Tíminn - 03.03.1956, Blaðsíða 6
6
T í MIN N, laugardaginn 3. marz 1956.
1$ .. . <?
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Ritstjórar: Haukur Snorrason
Þórarinn Þórarinsson (áb.).
Skrifstofiu: í Edduhúsi við Lindargötu.
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn),
auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Kanpfélög efla atvimmlíf
I' BLAÐINU í GÆR
var skýrt frá starfi
! .auyiélagsins í Stöðvarfirði við
tð bjarga verðmœtum undan
>jó. Fyrir nokkru var skýrt frá
iamstarfi kaupfélagsins í Sauð-
irkróki og fleiri aðila um efl-
íngu fiskiðnaðar og atvinnu-
lífs. Þar á undan frá marg-
þættu starfi Kaupfélags Eyfirð-
inga, er miðar að því að auka
verðmæti framleiðslunnar og
efla hagsæld almennings^ Þetta
eru aðeins örfá dæmi. Á und-
anförnum árum hafa slíkar
fregnir verið algengt lesefni í
blöðum. Ef þær væru dregnar
sarnan í stutt yfirlit mundi
koma í Ijós, að kaupfélögin um
land allt hafa að undanförnu
verið athafnasamasti þátttak-
andinn í því starfi, að efla at-
vinnulíf landsbyggðarinnar.
ÞESSI ÞRÓUN er einkar at-
hygiisverð fyrir þá, sem í raun
og sannleika bera aukið jafn-
vægi í byggð landsins fyrir
brjósti. Á sama tírna, sem fjár-
magn flytzt burt úr héruðun-
um með fólki, sem brott hverf-
ur, eru kaupfélögin að spyrna
:í móti með framkvæmdum, sem
miða að aukinni framleiðslu
og bættri þjónustu. Og þótt
þessi starfsemi sé oft á tiðum
studd af almannavaldi og bönk-
um, er undirstaða hennar eigi
að síður það fjármagn, sem
fólkið heima fyrir skapar og fel
ur kaupfélögunum til ávöxtun-
ar.
Á SÍÐUSTU áratugum hefir
orðið sú meginbreyting í mörg-
um héruðum, með auknu starfi
kaupfélaganna, að það fjár-
magn, 'sem vinna fólksins og
framleiðsla skapar, er nú kyrrt
heima, og gengur til þess að
efla hagsæld og menningu
byggðarlagsins. Fyrr á árum
var þetta fjármagn flóttafé,
sem oft fylgdi hverflyndum
einstaklingum, og staðnæmdist
ekki þar sem þess var mest
þörf. Á þessum vettvangi hafa
kaupfélögin unnið stórvirki fyr-
ir landsbyggðina og þjóðfélag-
:ið í heild.
ÞAÐ ER LÍKA minnisverð
staðrevnd, að ýmsar fram-
kvæmdir kaupfélaganna í at-
vinnumálum eru gerðar fyrst
og fremst vegna þess að þörf-
in var rík heirna fyrir og yfir-
skyggði vandkvæðin, sem eru
samfara fjárfestingu í frysti-
húsum, fiskvinnslustöðvum og
ýmsum framkvæmdum, sem
eru tengdar landbúnaði eða
iðnaði heima fyrir. Félögin
hafa oftlega hætt á tæpt vað
til þess að hrinda framkvæmda
málum áleiðis. Það er ljóst, að
verulega hefir á skort, að þessi
starfsemi fengi allan þann al-
menna íjárhagslega stuðning,
einkum í sambandi við lánsfé,
sem hún verðskuldar. En mið-
að við þær aðstæður, sem ríkt
hafa, hefir framlag kaupfélag-
anna verið stórmyndarlegt, og
hefir enn einu sinni sannað
gildi samvinnustarfsins fyrir
þjóðarbúskapinn í heild.
