Tíminn - 05.05.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.05.1956, Blaðsíða 5
T ÍJM I N N, laugardaginn 5. maí 1956. 5 r Uthliitim styrkja til vísinda- og fræðimanna og til nátt- úrufræðirannsókna Menntamálaráð íslands hefir ný- lega úthlutað styrkjum til vísinda- og fræðimanna, sbr. fjárlög 1956, 15. gr., A„ XXX. Úthlutunin er svo sem hér segir: Aðalgeir Kristjánsson, cand. mag. kr. 2000.00. Arngrímur Fr. Bjarna- son, kaupm. kr. 1000,00. Árni Böðv- arsson, cand.mag. kr. 3000,00. Árni G. Eylands, stjórnarráðsfltr. kr. 2000, 00. Ásgeir Blöndal Magnússon, cand. mag. 2000,00. Baldur Bjarnason, mag. art. 2000,00. Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður 3000,00. Benjamín Sigvaldason, fræðimaður 1500,00 Bergsteinn Kristjánsson, fræðimað- ur 1000,00., Bjarni Einarsson, fræði- maður ÍQOO,00. Bjarni Vilhjálmsson, cand.mag. 3000,00. Björn R. Árna- son, fræðimaður 1000,00. Björn Th. Björnsson, listfræðingur 3000,00. Björn Haraldsson, bóndi 1000,00. Björn Magriússon, prófessor 2000,00. Björn Sigfrisson, háskólabókavörður 2000,00. Björn K. Þórólfsson, bóka- vörður 3000,00. Björn Þorsteinsson, cand.mag. 3000,00. Finnur Sigmunds- son, landsbókavörður 3000,00. Flosi Björnsson, bóndi 1000,00. Einar Guð- mundsson, kennari 1000,00. Eiríkur Hreinn Finhbogason, cand.mag. 1500, 00. Elsa É. Guðjónsson, heimilishag- fræðingur 1000,00. Geir Jónasson, bókavöröur 1500,00. Gils Guðmunds- son, alþingismaður 3000,00. Guðni Jónssori, skólastjóri 3000,00. Guðrúii P. Helgadóttir, kennari 1500,00. Gunn ar Benediktsson, rithöfundur 1500,00. Gunnlaugur Þórðarson, héraðsdóms- lögmaður 1500,00. Ilaraldur Jóhanns- son, hagfræðingur 2000,00. Haraldur Sigurðsson, bókavörður 1500,00. Hróð mar Sigurðsson, kennari 1500,00. Indriði Indriðason, fulltrúi 1000,00. Jakob Benediktsson, cand.mag. 3000, 00. Jochum M. Eggertsson, fræðim. 1000,00. Jóhann Hjaltason, kennari 1500,00. Jóhann Sveinsson, cand.mag. 1500,00. Jóþannes Örn Jónsson, fræði maður 1000,00. Jón Gíslason, skóla- stjóri 2000,00. Jón Gíslason, póstfull- trúi 1000,00. Jón Guðnason, skjala- vörður 3000,00. Jón Jóhannesson, pró fessor 2000,00. Jón Sigurðsson, bóndi 2000,00. Jónas Kristjánsson, cand. mag. 1500,00. Jónas Pálsson, uppeld- isfræðingur 1500,00. Kolbeinn Krist- insson, bóndi 1000,00. Iíonráð Erlends son, fræðimaður 1000,00. Konráð Vil- lijálmsson, fræðimaður 2000,00. Krist- ján Eldjárn, þjóðminjavörður 3000, 00. Kristján Jónsson, fræðimaður 1000,00. Kristmundur Bjarnason, bóndi 1000,00. Lárus Blöndal, bóka- vörður 1500,00. Leifur Haraldsson, skrifari 1000,00. Magnús Björnsson, bóndi 2000,00. Marta Valgerður Jóns dóttir, ættfræðingur 1500,00. Ólaíur B. Björnsso,n, ritstjóri 1500,00. Ólafur Jónsson, fr^eðimaður 3000,00. Olafur Þorvaldsso’n,'þingyörður 1000,00. Ósk ar MagriúSábri, sagnfræðingur 1500, 00: Rósinkráriz Á. ívarsson, fræði- maður, 1000,00. Sigurður Ilelgason, kennari 1500,00. Sigurður Ólafsson fræðimaður 2000,00. Sigurður Páls- son, preestur 1500,00. Sigurður L. . Pálsson, menntaskólakennari 1500,00. \ Skúli Þórðarrson, mag.art. 1500,00. | Stefán Jónsson, bóndi 2000,00. Svein björn Benteinsson, bóndi 2000,00. Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur 3000,00. Tryggvi J. Oleson, prófessor 3000,00. Vigfús Kristjánsson, fræði- maður 1000,00. Vilhjálmur Ögmunds son, bóndi 1500,00. Þórhallur Þor- gilsson, bókavörður 1500,00. Þorvaíd ur Kolbeins, prentari 1500,00. Þórður Tómasson, fræðimaður 2000,00. Menntamálaráð íslands hefir ný- lega úthlutað úr Náttúrufræðideild Menningarsjóðs styrkjum til rann- sókna á þessu ári. Úthlutun er svo sem hér segir: Aðalsteinn Sigurðsson, fiskifr. kr. 2500,00. Agnar Ingólfsson, nemandi 2000,00. Angantýr II. Hjálmarsson 1500,00. Arnþór Garðarsson, nem- andi 2000,00. Eysteinn Tryggvason, veðurfr. 2500,00. Eyþór Einarsson, grasafr. 2500,00. Finnur Guðmunds- son, fuglafr. 4000,00. Geir Gígja, skor dýrafr. 1500,00. Guðbrandur Magn- ússon, kennari 1500,00. Guðmundur Kjartansson, jarðfr. 4000,00. Hálfdán Björnsson frá Kvískerjum 1500,00. Ingimar Óskarsson, grasafr. 2500,00. Ingólfur Davíðsson, grasafr. 2500.00. Jakob Magnússon, fiskifr. 2500,00. Jó hannes Áskelsson, jarðfr. 4000,00. Jón Jónsson, fiskifr. 2500,00. Jón Jónsson, jarðfr. 2500,00. Jónas Jakobs son, veðurfr. 2500,00. Kristján Geir- mundsson, taxidermist 1500,00. Ólaf- ur Jónsson, ráðunautur 1500,00. Sig- urður Jónsson, náltúrufr. 1500,00. Sigurður Pétursson, gerlafr. 2500,00. Sigurður Þórarinsson, jarðfr. 4000,00. Steindór Steindórsson, menntaskóla kennari 4000,00. Tómas Tryggvason jarðfr. 1500,00. Unnsteinn Stefáns- son, efnafr. 2000,00. Þorleifur Ein- arsson, stud. geol. 2000,00. Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi 1500,00. Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri 2000,00. Vorið upp til dala. ÞAÐ ER ORÐIÐ grænna og sum arlegra hér út við sjóinn en í sveitunum upp til dala. Hér eru tré borgarbúa að byrja að laufg- qst og sólbjarminn á strætinu minnir á sumar. í borginni lifa menn vetur svo og sumar, en finna ekki vorið eins og þeir, sem búa í sveit eða þorpi. En aki menn norður yfir heiðar nú þessa dagana umlykur vorið þá þegar komið er út úr borginni, og þó einkum þegar komið er norður yfir heiði. Þar belja læk ir í hlíð og vatnið ríslar í skurð- inum við þjóðveginn. Mosinn í rótinni er grænn, en haginn bleikur. Og svo koma gæsahjón fljúgandi á móti manni og setj- ast á bakkann við ána. Þá er fallegt við Hrútafjörð, kyrrð og friður og í loftinu fyrirheit um birtu og líf. Alls staðar lifandi náttúra. FUGLARNIR LÍFGA iandið nlla leiðina. Himbrimahjón á heiðar- vatni og svanir við ísskör. Gæs- ir í hundraðatali í Langadal og í Skagafirði þúsundir af hels- ingjum á leið til Grænlands. Þeir undarlegu fuglar gista okk- ar land tvisvar á ári, tylla niður tánum á vorin eftir langfiugið frá Bretlandi, og aftur á haust- in, á heimleið frá Grænlandi. Þeir eru ekki aufúsugestir hjá bændum, því að þeir gerast stundum stórvirkir á nýræktum, en fallegur er hópurinn, þegarr hann spígsporar um slettlendið Bréf: Ærið nóg að starfa í skrifstofu Tryggingarstofnunar ríkisins f blaði yðar hinn 27. apríl var birt bréf til