Tíminn - 03.03.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.03.1956, Blaðsíða 4
4 T í M I N N, latigardaginn 3. marz 1956, NiSurstöftur vísindamannsins Paul-Emile Victor: Hið feikilega ísmagn Grænlandsjökuis myndi nægja til að þekja jörðina 5 metra íslagi - * i\ !S88»l. ' -KÍ'X vX-'S GrænlandsjökuII ræSur vetSurfari á norðurhveli jartíar. — Jökullinn hefir grafiÖ mörg hundruS metra djúp gljufur í landiÖ undir ísnum. — Græn- land er eins og skál, sem er fyllt af ís Á Jökultímanum fyrir mörgum þúsundum ára þakti samfelkl ís- breiða alla Norður-Evrópu og mikinn hluta Asíu og Ameríku. ísbreiffan mikla þiðnaði — en hún þekur enn mestan hluta Grænlands. Fyrst eftir að hafa rannsakað hinn risavaxna jökul Grænlands geta menn ímyndað sér hvernig Evrópa leit út á Jökultíinanum. Fjórir fimmtu hlutar þessarar stóru eyju eru þaktir ís, sem fer smám saman hækkandi — rís þar sem hann er hæstur upp í 3200 metra hæð. En hvernig stendur á því, að Grænlandsjökull bráðnaði ekki, þegar ísinn þiðnaði og hvarf á öðrum stöðum? Franski vísindamaðurinn Paul Emil Victore fór til Grænlands með mikinn vísindaleiðangur ár- jð 1948 og dvaldist þar við rann- sóknir allt til 1953. Nýlega hefir Paul Emil verið í Höfn við að undirbúa nýjan leiðangur. Paul Emil hefir nýlega ritað greinar í bandaríska landafræðitímaritið „The National Geographic Maga- zine“ og skýrir hann þar frá nið- urstöðum rannsóknanna. ísbreiðurnar lifa á „lánuðum" kulda, ef svo má að orði komast — ségir hinn franski vísindamaður. Eðlilegt er að álíta, að ísinn myndi bráðná; eftir því sem loftslagið hlýriáði.'En slík hefir þróunin ekki orðið á Grænlandi. Ástæðan til þess að svo hefir farið, er sú, að 1 þessum gífurlegu ísbreiðum er fólginn þúsund ára gamall kuldi -— frost liðinna ára og alda varð- veitist enn í ís — og fannbreið- um Grænlandsjökuls. Grænlands- leiðangur Victore komst að raun um þetta í fimm ára leiðangrinum, sem fyrr er getið. í þessum mikla vísindaleiðangri var reynt að upplýsa hina huldu leyndardóma jökulsins mikla og verður ekki annað sagt en að árangurinn hafi orðið meiri en nokkur þorði að vona. Paul Emil mun fara aftur til ! Grænlands á næsta ári, þar sem hann mun heíjast handa við rann- ! sóknirnar í annað skipti. Grænland eins konar ísskál. Hann var vel útbúinn og vol mannaður, íranski leiðangurinn, sem gekk á land á Grærilaridi í júní 1948. Glæsilegt vísindaafrek ! var unnið og margar jarðfræðileg- ar kenningar sannaðar. Höfuðbæki- | stöðvar leiðangursins var uppi í miðjum Grænlandsjökli og voru margar rannsóknarferðir skipu- lagðar þaðan um gervallan jökul- inn. Þeir gerðu um 600 segulmæl- ingar á landinu, sem liggur undir ísnum. Sagt hefir verið — skrifar Victore, — að í stað feikilega víð- áttumikils meginlands undir ís- breiðunni, væru fjölmargar smá- evjar. Ekkert slíkt hefir komið fram. Aftur á móti getum við full- yrt og