Tíminn - 04.05.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.05.1956, Blaðsíða 4
4 Stáiu vopnum og skotfærum úr stórri her- stöð brezka hersins rétt við Lundúnaborg Irski lýðveldisherinn treystir fremur á byssur og vald en stjómvizku til áð sameina írland TIMINN, föstudaginn 4. maí 1956. r' i « Eins og menn rekur kannske minni til, þá var ráðizt á brezka vopnageymslu skammt frá London á miðju sumri í fyrra og stolið þaðan töluverðu af skotfærum Qg vopnum. Skömmu síðar hafðist upp á þýfinu, enda mun ekki hafa verið meiningin að koma því svo dyggilega undan að það fyndist ekki. Þvert á móti þjónaði það tilgangi ránsmanna, að það fannst, en þeir voru úr írska lýðveldishernum, og þjófnaðurinn var framinn til að beina augum heimsins að þeirri staðreynd, að hluti írlands lýtur enn brezkum ■ yfir- ráðum. i I þau þrjátíu og fjögur ár, sem beðið hefir verið eftir friðsam- legri lausn varðandi sameiningu Xrlaiids; hafa írar öðru hverju hugs að sér til hreyfings til að koma' nokkru umróti á þann seinagang sem ríkir varðandi þeirra dýrasta mál: írland frjálst og sameinað. Og í hvert sinn, sem þeir hugsa sér tU hreyfings, kemur þeim írski lýðveldisherinn í hug, sem vaxinn er frá hinni svokölluðu Sinn Fein hreyfingu, er skipar róm antízkan sess í hugum íra. Ólðgleg samtök. írski lýðveldisherinn á sér langa söéu. Það var hann, sem á tímabil- imir 1918—21, lék Breta svo hart, að þeir sáu sér ekki annað vænna en ganga að samningum sem leiddu til stofnunar írska fríríkisins, er nær yfir tuttugu og sex sýslur í snðurhíuta landsins. Bretar héldu eftir(; aÍSeins sex sýslum í norður- hliitánum. írski lýðveldisherinn viðurkenndi aldrei þessa samninga, né aðskilnað landsins í tvo hluta. Og áframhaldandi starfsemi hers- ins, þrátt fyrir samningana, stríddi svo á móti vilja hinnar nýju írsku stj’órnar, að Cosgrave forseti bann- aði álla starfsemi hans árið 1931, og; DeV-alera, sem í einn tíma var lexðíogí lýðveldishersins lýsti því yfib.árið 1936 að herinn væri ólög- leg samtök. Það var því ekki ann- aðiyrir samtökin að gera en hverfa af yfirborðinu. Tveir dæmdir fyrir morð. Eftir ailan þennan mótbyr heima í Eire, var hljótt um lýðveldis- herinn, þar til á árinu 1939. Bretar voru iþá að undirbúa sig undir styrj- ölöina síðari og notaði þá írska andspyrnuhreyfingin tækifærið til að v.ekja athygli á aðskilnaði lands síns með því að standa fyrir spreng- ir.gnm í Manchester og London. Bretar mótmæltu harðlega þessum aðfaruih og leiddi það til þess, að ári' sióar kom til götubardaga í Bublin; ríkisstjórn írska lýðveldis- ins tók lýðveidisherinn kverkataki, farh'elsaði nokkur hundruð leið- toga hans og tók tvo af lífi fyrir morð.' Það fréttist svo varla nokkuð af hernum fyrr en á árinu 1954, þeg- ar ný kynslóð ungra íra byggði herinn að nýju með mikiili leynd. Þessir ungu menn voru óþolinmóð- ir ýfir þeim síendurteknu íullyrð- ingum stjórnmálamannanna, að landið yrði aðeins sameinað með „stjórnvizku en ekki valdi“. „Nú höfum við byssurnar“. í fyrstu' útrásinni réðust írar á herstöð í Norður-írlandi og náðu þaðan um þrjú hundruð byssum. Skömmu síðar ruddust nokkrir úr leynihreýfingunni inn í sýningar- herbergi tveggja kvikmyndahúsa í Suður-írlandi og neyddu sýningar- stjóranna til að auglýsa á tjaldinu: „Gangið i írska lýðveldisherinn. Nú höfum við byssurnar". Hundruð ungra manna létu ekki segja sér þetta tvisvar, en herinn var enn illa búinn vopnum. í októ- ber 1954 réðust þeir á annað vopna- búr í Norður-írlandi, en þá tóku Bretar tólf þeirra höndum. Þriðja árásin var gerð á herstöðina við Aborfield