Tíminn - 21.04.1956, Page 2

Tíminn - 21.04.1956, Page 2
.1 iiií.í;.' 'C'^j sl e ti! útianda s sumarleyfum sínum \ suniar Svo virðist sem nú sé mjög mikill áhugi hjá fólki fyrir ut- anlandsferðum í sumar og segir Ásbjörn Magnússon for- stjóri Orlofs, að sjaldan eða aldrei hafi eins margt fólk spurt um möguleika á því að komast út fyrir landsteinana í sumar- leyfinu. Námsstyrkur við Wisconsin-háskóla Háskólinn í Madison, Wisconsin, i Bandaríkjunum, bauð fyrir nokkru fram 1500 dollara styrk til handa íslenzkum stúdont til náms ivalar þar vestra næsta vetur, og var Háskóla íslands falið að aug- ýsa styrkinn og úthluta honum. Styrkur þessi hefir nú verið veittur Halldóri Sigurðssyni, rit- höfundi, sem hefir tekið höfundar- nafnið Gunnar Dal. Hann hefir stundað heimspeki við háskólana í Edinborg og Kalkútta og gefið út tvö rit um heimspekileg efni, auk Ijóðabókar, svo sem kunnugt er. tfann hyggst leggja stund á amer- ska heimspeki þar vestra og rita am hana í framhaldi af hinum fyrri bókum. Prófessor Einar Haugen frá Madison, sem hefir dvalið hér á landi undanfarna þrjá mánuði og flutt nokkra fyrirlestra við háskól- ann, hefir haft milligöngu um styrk þennan. Hátíð skólabarna i Vík í MýrdaS Skólabörn i Vík í Mýrdal efndu til hátíðahalda á sumardaginn fyrsta undir forustu Björns Jóns- sonar, skólastjóra. Fór þar m.a. fram í annað sinn Skólahlaupið, sem er víðavangshlaup drengja úr barnaskólanum. Jón Kjartansson, Hlíðarenda, bar sigur úr býtum og hlaut í annað skiptið skólabikarinn sem vinnst til eignar ef sami mað- ui' vinnur hann þrisvar í röð, eða fimm sinnum alls. Annar að marki var Sveinn Kjartansson og þriðji Einar Matthíasson. Þá voru og leik sýningar og víkivakar til ágóða fyr- ír ferðasjóð skólabarna. Víkurbíó hafði kvikmyndasýningu og runnu tekjur af henni í sjóðinn. Þóttu hátíðahöldin fara hið bezta fram. Nýtt slenzkt leikrit frumsýnt bráðlega í Þjóðleikhúsinu Ásbjörn segir að áberandi sé, hvað fólk sé nú farið að meta bet- ur að verðleikum þá kosti, sem hin ar skipulögðu hópferðir hafa fram yfir ferðalög einstaklinga, sem lit- ið eru vanir því að ferðast. utan- lands. Verða þær ferðir vftnjulega mun ódýrari fyrir hópana, auk þess sem fólki gefst þá kostur að sjá allt hið merkasta, sem hægt er að sjá á þeim stöðum, sem farið er um. tekið fyrir utan.landsferðir fólks, enda þótt um tilfinnanlegan gjald- eyrisskort væri að ræða hjá þess- um þjóðum eftir stríð. Næsta utanlandsferð Orlofs verð ur til Italíu. Farið með járnbraut frá Þýzkalandi beint suður til Ver- óna og síðan með bil í þriggja vikna ferð um fegurstu og sögu- frægustu staði Ítalíu. Fararstjóri verður Thor Vilhjálmsson. Næsta viðfangsefni Þjóðleik- hússins, á eftir Djúpinu bláa, verður nýtt íslenzkt leikrit, eftir Tryggva. Sveinbjörnsson. Fékk það fyrstu verðlaun íslenzkra leik rita í samnorrænni leikrita- keppni. Heitir þetta leikrit „Spá dómurinn“. Leikstjóri verður Indriði Waage. Nú eru sýnd þrú leikrit í Þjóð leikhúsinu, fslandsklukkan, sem enn gengur fyrir fullu liúsi og bú ið er að sýna sextán sinnu í vet ur, Maður og Kona, sem sýnt verður einu sinni enn og búið er að sýna 23 sinum fyrir fullu húsi og loks