höfum sannað með fjöl- mörgum segulmælingum, að mik- iH hluti landsins undir ísnum liggur greinilega undir sjávar- máli. Ef ísinn inni á miðju Grænlandi þiðnar eða dregst til strandarinnar, mun það koma í ljós, að ísinn á leið sinni til hafs hefir grafið feikileg gljúfur, sem eru 30—44 kílómetrar á breidd og dýptin undir sjávarmáli er um bað b'l 100—400 metrar. Þannig er það sannað, að hið eig- inlega Grænland er nú eins og skál, sem er fvllt af ís og- að sjálfsögðu langhæst á útjöðrun- um. Ef ísinn tæki nú upp-á-því að bráðna, myndi myndast þar geysivíðáttumikið vatn. Margt býr í ísnum. I Grænlandsísnum er að finna ótal ómetanlegar upplýsingar fyrir skriðj öklavísindamenn. veðurfræð- BrlJ f ! Hinn heinisfrægi vísindamaður og jöklafræðingur, Paul-Emile Victor inga og íjölda annarra vísinda- manna og jöklafræðinga. Allar veð ! urfarsbreytingar margra alda oru | ritaðar í ísbreiðuna, sem .allar | verða lesnar eins og af bók af vísindamönnunum. júeiðangurs- mennirnir grófu allt niður í 45 metra dýpi — sá snjór, sem þar var, er talinn hafa fallið iil iarðar j meðan frelsisstríð Bandaríkja- ) manna stóð yfir. ísbreiðan getur enn „lifað Iengi“ á þeim kulda, sem býr í henni og ekki virðast neinar líkur fyrir því, að breyting muni eiga sér stað, að minnsta kosti þarf hreina lofts- lagsbvltingu til, ef svo á að verða. | Hinar miklu ísbreiður í Grænlandi munu enn um langa framtíð hafa feikileg áhrif á allt veðurfar á öllu norðurhveli jarðar. Eitt af því, sem Paul Emil og leiðangri hans iókst að finna út, var ummál og dýpt jökulsins, en slíkt var ekki vitað áður. 5 metra þykkt íslag um alla jörðina. j Jafnvel á mestu frostavetrum er ekki hægt að ímynda sér hið íeiki- lega ísmagn jökulsins. Þegar við lesum, að Grænlands- jökull sé 2.7 millj. kúbík-kílómetra, þá segir það satt að segja ekki mikið, þar sem slíkar geysitölur eru ofar mannlegum skilningi og ímyndun. En Victore setur upp öllu skemmtilegra reikningsdæmi. Hann hefir reiknað það út, að ef Grænlandsjökull yrði hlutaður í teninga, gæti hvert mannsbarn fengið slíkan tening að gjöf — tvö tonn að þyngd — á hverri mínútu ársins í heilt ár. Ef ísmagninu yrði dreift yfir gervalla jörðina myndi það nægja til að þekja alla jörð- ina 5 metra lagi. Slíkur er ísinn á Grænlandi. Hann hefir verið mældur þykkastur 3.2 kílómetrar. Ef þessi ís bráðnar, myndu all- ar strendur breytast og heimshöf- in myndu hækka um 8 metra. Leiðangurinn gróf sig í jökulinn. Allar aðalbækistöðvar Paul Emil voru grafnar djúpt niður í Grænlandsjökul. Það leið eitt og hálft ár frá landgöngunni, þegar bækistöðvarnar voru byggðar mitt inni á hájöklinum. í byrjun var (Framhald á 8. síðu.) Spilið, sem hér fer á eftir, kom virkilega fyrir í keppni, nefnilega á Gibraltar 1938. Sá, sem skrifaði um það var Kelvin Anderson frá Glasgow, en hann sat austur og gaf. Hann segir, að þetta sé glæsi- lcgasta