Tíminn - 05.05.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.05.1956, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, laugardaginn 5, maí 1956. Útgefandi: yrwruófaiArflokkurina. Eitsíjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (ib.). Skriisíofnr 1 Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), augiýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. UM ÞESSAR mundir virðist stríðshætta ivergi meira áberandi en í Viorgunblaði íhaldsins á ís- landi. Hún gengur ljósum log- um um dálka blaðsins. Þessi Vlorgunblaðsstríðshætta hefir þá náttúru, að vera utan og ofan við raunverulegt ástand í veröldinni og á sér enga líka i erlendum blöðum. í ábyrgum blöðum úti um heim er meira talað um batnandi friðarhorfur en yfirvofandi styrjöld. Enn eru ýmsac blikur á lofti og veður nokkuð válynd í alþjóð- legum samskiptum, en þó er almennt viðurkennt, að útlitið er samt allt annað en var til dæmis árið 1951, er Kóreu- styrjöldin geisaði, og er geð- sjúkur harðstjóri sat á veldis- stóli mesta herveldis heims. Á- tökin um áhrif og aðstöðu hafa færzt af sviði hernaðarmála á svið efnahagsmála. Ráðamenn kjarnorkuveldanna játa, að styrjöld með nútímavopnum sé :í rauninni óhugsandi, því að hún leiði ekki til annars en allsherjar tortímingar. HVERS VEGNA skyldi \íbl. íhaldsins á íslandi ekki \ilja viðurkenna þessi augljósu sannindi, sem blasa við augum í áreiðanlegum erlendum blöð- um? Vegna þess, að öll efna- hagsmálapólitík Sjálfstæðis- flokksins er eins og sakir standa tengd hernaðarfram- kvæmdunum hér á landi. Ein af stoðunum, sem renna undir starfsemi flokksins, er úr er- lendu gulli. Úrræðaleysi flokks forustunnar í aðsteðjandi vanda málum („bráðabirgðaúrræði eftir bráðabirgðaúrræði. . . .“, gerir hann enn háðari bessari utanaðkomandi tekjulind. Þetta er baksvið þeirrar stríðsmynd- ar, sem daglega er uppmáluð i Morgunblaðinu. Ætlunarverk hennar er ekki að vekja fólk til umhugsunar um raunveruleg alþjóðleg vandamál og deilumál heldur að hrella það til að sætta sig frekar en ella við er- lenda herstöð um ófyrirsjáan- lega framtíð og breiða yfir fram sal sjálfsákvörðunarréttar þjóð- arinnar í utanríkismálum, sem nú er orðið stefnumál Sjálf- stæðisflokksins. Þannig lætur Mbl. fréttirnar þjóna eigingjörn um tilgangi, hvenær sem færi gefst. OrS Gruentliers 'C'YRIR NOKKRU voru * blaðamenn frá ýms- dim Atlantshafsbandalagsríkjum staddir í París og áttu tal við Alfred Gruenther hershöfð- ingja, yfirmann varnarherja bandalagsins. Meðal þeirra var fréttamaður frá íslenzka ríkis- útvarpinu. Ilershöfðinginn svar aði við þetta tækifæri nokkr- um spurningum varðandi stöðu íslands, og var frá þessu skýrt :I útvarpinu hér í fyrrakvöld. Gruenther hershöfðingi ítrek- aði þá skoðun, að „ef til styrj- aldar kæmi væri ísland mikil- vægur hlekkur í varnarkerfi bandalagsins, og ómissandi bækistöð fyrir birgðaflutninga.