Tíminn - 03.03.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.03.1956, Blaðsíða 7
TÍMINN, laugardaginn 3. marz 1956. Endursko ííun Almannairygginganna: Hallarekstur útilokaður og nægilegu fé ráðstafað til bóta Réttindi aldraða fólksins ankin - séð fyrir nauSsynlegri ankningu sjóða - daiiðnr bókstafur um heilsugæzlu felluir niSur - Makalaust frpmhlaup Gísia Jónssonar og MorgunhlaSsins Það voru kaldar kveðjur, sem frumvarp ríkisstjórnar- innar um almannatryggingar fékk sl. mánudag hjá fulltrúa Sjálfstæðismanna í félagsmálanefnd efri deildar, Gísla Jóns- syni, þegar frv. var til 1. umræðu í deildinni 28. f. m. Frásögn MbJ. Samkvæmt frásögn Mbl. 28. f. m. er frv. spor afturábak, gamla fólk- ið svipt rétti til ellilífeyris, heilsu- gæzlukaflinn afnuminn og ekkert gert til þess að tryggja fjárhags- lcgan grundvöll Tryggingastofnun- arinnar, nema síður sé. Ræða G. J. liefir nú birzt í Morgunblaðinu, þann 29. f. m. Kennir þar ýmsra grasa, sem of langt mál yrði, ef gera ætti öllu skil. Hér verður vikið að nokkrum þeim atriðum, sem ræðumaður gat um í ræðu sinni og taldi sérstaklega óbóta- vant í frumvarpinu og áður er að vikiði „Ekki sér hann sína menn.... “ Þess er þó rétt að geta, áður en vikið verður að þessum atrið- um, að ádeila sú, sem ræðumaður flutti og beindi einkum að Fram- sóknarmönnum, hlaut einnig að skella á bökum þeirra mjög mætu Sjálfstæðismanna, sem sátu í nefnd inni, nema líta megi svo á, að ræðu maður hafi me'ð einu pennastriki afmáð þetta heiðursfólk úr flokki Sjálfstæðismanna og gefið það Framsóknarflokknum. Sjálfstæðis- mennirnir í nefndinni voru þessir: Frú Auður Auðuns, bæjarstjórnar- forseti, Gunnar J. Möller, hæsta- réttarlögmaður og Kjartan Jó- hannsson, læknir og alþm. Ætla má að Framsóknai-menn myndu fagna slíkum liðsauka. Vegna ræðu G. J. og þá ekki síður vegna frá- sagnar Mbl. af ræðunni, er nauð- synlegt, að það korni skýrt fram, að milli fulltrúa beggja stjórnar- flokkanna náðist samkomulag um frv. í milliþjnganefndinni. Telja verður einnig, að samkomulag liafi fengist við Harald Guðmundsson, forstjóra um frv., að undantckn- um nokkrum atriðum, sem hann hafði sérstöðu um og nánar er greint frá í séráliti lians, sem birt er með athugasemdum við frv. Vitanlega eru ýms álcvæði í írv., sem einstakir nefndarmehn hefðu heldur kosið á annan veg. Þetta mun eiga við um alla nefndar- mennina. Svona er þessu jafnan farið, þegar leitað er samkomu- lags um mál og sú leið ber árangur. Gamla fólkið og skerðingin. G. J. lætur sér alltíðrætt um það að gamla fólkið sé svipt rétti. Breyting sú, sem verður á högum gamla fólksins, ef frv. verður að lögum, er í stuttu máli þessi: Eliiiífeyrir þess hækkar til sam- ræmis við þær hækkanir, sem orc- ið liafa á launum obinberra starfs manna. Ákvæðin um skerðingu eru rýmkuð frá því sem veri'ð hef- ur þannig, að hlutur gamalmenna batnar af þeirri ástæðu. Ellilífeyrir þeirra gamalmenna, sem njóta styrktarfjár t. d. samkv. fjárlögum hækkar verulega.. Hækk un sú, vegna freslunar á cllilíf- eyri, sent nú er, hækkar um 50%. Uppbótin til þeirra, sem mesta þörf hafa á ellilífeyri er hækkuð úr 40% í 100%. Réttur