spil, sem hann hafi séð. Undraspilarinn í suður var R. Gray frá Johnstone í Skotlandi. Og hér kemur þá spilið. A 3 Á K 10 9 ♦ Ekkort ♦ ÁKDG 10 987 A K D 9 A Ekkert G 8 7 6 ¥ D ♦ Á ♦ K D G 10 9 8 7 6 5.4 3 2 6 5 4 3 2 & Ekkert A ÁG 10 876542 ¥ 5 4 3 2 ♦ Ekkert Sagnir, allir á hættu. Austur Suður Vestur Norður 5 ♦ 5<jk dobl 64» 6 ♦ 6 A dobl pass pass pass Austur, skýrandinn, sá eftir því að hafa ekki opnað á sex tíglum, og það er vel skiljanlegt. í fyrsta lagi hefði hann ef til vill unnið þá sögn, og sem hindrunarsögn var það miklu sterkara. Það er erfitt að segja á þessi spil, og enginn vissi raunverulega hver var að fórna og hver ekki. Útspil vesturs var tígul Á, og þar með v*r komið að suður að vinna sögnina. Hann trompaði með spaða 3 í blindum, og lét sjálfur spaða 2. „Enginn tígull, félagi?‘ ‘spurði norður. „Nei, enginn tígull“. Norð ur varð þó minna hissa á því, en að suður skyldi láta spaða 2. Nú var laufa ás spilað úr blind- um og suður trompaði. Norður komst síðan inn á hjarta kóng, og hjarta drottning féll í frá austur. En var lauf trompað, og suður svínaði síðan hjarta 9, scm hélt. Þriðja laufið var trompað, ný svín ing í hjarta og lauf trnmpað og svo frv, þar til staðan var þannig: A-------- ¥-------- ♦ * SKAUTAMÓT íslands verður háð á Akureyri nú um helgina og fer fram á fiæðunum hjá Brunná, skammt fyrir sunnan Akureyri. Er þar svell gott og aðstaða til keppni, að því fregnir að norðan hermdu í gær. Mótið stendur bæði laugardag og sunnudag, og hefst kl. 3 báða dagana. Þátttakendur ... . eru flestir Þeztu skáutamenn lands og synir hvernig landið myndi líta út, ef ísinn bráðnaði: Grænlands- ^ 4 frá Reykjavík og 9 frá Ak- . ísinn er að meðaltali 3—3,14 kilometri á þykkt. ureyri. Þessir keppa frá Akurcyri: --.-í H. 1 1 - 'ytj, '■ ‘r:, ‘ ■ [_ si’ !■ .. ‘t A K D 9 ¥----- ♦----- *----- K D G A----- ¥----- ♦ K D G A----- Á G 10 A ¥------ ♦------ * ----- Suður var inni og lét spaða gosa. Vestur tók á drottningu og kastaði hinum tveimur spilunum á borðið. En þrátt fyrir, að liann var óánægður gat hann ekki dulið undrun sína — og það ekki að á- stæðulausu, því sexfaldur Grand Coup er met, sem sennilega verð- ur aldrei slegið. Hér er annað Grand Coup spil, sem mikla spilahæfni þarf til að vinna. ♦ 32 ¥ D 9 6 2 ♦ Á K D 10 4 ♦ ÁK A Ekkert A D G 9 7 ¥ 10 8 7 3. ¥ 5 4 ♦ 9 8,3 ♦ 7 6 5 2 4, 10 9 8 6 5 3 * D G 7 A Á K 10 8 6 5 ' ¥ Á K G ♦ G A 4 2 Suður spilar sex spaða, sem austur, þrátt fyrir spafa styrk sinn, doblaði ekki. Vestu rspilaði út hjar.ta þrist. Nú getur sagnhafinn tekið hjarta D, og síðan svínað tro.mpi. — ör- yggisspil, gegn fjórum trompum hjá austur. En skiptingin 4—0. er sjaldgæf, aðeins 10% líkindi til þess, en hins vegar eru möguleikar á því, að trompin liggi 2—2 40%. Auk þess kom spilið fyrir í keppni, þar sem yfirslagir geta haft úr- slitaþýðingu. Suður tók því síag- -inn á eigin hendi