“ Ennfremur sagði hann, að ís- land væri mikilvægur hluti loft rarnakerfis Atlantshafsbanda- iagsins og „úrsögn íslands úr bandalaginu væri áfall fyrir það“. Um þessi atriði geta ís- iendingar verið hershöfðingj- tnum sammála. Þegar íslend- ingar géngu í Atlantshafsbanda lagið 1949 var því heitið að yeita bandalagsríkjunum að- stöðu hér á landi. ef til styrj- aldar kæmi. Frá þeirri stefnu nefinaldrei verið hvikað. Aftur á móti var um sinn vikið frá aeirri stefnu að hafa hér aldrei ner á friðartíma. Það gerðist aftir að Kóreustríðið brauzt ít. Nú eru horfur aftur frið- /ænlegri og því eðlilegt að aorfið sé aftur til þeirrar stöðu. >em ísland hafði í samtökun- jm 1949. Röksemdir hershöfð- ngjans eru þær sömu og teflt /ar fram, er íslendingar gengu í bandalagið 1949 og þær eru enn í gildi. Það er gott að rifja þær upp, en að þessu sinni felst ekkert nýtt í þessum boð- skap. Það vekur hins vegar nokkra undrun að hershöfðing inn skuli hafa rætt um mögu- leika á því, að ísland segði sig úr bandalaginu. Verður að ætla að hann hafi verið að svara spurningu blaðamanns, sem ekki hefir verið kunnug- - ur máium hér. Hér á landi er úrsögn alls ekki á dagskrá. í ályktun Alþingis um varnarmál nú á þessu vori var einmitt lýst stuðningi við Atlantshafs- bandalagið, jafnframt því sem ítrekuð var fyrri stefnuyfir- lýsing um að leyfa ekki her- stöðvar á friðartímum. HÉR Á LANDI gætir til- hneigingar að taka ummæli Gruenthers um ísland út lir allri ræðu hans og annarra for- vígismanna Atlantshafsbanda- lagsins um styrkleika banda- lagsins og almennar horfur. En slíkt er villandi. Bollalegging- ar Gruenthérs um stöðu ís- lands og gildi ef til ófriðar drægi, megna ekki að skyggja á þá meginstaðreynd, að miklu meiri bjartsýni gætir nú meðal forustumanna bandalagsins en nokkru sinni fyrr. Þetta kem- ur meðal annars fram í því, að á fundi bandalagsins, sem nú stendur yfir, er ætlunin að ræða fremur efnahagssamvinnu mál en hernaðarmáí. Með því er viðurkennt, að átök stór- veldanna hafa færzt á nýtt svið. Fandurinn i París t ÁLYKTUN, sem samþykkt var á síð- ista fundi Atlaíntshafsþjóð- mna, sem haldinn var í París í desember s. 1., var ræ.tt um nauðsyn þeess að efla efnahags- 'leg og menningarleg samskipti bandalagsþjóðanna í samræmi við ákvæði, 2. gr. stofnskrár- innar, sem til þessa hafa verið dauður bókstafur að kalla. Þessi ályktun var gerð, er utan- ríkisráðherra íslands var í for- sæti á fundinum og fór vel á því. íslendingar hafa alla tíð gert sér vonir um að banda- lagið yrði áhrifaríkara á þess- um sviðum en verið hefir. Af- staða sumra bandalagsþjóða til íslendinga hefir og valdið von- brigðum. Það var vissulega ekki í anda sáttmálans, er harð- svíruð brezk hagsmunasamtök ætluðu að kúga íslendinga til að falla frá rétti sínum í land- helgismálinu með ósvífnu kaupbanni. Á þær aðgerðir horfðu brezk stjórnarvöld að- Sklpting Þýzkalands nær til skólanna Orðtök austurþýzkra stádenta eru vestur-þýzku stúdeiitiiiiuni framandi Úr brezka blaðinu Manchester Guardian. Samkvæmt frásögn vestur-þýzkra stúdenta, sem tóku þátt í samþýzku æskulýðsmóti í Wartburg í vetur, er það augljóst, að hið uggvænlega bil á milli vestur-þýzkrar og austur-þýzkrar æsku breikkar stöðugt. Wartburg er í Eisenach í Austur- Þýzkalandi, og vestur-þýzku stúdentunum gafst tækifæri til að kynnast nokkuð lífi og kennsluháttum í austur-þýzka há- skólabænum Jena þar í grennd. Athuganir þeirra, sem birtust í „Frankfurter Allgemeine Zeitung“, eru raunalegar aflestrar. Undir- stöðunámsgreinarnar í Jena nefn- ast „Diamat, Gewi og Paloek“, það er að segja fræðileg efnishyggja, forspjallsvísindi og stjórnmálaleg hagfræði. Tilgangurinn með þess- ari fræðaþrenningu er að gera