Vetrarferðin, sein búið er að sýna fimm sinnum. íbúar Limasoll fá sam- eiginlega refsingu Nicosia, 20. apríl. — Landsstjór- inn á Kýpur hefir kveðið upp þann úrskurð að ölium íbúum Limasoll á Kýpur skuli hegnt sameiginlega fyrir morð á grískumælandi lög- reglumanni, sem framið var í bæn- um í gær. Úlgöngubann verður í bænum aö næturlagi til þriðju- dags, öllum samkomuhúsum og skemmtistöðum verður lokað þenn an tíma og fleiri ráðstafanir gerð- ar, sem lama allt eðlilegt líf í bæn um. Útgöngubann hefir verið sett á 12 þorp á norðvestur hluta evjar- innar fyrir mótþróa við Breta. — Landstjórinn var sjálfur viðstadd- ur í dag, er 1200 hermenn fram- kvæmdu leit í hverju eina.sta húsi í þorpi einu rétt við Nicosia. Margir komu til Hafnar, en fáir sáu nokkuð nema Ráðhústorgið og „Strikið". Ég var fimm ár fulltrúi íslenzku flugfélaganna í Kaupmannahöfn, sagði Ásbjörn, og þá kynntist ég því hvað það voru fáir, af þeim mikla fjölda, sem þangað kom að heiman, sem sá sig nokkuð um í borginni að ráði, svo ekki sé talað um aðra hluti Danmerkur, sem auð velt ér að ná til þegar til Hafnar er komið. Flestir létu sér nægja að eyða mörgum dögum í tilganslaust ráp um sörnu göturnar, Ráðhús- torgið og „Strikið", en sáu hvorki þá staði, sem tengdir er.u sögu ís- lands, eða það sem að öðru leyti er markverðast að sjá í borginni. Utanlandsferðir ekki talin gjald- eyrissóun hjá menningarþjóðum. Margir tala urn, að það sé óþarfa eyðsla á gjaldeyri að fara ^til út- landa, en nágrannaþjóðir okkar, sem betur kunna að fara með gjald eyri en við, eru ekki á sama máli. Þanr.ig hafa Bretar og Danir aldrei Heimsóknin (Framhald af 1. sfðu.) svöruðu í sama tón. Taldi Búlganin, að héðan í frá myndi sambúð Breta og Rússa batna smátt og smátt, stig af stigi. Ferð þeirra félaga bæri að skoða sem upphaf að þeirri þróun mála. Sýningar hefjast á kvik mynd af konungskomu í dag hefjast í Nýja Bíó sýning- ar á kvikmynd frá konungskom- unni, er móttökunefndin lét taka. Sýning myndarinnar tekur um 45 mínútur. Jafnhliða henní verður sýnd íslandsmynd, er rússneskir kvikmyndatökumenn tóku hér 'í fyrrasumar. Hún er í Agfa-litum með dönsku tali. Konungskomumyndin er tekin af fjórum íslenzkum ljósmyndur- um, þeim Óskari Gíslasyni, Vigfúsi Sigurgeirssyni, Hannesi Pálssyni og Hannesi Guðmundssyni, og er unnin að öllu leyti hér heima. Kynnir er Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúi. Saksóknarar reknir í Póllandi Varsjá, 20. apríl. — Ráðlierra þeim, sem fram til 1953 fór með ör yggismál í Póllandi og síðan hefir gegnt öðru ráðherraeiubætti var í dag vikið frá embætti ásamt rheö tveim öðrum opinberum stari's- mönnum, saksóknara ríkisins og saksóknara hersins. Þeim tveim sið arnefndu var gefið að sök, að því er Varsjárútvarpið tilkynnir, að hafa framið ýmis embættisafglöp, en um ráðherrann var ekki getið. Þá hefir þingnefnd krafizt þess, að réttarfarskerfi landsins verði end- urskoðað og m. a. tryggt, að dóm- arar séu svo óháðir og friðhelgir í embættum sínum, að þeir geti ó- hindrað framkvæmt skyldustörf ísl. unglingar á sænsk- um verknámsskóla Fyrir atbeina Norrænafélagsins fá 14 unglingar ókeypis skólavist á sænskum