Tíminn - 01.05.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.05.1956, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, þriðjudaginn 1. maí 1956. tii® Útgefandi: Framaóknarflokkurinn. Eitstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrlfstofur I Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Préntsmiðjan Edda h.f. ERLENT YFIRLIT. Hátíðisdagur verkalýðsins D kAGURlNN í dag er haldinn hátíðlegur h' verkamönnum víða um heim. í dag minnast þeir sigranna, sem samtök þeirra hafa náð, og markmiðanna, sem stefnt verð- ur að í framtíðinni. Verkaiýðssamtökin geta vissu lega minnzt stórra sigra í þeim föndumj þar sem þau hafa náð mestum viðgangi og áhrifum. eins og á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum, í Bretlandi og fleiri löndum brezka samveld- isins. Hvergi er afkoma vorka- manna betri eða réttindi þeirra meiri en í þessum löndum. Hér á landi geta verkalýðs- samtökin einnig minnzt mikilla sigra. Afkoma íslenzkra verka- manna er líka mjög góð, þegar miðað er við hag verkamanna annars staðar og aðrar aðstæð- ur hér og þar. ÞÓTT verkalýðssamtökin Tiafi unnið mikla sigra á undan- förnum áratugum, eiga þau víða mikið óunnið. Víða í heim- inurn eru samtök þeirra enn veikburða og annars staðar búa þau við yfirstjórn ríkisins. Þannig eru verkalýðssamtökin enn vanmegna víðast í nýlend- unum. í þeim ríkjum, þar sem 'kommúnistar ráða, búa þau við ófrelsi og yfirstjórn rikisins. Þar eru verkföll bönnuð og verkamenn verða að sætta sig við þau kjör, sem ríkið skammt ar þeim. Ef þeir bera fram kröf ur sínar og grípa til verkfalls- vopnsins, er friðsömum hóp- göngum þeirra mætt með skrið- drekum og kúlnahríð. Svipað er ástatt í öðrum einræðisríkj- um, t. d. á Spáni og víða í S.- .Ameríku. Staðreyndin er jafnframt sú, að þar sem verkalýðssamtökin eru vanmegna eða ófrjáls, eru kjör verkamanna lélegust eins og t. d. í kommúnistaríkjunum og nýlendunum. í húgum þeirra verkamanna hér og erlendis, sem búa við frelsi og mannsæmandi kjör, hlýtur sú ósk áð vera efst í huga á hátíðisdegi verkalýðs- ins, að verkalýðnum í þess- um löndum takist að heimta frelsi sitt úr liöndum hinna ranglátu yfirdrottnara og bæta kjör sín á þeim grund- veili, eins og verkalýðurinn í hinum vestrænu lýðræðisríkj- um hefir þegar gert. ÞAR SEM verkalýðssamtök in eru orðin öflug, eins og hér á landi, á Norðurlöndum, og i Bretlandi, er það ekki aðeins skylda þeirra að vaka yfir hag og réttindum verkamanna, held ur að taka réttmætt tillit til heildarinnar. Verkalýðssamtök- in eiga að eiga hlut sinn í því að byggja upp réttlátt og lieil- brigt þjóðfélag fyrir alla. Þetta er það hlutverk, sem þeim er líka ætlað í stefnuskrá þeirri, sem flokkar liins vinnandi fólks, Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, hafa komið sér saman um og ætla að bera fram til sigurs á næsta kjörtímabili. Þess vegna er það hagur verkalýðsins, að þessi samfylking hljóti sem mest fylgi í kosningunum, og geti sem bezt framfylgt þessu sjón- armiði. Dagurinn í dag er valið tækifæri fyrir verkamenn til þess að strengja þess heit að gera sigur þessara samtaka sem mestan. S jónleysi og heyrnarleysi Mbl.manna Mc [ORGUNBLAÐIÐ spyr eins og álfur út úr hól: Hvað hefir gerzt síðan 1951 jsem réttlætir það, að undirbún- jngur sé hafinn að brottför hers ,’ns? Þessu er fljótsvarað: ÁRIÐ 1951 stað Kóreustyrj óldin sem hæst: Nú er henni Jokið. Þá stóð líka yfir styrjöld i Indó-Kína. Nú er henni hætt. Báðar þessar styrjaldir gátu .arðið upphaf heimstyrjaldar, aví að stórveldin stóðu á bak /ið þær