Tíminn - 03.03.1956, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.03.1956, Blaðsíða 9
TÍMINN, laugardaginn 3. marz 1956. Effir HANS MARTIN 52 gripunum, svaraöi hún: — Uss, þetta gamaldags drasl. Soífía bar nú litla pokann á sér n'ótt og dag. í fangabúðum karlmann- anna sá læknirinn fyrir betra fæði. Þar var útbýtt vítamín töflum, og Walter, sem stund- um gat smyglað inn til sín tóbaki, skipti á því og slíkum töflum. Hann varð horaður og slappur, en fékk enga sjúk- dóma. Þeir höfðu spil og bækur. Og í útvarpinu, sem var falið á góðum stað undir gólfinu, hlustuðu þeir daglega á ástr- ölsku útsendingarnar. Amer- íkumennirnir nálguðust frá einni eynni til annarar. Skyldu þeir ráðast í að frelsa Austur- Indíur, þegar þeir hefðu lokið við Filippseyjar? , Maí og júní liðu. Nú ætti sykurupplskeran að fara að byrja, hugsaði Walter. Hver skyldi nú sjá um að planta á hásléttuna, og hver sá um úppskeruna? Og hvernig skyldi líta út í verksmi'ðjunum, þegar enginn Evrópumaður hafði eftirlit með þeim? Júlí leið. Ameríski flotinn hafði ekki lagt leið sína til Austurindía. Svo féll kjarnorkusprengjan á Hiroshima í ágúst. Þulurinn skýrði frá þvr með óttasleg- inni röddu. — Ein í viðbót, sögðu menn sín á milli — þá gefast Japan- ir upp. Nokkrum dögum seinna féll sú næsta, og lagði Nagasaki í auðn. Einu dægri seinna var skýrt frá því í útvarpinu, að Japanir hefðu gefizt upp. Það var 23. ágúst, 1945. Þennan dag var ekkert nafnakall. Flugvél flaug lágt yfir fangabúðirnar. Hún hafði rauða, hvíta og bláa hringi á vængjunum, og úr henni var varpað niður þúsundum litiiJa miða í sömu litum. „Japanir eru sigraðir — verið hug- hraust“. Nú dönsuðu hinir veiklulegu menn, sungu og veifuðu..Hlið ið stóð opið, verðirnir voru á bak og burt. Innfæddir streymdu inn. A meðal þeirra var mandur-1 inn. Hánn var orðinn gamall og gugginn. Hann beygði sig djúpt með höndina á enninu. — Tabeh, tuan. — Tabéh, manduv. Walter rétti honum höndina. — Get- um við farið til njonja og Marí önnu? — Ég skal vísa yður leiðina. Þegár bréfmiðarnir í holl- ensku litunum svifu niður yf- ir kvennafangelsið, stóðu kon urnar einmitt í röð til þess að ná sér í heitt þvottavatn. Það var enginn til áð hafa eftirlit með eldhúsinu, og skyndilega hrópaði ein kvennanna: — Verðirnir eru farnir, hliðið er opið. Allar lögðu þær frá sér ílát in, og híúþu .út á götuna til hins endurfengna frelsis. Nema Marianna. Hún tók f. s.. s'v:,: .! ý.Lj'J eitt stærsta ílátið, og fyllti það af sjóðandi vatni. Því að í bygg ingunni við hliðina hafði hún komið auga á hermanninn, sem eitt sinn barði hana með svipunni. Hún stóð eins og köttur við hornið, og beið eft- ir honum. Þegar hann gekk út á skyrtu, og stuttum buxum og aðeins með ilskó á fótum, skvetti hún vatninu yfir hann. Maðurinn æpti af sársauka, og ætlaði að ráðast á hana, en hún hélt fast í bæði handföng ílátsins, og sló því í höfuð hon um. Maðurinn hneig niður stynjandi og spýtandi. Maríanna skellihló og sló sér á lær. Svo hljóp hún út í gegn um hliðið. í nærliggjandi götu fann hún móður sína. Siti, bog in í baki og veikluleg, studdi hana. — Við skulum koma aftur til fangabúðanna, sagði hún ásakandi við Soffíu, — mand- ur kemur þangað og sækir yð- ur. Maríanna leyfði þeim að faðma sig. Hún hló enn. — Mamma, farðu ekki aft- ur. Japaninn, þe§si