í Englandi sumarið 1955 í því augnamiði að afla hernum vopna. Bretum nóg boðið. Það þótti að vonum aildjarflega að Verið að ræna herstöð skammt Skráning í írska lýðveldisherinn í Lundúnum frá London, enda vakti atburður- inn gífurlega athygli. Hafin var víðtæk leit að þeim vopnum, sem stolið var. Nokkrum klukkustund- um eftir árásina náðust þrír lýð- veldishermenn og voru íeknir höndum, en í bifreiðin, sem þeir óku fannst aðeins lítill deill beirra skotfæra, sem horfið höfðu. Scotland Yard komst aftur á spor- ið, þegar einhver nafnleysingi hringdi frá íbúðahverfi í Norður- London, sem gengur undir nafninu „írska sundið“, vegna þess hve margir írskir innfiytjendur búa þar. Þessi náungi sagði lögreglunni, að tveir tólf ára drengir hefðu sagzt hafa séð ókunna menn vera að bera þunga kassa inn í tóma byggingu í nágrenninu. Við leit í húsinu fundust 45 skotfærakassar og fólf stærri kassar með Bren og Sten-byssum. Ofaná einum kassan- um lá hlaðin skambyssa og þótti sýnt að eigandi hennar hefði flúið í skyndingu. Ilakaskaft og fjögurra feta pfanki. Morgunin eftir fengu ritsjórar blaðanna i Dublin samhljóða til- kvnningu frá „aðstoðarhershöfð- ingja“ lýðveldishersins, Diarmid Macdiarmada, þar sem tilkynnt var „velheppnuð árás tólf sjáifboðaliða, sem komust allir undan“. Þólt lýðveldisherinn tapaði her fanginu, vakti hann athygli á sér og baráttumálum sínum um allan heim. Lýðveldishernum hafði tek- izt að smána brezka herinn, sem viðurkenndi heimóttarlega, að einu vopnin, scm voru handtæk við Aborfield, liefðu verið „eitt haka- skaft og fjögurra feta planki, þar sem engin vopn voru ætluð við varðmennsku“. Eden hélt fund með yfirmanni hersins og ýmislegt ann- að sýnir, að Bretar voru áhyggju- fyllri út athafnasemi írska lýðveld- ishersins, en þeir létu uppskátt. Tugthúslimir kjörnir á þing. Talið er að um fimm þúsund manns séu í lýðveldishernum. Sveitir úr hoonuni hafa stundum heræfingar innan sjónmáls frá landamærum Norður-íralands. Her inn hefur lýst yfir þeirri ætlan sinni, að hrella Norður-írland, þar til þarlend valdstjórn fellur. Til að undirstrika áhrifavald sitt þar, létu þeir mikið til sín taka í síð- ustu kosningum til brezka þingsins, með þeim árangri, að tveir fram- bjóðandanna, sem þó voru í brezku fangelsi, voru kjörnir á þing. Þess ir tveir voru dæmdir fyrir þátt- tökuna í októberárásinni í Norður- írlandi Þótt lýðveldisherinn eigi þessi ítök meðal Norður-íra, er samt mikill meirihluti þeirra andstæð- ur sameiningu landsins á grund- velli ofbeldis og átaka. Þeir hall- ast mikið fremur að því að beita stjórnvizkunni. Á hinn bóginn þyk- ir Bretum ekki fýsilegt að sleppa með öllu liendinni af írlandi og eiga von á hættulegu hlutleysi ríkis rétt undan ströndinni. Tveir drengir úr KR hafa náð bronzmerki í hæfniþraatum KSÍ Starf Guðrúr.ar Brunborg. Borizt hefir bréf frá Kaup- mannahöfn og ræðir Sk. Þ. um starf frú Guörúnar Brunborg og þá erfiSleika, sem hún hefir átt við að stríða. Bréfritara farast orð á þessa leið: „SUMIR einstaklingar eru þannig gerðir, að þeir finna ekki frið með sjálíurn sér með því að tryggja aðeins eigin hag. Þeir eru ekki sáttir við lífið, nema að þeim heppnist að greiða gotu annarra á einn eða ahnaa háit. Þessir einstaklingar eru leiðsögu menn og boðberar betri íéiags- hátta. Og það fer varla hjá því, að hverjum góðum dreng hlýni i hug í návist þeirra. íbúðir fyrir stúdenta. NOKKUR undanfarin ár hefir frú Guðrún Brunborg ferðast víða um ísland og sýnt ágætar kvik- myndir. Tekjunum af þessum sýningum hefir hún varið til þess að veita íslenzkum stúdentum