ÞVÍ ER STUNDUM haldið
fram í blöðum Sjálfstæðis-
flokksins, að réttlætanlegt sé
að skattleggja sérstaklega þann
árangur, sem verður af því að
menn taka höndum saman um
verzlun og framleiðslu í sam-
vinnufélögum. Með slíkri skatt
heimtu væri í rauninni kippt
fótum undan félagsfrelsi lands-
manna. Og um leið brotin nið-
ur sá stíflugarður, sem nú varn
ar því helzt, að allt fjármagn
þjóðarinnar safnist saman á
einum stað. Jafnvægi í byggð
landsins er orðtak margra
stjórnmálamanna í dag. Það
hljómar nokkuð vel, en athafn-
ir eru orðum betri á þeim vett-
vangi. Efling samvinnufélags-
skapar, og aukinn stuðningur
við þau framkvæmdamál, sem
kaupfélögin um land allt hafa á
oddinum, er raunhæfur stuðn-
ingur við nýja jafnvægispóli-
tík í atvinnu- og efnahagsmál-
um. Blekkingaskrif í sambandi
við skattamál samvinnufélaga
er hættuleg niðurrifsstarfsemi,
og í algeru ósamræmi við yf-
irlýsingar um almenna framför.
Marxismi og Moskvutrú
Nehru hinn ind-
verski hefir oft
deilt harðlega á indverska
kommúnista að undanförnu.
Hann hefir Iýst flokki þeirra
sem hreinum íhaldsflokki, þar
sem hann haldi dauðahaldi í
senningar, sem séu orðnar
úreltar fyrir löngu. Jafnhliða
3ví færu þeir svo mikið eftir
ýmsum erlendum fyrirmynd-
am, að þeir gleymdu alveg að
iaka tillit til staðhátta og að-
stöðu heima fyrir.
ÞAÐ, SEM NEHRU segir um
ndverska kommúnistaflokkinn,
gildir vissulega ekki síður um
aðra kommúnistaflokka vestan
jalds. Þeir hampa kenning-
am, sem eru miðaðar við þjóð-
'élagshætti á fyrrihluta 19. ald-
ar og eru því orðnar úreltar
'yrir löngu. Jafnframt miða
þeir svo flesta hluti við þróun-
na í Rússlandi, þótt ástand
ojóðfélagsmála hafi verið þar
::rá öndverðu allt annað en í
Vestur-Evrópu og öll slík við-
miðun sé því meira og minna
út í bláinn.
ÞETTA GERIR ekki mikið til,
þar sem kommúnistaflokkarnir
eru litlir og hafa því lítil áhrif
á gang þjóðmálanna. Öðru
máli skiptir þetta hins vegar
þar sem þeir eru svo stórir, að
þeir geta haft meiri og minni
áhrif á þróunina. Þar eru þeir
eins og tröll, sem hafa dagað
uppi og standa í vegi nauðsyn-
legra framfara.
Þannig er þessu farið með
íslenzku kommúnistana. Þeir
halda enn dauðahaldi í marx-
ismann. Þeir vilja fylgja for-
dæmi Rússa í einu og öllu. Þess
vegna skortir þá allt sjálfstætt
viðhorf til íslenzkra mála. Þess
vegna hefir það orðið hlut-
skipti þeirra að hindra það um
nær 20 ára skeið, að hægt væri
að mynda hér ríkisstjórn, án
þátttöku íhaldsins. Þess vegna
hafa þeir skapað milliliðum ó-
eðlileg völd og auð.
VAFALAUST hefir þetta ekki
verið tilgangur margra forustu
manna kommúnista. Þeir hafa
haft annað og betra í huga. En
marxisminn og Moskvutrúin
hefir villt þeim sýn. Þess vegna
hefir starfsemi þeirra leitt til
þessarar ömurlegu niðurstöðu.
Þetta gildir þó áreiðanlega
enn frekar um hina óbreyttu
liðsmenn kommúnista en for-
ingjana. Þeir hafa fylgt komm-
unistum í þeirri trú, að með
því væru þeir að styðja vinstri
ERLENT YFIRLIT:
Vafasöm ákvörðun Eisenhowers
Ný vi<$horf í aljijóíamálum munu leggja aukna vinnu og ábyrg^ á heriSar íor-
seta Bandaríkjanna á komandi árum
SÍÐASTLIÐINN miðvikudag hélt1
Eisenhower forseti blaðamanna-
fund, sem var fjölsóttari en nokk
ur annar slíkur fundur, er hann
hefir haldið. Ástæðan var sú, að
forsetinn hafði látið það vitnast
fyrir fundinn, að hann myndi birta
á honum ákvörðun sína um það,
hvort hann gæfi kost á sér sem
frambjóðandi republikana við for-
setakosningarnar í haust.