báðar. Árið 1951 var mönnum enn rekki eins Ijós og nú sú ógn, sem •stafar af vetnissprengjunni, en • jennilega dregur hún meira úr stríðshættunni en nokkuð ahn- ,að. Árið 1951 var Atlantshafs- randalagið . enn veikburða og jafnvægið í vígbúnaðarmálum niiklu minna en það er nú. Árið 1951 var Stalin enn á lífi og Sovétríkin fylgdu þá augljósri stríðsstefnu, en nú hefir að dómi óvilhallra manna orðið sú breyting á stefnu Sovét ríkjanna, að þau hyggja ber- sýnilega orðið miklu meira á pólitíska og efnahagslega land- vinninga en hernaðarléga. EKKERT AF ÞESSU, sem. hefir stórbreytt viðhorfum í heiminum, þykist Mbl. sjá. Svo langt verða ritstjórar Mbl. að ganga til að geta afsakað þau svik Sjálfstæðisflokksins, að vilja hafa her í landinu á frið- artímum, að þeir verða að láta eins og þeir hafi verið heyrnar- lausir og sjónlausir undanfarin fimm ár. Siimarbóningur, sem ekki fer vel T> RÁÐ ABIRGÐAÚR- ,*-*-'RÆÐIN“ og niður- greiðsla dýrtíðar með skatt- beningi úr ríkissjóði er hin yf- rlýsta stelna Sjálfstæðisflokks- ‘ns í efnahágsmálum. Til stuðn- ings þessum aðgerðum kallaði Jandsfundurinn á „hæfileg út- lán fjármálastofnana." Ekki cr aú valdsmannlega hóað. Fastar 7ar að orði kveðið um þetta í stjórnmálayfirlýsingu umbóta- flokkanna. Þar var þess krafizt, að komið yrði í veg fyrir póli- tíska misnotkun bankanna. En landsfundurinn hefir vafalaust ta!>ð, að bankastjórar og banka ráðsmenn mundu þekkja „hús- bóndans traust“ þóti talað væri á lægri nótunum. Sjálistæðis- fiokkurinn hefir komið sér upp rneirihlutavaldi í aðalbönkum landsins. Sterkar líkur eru fyr- ir því, að bankastjórar og banka ráðsmenn hafi einmitt orðað á- lyktunina um hófsamlég úllán. Að minnsta kosti er fullvíst, að með samþykktinni voru Sjáíf- stæðismenn ekki að tala við neina hema sjálfa sig. SUMIR FUGLAR fljúga upp með vængjablaki þegar inaður nálgast hreiður þeirra og reyna að leiða á villigötur. Aðr ir skipta um lit eftir umhverfi og árstíðum. Samþykkt Sjálf- stæðismanna um „hófleg útlán“ kemur eins og nokkurs konar appendix við höfuðályktun Bretlandsför valdhafa Rússa Þótt ekki næíist mikill beinn árangur af viÖræ<$um þeirra og brezkra stjónt málamanna, eru þær taldar hafa lagt grundvöll aí meiri árangri sííar Krustsjcff — viðræðurnar í London bentu eindregið til þess að hann væri valdameiri en Bulganín. AÐ UNDANFORNU hafa heimsblöðin um fátt meira rætt en heimsókn þeirra Bulganins og Krustjeffs til Bretlands og við- j ræður þeirra við brezka stjórn-j málamenn. Þessari heimsókn er nú lökið og er því hægt að mynda sér nokkurt yfirlit um niðurstöður j hennar og dóma heimsblaðanna um þær. Það virðist nokkurn veginn sam- eiginlegt álit blaðanna, að heim- sóknin hafi verið til verulegra bóta. Sum þeirra benda að vísu á það, að beinn árangur viðræðnanna hafi ekki orðið mikill. Flest taka það líka jafnframt fram, að við því háfi ekki heldur verið a'ð búast. Það, sem hafi gerst á Genfarfundi æðstu manna stórveldanna í fyrra, hafi í raun og veru ekki verið annað en það, að stórveldin hefðu orðið ásátt um, að heimssstyrjöld yrði til tjóns fyrir alla. Hinsvegar hafi engin af meiriháttar ágrein- ingsmálum þeirra verið jöfnuð þar. Þau séu líka þannig vaxinn, að það hljóti að taka verulegan tíma að ná samkomulagi um þau. Tor- tryggnin þurfi að minnka áður. Við því hafi ekki mátt búast, að slíkt samkomulag næðist á viðræðu- fundinum í London. Flest bendi hinsvegar til þess, að þar hafi mið- að í rétta átt. BLÖÐIN telja það mikilvæg- ast árangur viðræðnanna, að þær hafi aukið þekkingu og skilning á báða