rétt til afnota af tíu íbúðarher- bergjum í stúdentaheimilinu í Osló — Studenterbyen við Sogns- vei. — íbúðirnar eru tvær, 5 her bergi í hvorri. Eru þetta hinar vistiegustu íbúðir og Jeigan mjög sarthgjörn. Þessar ibúðir tryggja það, að tíu ísienzkir stúder.tar eru ekki í húsnæðishraki og þurfa ekki að greiða óhagstæða húsaleigu. Frú Guðrún hefir sýnt ættlandi sínu og ísl. stúdentum mikia ræktarsemi mcð þessu starfi. Þá hefir hún einnig stofri- að sjóð til styrktar ísienzkum og r.orskum stúdentum. Kjarkur og viljafesta. FRÁ BARNÆSKU hefir frú Gu.ð rún ekki gengið heil til skógar, en kjarkur og viljafesta, ásanu einlægri löngun til þess að rétta öðrum hjálparhönd, hefir veitt lienni þrek og sigurvissu. Frú Guðrún hefir meirihluta ævinn- ar dvalið fjarri ættjörð sinni. Hún hefir reynzt góður þegn dvalarlandsins og traustur full- trúi átthaga sinna. Þeir eru orðn ir margir íslendingarnir, se;n dvalið hafa endurgjaldslaust á heimili hennar lengri eða skemmri tima og notið vinsemd- ar og fyrirgreiðslu. Maður henn- ar er henni samhentur og fagn- ar hverjum íslendingi, sem að garði ber ekki síður en eigin löndum. Honum ber einnig að þakka. En starfi frú Guðrúnar fyrir þetta áhugamál er ekki enn iokið. Síðustu greiðslur vegna herbergjanna eru eftir. í sumar kemur hún heim til fslar.ds og sýnir kvikmyndir í þágu þessa málefnis. Ég veit, að íslendingar taka henni vel og létta henni Dar áttuna fyrir góðu málefui. Frú Guðrún á hlýhug f.iölda íslend- inga og þeir tímar munu koma, að starf hennar í þágu þessa mál- efnis og málefnið sjálf, verður metið til fulls. — Hún hefir reist sér fagran minnisvarða.“ □ Enn halda hreinsanir dagiega á- fram í kommúnistalöndunum. — Unnið er markvisst að því að koma Stalínistum fyrir kattar- nef. A þriðjudag- inn, 1. maí, luku tveir drengir úr KR, þeir Þórólfur Beck og Örn Steinssen, prófi í hæfnis- þrautum Knatt spyrnusam- bands íslands. Luku þcir finiin fyrstu þraulunum við ágætan orð- stír og hafa því rétt til að bera hæfnis- merki úr bronzi, sem Knattspyrnu- sambandið veitir þeim, sem leysa knattþraut- irnar. Þess skal getið, að til þess að fá rétt til að bera silfur- og gullmerkið þurfa drengirnir fyrst að hafa lokið bronzþrautun- um, og áreiðanlegt er, að þeir Þór- ólfur og Örn hafa fullan hug g því ,að ljúka öllum þrautunum í sumar. * Þessir tveir drcngir eru hinir fyrstu hér á landi, sem vinna scr rétt til að bera afreksmerki KSÍ með því að leysa þrautirnar, og má reikr.a með því, að Knattspyrnu- sambandið muni heiðra þá sérstak- Iega fyrir þann áhuga og dugnað, sem þeir hafa sýnt með því að leysa þrautirnar. En þess má einn- ig geta, að fleiri fclagar þeirra í KR eru nú að reyna við þraut- irnar og hafa nokkrir þeirra leyst tvær til þrjár þrautir, en fimm fyrstu þrautinar þarf að leysa til þess, að öðlast bronzmerkið. Á- stæða er til að livetja fleiri knatt- spyrnufélög ,til þess, að hefja nú þegar, að undirbúa félagsmenn sína á aldrinum 12—16 ára til að gera þá hæfa til þess að leysa þrautirnar, en það ætti hverju fél- agi að vera metnaðarmál, að eiga sem flesta drengi, sem eru það Ieiknir með knöttinn, að þcir geti leyst hæfni sþrautirnar. Þá skal hér getið hvernig Þór- ólfur og Örn leystu þrautirnar, en prófdómari var Sigurg. Guðmanns- son, en hann á sæti í Unglingá- nefnd KSÍ. Fyrsta þrautin er innan fótar spyrnur i mark, fimm spyrn- ur með hvorutn fæti, af sex metra færi. Gefin eru stig og Maut Þór- ólfur 7 stig, en Örn sex, en sex stig þarf í þessari þraut til að öðlast bronznierkið. Önnur þraut in er skot frá vítateigslínu, beint fyrir