Tíminn - 05.05.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.05.1956, Blaðsíða 4
4 Veglegt menningaríilutvgÉ að auka fegurð liluta, sem fólk heffr daglega fyrir augum Spjaíl um vefnað og fagurt handbragð Á handavinnusýningunni í bogasal Þjóðminjasafnsins, sém nú er nýlega lokið, voru margskonax: hlutir með fögru hand bragði og unnir af smekkvísi. Margir munirnir eru að lík- indum tómstundavinna kvenna, sem sinna öðrum störfumj meiri hluta dags, en grípa í sauma, tóvinnu eða vefnað í tómstundum sínum, AS vinna fagra handavinnu er ekki hégómleg tímaeyðsla. Marg- ar konur hafa þar svalað fegurð- arþrá sinni og listrænum hæfi- lejkum, hlotið með því aukna lífs- fyliingu og gleði. Aðrar hafa geri einhverja grein handavinnunnar að æyistarfi sínu og á umræddri sýningu mátti m. a. sjá prýðileg- an árangur af vinnu þeirra, sem gert hafa vefnaðinn að ævistarfi. Þar gat að lita dúka, gluggatjöld, húsgagnaáklæði og værðarvoðir, svo að helzt séu nefndir þeir hlut ir, sem hvað mest hagnýtt gildi hafa. Þessir dúkar voru í senn aíburða smekklegir, í litasam- ræmi, höfðu fallega áferð og munu reynast slitsterkir. Islenzk ull Ein konan, sem þarna sýndi vinnu sína, er ungfrú Guðrún Jónasdóttir og hefir hún góðfús- lega gefið nokkrar upplýsingar um þessar vörur. Hún starfrækir vefstofu og heldur námskeið í veínaði,'eins og fleiri starfssyst- uf;-: hennar. Iðn sína lærði hún fyrst -á húsmæðraskólanum á Hall ornisstað, en hélt síðan áfram námi í Noregi og Sviþjóð. Bæði Guðrún og Júiíana Sveins dóttir vefa værðarvoðir úr ís- lefízkri ull og láta kemba ló á þau að lóknum vefnaði. Þessar ábreið- ur eru léttar eins og dúnn og undra mjúkar viðkomu og auk þess mjög fallegar. Guðrún kváðst hafa verið í vandræðum með að fá sínar ábreiður kembd- ar, en til þess þarf sérstakar vél- ar. Hefir Tvistverksmiðjan á Ak- ureyri kembt þær fyrir hana í vél um með stálkömbum. Telur hún þó áferðina fallegri á ábreiðum Júlíönu, en þær eru kembdar með einhvers konar barrnála- kömþum, sem eru ekki eins „harð hentir“ og stálkambarnir. Guðrún sendi værðarvoðir á iðnaðarsýn-1 inguna í Munchen í fyrra. Hefir | hún síðan fengið fyrirspurnir um j þær utan úr heimi, m. á. frá Ame ríku. Naumast er hæiJt áð hugsa sér skcmmtilegri tækifærisgjöf en svona ábreiðu — ekki sízt, ef senda á gjöf úr landi. Bæði hand- bragðið og efnið er fyrsta flokks. Þó er ástæða til að ætla, að væri fyllstu nákvæmni gætt við vinnslu ullarinnar, mætti fá enn fegurri hluti úr henni. Sem hráefni til dúkagerðar miin íslenzka ullin fyllilega sambærilég við t. d skozku uilina, en handunnin skozk efni eru heimsfræg. Húsgagnaáklæði vefur Guðrún einnig eingpngu úr íslenzkri ull, mest úr kambgarni frá Gefjunni. Er það miklu sterkara en venju- lega Gefjunarbandið og gefur ljómandi fallega áferð. Meterinn af 90 cm. breiðu áklæði selur hún á rúmlega 140 kr., ef það er af þeim gerðum, sem hún vefur í stærri stíl. Oft vefur hún eftir pöntunum, og séu teiknuð sér- stök munstur o. s. frv., verður kostnaðurinn eðlilega meiri. Gluggatjöld úr tvisti og ull eru létt í sér og þó endingargóð. Mikla fjölbreytni má hafa í lita- samsetningu og munstri á þeim. Þau eru vmist 1,15 eða 1,30 cm. á breidd og kosta um 100 krónur meterinn. Séu þau úr alull verða þau