Tíminn - 05.05.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.05.1956, Blaðsíða 8
T í MIN N, laugardaginn 5. maí 1956, 8 :□ o o □ I ^ ___I IslendingajDættir □ ^□□□□□□□□□□□□□Q □ °D □□□□□□□□□□□ □ Minning: Jón Gíslason, Ey í dag verður til moldar borinn að Akurey í Vestur-Landeyjum, Jón Gísiason, bóndi og oddviti, frá Ey í sömv' sveit. Með honum er gengim c inn af elstu og um margt jnerkust sonum Rangárþings. Jón G slason var fæddur að Siglu vík í Landeyjum 5. október árið 1871. Áai hann því 84y2 ár sér að baki að leiðarlokum. í báðar ættir var Jón af traustu bændafólki kominn. Foreldrar hans voru þau hjón Gísii Eyjólfsson og Guérún Ólafsdóttir Ijósmóð- ir, sem lcngi bjuggu í Sigluvík við allgóða afkomu á þeirrar tíðar mælikvarða. En jörðin var erfið til aðdrátta og torsótt flest þau gæði, sem henni heyrðu til. Á þessum stað ólst Jón upp í hóp 5 systkina og lærði ungur að beita hug og hönd við hverskonar störf. Þegar í bernsku tengdist hann sveit sinni þeim böndum, sem ekki urðu slitin nema á einn veg. Vann hann öll æskuárin heimili foreldr- anna og stundaði jafnframt sjó- mennsku að vetrarlagi í verstöðv- um hér syðra. Var hann ungur gildur maður til allra verka bæði á sjó og landi. Nutu þess í rík- um mæli foreldrar hans og aðrir. » líinn 5. okt. 1896 gekk Jón að eiga eftirlifandi konu sína, Þór- unni Jónsdóttur, ljósmóður, frá Álfhólum í Vestur-Landeyjum. Eeistu þau þá þegar bú að Sleif í sömu sveit. Ráku þau þar bú samfellt í 28 ár, eða til vorsins 1924. Næstu 2 árin voru þau án búrekstrar, en þó innan sveitarinn ar. Vorið 1926 tóku þau svo ábúð á jörðinni Ey í sömu sveit. Attu þau þar ábúð og dvöl saman síðustu 30 árin. Reistu þau þar öll hús að nýju og unnu land til ræktunar í stórum stíl. Jón, oddviti, í Ey — en svo var hann einatt nefndur — var maður óvenjulega vinsæll og vel látinn. Lágu að því margvísleg rök og á- stæður. Hann var farsælum gáf um gæddur og gegn í öllu starfi. Og þótt hann væri ekki baráttu- maður í þrengri merkingu orðs- ins, vannst honum betur en öðrum. Það er sjaldnast að hávaðinn og fyrirferðin ein komi mestu til leið ar. Jón oddviti sýndi það með festu sinni, glöggskygni og vak- andi viðleitni, að aðrar leiðir eru vænlegri til árangurs og sigurs. Sveitin hans átti hann allan og óskiptan frá vöggu til grafar. Henni lét hann í té allt, sem hann mátti og kunni. Þess vegna voru honum falin flest þau trúnaðar- störf, sem sveitin átti í að skipa. Hann var oddviti sveitarinnar í rúmlega 42 ár. í sýslunefnd Rang- seinga sat hann um 23 ár. Um áratugi átti hann og sæti í skóla- nefnd og skattanefnd hreppsins. Saga sveitarinnar á þessari öld er því meiri saga hans en jafnvel nokkurs annars mans. — Auk fyrr grtindra trúnaðarstarfa hafði Jón og margt annað á hendi um lengri tíma. Hann var um áratugi endurskoðandi sýslureikninga Rang árvalasýsiu, stjórnarnefndarmaður Kaupféiags Rangæinga að Hvols- velli, úeildarstjóri Sláturfélags Suðurlands, einn af þremur í yfir kjörstjoin Rangárþings o. fl. Sýnir allt þeita bezt ítökin, sem hann átti í hugum sveitunga sinna og annarra. Var hann og árið 1952 sæmdur heiðursmerki Fálkaorðunn ar. Munu ýmsir, er fengið hafa, sízt hetur £.