skepna, sem sló mig með svipunni hef- ir fengið fyrir ferðina. Ég skvetti á hann sjóðandi vatni. — Maríanna, ertu ekki meö réttu ráði? Ætlar þú að koma okkur í hættu á síöustu stund? — Við förum ekki aftur, æpti stúlkan upp. — Hélzt þú að ég væri svo vitlaus, að ég hefði ætlað að láta sjá mig í fangabúðunum aftur? Við verðum að fara til Lembang. — Við getum það ekki. Ég þoli alls ekki þriggja tíma gang. — Siti getur áreiðanlega fundið einhver ráð, er það ekki Siti? Prawiro getur komið með vagn. Sjáðu, þarna er Walter frændi með mandur. Walter mældi hana út með augnaráðinu. Hún var orðin fullvaxin kona, falleg, aðlað- andi, og eitthvað hafði hún hættulegt við sig, eins og dýr hafa stundum. — Góðan daginn, Walter frændi. Mamma bíður þarna. Hún tók í hönd honum, og dró hann yfir götuna. Hann þekkti Soffíu aftur, af því að hún stóð hjá Siti. Bólgnar kinnarnar þrýstu aug unum saman og gerðu andlitið að einni grettu. — Elskan mín, sagði hann og þrýsti henni að sér. — Hræddi ég þig? spurði hún hnuggin. Walter svaraði ekki. Hann kinkaði kolli til Siti yfir öxl Soffíu. Þau stóðu óráðin á götunni, og nú streymdu að kínverskir kaup- menn með ávexti og föt og buðu fram þjónustu sína. — Komið þið, sagði Marí- anna. — Við skulum fá ein- hvern þessara litlu vagna og aka heim til Lembang. — Getum við það, mandur? Húsvörðurinn þagði. — Hávaxni Japaninn býr í húsinu, tuan. — Hann býr þar ekki leng- ur. En hvernig komumst við þangað? — Prawiro er á leiðinni-með vagninn yðar. Hann ætlaði að reyna að koma hestunum hljóðlega út úr hesthúsinu. •—- Við skulum bíða í þínum fangabúðum stakk Walter upp á. — Æ, nei, Soffía þrýsti sér angistarlega að honum. — Við þorum því ekki. Maríanna er nýbúinn . . . Hún lauk exki við setninguna, en Maríanna tók upp þráöinn, og rak enn upp skellihlátur af hugsun- unni um það, sem fyrir hafði komið. — Já, frændi. Ég hefndi mín óþyrmilega á skepnunni, sem einu sinni barði mig me$ svipu. — Ef hann finnur okkur hér . . . sagði Soffía. — Sem stendur getur hann ekki gengið, fullvissaði Marí- anna, og andlit hennar var grimmdarlegt og röddin reiði þrungin. Walter hugsaði biturlega, að Maríanna væri að eyðileggja stund endurfundanna með þessari breytni sinni. Soffía fékk að hvíla sig í vagni meðan Walter og mand- urinn sóttu ferðatöskur henn- ar og Maríönnu í fangabúðírn ar. Síðan náði WTalter í sína eigin tösku, og kvaddi þá sam- fanga, sem ekki áttu heima í nágrenninu, og urðu þvi að hírast áfram í fangelsinu uml stundarsakir. Prawiro kom og fann þau. Hestarnir litu ennþá vel út. Gamli maðurinn hafði séð þeim fyrir nægu, góðu grasi. Myrkrið var að falla á, þeg- ar þau komust í námunda við hvíta húsið. Walter bölvaði, þegar hann sá japanska fán- ann blakta á flaggstönginni. Prawiro gat ekki ekið inn um aðalhliðið. Þar voru verðir, sem áreiðanlega myndu ekki leyfa aðgang. Þau fóru því að bakhliðinni, og námu staðar við hesthúsið. — í guðs bænum, Walter, farður varlega, hvíslaði Soffía. Hún var nærri gráti af þreytu. — Ég mun viðhafa austur- lenzka kurteisi, lofaði hann. Hann gekk.inn í húsið. Ljós voru tendruð, og allt leit vel út, eins og áður. Mandurinn gekk á undan honum til gömlu skrifstofunn ar hans. Varðmaðurinn heils- aði að hermannasið, og til- kynnti, hver kominn væri. Herforinginn kom út, og hneigði sig djúpt. Walter hneigði