verknámsskóla. Þessir unglingar fá ókeypis vist á Osby lantmannaskola í Skáne í Svíþjóð í sumar. Nöfn þeirra eru: ■ Ágústa Sigurðardóttir, Rvík. Árni.B. Sigurbjörnsson, Rvík. Björn Gunnarsson, Rvík. Emdía*Jónsdóttir, Rvík. Erla Þórðardóttir, Laugárvatni. Hulda Ingvarsdóttir,, Rvík. Ingibjörg Sigurðardóttir, Áness. Jóhanna Steinþórsd., Hæli, Árn. Ljótunn Indriðadóttir, Rvík. Hólmfríður Sigurðard., Mosf.sv. Margrét Gísladóttir, Rvík. Oddný Vilhjálmsdóttir, Rvík. Þórunn Jónsdóttir, Akranesi. Sigurbjörg Jónsd., Rvík. Þetta er í þriðja sinn, sem rekt- or Emil Arfwedson í Osby býður íslenzkum unglingum fría skólavist sumarlangt. T í MIN N, laugardaginn 21. aprfl 195U. íslendingar þurfa að fylgjast með kjarn- orkurannsóknum eins og aðrar þjóðir Notkun kjarnorku til lækninga og í þjón- usiu atvinnuveganna fer hraðvaxandi Alþingi Eiefur tekiS fðrystu s ssiéiinu sam» kvæmt tiHögu Frantsékiiarmansia. Hagnýting kjarnorku til írið- samlegra starfa virðist vera eití af stærstu viðfangsefnum vísiödanna nú á tímum. Engin þjóð, hvort sem hún er fjölmenn eða fámenn, getur talið það sér óviðkomandi. Það viðhorf hafa íslendingar fyrir , sitt leyti staðfest með þátttöku í j alþjóðaráðstefnu þeirri, sem hald- in var í Genf í ágústmánuði í sum- ar. Framangreind urnmæli eru úr greinargerð fyrir tillögu til þings- ályktunar, sem Framsóknarmenn- irnir Skúli Guðmundsson, Vilhjálm ur Hjálmarsson, Karl Kristjánsson, Gísli Guðmundsson og Helgi Jón- asson fluttu á síðasta Alþingi, um kjarnorkumál. Tillagan var samþykkt í þir.glok- in í síðastl. mánuði og er svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að fela rik- isstjórninni að láta fram fara ræki lega athugun á því, hverjir mögu- leikar eru til hagnýtingar kjarn- orku og geislaVirkra efna hér á landi í þágu atvinnuveganna og til lækninga og gera ráðstafanir til, ef heppilegt þykir, að athuguðu máli, að rannsóknarráð ríkisins fylgist með nýjungum í þeim efn- um og hafi með höndum rannsókn ir og forgöngu um framkvæmdir, eftir því sem gagnlegt þykir og' víð ráðanlegt er.“ í sambandi við þetta mál hefir verið bent á, að framleiðsla á „þungu vatni“ við jarðhita kunni að geta orðið arðvænlegur stóriðn- aður hér á landi. Jafnframt hefir það gerzt í mál- inu, að stofnuð hefir verið, með atbeina rannsóknarráðs, fjölmenn kjarnorkunefnd áhugasamra sér- fræðinga hér á landi, og hefir nefndin skipt með sér verkum, þannig að sérstök undirnefnd at- hugar sérstakléga notkun geisla- virkra efna til lækninga, önnur hagnýtingu slíkra efna í þágu land- búnaðarins, þriðja möguleika til framleiðslu á þungu vatni o. s. frv. Er ástæða til að ætla, að íslenzkir vísindamenn eigi eftir að vinna þjóðinni mikið gagn á þessu sviði, enda þótt undirstöðu þekkingar- innar sé og verði að sjálfsögðu aíl- að meðal stærri og auðugri þjóða. Það slys varð á Hverfisgötu í gær á móts við nr. 59, að ungl- ingsdrengur lenti á vörubifreið og slasaðist. Slysið varð með þeim hætti, að drengurinn mun hafa ætlað yfir götuna, en ekki gætt nógu vel að sér. Hljóp hann út af syðri gang stétt og lenti á hægri hlið bíls ins með þeim afleiðingum að hann fékk sár á höfuð og heilahristing. Blaðið fékk þær