Tíminn - 04.05.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.05.1956, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, föstudaginn 4. maí 1956. Útg«fandl: rramaóknarflokkurmn. Eitstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur I Edduhúsi við Lindargötu. Simar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2223. Prentsmiðjan Edda h.f. FramboS Áka Jakobssonar T BLÖÐUNUM í gær var * skýrt frá þeim merku dðindum, að Áki Jakobsson yrði í framboði fyrir Alþýðu- flokkinn á Siglufirði og yrði framboð hans stutt af Fram- sóknarmönnum þar. Áki Jakobsson var um all- langt skeið einn af hélztu leið- togum Sósíalistaflokksins. Hann var þingmaður fyrir flokkinn um tíu ára skeið og ráðherra fyrir hann á árunum 1944—47. Leiðir hans og flokksins skildu fyrir seinustu þingkosningar, þegar hann neitaði að verða í framboði fyrir hann. Um líkt leyti skildi alveg með honum og flokknum. í eðlilegu fram- haldi af því, hefir Áki nú orðið við áskorunum Alþýðuflokks- manna um að vera í framboði fyrir þá á Siglufirði. MARGIR KUNNIR stjórnmála- menn hafa farið þessa sömu leið og Áki. Þetta gildir t. d. urn langflesta núverandi forvíg ismenn norska Alþýðuflokksins. Eitt sinn sátu þeir Brynjólfur Bjarnason og Einar Gerhard- sen, forsætisráðherra Noregs, á kommúnistaþingi í Moskvu. Aukin reynsla sannfærði hina norsku verkalýðsleiðtoga um, að úrræði kommúnismans hent- uðu ekki á Norðurlöndum. Sama er að segja um ýmsa l'eiðtoga jafnaðarmanna í Sví- þjóð og Danmörku. T. d. var Christensen aðstoðarutanríkis- fáðherra Danmerkur, sem hér var nýlega á ferð, framarlega hjá dönskum kommúnistum um skeið. Því ber vissulega að fagna, þegar gáfaðir og starfshæfir menn, sem fylgt hafa kommún- istum, snúast til liðs við lýðræð issinnaða umbótaflokka og veita þeim fylgi sitt. Það er hin rétta þróun. AF HÁLFU andstæðinga bandr: lags Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins hefir því verið mjög hampað, að örðugt myridi vera fyrir þessa flokka að halda öllu sínu fyrra fylgi vegna sam starfsins. Iíeynslan er hins veg- ar á állt aðra leið. Meðal íylg- ismanna þessara flokka er bandalaginu almennt fagnað og það aukið þeim baráttuvilja og sigurhug. Jafnframt bætast því stöðugt nýjir liðsmenn, er áð- ur hafa fylgt öðrum flokkum að málum. Framboð Áka Jakobs- sonar er eitt vitnið um þetta. Þegar er vitanlegt, að margir þeirra, sem áður hafa íylgt Sósíalistaflokknum og Þjóð- varnarflokknum, munu nú skipa sér um hið nýja banda- lag. Og víða utan af landi ber- ast þær fréttir, að hugsandi menn, sem áður hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum, munu nú snúa við honum baki. ÞETTA ER eðlileg þróun. Menn vilja efla hér traust, heil brigð og frjálslynd stjórnmála- samtök. Þann möguleika hafa kjósendur ekki átt fyrir kosn- ingar — fyrr en nú. Þess vegna fylkja menn sér nú um banda- lag umbótaflokkanna. Það þakkar ekki aðeins stuðning- inn, heldur mun kappkosta að sýna í verki„ að það hafi átt hann skilið. i t ( Miseotkim orSa ÍTÍORGUNBLAÐIÐ kvart- ar undan því í gær, að það tíðkist nú mjög í hinni póli tísku baráttu, að gerbreyta merkingu orða þannig, að þau séu notuð í allt annarri og oft- ast þveröfugri merkingu við það, sem verið hefir áður í mæltu máli. Verstu útreið í þessum efn- um, segir svo Mbl., hafa feng- ið orðin frelsi og frjálslyndi. Víst er þetta hverju orði sannara hjá Mbl. Hvaða orð eru t. d. forkólfum Sjálfstæðis- flokksins tamari en verzlunar- frelsi og frjálsræði í viðskipt- um. Undir forustu þeirra eru svo framkvæmd ein hin