sig einnig, eins og hann hafði lært í fangabúð- unum. — Þér munið finna bústað yðar í fullkomnu lagi. — Það þykir mér vænt um, hr. herforingi. — Ég skal gefa skipanir um, að herbergi yðar skuli hreins- uð, hélt herforinginn áfram. — Frá þessari stundu er það ég, sem gef skipanir hér, leiðrétti Walter, og það varð dálítil þögn. — Hvaða skipanir eru það? spurði herforinginn loks. — Að þér og fylgdarlið.yðar flytjið í litla húsið, þar sem ég bjó með konu minni og dóttur. Ég mun vænta þess, að þér verðið á burt eftir eina klukkustuiid, að þér takið nið I ur flaggið, hafið með your öJl 9 ji Sykraðir, bíandaðir - ávextir í ♦ Sykruð kirsuber ar vorur Karamellusósa í eftirrétti Mintsósa Cecktai! kirsuber Sykraður ananas Tertukókósmjöl Skrautávextir JOHN MOIR'S BÚÐINGAR njóta nú mikilta vinsælda: ananasbúðingur karamellubúðingur Créme de Cacao möndlubúðingur hindberjabúðingur rommbúðingur Mikið úrval annarra búðinga: Royal Jell-o, Honig og hinir köldu MY-T-FINE og Blá band. Dr. Trigos spánskur sítrónusafi nýkominn. - hunang í leirvösum. Allt í matirm á einum stati! Spánskt Austursrtæti KJÖRBÚDIN veinn ♦♦ ♦♦ * * éskast fyrír hácfegi Afgreiðsia TÍMANS Sími 2323. n g jj jj jj Baðstofan (Framhald af 5. síðu.) Heilsa og likamsrækt UM HEILSUSAMLEGT líf og líkamsrækt er meðal annars þetta ákvæði: „Svo áminni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram líkami yðar að lif- andi, heilagri, Guði þóknanlegri fófn, og er það skynsamieg guðs dýrkun af yðar hendi. Hegðið yð- ur eigi eftir þessari öld, heldur takið háttaskipti með endumýj- ungu hugarfarsins, svo að þér fá ið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.“ „Hvort sem þér því etið eða drekkið, eða hyað helzt sem bér gerið, þá gerið þao allt Guði til dýrðar." „Framgöngum sómasamlega eins og' á degi, ekki í ofáti né ofdrýkkju“. Viðvíkiandi einum mesta skað- valdi mannlegrar >vella5unar — á- hyggjunum, gildir þetta: „Verið ekki hugsjýkir.um neitt, heldur .gerið í þíixxm hlutum ósk fi' yðfif kunnar Guði með bæn og beiðhi ás.amt þakkbrgerð. Og frið ur Gu'ðs, sem er æðri Öllum skiln ihgi,; mán: varðVéitá' hjörtvt yðar i og ’líugsshir ýter 1' samfélagínu ‘ við" KHst oestlmh' "'-'V- ■ j ■ ■ ■ '■ ■, Friðarboðskapur SVO ERU hin altæku ákvæði: „Allt sé hjó yður í Kærieika gert. Elskan sé flærðarlaus, hafið and- styggð á hinu vonda, en haldið fast við hið góða. Verið i bróður kærleikanum ástúðiegir við hver annan og verið hver öðrum fyrri til að veita hinum virðingu.“ „Allt sem þér því viljið, að aðr- ir menn geri yður,það skuluð þér og þeim gera.“ „Slíðra þú sverð þitt.“ — Þetta er hið konunglega boð til stríð- andi þjóða heimsins og hin eina raunhæfa fx-iðarhreyfing. Kristur er betri fyrirmynd og leiðtogi en allir -,,isma“-höfundar nútímans. Honum valdi spámað- urinn heitið „friðarhöfðingi." — Kveðjuorð hans til lærisyeinanna voru: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn fiáð gef ég yður.“ — „Hann er vor friður.“ — „Friðúr ‘sé nieð yður,“ var kveðjuávarp Jxans. Siðaboð kristninnar eru róttaék ari og betri en allar lagabækur heimsins. Hvað myndi gerast hér? Hvað myndi gérast á íslandi, éf við yrðum allir kristnir menh? Eigum við að-gera tilraun?‘‘ Lýkur hér, hréfi: Péturs Sigurðs- sonar. • . ' .” '■'>■■';■■ ’U'.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.