ð þeirri viðurkenningu komnir. r stundir með samferðamönnunum bæði í gleði þeirra og sorg. Jón Gíslason var gæfumaður á flestan hátt í þessu lífi. Mesta gæfan hans var þó vafalítið konan, sem hann átti. Þórunn var ung Jóni gefin, eins og Bergþóra Njáli forðum. Og hún stóð ástrík, örugg og traust við hlið hans fram á síðustu stund. Til þeirra áttu svo margir að sækja, hans, sem odd- vita, hennar, sem ljósmóður. Þang- að voru sótt ráð upplýsingar og fyrirgreiðslur ýmiskonar. Og allt slíkt var látið í té af fúsum og íeinlægum vilja, ásamt gestrisni, sem lítt sást fyrir. Að heimili þeirra hjóna, sem var í þjóðbraut, lágu því gagnvegir fjöldans, bæði sveitunga þeirra og annarra. Með þeim þótti mönnum gott að vera. Það vantaði alltaf mikið, þar sem menn komu saman, ef þau voru ekki mætt. Þótt Jón Gíslason væri ekki sókn arbarn mitt nema tvö ár, minnist ég með þakklæti margra mjög ánægjulegra stunda frá samvistum við hann og heimili hans. í návist hans vantaði aldrei umræðuefni. Athygli hans og samvizkusemi setti og að jafnaði sinn svip á þau störf, sem með honum voru unn- in. Oð þótt við værum eigi ávallt sammála, í löngu og margvíslegu samstarfi, sást mér ekki yfir það, sem hann átti til brunns að bera. Enda slitnuðu og aldrei þau bönd, sem milli okkar tengdust þegar við fyrstu kynni. Það er því með hlýjum minningum og björtum hug, að ég horfi til hans í leiðar- lokin. Af 12 börnum þeirra hjóna eru 10 á lífi, atorkufólk og myndar- menn, búsett ýmist hér í borg eða Rangárþingi. Það er því mikill jog mannvænn hópur, sem fylgir j föður til grafar að Akurey í dag. | Og ásamt þeim hóp á sveitin öll, héraðið í heild, og ýmsir fleiri, svo margs að minnast og margt að þakka. Það er gott að minnast mikil- hæfra manna og góðra drengja, sem lengi hafa lifað, víða komið við og miklu dagsverki skilað. En það er ef til vill engu síður ánægju- legt að fylgja þeim í anda á leið héðan, Því. . . . „Hvað vannstu drottins veröld til þarfa, þess verðurðu spurður um sól- arlag. Jón Skagan. 3 d Minning: Elín í Næfurholti Eitt a" ríkustu einkennum í fari Jón$ Gisiasonar var sérstök söng- hæfni og ást á söng. Hánn var ára- tugum suman forsöngvari í sóknar kirkju sinni — að Sigluvík og Ak urey — við almennar vinsældir og viðrrkenningu. Hann var ein- lægtir trúmaður á gamla vísu, lengi safnaðaríulltrúi, og traustur vinur kirkju og kristindóms alla tíð. Fyrir 2>ví átíi hann svo margar áhrifarík- f dag verður til moldar borin að Skarði á Landi ein hinna hljóðlátu merkiskvenna þessa lands, Elin Guðbrandsdóttir, húsfreyja í Næf- urholti á Rangárvöllum. Hún and- aðist á heimili sínu þriðjudaginn 24. apríl eftir skamma legu. Bana- meinið var heilablóðfall. Elín heitin var fædd að Ölvis- holti í Holtum 8. apríl 1881 og var því fullra 75 ára, er hún lézt. For- eldrar hennar voru Guðbrandur Sæmundsson og Margrét Hinriks- dóttir, kona hans. Árið 1882, þegar Elín var ársgömul, fluttist hún með foreldrum sínum