athugunar fyrir Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Þökkum vér þær ábendingar sem þar koma fram en nokkur atriði eru þó í bréfinu, sem ekki verður komizt hjá að leiðrétta Bréfritari segist hafa upplýsing- ar um það frá kunnugum, að í afgreiðslu Tryggingastofnunar rík- isins sé ekkert að gera nema 4—5 daga í hverjum mánuði, og telur að hinn tímann hafi starfsfólkið „lítið annað að gera en að bíða eftir því að dagurinn líði“. Þessi ummæli eru byggð á fullkomnum misskilningi bréfritara. Stafar liann af því, að veruleg þröng er að jafnaði ekki í afgreiðslusal nema 4—5 daga mánaðarlega, aðra daga eru ekki meiri afgreiðslur en svo að ekki þarf að bíða og er því venjulega íátt viðskiptamanna inrii hvérjú sinni. í þá 4—5 daga, sem bréfritari telur að unnið sé í afgreiðslusal, er allt starfslið önnum kafið við bótagreiðslur, en hvað heldur bréf ritari að sé verið að afgreiða þessa 4—5- daga? Þessa 4—5 daga er megnið af bótum almannatrygg- inganna greiddar bótaþegum en til þess að slíkt sé hægt, þarf að vera búið að undirbúa útborganir til allt að 13. þús. bótaþega, á- kveða upphæð hvers eins, íæra hana til bókar og útbúa kvittanir. Að útborgun lokinni þarf svo að færa til bókar útborganir og gera fullkominn samanburð og sjá að allt hafi farið fram eins og til var ætlazt. Auk þess má geta þess, að jafn- hliða þessu fara fram í afgreiðsiu- sal, útborganir lána og greiðslur af þeim vegna sjóða þeirra, sem Tryggingastofnunin varðveitir en skuldabréfaforðinn var um s. 1. áramót um 2100 skuldabréf. Þá má geta þess að í afgreiðslusaln- um fer fram allt viðskiptabók- hald við 225 sjúkrasamlög og öll bæjarfógeta- og sýslumannsem- bætti í landinu. Ef einhver „kunnugur" hefir frætt bréfritara um það, að starfs- fólk Tryggingastofnunarinnar sitji auðum höndum 20 daga í mánuði hverjum og þessar línur sannfæra hann ekki um að ranglega sé hermt, viljum vér bjóða bréfrit- ara að koma á skrifstofuna og liitta kunnugri menn en heimild- armann hans og fá réttar upplýs- ingar um starfsemi Trygginga- stofnunarinnar hjá þeim. Tryggingastofnun ríkisins. við Héraðsvötn eða Norðurá. Uppi á Öxnadalsheiði teygja snjóskaflar sig niður að vegar brún og sumir lækir eiga enn eftir aö sprengja af sér klaka- fjötra, en ofan úr hlíðinni berst fuglasöngur til eyrna. Einnig þar er lifandi náttúra, þótt hvít- ur snjórinn yfirgnæfi fölgræn- an mosa og sinustráin frá í fyrra. Mannskepnan minnir á sig. SVO RÝFUR skothvellur kyrrð- ina og mannskepnan minnir á sjálfa sig. Upp að Sandskeiði voru menn á hlaupum með dauða álft á milli sín hér um daginn, norður í landi liggur skytta í leyni fyrir gæsahjónum, sem eru að undirbúa varp. Þetta eru ljótar aðfarir og auð- vitað lögbrot urn leið og í hróp- legu ósamræmi við lífið, sem alls staðar er að kvikna. Um langa hríð voru helsingjaveiðar stund- aðar nyrðra. Helsinginn er ekki íslenzkur fugl, verpir hér ekki, heldur er farandfugl og ekki vel séður. Bændur nyrðra þóttust mega vernda lönd sín fyrir hon um. En gæsin er heimafugl, og býr sér bú á eyrum og árbökk- um og á að eiga friðland þar. Nú