stúd entana fræðilega trúaða Marxista á þann einfalda hátt að flokka kenn ingar Marx-Leninista undir mis- munandi fræðileg heiti. Sér til undrunar komust vestur-þýzku stúdentarnir að raun um að þeir skildu harlalítið í skólamáli þeirra í Jena, og þó voru þau hugtök, sem það byggðist á, þeim jafnvel enn meira framandi. Þeir urðu að við- urkenna þá fáfræði sína, sem dr. Adenauer varaði við í nýársboð- skap sínum, er hann komst þannig að orði, að til þess að geta barist gegn kommúnisma yrði maður að skilja eðli hans. Páfagaukslegur lærdómur. Vestur-þýzku stúdentarnir kom- ust og að raun um námsaðferð Jena-stúdenta var furðu páfagauks leg. Andrúmsloftið í háskólanum í Jena minnti aðeins á skóla, en held ur ekki meira .Kennararnir lótu nemendur skrifa niður og undir- strika þau atriði í fyrirlestrunum, sem þeir lögðu sérstaklega áherzlu á, en þau voru aldrei rædd á eftir, þegar spurningar voru leyfðar. Austur-þýzku stúdentarnir höfðu tekið upp þá venju að beiðast að- ins einfaldra upplýsinga; það vakti því mestu undrun, þegar vestur- þýzkur stúdent krafðist skýringar á þeirri marxistísku kennisetningu að „efnahagslögmálum yrði ekki breytt að mannlegri tilhlutun". Jenaprófessorinn varð bersýnilega miður sín og svaraði með langdreg inni, þvælukenndri og öldungis ó- sannfærandi skilgreiningu. List fyrir alþýðu manna. En vestur-þýzku stúdentarnir spurðu um fleira. Hvar var afstaða Austur-Þjóðverja til lista, eða til þess að vísu óljósa hugtaks, sem bæði Austur- og Vestur-Þjóðverjar tákna með orðinu „menning". Þeim var svarað að list og menning „heyrði alþýðunni til og yrði ekki rofið úr tengslum við hana“. Vest- urþýzku stúdentarnir vöktu þá, of- boð rólega, máls á byggingunum við hið svonefnda Stalinstorg í Austur-Berlín, hinum miklu íbúða- og skrifstofubáknum, sem skreytt eru stilvana hetjumyndum og tröil- stórum ávaxtaklösum úr gips- steypu. Þeim var svarað að bygg- ingarnar við Stalínstorgið væri „til raun“. En hún sannaði ekki neitt, þeir í „þýzka alþýðulýðveldinu" hefðu nú horfið aflur að einfaldari stíl. „Horfið aftur“ var rétt að orði komizt, þar eð þessi stíll er aðeins lök eftirlíking á byggingarlist Hitl- erstímabilsins. Tími til skotæfinga og herfræði. Ef „menningin" heyrði alþýð- unni til, hvert var þá samband aust ur-þýzkra stúdenta við alþýðuna? spurðu þeir vestur-þýzku. Þeim var svarað, að þessa sambands „gætti mjög lítið“. Austur-þýzkir stúdent ar eru fjárhagslega betur settir en þeir vestur-þýzku; meira en 90% þeirra njóta ríkisstyrks, er nemur 130—180 mörkum á mánuði. og er það hærri styrkur en fjórir-fimmtu hlutar vestur-þýzkra stúdenta hljóta. Þetta þýðir með öörum orð- um að þeir þurfa ekki að vinna sér fyrir vasapeningum, hvorki í sum- arleyfum sínum eða með náminu, og fara því á mis við náin kynni af alþýðu manna. Austur-þýzkir stúd entar eru venjulega menntaðir til ákveðinna opinberra slarfa, og við- horf þeirra til „venjulegs“ verka- fólks hlýtur að verða að verulegu leyti hið sama og viðhorf flokks- meðlimanna til „lýðsins", sem Or- well lýsir í skáldsögu sinni „1988“ þeir eru kjörnir til að vera hin fræðilega forysta. Það þótti þeim vesturþýzku ó- hugnanlegt, að austurþýzku stúd- entarnir eyddu verulegum tíma frá námi til skotæfinga eða til að kvnna sér herfræði. Það var kall- að „sjálfboðastarf