dýrari, frá 130—145 kr. m. Ef gerður er samanburður á verði og endingu þessarra efna og erlendri metravöru, þá ganga íslenzku, handofnu efnin áreiðan- lega með sigur af hólmi. Það hefir löngum þótt menn- ingarbragur að því að eiga frem- ur handunna hluti en verksmiðju- vinnu. Nútímafólk velur að jafn- aði léttari og einfaldari húsgögn í heimili sín en fyrr tíðkaðist. Við þær gerðir húsgagna njóta hand- ofnu áklæðin og gluggatjöldin >ín alveg sérstaklega vel. Sé það æskileg þróun, að neyt- mdur kaupi fremur íslenzka vöru en erlenda, ætti það ekki sízt að vera keppikefli að efla ýmsar greinar listiðnaðar. Þar gætu not- ið sín listrænir hæfileikar, sem annars færu forgörðum og það er sannarlega ekki lítilmótlegt hlut- verk að skapa fegurri nytjagripi. Þeir, sem auka fegurð þeirra liluta, sem eru daglega fyrir aug- um okkar, gegna ekki óyeglegra menningarhlutverki en sumir þeirra, sem fást við listsköpun. Vefnaðarnámskeið sækja konur á öllum aldri. Þær vefa yfirleitt í litlum vefstólum úr fyrsta flokks efni. Ekki kostar þó efnið í t. d. gluggatjöld meira en ómerki legasta gerfiefni í bú2- Endingin vorður ekkert sambærileg og þeg ar verkinu er lokið, þá hafa nem- endurnir aukið þekkingu sína og verkkunnáltu — og þar með sjálfs traust sitt, -— auk þess sem þeir eiga góðan hlut. Jafnvel smá gólf teppi má vefa í svona vefstólum og fyrir skömmu hefi ég séð eitt slíkt, sem var hreinasta listaverk. Skrifstofustúlka, sem verið hafði á vefnaðarnámskeiði, óf það í frí- stundumjsínum. Stúlka, sem kann vel til vefn- aðar, virðist hafa góða möguleika á að skapa sér sjálfstætt, skap- andi starf, sem miðar að aukinni menningu í húsbúnaði og auknum nytjum innlendra afurða. — S. Th. Islenzkt band og fleira á sýningunni Vefnaður á sýningunni Dægurlög á víkingaöld Væri það ekki vegna Charl es Laughton væri myndin Sjóræn- ingjarnir, sem nú er sýnd í Austur bæjarbíó, ekki_ annað en kák og stunur og markleysa. Myndin á að vera nokkurskonar afskræming á margendurteknum farsa sjóræn- ingjamynda. Þarna er kort af eyju, þár sem fjársjóðir éru fólgriir. Þarna eru sjóræningjar, sem maður ljefir( grunaða um að kunna að skera tungur uf; Spánverjum með emu handbragði. Eins og venjulega gera Abctt og Costello alla hluti öfuga og á þeim sannast, að svo hratt er hægt að ílýja undan óvin- inum, að komizt verður aftan að hvort sem fórnarlambinu likar bet- ur_ eða yerr. , 1 < Xff i £ í’s ,V ■ I x' *! 5 í u Einhver Lady Jane, búsett á Tor- tuga, lendir um borð í skipi Captain Kid, sjóræningja, og hefir þar upp dægurlagasöng frá árinu 1954. Ann að er eftir þessu. Captain Kid dæs- ir út af allri fyrirhöfninni við að komast á spjöld sögunnar og étur sápu í höfn á Tortuga. Samt sem áður tekst honum að halda sér upp úr vitleysunni að mestu myndina út í gegn, svo að það er fyrir hans tilverknað, að þetta verður sæmi- lega paródía, ef þá hægt er að tala um afskræmingu á því, sem af- skræmt er í grunninn. En það má hlæja á köflum og þá er tilgangin- um náð. — I. G. Þ. T í MI N N, laugardaginn 5. maí 1956. BÆKUR OG HÖFUNDAR I Vel samiii o«’ atliyglisverð ævisaga SÍÐAST LIÐIÐ HAUST komu út á forlagi ísafoldarprentsmiðju í Reykjavík æviminningar séra Eiríks V. Albertssonar, dr. theol., er hann nefnir hinu látlausa sam- nefni ,,Æfiár“. Er hér um all- mikla bók að ræða að vöxtum (266 bls.), vel samda og harla athyglisverða að sama skapi. HITAR ÞAÐ lesandanum um huga, að fylgja hinum gáfaða og r.