gamla fólks ins er sem sagt aukinn á öllum sviðum frá því, sem verið hefur. Það verður því varla sagt, að undir fyrirsögn Mbl., um að gamla fólkið sé svipt rétti, lýsi sérstakri sann- leiksást. Það kom mjög til álita að fella með öllu niður skerðingu lífeyr- is vegna tekna. Þetta þótti þó eigi fært að svo stöddu. Kostnaðar- auki, sem leitt hefði af þessu, næmi árlega 12—15 millj. króna. Sveitastjórnirnar í landinu voru fremur fráhverfar því, að afnema skerðinguna. í þessu sambandi má geta þess, að þeir sem nú njóta lífeyris hafa engir greitt iðgjöld til almannatrygginganna lengur en 9 ár, auk 10 ára til alþýðutrygging anna gömlu og flestir miklu skem ur. Réttindavinnslutíminn eða ið- gjaldsgreiðslutíminn er samkvæmt lögunum frá 16 ár aldri til 67 ára aldurs eða full 50 ár. Verður því alls eigi sagt að menn eigi rök- studdan rétt til óskerts lífeyris enn sem komið er, hversu sem háttað er ástæðum þeirra að öðru leyti. Hér við bætist, að hæpið er, að enn sé viðunandi séð fyrir þörf- um annarra bótaþega, sem brýnni þörf hafa til aðstoðar en það fólk, sem mikla starfsgetu hefur og tölu verða tekjuöflun, þó eldra sé en 67 ára. Eins og áður segir, taldi milliþinganefndin að öllu þesu at- huguðu ekki ráðlegt, að svo stöddu að afnema skerðingu lífeyris vegna tekna, en lagt var til, að slakað væri nokkuð á ákvæðum þessum. G. J. þarf að hugsa málið betur. í ádeilu sinni viðurkennir G. J. þetta sjónarmið nefndarinnar. Hann segir orðrétt: „------Elli- og örorkulífeyrir lúta hvor um sig algerlega óskyldum lögmálum. Þeg ar bótaþegi hefur t. d. greitt ið- gjald til trygginganna allt sitt líf frá 16 ára aldri til 67 ára, er það ranglæti, að skerða ellilífeyri hans, hvernig svo sem efnahag eða heilsu hans er háttað. Þetta á ekkert skylt við lífeyri öryrkja, sem greiða verður þótt hann hafi lít- ið eða ekkert greitt til trygging- anna, hafi hann t. d. verið öryrki frá fæðingu. „Enginn hefur enn greitt iðgjald til trygginganna allt sitt líf frá 16—67 ára, eða full 50 ár. Ef miðað er við alþýðu- tryggingarnar frá 1936, hafa þeir, sem lengst hafa greitt iðgjöld, aðeins greitt þau í tæplega 20 ár. Af ummælum G. J„ sem hér voru tilfærð má álykta, að það sé ekld ranglæti að skerða lífeyri þess fólks, sem ekki hefir greitt iðgjöld allt tímabilið eða samtals í rúm 50 ár, sbr. einkum ályktun hans um öryrkjana. Þannig er sýnt að gagn- rýni G. J. á skerðingarákvæðum frumvarpsins eru meira gerð af vilja en mætti. Fiárhagsgrundvöllur trygginganna. Þá heldur G. J. því fram, að láðst liafi með frumvarpinu að tryggja fjárhagslegan grundvöll trygginganna og Mbl. skýrir svo frá, að hann hafi sagt, að grund- völlurinn hafi verið skertur. í ræðu sinni verður G. J. alltíðrætt | um það, að Ilermann Jónasson hafi 1946 lagt á það áherzlu, að i tryggja þyrfti þennan grundvöll. I Ilér hafi formaður milliþinga- nefndarinnar algcrlega brugðizt yfirlýstri stefnu H. J. og Fram- sóknarflokksins. Skal nú nokkru nánar athuguð þessi staðhæfing G. J. Sá fjárhagslegi grundvöllur, sem lífeyristryggingarnar hvíla nú á, samkv. lögunum frá 1946 og breyt- ingum, sem gerðar hafa verið á þeim lögum, er þcssi: Ríkissjoður ! greiðir lögákveðna upphæð á ári hverju til trygginganna. Sama gild j ir sveitarfélögin. Atvinnurekcndur greiða ákveðið gjald fyrir hverja vinnuviku og hinir tryggðu greiða árlega lögákveðio .iðgjald til trygg inga. Lög þau, sem nú gilda, veita alls enga tryggingu fyrir því, að fúlga sú, sem þannig verður til, hrökkvi til greiðslu þeirra bóta, sem greiða ber samkvæmt lögun- um. Enn síður er það tryggt, sam- kvæmt núgildandi lögum, að fé verði afgangs, að loknum bóta- greiðslum og greiðslu alls kostn- aðar, til myndunar sjóða. Reynsl- an hefir leitt í ljós, að tryggingarn- ar hafa átt í vök að verjast með fjárhag sinn. Hættan á tckjuhalla hefir verið yfirvofandi. Það hefir verið eitt hið mesta vandamál á ári hverju að koma í veg fyrir þessa þróun. Áföllum hefir að vísu verið afstýrt með aukaframlagi úr ríkissjóði, með hækkuðu framlagi sveitarfélaga og með hækkun ið- gjalda hjá atvinnurekendum og hinum tryggðu. Til þessa hefir þurft lagasetningu á lagasetningu ofan. Alger óvissa hefir ríkt um af- drifin hverju sinni, einmitt vegna þess, að við setningu laganna 1946, láðist að tryggja fjárhags- legan grundvöll trygginganna eins og H. J. og Framsóknarmenn lögðu áherzlu á að þá væri gert. Ákvæði frumvarpsins um fjárhagsgrundvöllinn. Skal nú vikið að ákvæðum frv. um þessi efni. Þessi ákvæði eru í 24. og 25. gr. frv. Fyrri greinin slær þvj föstu, hverjir skuli bera kostnaðinn af lífeyristryggingunum, og í hvaða hlutföllum kostnaðinum skuli skipt milli þeirra. Aðilarnir, sem bera skulu þennan kostnað, eru hinir sömu og nú er. Hlutföllin eru ákveðin sem næst því hlutfalli, sem útreikningar sýna, að verið hafi að meðaltali milli framlaga og iðgjalda, það tímabil, sem lögin hafa verið í gildi. Milliþinganefndin ákvað hlut- föllin í samráði við ríkisstjórnina og er ekki kunnugt, að flokksbræð- (ur G. J. þar, hafi um þctta haft | neina sérstöðu. Það er vitanlega I álitamál hvernig þessi hlutföll skuli ákveðin, og í því efni hafði t.d. Haraldur Guðmundsson sér- stöðu. Hann vildi lækka hluta hinna tryggðu, en hækka hlutföll hinna, ríkissjóðs sveitasjóða og at- vinnurekenda. Höfuðatriðið sem fellst í ákvæð- um frv. er það að öllum kostnaði, sem verður af rekstri trygginganna skal jafnað niður á þá aðila, sem greiða skulu hann í þeim hlutföll- um, sem ákveðið er í frv. Halli get- ur alls enginn orðið á rekstri trygginganna. Að vísu skulu upp- hæðirnar ákveðnar á grundvclli á- ætlunar um útgjöldin. Sú áætlun gæti vissulega orðið of lág. f 25. gr. frv. er svo fyrir mælt, að þegar end anlegt uppgjör heíur farið fram, og í Ijós hefir komið, að eilt af tvennu hcfir skeð, að tekjurnar reyndust ekki nægar fyrir útgjöld- unum, eða ef þær hafa reynzt meiri en útgjöldin, þá skulu framlög hlutaðeigandi aðila þannig ákveðin fyrir næsta ár, að leiðrétt- ing náist. Dæmi fil skýringar. Tökum dæmi. Gerum ráð fyrir, að útgjöldin hafi verið áætluð 150 millj. kr. fyrir árið 1957. Upphæð- in skiptist þá þannig á þátttakend- ur: Ríkissjóður . 33%= 49,5millj. Tryggði greiði 33% = 49,5 — Sveitarsjóðir 19% = 28,5 — Atvinnurek. 15% = 22,5 — Samtals 150 millj.