hafa lögin gert þessum fugl- um jafn hátt undir höfði og er það vafasamt Hitt er þó yfir all- an vafa hafið, að ekki á að þola skothríð í varplöndum íslenzkra fugla Skytturnar eiga sinn tíma á haustin og lögin afmarka hann Þess tíma verða þær að bíða Ekki á að þola griðrofa í neinni sveit En menn sem koma aðvífandi í bílum og hverfa á braut eftir unnin hervirki, er erfitt að handsama, en þó hægt ef nokkuð er á sig lagt, t. d. með hjálp símans, sem nú er að kalla á hverjum bæ. Minnihluti trúnaðarmannaráðs vcrklýðs- félags gaf út aflátsbréf fyrir Hannibal - Meirihlutinn mótmælir harðlega einstæ'ðum vinnubrögíum og misnotkun A S I Mótmæli stjórnar Verkalýðsfé- lags Hólmavíkur við ályktun ein- staklinga úr vrúnaðarráði félags- ins, sem birtist í Þjóðviljanum 22. þ. m. með undirskriftinni „Trúnaðarráð Verkaiýðsfélags Hólmavíkur“. í Þjóðviljanum 22. þ. m. er sjá- anlegur svolítill greinarstúfur, sem á víst að gilda sem nokkurs konar mótmæli gegn mótmælum stjórnar V. L. F. H., vegna kosn- ingabrölts Hannibals Valdimars- sonar og kommúnista í stjórn Al- þýðusambands íslands. Þessi furðu legi greinarstúfur mætti öllu frem ur nefnast auglýsing en mótmæli, því að tilgangurinn er enginn ann ar en að láta sýnast sem svo, að í félaginu sé hreint ekki svo lítið af alþýðubandalagsmönnum. Ef til vill stór hluti verkalýðsfélags- ins. Það gæti hugsazt að einhverj- um ókunnugum væri hægt að telja trú um þetta, en alls engum kunn- ugum, það hljóta þessir góðu menn að vita. Annars bera þessi mótmæli það með sér, að annað hvort hafi geta mannanna verið lítil, eða málstaðurinn slæmur, nema að hvort tveggja sé, og þætti engum það ótrúlegt. En merkilegast við þessa til- burði er þó undirskriftin „Trún- aðarmannaráð Verkalýðsfélags Hólmavíkur“,- í trúnaðarmanna ráði félagsins eru alls 9 menn og eru 5 af þeim í aðalstjórn félags- ins. Enginn af þessum 5 stjórn- armönnum hefir komið nálægt þeim mótmælum, sem birt eru 1 Þjóðviljanum, svo að allir geta séð með hvaða hætti undirskrift- in er fengin. Við leyfum okkur því að mót- mæla harðlega slíkum vinnubrögð um, sem hljóta að vera alveg ein- stök í sinni röð. Að öðru leyti viljum vér taka fram eftirfarandi: 1. Samkvæmt lögum Verkalýðs- félags Hólmavíkur er það alger- lega á valdi formanns félagsins, hvort hann kallar saman allt trún- aðarráðið eða þá sem eru í aðal- stjórninni. Ef um vandamál er að ræða á einhvern hátt, er ekki nema sjálfsagt að kalla allt trún- aðarmannaráðið saman, t. d. ef um bindandi ákvarðanir er að ræða eða breytingar á lögum og Vargur í véum. MENN SKIPTAST mjög i tvo hópa í viðhorfi til fuglaveiða. Annars vegar eru þeir, sem vilja að allir fuglar séu frið- lielgir alla tíma ársins. Hins veg ar þeir, sem telja eðlilegt að fuglaveiðar séu leyfðar innan vissra takmarka einhvern tíma ársins. En sá hópur á mjög í vök að verjast vegna tillitsleysis þeirra, sem brjóta lögin og fara með skothrið um landið á vor- in þegar friður á að ríkja. Þeir eru vargar í véum. — Frosti. Árangurslausar við- ræður um afvopnun London, 3. maí. — Undirnefnd S. Þ. um