á vegum íþrótta og tæknimenningar sambandsins“, — dulbúin herþjálfunarsamtök, sem þurfa nú varla að bera grírn- una lengi úr þessu. I Að hætti nazista. Austur-þýzku höfðu hina beztu skemmtun að andúð vesturþýzkil stúdentanna á þessu tiltæki. Þeir gerðu og gys að ósjálfráðum ótta þeirra við endurhervæðingu, sem sí-t Pr að undra. Hin<r ungu Austur Þióðverjar eiga sér þegar fjögurra ára hernaðarsögu. en fyrstu vestur- bv-»ku sjálfboðaliðarnir hófu her- bíálfun þann 2. janúar s.l. Þeir töld” Shvggjur hinna vestur-bv?ku „ræfildóm", því að austurþýzku knmmúnistarnir hafa ekki hikað v'ð að beita aðferðum nazista til að innræta þjóðinni hernaðaranda, eo — tileangurinn er sízt betri. F.inkennísbúningar, hergönguagi, iafnveldiin beimskulega handfram tevging. allt hafa þetta verið þætt- ir í þiálfun austurþýzkrar æsku síðan 1950. Margt var það annað, sem Vest- ur-Þjóðverjum þótti furðulest og nggvænlegt í Jena. Þeir töldu sig komast að raun um að austurþýzk ir báskólaprófessorar séu að verða forheimskaðir stefnutrúboðar; að austurþýzkir stúdentar létu stund um uppi skoðanir sfnar, væru þeir einir með þeim vesturþýzku. en aldrei ef þeir voru tveir saman eða fleiri: að austurþýzku stúdehtarn- ir vissu fátt um mikilmenni sögunn ar. — Plató. .Sókrates og Kant voru framandi bessum æskumönnum, sem töldu að hin raunverulega saga hæfist með „Potemkin-leiðangrin um“ og múgmorðunum í Odessa. I Gerfimenntun á ríkiskostnað. Um leið veitlu þeir því athygli, að enda þótt austurþýzku stúdent- unum sé fengið einskonar hóppróf á aldrinum 18—22 ára, og síðan opinber störf sem þjálfuðum með- limum í forréttindastétt, eiga þeir mun betra í mat og drykk í stúd- entamötune.vtunum en tíðkast í Bonn og Heidelberg, að 55% þess- ara stúdenta eru synir bænda og iðnverkamanna og eru ríkinu næsta þakklátir fyrir að veita þeim kost á slíkri gerfimenntun. Allt þýðir þetta ögrun Austursins gagnvart Vestrinu í landfræðilega og félags- lega völdum vígstöðvum. Þessi ögr un er hvað alvarlegust í hinu tví- skipta Þýzkalandi, en það er nokk urnveginn víst að vesturþýzku stúd entarnir sem heimsóttu háskólann í Jena lærðu þar meira en þeir hafa látið uppskátt. Of þröngf á stallinum — ný skurðgoð þurfa að komast að gerðarlaust. Önnur bandalags- ríki hafa og lítinn skilning sýnt á þessum lífsnauðsynlegum hagsmunamálum íslenzku þjóð- arinnar og hafa haldið í með Bretum í aðgerðum þeirra. Þessi reynsla sannar, að full þörf er á því að ræða um ákvæðin í 2. grein sáttmálans og fyrirbyggja að þau verði dauður bókstafur, eða jafnvel skálkaskjól. ÁSTÆÐA ER TIL að ætlo, að einmitt aukin samvinna á efnahagssviðinu verði eitt helzta umræðuefnið á NATO fundinum, sem nú stendur yfir í París. Á því sviði er nú stærst verkefni að leysa. í því sam- bandi má minna á, að ræður forvígismanna Bandaríkja- manna að undanförnu benda til þess að um gagngerða stefnu breytingu gagnvart NATO sé að ræða. Hin nýju viðhorf hafa því álirif á fleiri en ís- lendinga. Ástandið í veröld- inni í dag er líka allt annað en það var 1951, - er Stalin hleypti Kóreustríðinu af stað. Þetta virðast allir sjá, nema þá þeir, sem predika um stríð í hverju Morgunblaði og hafa asklok hervarnagróða fyrir himinn. Mmt Tsoj uojguiqseAv ; ^oojqjaH -injo puÁH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.