bóga. Hvor aðilinn um sig viti nú betur, hvar hinn raunveru- lega standi. Þetta sé ekki sízt mikil-1 vægt fyrir leiðtoga Sovétríkjanna, | er hingað til hafa orðið að fá vitn- eskju um aðstöðu erlendra ríkja eft, ir sögusögnum annarra. Ef til vill j hefði Stalín aldrei horfið að ein- angrunarstefnuninni, ef hann hefði haft betri og réttari þekkingu á öðrum þjóðum. Ferðalög valdhafa Sovétríkjanna séu því bæði gagn leg fyrir þá og aðra. Ameríska stórblaðið „The New York Times“ leggur áherzlu á það, að Bulganin og Krustseff komi heim ríkari að reynslu eftir en leSri stjórnarhætti heima fyrir. áður. Þeim muni nú vera ljóst, að bros eða hótanir dugi ekki. Éftir Asíuför þeirra á siðastliðnu hausti, hefðu þeir vel mátt halda, að bros- ið og elskulegheitin gætu nægt. Brezkur almenningur hefði hins- vegar ekki látið glepjást af þéssu Anthony Eden — viðræðuniar í London eru taldar persónnlegnr sigur fyrir liann, en sjálfur telur hann, að þær hafi styrkt friðai'horfurnar. ÞA BENDA blöðin á það, að Bulganin og Krustseff hafi komist að raun um, að ögranir og hótanir séu ekki vænlegar til árangurs. í ræðu, sem Krustsefí flutti í Birmingham, lagðí hann áherzlu á, og brezka stjórnin’hefði t’úíkað' að Bússar ættu vetnissprengjur, er málin með festu og hreinskdni. | væri að varpa úr flugvélum, Bulganin og Krustseff hljóti því að ; °S þeir myndu brátt ráða yfir gera sér þess orðið grein, að þeir j fiugskeytum, er hægt væri að verði að gera meira en að brosa ogJ senda umhverfis hnöttinn. Eullur tala blítt, ef þeir ætla að vinna'j trúnaður var ekki lagður á þetta, hinni nýju stefnii sinni fullt tráust. j en Þ'ó var það ekki talið aðalatriðið, Þeir verði að fýlkja henni fram í, heldur hitt, að Krustseff hefði verki. Þeir verði að sýna hana æBað að ögra með þessu. Það mælt- meira í verkum en orðum, ef vest- isl ilia fyrir bæði í blöðuhum og 'ráenu þjóðirnar eigi að sannfærast.. hjá almenningi. í þessu sambandi leggja mörg1 Yms blöðin telja, að veizlan hjá vestræn blöð áherzlu á það, að þingflokki jafnaðarmanna hafi orð- Rússar verði að sanna stefnu sína' id einna lærdómsríkust fyrir þá í verki með því að lina tökin á Bulganin og Krusteff. Þar hafi leppríkjunum og taka upp frjáls-! l>eir hoinist bezt að raun um, að brosið og blíðmælin nægja ekki. Valdhafar Rússa hafa að undan- förnu gert sér mjög dátt við jafn- áðarmannaleiðtogana erlendis og hoðið leiðtogum þeirra heim ein- um af öðrum. Jafnframt hafa þeir talað um naúðsyn aukinnar sam- vinnu millí kommúnísta og sósíal- ista. Forvígismenn enskra jafnaðar- manna undir forustu þeirra Gait- skells ógJBevans notuðú tækifærið, sem veizlan bauð þeim, til að ppófa þaö, hve alvarlega umrædd vinmæli væru meint. Þeir báru því þá ósk fram við þá Bulganin og Krustseff, að þeir létu leysa ur haldi jafnaðarmenn, er væru í fang elsum í Sovétrikjunum og leppríkj- unum vegna skoðana sinna. Krust- seff tók þessu mjög illa, en Bulg- anin sagði ekkert. Víst má telja, að þeir félagar hafi lært það á þessú, að verk þeirra þurfa að vera í samræmi við vinmæiin, ef þau eiga a'ð takast alvarlega. Nokkra athygli hefur það vakið, flokksins í efnahagsmálum, vafalaust af tiiefni þeirrar skor inorðu stefnuskrár, sem um bótaflokkarnir voru biinir að birta. • Sámþykkf lánclslúndar- ins á að leiða athygli frá hreið:- inu. Og foringjar flokksins ætl ast til að hún dugi þeim sem sumarbúnírigur og ■ sánni,'. áð þeir séu. iíka haldnir áhuga fyr ir að koma í vég fyrir riiisnotk- un bankanna. En þótt meðal foringjanfta séu miklir leikarar tekst peim 'hér ekki