ströngustu innflutningshöft, sem hér hafa viðgengist. Gott dæmi um þessa starfsað ferö er t. d. tillaga þingmanna Sjálfstæðisflokksins um frjáls- an bílainnflutning, fáum mán- uðum áður en viðskiptamála- ráðherra Sjálfstæðisflokksins bannaði hann um óákveðinn tíma. Menn skulu hér eftir ekki taka það alvarlega, þegar forkólfar Sjálfstæðisfio v • os tala um frelsi. Þá meina þeir það, sem er þveröfugt, höft. Sannarlega mætti það vera mörgum gagnlegt að hafa nú fengið staðfestingu sjálfs Mbl. á því. Óhróður íhaldsins um vesturveldin AF HÁLFU Sjálfstæð- ismanna er nú í bak- tjaldaáróðri reynt að hampa því mjög, að íslendingar muni verða fyrir barðinu á vestur- veldunum, ef þeir standa við þá yfirlýstu stefnu sína, að hafa hér ekki her á friðartím- um. Þeir muni þá ekki getað fengið hjá þeim lánsfé til fram- kvæmda, þeir muni missa mark aði o. s. frv. Gömul og ný reynsla sýnir vissulega að þetta er tilhæfu- laus áróður. í þessu sambandi er þess skemmst að minnast, að í ný- loknum þingkosningum á Cey- lon unnu jafnaðarmenn mikinn sigur. íhaldsstjórninni þar var steypt af stóli og hafa jafnað- armenn nú myndað þar nýja ríkisstjórn. Eitt af helztu kosningamálum jafnaðarmanna var að lofa því, að Bretar fengju ekki lengur að hafa herstöðvar á Cevlon. Hin nýja stjórn hefir lýsi yfir því, að við þetta loforð verði staðið. FYRIR kosningarnar stóðu yf- ir samningar um það milli stjórna Bandaríkjanna og Cey- lons, að Bandaríkin veittu Cey- lon efnahagslega hjálp. Ceylon hafði ekki áður fengið slíka hjálp frá Bandaríkjunum og treysti stjórnin sér ekki til að ganga frá samningum um þetta fyrir kosningarnar vegna áróð- urs kommúnista. Eitt af fyrstu verkum hinnar nýju stjórnar var hins vegar það að ganga frá þessum samningum. Samkvæmt þeim veita Bandaríkin Ceylon 5 millj. dollara framlag á þessu ári og gefa fyrirheit um meira síðar. Þá hafa Bretar lýst yfir því, lýðsleiðtoginn Geor Pípulagiiingarmaðurinn frá New York sem nú stjórnar voldugustu verkalýðs- samtökum lieimsins í desembermánuði s. 1. gerðist sá merkilegi atburður, sem markar tímamót í þróunarsögu verkalýðsmála Vestur- heims, að tvö stærstu verkalýðssamböndin, AFL og CIO sameinuðust í eitt allsherjarsamband eftir rúmlega 20 ára allharða samkeppni. George Meany, sem áður hafði verið forseti AFL-sambandsins í rúm þrjú ár, var einróma kos- inn forseti hins nýstofnaða heildarsambands, er telur vfir 15 miljónir verkamanna innan sinna vébanda, og hafði hann þar með náð stærsta áfanganum í hinum merkilega ferli sínum sem leiðtogi innan bandarísku verkalýðshreyfingar- innar. Eftirmaður Williams Green. Síðari hluta nóvembermánaðar árið 1952 komu tólf menn, klæddir dökkum fötum, inn í blðstofu járn brautarstöðvarinnar í smáborg- inni Coshocton í Ohio. Þeir voru allir meðlimir í stjórn verkalýðs- sambandsins AFL og voru að koma frá jarðarför hins 82 ára gamla Williams Green, sem í mörg ár hafði verið forseti sambands- ins. Fáum döguzn áður hafði veríð ákveðið að gjaldkerinn í ‘órn þess, George Meany, yrði efurma’' ur Greens. Á meðan þessir verka- lýðsleiðtogar voru að bíða eítir að eimreiðin kæmi, tilkynnti Meany þeim, að hann hefði ákveðið að styðja Schnitzler, formann bakara- sambandsins, til kjörs sem gjald- kera. Den gamli Tobin, sem verið hafði formaður sambands flutn- ingaverkamanna úm langt skeið, lét í ljós reiðileg mótmæli. En Meany sat við sinn keip. Það myndi ákveðið á fundi sambands-. stjórnar í Washington næsta dág, hver kosinn yrði til þess a.