- Þegar reikningslok fyrir árið 1957 hafa farið fram, sem vera skal fyrir 1. júlí 1958, kemur í ljós, að útgjöldin námu 148 millj. króna og framlög hvers þátttökuaðila námu þessum upphæðum: millj. Ríkissjóður greiddi 49,5 Tryggðir greiddu 51,2 Sveitarsjóðir greiddu 28,5 Atvinnurekendur greiddu 21,5 Samtals kr. 150,7 m. Eða 700 þús. kr. umfram tekju- áætiun. Útgjöldin reyndust hinsvegar 2 millj.. kr. lægri en áætlað var. Hin réttu framlög fyrir árið 1957 verða þannig þessi: millj. kr. Ríkissjóður 33% = 48.84 Tryggðir 33% = 48,84 Sveitarsjóðir 19% = 28.12 Atvinnurekendur 15% = 22,2 Samtals 148.0 Umframgreiðslur frá þátttakend um hafa þá orðið þessar: millj. kr. Frá ríkissjóði 0,66 — tryggðum 2,36 — sveitarfélögum 0,38 Hinsvegar hafa greiðslur frá at- vinnurekendum orðið 0,7 millj. kr. lægri en átti að vera. Sé nú að lokum gert ráð fyrir því að áætluð útgjöld fyrir næsta ár séu 154 millj. króna, kæmi í hlut hvers aðila sem hér segir: millj. kr. Ríkissjóður , 50,82 Tryggðir 50,82 Sveitarfélög 29,26 Atvinnurekendur 23,1 Samtals 154.0 Þegar tillit er tekið til þess, sem ofgreitt var og vangreitt síðasta ár, verða framlög og iðgjöld þessa árs eins og hér greinir: Milljónir króna Ríkissjóður 50,82 4- 0,66 = 50,16 Tryggðir 50,82 4- 2,36 = 48,46 Sveitarfélög 29,26 4- 0,38 = 28,88 Atvinnurek. 23,1 + 0,7 = 23,8 Þannig mælir frv. fyrir, að þetta ver'ði leiðrétt frá ári til árs. Leiðrétting getur ekki orðið méð því móti að ganga á tryggingar- sjóðina, þvert á inóti, þátttöku- aðilar bcra hallann í ákveðnum hlutföllum og njóta tekjuafgangs á sama hátt, ef einhver verður. VarasjóSur. Þá er í 25. gr. frv. ákvæði um varasjóðstillag, 2% af áætluðum útgjöldum lífeyristryggingarinnar. Sé heimild þessi notuð, munu sjóð- ir Tryggingastofnunarinnar aukast árlega um allt að 3 míllj. króna. Það, sem fyrir liggur sem stað- reynd samkvæmt frumvarpinu, ef það verður að lögum, er þetta: Hallarekstur stofnunarinnar er afmáður og fyrirbyggður um alla framtíð. Séð er fyrir nægilegu fé til greiðslu bóta og alls kostnað- ar vegna trygginganna í fram- tíðinni. Sjóðum stofnunarinnar er séð fyrir aukningu á ári hverju til varanlegs öryggis fyrir alla þá, sem bóta njóta. Gildi tryggingarsjóða byggist á gildi peninganna. Af því, sem nú var sagt, kemur í ljós að fjárhagslegur grundvöllur trygginganua verður tryggður svo sem frekast er mögulegt, ef frv. þetta verður að lögum. Steingrímur Stcinþórsson, fél- agsmálaráðherra lagði einmitt megin álierzlu á þetta atriði, er 7 hann skipaði nefndina til þess að semja frumvarp þetta. G. J. talar um nauðsyn sjóðs- myndunar og vill þannig tryggja grundvöll trygginganna. Vitanlega er þetta atriði mikilsvert, enda fyr- ir þessu séð í frv. En G. J. gætir þess ekki, að þetta eitt stoðar þó alls ekki og því fer meir að segja víðs fjarri. Til þess að trygginga- kerfi verði byggt á sjóðsmyndun einni, þarf peningagildið að vera stöðugt, þ.e. gildi þeirra peninga, sem bæturnar eru greiddar með oft og einatt áratugum síðar en ið- gjöldin eru greidd, verður að vera hið sama og gildi þeirra peninga, sem iðgjöldin eru greidd með. All- ir vita, að hér á landi eru ekki skilyrði til að