Þessarar ákvörðunar Eisenhow-
ers hefir verið beðið með mik-
illi eftirvæntingu. Þangað til Eis-
enhower veiktist á síðastliðnu
hausti, var það talið fullvíst, að !
hann myndi verða í framboði í
haust og myndi að líkindum sigra i
enn glæsilegar en 1952. Eftir að j
hann veiktist þótti það hins veg- j
ar jafnvíst um alllangt skeið, að j
hann myndi draga sig í hlé að nú-!
verandi kjörtímabili loknu. Það
þótti þó víst, að flokksbræður hans
myndu leggja fast að honum, þar
sem flest benti til, að þeir myndu
tapa í kosningunum, að honum frá
gengnum. Eftir að heilsa hans tók
að baína aftur, hefir þessi áróður
að sjálfsögðu færst í aukana. Um
miðjan seinasta mánuð, felldu
læknar Eisenhovers þann úrskurð,
að hann hefði náð svo góðri heilsu
aftur, að ekkert ætti að vera því
til hindrunar, að hann gegndi for-
setaembætti áfram um 10 ára
skeið. Eftir þennan úrskurð, hafa
DE WE Y
flokksbræður Eisenhowers vaía-
laust lagt enn fastar að honum
en áður um að gefa kost á sér til
framboðs.
Yfirlýsingin, sem Eisenhower
birti á blaðamannafundinum, var
á þá leið, að hann myndi gefa
kost á sér til framboðs að nýju.
Niðurstaðan hefir því orðið sú, að
hann hefir látið undan áróðri
flokksbræðra sinna. Kunnugir telja
það fullvíst, að persónulega hafi
Eisenhower helst kosið að draga
sig í hlé. Hið sama gildi um fjöl-
skyldu hans.
EF BANDARÍKJAmenn hefðu
treyst því, að heilsa Eisenhowers
væri í góðu lagi, myndi mikill
meirihluti þeirra vafalaust hafa
fagnað þessari ákvörðun hans.
Eisenhover er nú óumdeilanlega
sá stjórnmálamaður, sem nýtur
í leyti má því segja um utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna seinustu
mánuðina að hún hafi „frosið
inni“ eða „dagað uppi“, eins og
það er nú orðað meira og meira
í ýmsum amerískum blöðum. Sú
stefna, sem Bandaríkin fylgja, var
heppileg eins og tímarnir voru áð-
ur, en samrýmist ekki lengur
breyttum viðhorfum, nema að tak-
mörkuðu leyti.
j Hið nýja viðhorf í alþjöðamál-
um, gerir það óhjákvæmilegt að
j utanríkisstefna Bandaríkjanna sé
j samrýmd henni. Eins og st.jórn-
skipun Bandaríkjanna er, hlýtur
þetta fyrst og fremst að verða
verk forsetans. Er maður með tví-
sýna heilsu fær um að vinna þetta
verk og taka á sig alla þá áreynslu
er því fylgir? Þannig ar að sjálf-
sögðu spurt og svörin eru yfirleitt
ekki hagstæð Eisenhower.
UNDIR ÞESSUM kringum-
stæðum mun það skipta mjög
miklu máíi hver verður varafor-
setaefni republikana. Hingað til
hefir verið talið, að Eisenhower
væri því fylgjandi, að Nixon héldi
stöðu sinni áfram. Hann hefir
reynst Eisenhower vel og er ótví-
rætt vaxandi maður. Hann á hins-
vegar umdeilda fortíð og hefir enn
ekki sýnt það nægilega, að hann
sé forsetastarfinu vaxinn. Gagn-
rýni demókrata hefir líka mjög
beinzt gegn honum að undanförnu.
Flest bendir því til, að eins og
málin liggja nú fyrir, verði ó-
heppilegt fyrir republikana að
tefla Nixon fram sem varaforseta-
efni. Sterkasta varaforsetaefni
republikana er sennilega Thom-
as Dewey, sem tvívegis hefir verið
forsetaefni þeirra. Þá kemur og
Harold Stassen einnig til greina.