ð skipa hið fyrra sæti hans innan stjórn- arinnar. Hinir gömlu verkalýðsforingjar voru sem þrumu lostnir. Aldrei fyrr, öll þau 28 ár, sem Green var við stjórn, liöfðu þeir m-ðið fyrir slíkri meðferð af hálfu þess manns, sem þeir höfðu liðið sem forseta sinn. Meany fékk samt sínu framgengt og næsta dag var Schnit zler kosinn gjaldkeri með 7 atkv. gegn 6, og upp frá þeim degi lék enginn vafi á því, að Meany var ekki forseti aðeins í orði, heldur og á borði. Þetta harðfengi hans stafaði ékki af valdafíkn einni sam an. Hann var ákveðinn í því að koma mikilvægum áformum í fram kvæmd. Sameiningarmálið. í mörg ár hafði Meany verið fylgjandi því að samböndin tvö yrðu sameinuð, en rótgróinn á- greiningur og togstreita meðal hinna eldri leiðtoga samtakanna kom jafnan í veg fyrir að þær til- raunir, sem gerðar voru, bæru nokkurn árangur. Eitt fyrsta verk hans sem forseta AFL-sambands- ins var því að endurvek.ja nefnd þá, sem áður hafði starfað að þess um málum, en lognast út af. llóf- ust þar með umfangsmiklar sanm ingaumleitanir og viðræður milli sambandanna tveggja, er stóðu yf- að þeir muni veita Ceylon efna hagslega aðstoð á sama hátt og áður. ÞETTA SÝNIR, að vesturveld- in binda aðstoð sína og lánveit- ingar ekki neinum hernaðarleg um skilyrðum. Þeim er ljósl, að ef þau gerðu það, mynd þau aðeins neyða hinar óháðti þj'óðir til aukins samstarfs og viðskipta við Sovétríkin. Aðal- atriðið fyrir vesturveldin er að styðja slíkar þjóðir til sjálfs- bjargar, svo að þær standist á- sókn kommúnismans. Sjálfstæðismenn ættu bvi 'ið hætta þeim áróðri, ací vestur- veldin bindi aðstoð sina og í.in- veitingar hernaðarlegum skil- yrðum. Sá óréttmæti áróður gagnar engum nema kommún- istum. ir í samfleitt tvö ár og Ivktaði með því að þau sameinuðust í oin hoild arsamtök á þingi sínu í esember- mánuði s. 1. Þá var Meany einnig einróma kosinn forseti hins nýja sambands. George Meany er nú 61 árs að aldri og á 43 ára feril ið baki sér innan bandarísku verkalýðshrevf- ingarinnar. Hann er rúmlega með- almaður á hæð, þrekvaxinn og traustbyggður; hendurnar gríðar- stórar og grónar siggi eftir að hafa lialdið um rörtöngina og stál- snitlið árum saman, og eru jafn vel lagaðar til þess að halda á verk færum og slá í samningaborðið. Hann er pípulagningamaður og vann árum saman að þeim störf- um í New York, þar sem hann er fæddur og var búsettur lengst af. Þegar hann talar er röddin djúp og hæg. Allt fas hans bcr vott um óbifandi festu og viljabrek. Er honum mislíkar verður hann liljóður og þungbúinn. „Þegar sá svipur kemur yfir hann, þá mega menn fara að vara sig,“ hefir ver- ið haft eftir einkaritara hans Af írskurn ættum. Meany er af írsku bergi lirot- inn, næst elztur tíu barna þeirra Mike og Annie Meany. Ikiðir hans var formaður einnar deildarinnar í félagi pípulagningarmanna í New York og ólst því upp í anda verka- lýðshreyfingarinnar. 16 ára aö aldri hóf hann nám í sömu iðn- grein og faðir hans vann við. Ilann varð meðlimur í félagi föður síns árið 1915 en tók lítinn þátt í fé- lagsstarfinu fyrr en nolckrum ár- um síðar. Árið 1922 var han-.i kos inn stjórnarmeðlimUr í félaginu og brátt kom það í ljós að George var fæddur til þess að vera !eiö- togi og hafa forráð með höndum. Ári síðar var hann kosinn meðlim- ur í fulltrúaráði byggingarmanna í New York og fór nú að láta æ meir til sín taka. Þegar kreppan hófst skömmu eftir 1930 stöðvuð- ust byggingarframkyæmdir í New York nærri alveg. Á sama hátt og aðrir fastir starfsmenn verkalýðs- félaganna, tók Meany nú helmingi lægri laun en áður og í níu mán- uði vann hann