afvopnunarmál, sem setið hefir á rökstólum í London und- anfarnar sex vikur, lýkur fundum sínum á morgun. Ekkert samkomu lag hefir náðst. Bandaríkin og einnig Bretar og Frakkar telja að gagnslaust sé að gera samkomulag um afvopnun, nema tryggt sé nægi lega öruggt eftirlit með fram- kvæmd þess og bera fram tillögur í því efni, sem’Rússar geta ekki fallizt á. Bandaríkin vilja auk þess ekki gera samkomulag um þetta mál, nema áður hafi orðið samkomulag um nokkur alþjóð- leg deilumál, svo sem sameiningu Kóreu og Þýzkalands. reglum eru fundarefni. En þegar að jafnaugljóst og jafn einfalt mál er um að ræða eins og brot stjórn ar A. S. í. á eigin lögum og anda þeirra laga, þá dettur engum sann gjörnum mönnum í hug, að halda því fram í alvöru, að stjórn fé- lagsins hafi ekki aðeins farið þá leið, sem var samkvæm lögum fé- lagsins, heldur borið skylda til, að mótmæla slíku atferli. ÞaS verður ekki séð, að þörf hafi verið á, að átelja stjórn félagsins fyrir slík vinnubrögð, né heldur að um óvenjulegar leiðir hafi verið að ræða.^ 2. Á sama hátt og trúnaðar- mannáráði er skylt að halda traust an vörð um lög og reglur síns eigin félags, eins ber því tvímæla- laust skylda til að mótmæla, e£ stjórn heildarsamtakanna fer út fyrir þau takmörk, sem þéim hafa verið sett, og það gera Tika allir trúnaðarráðsmenn, sem þess nafns eru verðugir. 3. Að stjórn Verkalýðsfélags Hólmavíkur hafi ekki mótmæit vegna áhuga á málefnum samtak- anna heldur af „pólitískum“ ástæð um, eru alger ósannindi. Og vís- um við því þessari illkvittnislegu aðdróttun heim til föðurhúsanna. þaðan, sem hún er runnin frá og ■ þangað, sem hún á heima. 4. Það er ófrávíkjanleg skoðun okkar, að sambandsstjórnin hafi þegar verið búin að ákveða, með sjálfri sér, framboð í nafni A. S. 1, en svo ekki treyst sér til þess að halda áfram með það, sökum ó- ánægju og beinna mótmæia frá hinum ýmsu aðilum innan sam- takanna. Að síðustu viljum við beina þeim tilmælum til þeirra manna, sem eru meðlimir í trúnaðar- mannaráði félagsins, að ef þeir fara aftur á stúfana með mótmæli eða athugasemd í dagblöðin, að gera þá svo vel, að birta sín eig- in nöfn þar undir, en ekki nafn trúnaðarmannaráðs Verkalýðsfé- lags Hólmavíkur. Hólmavík, 30. apríl 1956. í stjórn Verkalýðsfél. Hólmávíkur Hans Sigurðsson, Pétur Berg- sveinsson, Magnús Sveinssoti, Bjarni Halldórsson, Þorkell Jónsson. milllllllllllllllllllllllllUllllllllllliUIIIIIIllllllllllIllllIIIIllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllltiim^ IEXAKTA & EXA| j Fjölvirkustu myndavélar heimsins | iÞAÐ ER HÆGT AÐ TAKA 1 | MYNDIR NÆSTUM ÞVÍ | 1 HVAR SEM ER ( (hvenær sem er I (OG AF HVERJU SEM ER 1 I MEÐ 1EXAKTA 1 MYNDA- 1 V É L Ú M Bi: | Takið litmyndir á EXAKTA eía EXA | | Einkaumboðsmenn: I | G. HELGAS0N & MELSTED H/F j i Hafnarstræti 19. j§ I Söluumboð: * | | Gðeraugnaverzlunin 0 P T I K | | Hafrrarstræti 18. 1- íiiiiiiiuiiiiiiiiiiiuniiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiit<iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimiiiimiuiiuiiiiiiii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.