ámsgjarna Skagfirðingi í spor á skólagöngu hans, en hann brauzt af eigin rammleik til mennta, unz lokið var háskólaprófi í guðfræði. Tóku þá við starfsárin og gerðist séra Eiríkur vinsæll og mikils metinn sóknarprestur (og um skeið prófastur) í Hestþingum í Borgarfirði, en jafnframt athafna- samur bóndi, er betrumbætti prestssetur sitt bæði um húsakost og jarðnæði. Munu Borgfirðingar hafa kunnað slíkan klerk vel að meta, enda fór Daníel Teitsson á Grímarsstöðum þessum orðum um hann í bændarímu: Stór í geði og starfsins háttum stjórnar Hesti Eiríkur. Bóndi og prestur búa í sáttum, blærinn andar heiðríkur. En séra Eiríkur lét ekki lenda við prests- og bústörfin ein sam- an. Um nokkur ár hafði hann einn ig með höndum skólastjórn al- þýðuskóla Borgfirðinga á Hvítár- bakka, og fórst hún hið bezta úr hendi. Enfremur tók hann með ýmsum hætti þátt í héraðsmálum, þó eigi verði það nánar rakið. Skylt er einnig að geta þess, að hann átti sér við hlið sterka stoð, þar sem er hin glæsilega og ágæta kona hans, frú Sigríður Björns- dóttir prests að Miklabæ. SÉRA EIRÍKUR átti því yfir fjölþættan og merkilegan starfsferil að líta, er hann varð að láta af prestskap vegna heilsu- brests sumarið 1944, og hafa þau hjón verið búsett í Reykjavík síð- an, en þau eiga stóran og mynd- arlegan barnahóp. Með því, sem að framan hefir verið sagt um starfsferil hans, er sú saga hans þó hvergi nærri öll sögð. Víkur dr. Ólafur Lárusson prófessor fagur- lega að ónefndri hlið hennar, er honum farast þannig orð í ágæt- um ritdómi um „Æfiár“ (Mbl. 10. des. ’55): „En jafnvel eftir að hann hafði misst heilsuna auðn- aðist honum að verða upphafs- maður að einu merkasta nýmæli síðari ára í þjóðlífi voru, hreyfir fyrstur manna hugmyndinni um vinnuhæli fyrir berklasjúklinga. Upp af þeirri tillögu er hin glæsi- lega stofnun, Reykjalundur, vax in.“ Sú stofnun þótti okkur hjón- unum eitthvað hið merkilegasta af öllu hinu marga og merka, sem fyrir sjónir okkar bar í heimför- inni til ættjarðarinnar. Hafi séra Eiríkur og aðrir samherjar hans, og allir forgöngumenn þeirrar á- gætu menningarstofnunar, heilir að verki verið! Hún er þeim til ævarandi sæmdar og þóðinni til ómetanlegrar blessunar. EN UM ÞESSAR æfiminning- ar séra Eiríks er það í heild sinni að segja, að þær eru bæði skemmti legar og prýðisvel í letur færðar, með snjöllum og sterkum tilþrif- um, eins og réttilega hefir verið bent á af öðrum, svo sem hin snilldarlega lýsing hans í æsku (Fyrstu eigin endurminningar). Er ég algerlega sammála Ólafi Lárussyni prófessor um það, að sú lýsing eigi vel heima í íslenzk- um lestrarbókum. Vel mega Borg- firðingar einnig una prýðilegri lýsingu hans á hinni fögru og sögu ríku sveit þeirra. Víða er frásögn hans einnig krydduð vísum og kvæðum eftir hann, sem varpa sínu Ijósi á hugarástand hans og hugðarefni. En jafnframt því sem æfiminn- ingarnar segja að sjálfsögðu; um annað fram, sögu höfundar, varpa þær með ýmsum hætti birtu á þjóðlífið og menningarbrag á þeim tíma, sem um er að ræða. Þar er einnig brugðið upp glöggum mynd um af ýmsum þjóðkunnum