kauplaust. Verkalýðsfélög borgarinnar stóðu mjög höllum fæti um þess- ar mundir, og þegar útlit var fyr- ir að barþjónn frá öðrum hluta fylkisins, sem ekkert þekkti vanda mál byggingarmanna, yrði kosinn forseti fylkissambandsins, nefndu þeir Meany sem forsetaefni sitt og hlaut hann kosningu, með naum- um atkvæðamun þó. Flutti hann nú til höfuðborgar fylkisins, þar sem fylkisþingið situr og tók til óspilltra málanna við að fá þingið til þess að samþykkja ný lög og réttarbætur til handa verkalýðs- samtökum New York-fylkis. Ilafði hann þegar tryggt sér stuðning fylkisstjórans, og sem dæmi um ötulleika hans hefir verið bent á, að þegar þingið lcom saman í jan- úarmánuði árið 1935 hafði hann þegar gengið frá 135 frumvörpum og fengið flutningsmenn fyrir þau. Ilann varð einn af aðalvitn- um þingnefnda í öllu, er laut að verkalýðsmálum og þótti takast mjög vel. Aldrei vann hann full- tingi þingmanna með því að halda þeim veizlur eða bera á þá gjafir. Hann bauð þeim upp á tölur og ME AN Y staðreyndir, enda hafði hann öðl- ast geysilegan fróðleik um allt, er við kom þessum málum. Þannig. gekk til ársins 1940; en þá var Meany og störf han.s í AI- bany orðin kunn öllum beim. sem eitthvað fengust við verknlýðsmál. Á næsta þingi AFL-sambandsins var hann kosinn í stjórn þess og fluttist búferlum til Washington, þar sem hann hefir átt heima jafn an síðan. Verkamenn í New York kvöddu hann með bví að efna til geysimikillar skrúðgöngu um að- algötur borgarinnpr og útifundar, þar sem Meany var ákaft hylltur. Draumurinn rættist. Sem stjórnarmeðlimur 4FL- sambandsins lét hann skipulags- mál töluvert til sín taka. en vafð þó að fara sér hægar en hann hefði óskað, í sair.vinnu sinni við hina gömlu og hægfara leiðtoga, sem voru mjög heimaríkir og létu um of stórnast af gömlum erjum og ágreiningi, sem raunverulegí' skipti ekki miklu m.áli. En Meany fór sér að engu óðslega og vissi ávailt hve langt hann mátti fara. Á stríðsárunum starfaði hann sem fulltrúi sambandsins í nefnd þeirri sem skipulagði vinnuafl landsins í þágu styrjaldarinnar, og vann þar hið merkasta starf. Nú þegar, þremur árum eftir að hann var kosinn íorseti AFL-sam- bandsins, hefir honum veitzt sú á nægja, að sjá einn af sínum stærstu draumum rætast, erv það er sameining verkalýðs Bandaríkj- anna í ein allsherjar samtök. og er það almennt álit manna að fáir séu betur fallnir til þess en Ge- orge Meany, pípulagningarmaður- inn frá New York. að stjórna þess um risastóru og öflugu samtökuin til aukinna hagsbóta fyrir verka- lýð Bandarikjanna og alls hins lýðfrjálsa heims. LundúnapistHI . . . (Framhald af 5. síðu.) dætrum, sem aidrei láta hann í iriði með kvabbi sínu. Uppbót alls þessa leitar hann i rótnan- tískri þrá eftir ástmey sirr.i, sem hann hefir orðið að bíða cftir í 17 ár. En er kemur þar, að bann hyggur að liann fái að íulht bætt hin týndu ár, kemur í ljós, að einkaritarinn, saklaus og fávís pilt ungur, lendir í hans stað í faðmi hinnar langþráðu ástmær og reyn- ist þar með hlutskarpari veraldar- vönum stríðsmanninum. St. Pé herforingi situr eftir með hárin grá og súran svip, eiginkonuna móðursjúku og dæturnar óþolandi. Höf. veitir honum' þó í lokin nokkra von um smyrsl á sárin. HUGH GRIFFITH leikur herfor- ingjann en af öðrum leikurunt mætti nefna Waiter. Hudd, sem ís- lendingum er kunnur frá þvi hann setti Jónsmessunæturdrauminn á svið í Reykjavík s. 1. vetur, Leikur hann heimilislækni í hinu nýja loikriti Anouilhs. Jökull Jakobsson,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.