liefir munað eftir afmælinu mínu á morgun, hugsaði hún og opnaði bréfið. — Vonbrigðin voru sár og mikil. — Afmælisgjöf var það ekki, heldur eftirfarandi bréf: „Skrifstofa borgarfógeta Skattheimta Nýja Arnarhvoli. Með því að þér skuldið enn eftirtalin gjöld, hefir tollstjórinn í Reykjavík krafizt þess, að gert verði hið fyrsta lögtak hjá yður til tryggingar greiðslu gjaldanna sem eru: Þinggjald nr. 1969 1955 kr. 23,00 — nr. 1938 1954 kr. 16,00 Dráttarvextir kr. 2,00 Samtals kr. 41,00 auk áfallandi dráttarvaxta og kostn aðar við lögtakið og eftirfarandi uppboð, ef til kemur. Með tilvísun til framanritaðs og skv. heimild í 7. gr. laga nr. 29, 16. des. 1885, sbr. 2. gr. laga nr. 108, 28. des. 1950, ákveður fógeti hér með að byrja lögtaksgerðina til tryggingar fx’amangreindum gjöldum í ski’ifstofu sinni og stefn ist yður hérmeð, að viðlagðri á- byi’gð að lögum, til að mæta á 3. hæð í Nýja Arnarhvoli, herbergi nr. 11, sem fyrst og í síðasta lagi 8. nóvember n. k. er gerðin verður tekin fyrir. Reykjavk, 1. nóvenxber 1955. Þar sem kvaðningu þessari hef- ir ekki verið sinnt, verður við- komandi sóttur af lögreglunni, hafi hann ekki mætt fyrir 5.1.’ 56 n. k. Lögreglustjórinn í Rvík, 29.12. ’55. Sigurjón Sigurðsson." Hún kom til mín og sagðist ekki vilja láta lögregluna taka sig — hún vildi ekki láta setja sig í tukt húsið. — Hún sendi strax þessar krónur til Tollstjóraskrifstofunnar, enda þótt hún hefði ekki úr miklu aS spila. — En hún getur ekki skilið, af hverju hún á að greiða skatta — hún á engar eignir og tekjur hefir hún engar, nema ellilifeyri, sem þó hrekkur ekki til fyrir vist gjaldi hennar. — Þeir eru fleiri en þessi hálfní- ræða kona, sem ekki skilja, hvers vegna verið er að elta uppi gam- almenni með hótun um að láta lögregluna sækja það vegna greiðslu á nokkrum krónum — gamalmenni, scm ekkert eiga og engar tekjur hafa, nema ellilaun- in. — Ef þetta eignalausa og fá- tæka fólk á eitthvað að borga — er þá ekki heppilegra að taka þá greiðslu af cllilaununum, eða beint úr bæjarsjóði, heldur en að vera að hrella þessa vesalinga. — Það er nóg fyrir það að vera gjörsam- Iega eignalaust, sjúkt og ellihrumt, þótt ekki sé verið að stimpla það tFramlxald á 6. t!6u»)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.