til jafns við rjúpuna. Litaskiptin eru henni eðliieg En áhugi fyrir umbótum í bankamálum er sannarlega ó- eðlilegur í fari þeirra, seni bera ábyrgð á útlánastefnunni og lifa eftir kenningu flókksfor- mannsins: Fyrst við, svo flokk- urinn, síðast þjóðin. að fáum dögum eftir þessi orða- skipti, var nokkrum leiðtogum jafn- aðar/nanna í Austur-Þýzkalandi sleppt úr haldi. í ÝMSUM blöðum er athvgli vakin á því, hvernig rússnesk blöð og útvarpsstöðvar hafi rætt um Breta og Bretland meðan á heim- sókninni stóð og eftir hana. Með bessu hefur verið vandlega fylgst.j því að það þykir yfirleitt meirl vísbending um hver er rauverúlega ..lína“ rússnesku valdhafanna, hvað þeir láta segja heima fyrir. en bað, sem þeir láta segja út á við. Niður- staða þessarra athugana er sú. að rússnesk blöð og útvarpsstöðvar hafi aldrei flutt réttari og sann- gjarnari frásagnir um Bretland og Breta en á þessum tíma. Tónnimi er yfirleitt friðsamlegur og vin- samlegur. Þá er gert mikið úr því, að viðræðurnar í London hafi ver- ið hinar gagnlegustu. Þetta er almennt talin sönmm þess, að rússnesku valdhafarnir ætli að halda óbreyttri stefnu á- fram en hverfa ekki að nýju til stríðsstefnunnar. Ef ætlunin væri að taka upp einangrunar- og stríðs- ste/nu Stalíns að nýju, myndi áróð- urinn í garð Breta vei’a með allt öðrum og óvinsamlegri hætti. - 1 f LOK viðræðanna milli þeirra Bulganins og Krustseffs annarsveg- ar og Edens og Selwyn Lloyds hins- vegar, var birt um þær aílrækileg greinargerð. f þeirri greinargerð kemur það fram. að enginn beinn árangur hefur náðst í viðræðunum um Þýzkalandsmálin eða afvopn- unarmálin, en umræðurnar um þessi mál eru hinsvegar taldar hin- ar gagnlegustu fyrir framtíðina. f greinargerðinni er ekkert minnst á Kína eða Indo-Kína, en málefni þessara landa hafa þó vafalaust verið rædd. Þetta þykir benda til, að ekki hafi heidur náðst neitt samkomulag um þau. Það, sem blöðin telja einkum já- kvætt í greinargerðinni, er sú yfir lýsing, að bæði löndin muni styðja sáttumleitanir S. Þ. í deilum Gyð- inga og Araba. Þessi yfirlýsing þyk ir mikilsverð. Hin nálægari Austur- lönd eru nú talin mesta hættusvæð- ið og getur það haft megin þýðingu, að Rússar og vesturveldin styðji sameiginlegar aðgerðir þar. Síðan þessi yfirlýsing var birt, hafa sura arabísku blöðin verið óvinveittari í garð Rússa eftir en áður. Þá telja blöðin það atriði í grein argerðinni mjög mikilvægt, að því er heitið af báðum að greiða fyrir auknum menningarlegum viðskipt- um og gagnkvæmum upplýsingum. Þetta þykir benda til, að Rússar ætli að leyfa innflutning á brezkum blöðum og bókum og hætta að trufla brezkt útvarp. Það eru tal- in mikil og friðvænleg tíðindi, e£ úr slíku yrði. Þá segir í greinargerðinni, að Rússar hafi boðist til að kaupa vörur af Bretum fimm næstu áriri fyrir 800—1000 millj. sterlings- punda og fram hafi þeir lagt lista yfir þær vörur, sem þeir viljá kaupa. Þetta er þó bundíð því skil- yrði, að Bretar kaupi rússneskar vörur fyrir sömu upphæð og banni ekki útflutning á vissum vörum tij. Sovétríkjanna, eins og. nú á sér stað með vissar hernaðarvörur. Bretar hafa lofað að taka þetta tilböð til athugúnar. HÉR SKAL AÐ lokum sagt frá ummælum nokkurra blaða um ] viðræðurnar: Times: Viðræður hafa verið til ; gagns. Bretar hafa haldið fast á ! sjónarmiðum sínum og Rússar eru kunnari afstöðu þeirra en áður. Þótt mikil beinn árangur næðist ekki nú, veita umræðurnar fyrir. heit um meiri árangur síðar. Við- ræðurnar benda yfirleitt til þess, (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.