framan mark, útfærist með ristspyrnu, fimm spyrnur með hvor um fæti. Markinu er skipt í þrjá reiti, og eru gefin þrjú stig fyrir að hitta í það í lítil bil við stang- irnar, en eitt fyrir að hitta í mitt markið. Þórólfur hlaut 17 stig, en Örn 20, Lágmark er 15 stig. Þriðja þrautin er að halda knetti á lofti, og á að lyfta knettinum frá jörðu, en síðan er knötturinn færður á einn líkamshluta af öðrum, og eru stig aðeins gefin fyrir þessa til- færingu milli líkamshluta. Þórólf ur hlaut 26 stig, en Örn 34 stig, en lágmark fyrir bronzmerkið er 15 I stig, og gefa þessar tölur því gott Iriæítii um leikni drengjamia. Fjórða iþrautin er knattrekstur milli stanga á hámarkstíma, senj: er 35 sek. Þórólfur fór á 32,5 sek., en Örn á 31.1 sek. Finunta og síðasta þraut- in er 25 m. sprettur, fljúgandi við- bragð. Hámarkstími, .4.5, sek. Þór- ólfur fór á 3.3 sek„, en Örn á 3.1 sek. Á þessu sést..vel, hye, þessum drengjum hefur veitzt tiltölulega létt að leysa þessar fimm þrautir, sem af sumum hafa verið álitnar það erfiðar, að ekki yæri víst að allir landsliðsmenn okkar geti leyst þær. Að Iokum þetta. Úngu drengir, sýnið nú leikni ykkar og dugnað með því að leysa hæfnisþrautirnar sem fyrst. Landslið og pressulið keppa í handknattleik í kvöld í kvöld fara fram að Hálogalandi handknattleiksleikir milli liða, sem landsliðsnefnd hefir valið annars vegar, en íþrótta- fréttaritarar blaðann hins vegar. Leikirnir hefjast kl. átta og eru hinir síðustu á þessu starfsári. Keppt verður í kvenna- og karla- flokkum og má reikna með að keppni verði afar tvísýn. í fyrra fóru slíkir leik'ir- fram, og sigr- aði þá pressuliðið í karlaflokki með 25 gegn 22, en lið Handknatt leiksráðs -sigraði'' í kvennaflokki með 10—8. Þá má geta þess, að úrvalslið Handknattléiksráðs Reykjavíkur í kvennaflokki fer til Noregs í sum ar í boði Grefsen frá Osló, er var hér s. 1. sumar í boði HKRR. Ráð- gert er að taka þátt í Norðurlanda keppni í kvennaflokki, er íram fer um svipað leyti í Finnlandi. Verður reynt áð sameina þessar tvær ferðir. Einnig munu hinir nýbökuðu íslandsmeistarar í karla flokkí, Fimleikafélag Hafnarfjarð- ar, fara til Danmerkur í sumar. Skipan liðanna, sem keppa í kvöld, fer hér á eftir, en þess má geta, að í pressuliðinu eru fimm úr FH og tveir í liði lands- liðsnefndar. Karlaflokkur: Lið Iandsliðsnefndar: Sólmund- ur Jónsson, Val — Bergur Adolfs- son, KR — Valur Benediktsson, V'al — Kristinn Karlsson, Ármann — Sigurður Jónsson, Víkingi — Karl Jóhannsson, KR •— Ásgeir Magnússon, Val — Bergþór Jóns- son, FH — Birgir Björnsson, FH — Snorri Ólafsson, Ármanni. Lið íþróttafréttaritara: Kristófer Magnússon, FH — Ólafur Thorla- cíus, Fram — Einar Sigurðsson, FH — Hainz Steinmann, KR — Pétur Antonsson, Val — Geir Hjartarson, Val — Sigurhans Hjartarson, Val — Sverrir Jónsson FH — Ragnar Jónsson, FH — Hörður Jónsson, FH. Kvennaflokkur: Lið landsliðsnefndar: Rut Guð- mundsdóttir, Ármanni — Elín Guðmundsdóttir, Þrótti — Sigríð- ur Lúthersdóttir, Ármanni •— Helga Emilsdóttir, Þrótti — Sig- ríður Kjartansdóttir, Ármanni — Gerða Jónsdóttir, KR — Sóley Tómasdóttir, Ármanni — Inga Hauksdóttir, Fram — Guðlaug Kristinsdóttir, FH — María Guð- mundsdóttir, KR. Lið íþróttafréttaritara: Geirlaug Karlsdóttir, KR — Elín Helga- dóttir, KR — Marta Ingimarsdótt- ir, Val — Ása Jörgensdóttir, Ár- manni — Valgerður Steingríms- dóttir, Ármanni — Guðrún Georgs dóttir, FH — Svana Jörgensdóttir, Ármanni — Aðalheiður Guðmunds dóttir, KR — Ólína Jónsdóttir, Frám — Inga Lára Lárentíuz- dóttir, Fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.