upplýsingar hjá lögreglunni í gær, að Margrét Ól- aísdóttir, sem varð fyrir bifreið fyrir viku og hefir legið meðvitundarlaus síðan, hafi verið farin að nærast í gær, en ekki far in að tala. Margrét er átta ára. Nú er röðin komin að bókmenntunum Nú hafa stjórnendur Rússlands snúið sér að því að uppræta og fordæma allar bókmenntir frá Stalíns-tímanum. Nú er verið að fræða verkamenn, rithöfunda, sögukennara, menntamenn og list málarana á því, að stjórnarstefna Stalíns liafi reynzt röng og hættu leg og jafnframt beri að upp- ræta allar bókmenntir frá þeim tíma til þess að vinna að fullu bug á persónudýrkun og efla hina „samvirku forffktu“. Er nú viður- kennt, að bókmenntir hafa verið notaðar eingöngu til flokkslegra þarfa kommúnistaflokksins til að útbreiða stefnu þeirra. Með þess- ari viðurkenningu á misnotkun bókmennta og lista í Rússlandi er staðfest allt það sem blöð lýðræð isflokka Vesturlanda hafa ætíð lialdið fram um ástandið í Rúss- landi og hvernig valdhafarnir liafa notað rithöfunda og lista- menn tii að koma kenningum sín- lím á framfæri. Danskirbakararog sjó- menn enn í verkfallinu Einkaskeyti frá Kaupmannahöfn Bakarasveinar og sjómenn halda áfram verkfalli sínu. Bakarasvein- ar mættu ekki í morgun til vinnu, þrátt fyrir fyrirskipun stjórnar fé- lagssamtaka sinna um að gera svo. Verða þeir nú að greiða dagsektir, 20 kr. danskar á dag hver maður. Nema þesspr sektir nú samtals um 15 þús. kr. Sjómenn hafa enn ekki tekið upp vinnu, en þeir halda fund í kvöld og taka þar ákvörðun um, hvort verkfallinu skuli haldið áfram. „Káta ekkjan" í ÞjóðSeikhúsinu í vor f vor verður söngleikurinn „Káta ekkjan“ sýnd í Þjóðleik- húsinu. Verður það síðasta við fangsefni Þjóðleikhússins á leik árinu og liefir leikárinu venju- lega lokið með söngleik, en þeir hafa jafnan náð miklum vinsæld um. Má reikna með að svo verði enn að þessu siiíifi. Káta ekkjan verður frumsýnd um mánaðarmótin maí og júní. Sænska söngkonan Stina Britta Melander fer með aðalhlutverkið. Mývetningar líta mjög alvarlegnm augum á landnám minksins |>ar Hætta á útrýmingu fágætra andategunda svo sem húsandarinnar. Frá fréttaritara Tímans í Mývatnssveit. Almennur sveitarfundur í Mý- vatnssveit haldinn að Skjólbrekku 31. marz 1956 lítur mjög alvarleg- um augum á minnkapláguna, sem nú vofir yfir þessari sveit. Lítur fundurinn svo á, að svo rnikil hlunnindi og náttúruauðæfi scu hér í veði, að það verði að gera allt, sem hugsanlegt er, til útrým- ingar þeim ófögnuði. Lítur fund- urinn svo á, að ríkinu beri skylda til að bera allan kostnað af eyð- ingu minka. Minnkurinn var flutt- ur inn á ábyrgð hins opinbera áii nokkurrar íyrirhyggju. Skorar því fundurinn eindregið og alvarlega”á Alþingi og ríkisstjórn að gera aHt sem unnt er til eyðingar minki og reyni að finna nýjar leiðir til út- rýmingar honum. Viljum við ber.da á að hér við Mývatn er fjölskrúð- ■ ugt fuglalíf, og jafnvel fuglategund ir, sem ekki eru annars staðar til í heiminum, eins og Húsönd, og er liún í hvað meslri hættu, þar sem hún er hér allan veturinn við Mý- vatn og Laxá. Tillagan var sam- þykkt með öllum atkvæðum. pj.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.