mönn- um; t. d. þykir mér lýsingin á séra Matthíasi Jochumssyni skáldi ágæt, en honum kynntist ég tals- vert á námsárum mínum á Akur- eyri. SKAL ÞÁ VIKIÐ sérstaklega að því ritverkinu, sem ekki ólík- lega mun halda nafni séra Eiríks Albertssonar Iengst á lofti, þó að margt sé vel um æfisögu lians, en það er hið rnikla og gagnmerka rit hans: „Magnús Eiríksson" (Guðfræði hans og trúarlíf), er út kom í Reykjavík 1933, én fyrir það hlaut hann doktorsnaínbót í guðfræði við Háskóla íslands. Fór doktorsvörnin fram í janúar 1939, og er hann fyrsti og fram á þenn- an dag eini maðurinn, sem varið hefir ritgerð um guðfræðilegt efni til doktorsprófs innan guð- fræðideildar Háskólans. Eins og vera ber hélgar hann þessu merkisriti sínu sérstakan kafla í æfisögu sinni, og skýrir þar frá því, að það hafi verið fyrir áeggjan þeirra séra Haralds pró- fesors Níelssonar og dr. Ágústs H. Bjarnasonar prófessors, að hann færðist það í fang að rita bók sína um Magnús Eiríksson. Inn í umræddan kafla í æfisögu sinni felldi séra Eiríkur gagnorð- an útdrátt úr riti sínu um Magn- ús, og var það yiturlegá ráðið, því, ^t?i_það merkisrit mun vera í alltof(fárra hönduin. Hefi ég.nýlega.lesið það gaum- gæfilega og mér til hins mesta lærdóms. Mig brestur að vísu guð- fræðilega þekkingu til ‘þess að dæma um ritið frá því sjónarmiði, en hitt dylst mér, ekki, að þar er mikið efni .tékiþ fösjtum og fræðimannlegum tökutn, og lýst af nærfærni og samúðarríkum skilningi mikilhæfum og sérstæð- um íslendingi, sem var hvort tveggja í senn stórmerkur guð- fræðingur og samtímis langsýnn umbótamaður, og ber hæst á þjóð málasviðinu málsókn hans um frelsi og jafnrétti kvenna, en þar var hann verulegur brautryðjandi. Hefir séra Eiríkur unnið þarft verk og þakkarvert með doktors- riti sínu um hann. SKAL ÞÁ AFTUR horfið að æfisögu séra Eiríks sjálfs. Upp í hana er, fyrir ítrekaðar áskor- anir, tekin ein af kirkjuræðum hans, minningarræða um frú Elísa betu Þorsteinsdóttur, ljósmóður frá Indriðastöðum. Er ræðan hin prýðilegasta um efni og meðferð þess, og ber höfundinum ágætt vitni sem ræðumanni og prédik- ara. Upp í æfisöguna er cinnig tekið ævintýri frá ýngri' árum hans, sem vitnar um hugmynda- flug hans og skáldlegan stíl. Seinni kaflar bókarinnar eru heimspekilegs og vísindalegs efnis og lýsa vel lífsskoðun höfupdar og víðtækum lestri hgris.í þeim 'fræð- um, t. d. kaflinn — „Musteri vís- indanna". Ég er að vísu ekki heim spekingur, þó að ég hafi talsvert lesið um þau efni, en eigi fæ ég betur séð, en sá hluti æfisögunn- ar, sem um þau fræði fjallar, hafi bæði mikinn og aðgengileg- an fróðleik að flytja, og sé þvi um margt hinn athyglisverðasti. Æfisaga þessi rekur, í fáum orð- um sagt, eigi aðeins ytri atburð- ina í sögu höfundar, heldur einn- ig andlegan þróunarferil hans, og það er ekki minna um vert. Richard Beck. Lokunartíma verzlaoa breytt f lok þessarrar viku verður enn breyting á lokunartíma sölu búða hér í bænum. Verða verzl- anir framvegis opnar til klukk- an 12 á hádegi á laugardögum, en ekki til kl. 1, eins og verið hefir undanfarið. Búðum verður lokað kl. 7 á föstudögum, eins og verið hefir undanfarið. Verð- ur þessi háttur hafður á til septemberloka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.