halda uppi almenn- um tryggingum eingöngu á þess- um grundvelli. Sjúkrasamlögin og heilsugæzlan. G. J. harmar mjög, að heilsu- gæslukaflinn í núgildandi almanna tryggingalögum, skuli ekki tekinn upp í frv. Telur, að þess í stað sé í frv. gert ráð fyrir heilsugæslu- fúski, sem sjúkrasamlögin eiga að framkvæma. Hér sé stigið stórt spor aftur á bak, þar sem nú sé skyndilega breytt frá þeirri stefnu, sem svo örugglega hafi verið mörk- uð með lögunum frá 1946. Um þetta segir svo í athuga- semdum við frv. m.a.: „Eitt hið þýðingarmesta atriði, sem nefndin hafði til athugunar, var að gera tillögur um tilhögun heilsugæzlunnar framvegis. Nefnd in átti ýtarlegar viðræður við stjórnir Læknafélags íslands og Læknafélag Reykjavíkur um málið. Niðurstaða þeirra viðræðna varð sú, að læknarnir tjáðu sig andvíga því, að sjúkrahjálpin yrði skipu- lögð á þann veg, sem lögin gera ráð fyrir, og töldu heppilegast, að sjúkrasamlögin önnuðust sjúkra- hjálpina með svipuðum hætti og verið hefir. Nefndin Ieitaði álits sveitarstjórnanna um þetta atriði. Svörin voru þannig, að um 30 sveitarstjórnir vildu leggja áherzlu á framkvæmd ákvæða almanna- tryggingalaganna um heilsugæzlu, nær 110 sveitarstjórnir voru á- kvæðunum andvígar, en 25 svör- uðu ekki þessu atriði. Nefndin er þeirrar skoðunar, að mjög yrði torvelt að framkvæma lagafyrirmæli, sem eiga svo litlu fylgi að fagna sem raun virðist vera á um þessi ákvæði, og það því fremur, sem læknarnir, er þessi á- kvæði varða mest, voru þeim einn- ig gersamlega andvígir og töldu þau jafnvel óframkvæmanleg“. hinna, ríkissjóðs, sveitasjóða og at- LITLU ÞARF hér við að bæta. Heilsugæsla hefur um langan ald- ur verið veitt á vegum sjúkrasam- laga og hcfir þótt gefast vel. Slíkt skipulag er í flestum menningar- löndum. Norðurlöndin öll hafa slíka starfsemi. í Bretlandi var hinsvegar tekin upp heilsugæsla með líkum hætti og gert var ráð fyrir, að tekin væri upp hér á landi, skv. III. kafla almanna- tryggingalaganna. Þessi örugga stefna, sem G. J. kallar svo, hefir svo sem kunnugt er aldrei komist í framkvæmd hér á landi, af þeirri einföldu ástæðu, að ákvæðin voru ekki framkvæmanleg. í Bretlandi hefir þessi „örugga" stefna ekki reynst betur en svo, að um hana eru þar mjög skiptar skoðanir. Læknarnir og heilsugæzlan. G. J. ber læknum og stéttar- valdi þeirra illa sögu í þessu efni og telur illa farið, að tillit hafi verið tekið til skoðana þeirra um heilsugæsluna í frv. Þeir eru áreiðanlega fáir,' sem liafa sömu skoðun og G. J. um þetta atriði. Heilsugæsla er fyrst og fremst hlutverk læknanna. Vit anlega bar nefndinni að leita á- lits þeirra um þennan þátt trygg- inganna, eins og nefndin gerði. Það er síður en svo örugg stefna, að skipa smiðnum að nota öxi, þeg- ar honum lætur betur að nota sög- ina. Það er heldur ekki örugg stefna, a'ð skipa vélstjóranum að setja vatn á olíugeymana, þegar hann telur heppilegra að hafa þar olíu. Það var nú einmitt þetta, sem gert var 1946 varðandi heilsugæsl- una. Þa'ð var sett vatn á geymana, enda hefur gangur þessarar heilsu- gæsluvélar G. J. orðið eftir því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.