Báðir þessir menn gætu reynst vel
en hvorugur þeirra nýtur þó álits
og trausts út á við til jafns við
Adlai Stevenson. Út á við væri
það tvímælalaust bezt fyrir Banda
ríkin að Stevenson yrði forseti
þeirra, að Eisenhower frágengnum
og er þá átt við að hann hefði fulla
heilsu.
. }
YFIRLEITT ER það álitið, að
Eisenhower hafi gert það fyrir
þrábeiðni flokksbræðra sinna að
gefa kost á sér aftur. Þeir hafi
haldið því fram við hann, að hann
gæti ekki dregið sig til baka með
þeim afleiðingum, að flokkurinn
ætti ósigur vísan framundan. Þá
munu þeir og hafa alið á því, að
það væri skylda Eisenhowers við
þjóðina vegna þess trausts, sem
hún hefði sýnt honum, að veita
henni þjónustu sína eins lengi og
hann gæti og hún óskaði þess.
Góður hermaður spyrði ekki um
lifshættuna, heldur hvaða gagn
hann gæti gert.
Það er talið nokkurn veginn víst,
að mikill klofningur hefði risið í
flokki republíkana, ef Eisenhower
hefði dregið sig til baka. Frjáls-
lyndu mennirnir, sem réðu vali
(Framhald á 8. síðu.)
EISENHOWER
mests trausts þjóðar sinnar. Þetta
byggist m. a. á því, að honum er
sérstaklega treyst til farsællar xor
ustu út á við. Meðal annarra þjóða
hefir Eisenhower unnið sér þá til-
trú, að hann vilji stuðla að friði
og bættri sambúð þjóða í heim-
inum. Hann hefir ekki aðeins unn
ið sér þessa tiltrú lýðræðisþjóð-
anna, heldur einnig hinna óháðu
þjóða, t. d. Indverja. Víst er það
líka, að forustumenn kommúnista
taka meira tillit til hans en nokk-
urs vestræns stjórnmálamanns ann
ars.
Þ2-átt fyrir þetta, hefir framboðs
yfirlýsingu Eisenhowers verið mis-
jafnlega tekið bæði í Bandaríkj-
unum og í löndum bandamanna
þeirra. Ástæðan er sú, að menn
treysta ekki á heilsu hans, þrátt
fyrir úrskurð læknanna. Menn ótt
ast í fyrsta lagi, að hann geti ekki
gegnt embættinu með fullum
starfsþrótti, þótt hann sitji í því,
og í öðru lagi er óttast, að honum
muni ekki endast heilsa eða aldur
til að gegna því út næsta kjörtíma
bil. Þess vegna geti fylgt því mikil
óvissa og áhættusöm, ef hann verð
ur forseti áfram.
VISSULEGA hefir þessi ótti
við reynslu að styðjast. Það álit
styrkist nú óðum, að Eisenhower
hafi verið óheppinn með valið á
utani'íkisráðherra sínuin. Dulles
liefir gert hverja skyssuna á fæt-
ur annari. Þetta lcom minna að
sök meðan Eisenhower var heill
heilsu, því að hann gat þá bætt úr
axarsköftum Dulles í tæka tið.
Þetta hefir hins vegar stórum
versnað eftir að heilsan hefir neytt
Eisenhower til að slá slöku við. Á
sama tíma hefir það svo gerst, að
Rússar hafa breytt um starfsað-
ferðir í alþjóðamálum með góðum
árangri, án þess að nokkur tilsvar
andi breyting hafi orðið á starfs-
aðferðum Bandaríkjanna. Að vissu
stefnu og umbætur. Reynslan
ætti nú vissulega að vera farin
að sýna þessu fólki, hvílík hjá-
trú það hefir verið.
EF KOMMÚNISTAR vilja ekki
halda áfram að daga uppi og
verða öllum öðrum til óþurftar
en íhaldinu, eiga þeir að losa
sig undan oki marxismans og
Moskvutrúarinnar, eins og
Nehru ráðleggur flokksbræör-
um þeirra austur þar. Vilji for-
kólfar kommúnista hins vegar
ekki hlýta þessu ráði, eiga þeir
kjósendur, sem hafa fylgt þeim,
að gera það. Við það myndi
margt breytast til batnaðar í ís-
lenzkum stjórnmálum.
NIXON
KNOWLAND