með ásnum og spilaði út spaða ás, og þá kom hin slæma tromplega í Ijós. Nú er Grand Coup nauðsynlegur. Tígli er spilað og tekið á D. og síðan tígull trompaður. Þá hjarta G spilað og tekið á D, og tígull enn trompaður, lauf og þriðji tígullinn trompaður. Nú á suður jafnmörg tromp og austur, og þegar blind- um er komið inn á laufa ás er staðan þannig: A 3 ¥ 9 6 ♦ Á 4,______ A------- A D G 0 ¥ 10 8 ¥------- ♦ ----- ♦--------------- ♦ 10 9 * D A K 10 8 ¥ K ♦ ----- <$»----- Nú verður að spila vel til aS vinna sögnina. Flestir myndu taka tromp og tapa sögninni. Sagnhaf- inn spilaði hins vegar síðasta tígl- inum úr blindum. Ef austur tromp ar ekki ,er spilið léttunnið. En svo elskulegur var austur ekki, því að hann trompaði með spaða gosa. Og nú kemur lausnin. Suður má ekki trompa yfir, en verður að láta spaða 8. Hann veit nefnilega, að austur á ekki hjarta eftir, þar sem vestur spilaði upphaflega út fjórða hæsta spili sínu í þeim lit, sem sagt, austur átti aðeins tvö spil í hjarta og þau eru farin. Suður heldur því hjarta K, og austur verður að spila út. Hann getur ekki spilað trompi, því þá á suður það sem eftir er. Austur verður því að spila út laufa drottn- ingu, sem suður kastar hjarta K á og trompar í blindum, og síðan fær hann tvo síðustu slagina á tromp, þar sem austur er í milli- hönd. Skautamót íslands háð á Akureyri um nætu helgi Á þessu korti hefir teiknarinn fjarlægt ísinn á hluta af Grænlandi,, , Björn Baldursson, Ingólfur Ár- mannsson, Jón Dalmann Ármanns son, Hjalti Þorsteinsson, Sigfús Erlingsson, Oskar Ingimarsson, Þorvaldur Snæbjörnsson, Kristján Árnason og Birgir Ágú.stsson. Frá Reykjavík: Kristján Árnason, Þor- steinn Steingrímsson, Jón R. Ein- arsson og Björn Árnason. í dag verður keppt í 500 metra og 3000 metra hlaupi, og á morgun í 1500 m. og 5000 m. hlaupi. Gefraunirnar Á laugardaginn mætast Burnley og Chelsea í deildakeppninni, en þau léku saman 5 leiki á þrem vikum í bikarkeppninni um dag- inn, eða alls í 9 klst.! Þá loks tókst Chelsea að vinna. 29. okt. x haust léku bau saman í London og gerðu þá jafntefli. Þau hafa því í vetur leikið saman 7 leiki, gert 6 jafn- tefli og Chelsea unnið 1. Það er því komið að því að Burnley vinni nú! Annar „endurtekinn bikarleik- ur“ er Charlton-Arsenal, en 18. febr. vann Arsenal (með 2-0). Við útfyllingu þessa seðils er nauðsyn- legt að taka tillit til þess, livort einhvei-jir af bikarleikjunum, sem fara fram í dag (3. 3.) vei’ða jafn- tefli vegna þess, að þá verða liðin að leika aftur í vikunni. Birmingham-Wolves 1 Burnley-Chelsea 1 Charlton-Arsenal 1 2 Everton-Sunderland 1 x Luton-Bolton 1 4 Manch. Utd.-Cardiff 1. Newcasfle-Aston Villa 1 Preston-Blackpool 2 Sheff. Utd.-Huddersfield 1 2 Tottenham-Portsmouth x 2 W-.B.A.-Manch. City 1 Rotherham-Sheff. Wedn. , .1 .x;, 2 M .''' •-ax.-'V # í:.Tí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.