að Tjörva- stöðum á Landi og ólst þar upp síðan fram um fermingaraldur, en þá missti hún föður sinn. Eftir það átti hún heima að Svinhaga og Sel- sundi á Rangárvöllum, en hinn 21. október 1910 giftist hún Ófeigi bónda Ófeigssyni í Næfurholti. Þar bjó hún síðan til dauðadags. Árið 1924 missti Elin bónda sinn frá börnunum ungum. Eftir það bjó hún með ráðsmanni, Haraldi Run- ólfssyni, annáluðum atorkumanni, er síðar varð tengdasonur hennar og býr nú á næsta bæ við Næfur- holt, nýbýlinu Hólum.. Næfurholt er efsti bær á Rangár völlum uppi undir Heklu, mikil jörð. Bærinn hefir tvisvar verið fluttur, svo að kunnugt sé, hið fyrra sinnið 1845, er glóandi hraun féll heim að túninu og tók af bæj- arlækinn, en í síðara skiptið árið 1912, í tíð þeirra Ófeigs og Elínar. Þá féll bærinn til grunna í hörðum jarðskálfta. Nú standa húsin á gróinni hraunbrún og horfa móti suðvestri. Ekki verður þar víðsýnt kallað, en friðsælt og hlýlegt, eink um á sumardag. Hér í nábýli við hið mikla eldfjall vann Elín Guð- brandsdóttjr ævistarf sitt að mest- um hluta. Hér ól hún börn sín. Hér missti hún mann sinn, og hér and- aðist hún að loknu löngu dagsverki. Flestir þeirra, er til Heklu fara, koma við í Næfurholti, og hefir svo lengi verið. Annars er þar fremur fáferðugt að jafnaði. En þegar Hekla gaus síðast, varð þar um- ferð næsta mikil og mannös um langa hríð, svo að kalla mátti, að einn kæmi inn þegar annar fór út. Ekki brá Elínu neitt við það, held- ur reyndi hún að verða að liði hverjum þeim, er að garði bar, og veita honum beina. Við, sem mest stunduðum Hekluferðir, áttum að kalla annað heimili í Næfurholti, meðan á eldgosinu stóð. Kynntist ég þá Elínu húsfreyju. Hún var þá fötluð orðin af gigt og sat í löngum stól sínum, en aldrei kvartaði hún um kjör sín, heldur var hún ætíð ánægð, enda naut hún ástar og virð ingar góðra barna. Hitt verður mér jafnan minnisstætt, hvílík samúð og hlýja streymdi frá þessari konu. Hún fann til með öllu, sem þjáist, færði allt til betri vegar. Hún var fríðleikskona og virðuleg í allri um gengni, en það bar þó af, hve aug- un og brosið lýstu mikilli mann- gæ’zku og mildi. Verksvið hennar var ekki orðið stórt hin síðari árin, því að kalla mátti, að hún væri orð in farlama, en hjartað hafði ekk- ert afhroð goldið. Það var auðugt og gott. Pálmi Hannesson. Frá þkgi EvrópurátSsins (Framhald af 7. síðu.) stofum til þess að sjá um að fé lagsmálaskráin yrði framkvæmd. Margir eru mjög mótfallnir þeirri stofnun og hefir sérstaklega borið á andstöðu Norðurlandafulltrú- anna. Menn eru heldur ekki á einu máli um það, hversu langt eigi að ganga í því að fyrirskipa ríkisstjórnum, um það hvernig | hvert ríki hagi félagsmála- og heil brigðislöggjöf sinni o. s. frv., enda þótt flestir séu sammála um, að hverju beri að stefna um almenn félagsleg réttindi. Málinu var enn á ný vísað aftur til nefnda til at- hugunar. Hér hefir aðeins lítillega verið drepið á sumt af því, sem fram kom og þá eingöngu það, sem rætt var í þinginu sjálfu en ekki á neitt af því, sem nefndir vinna að, né þau mál, sem liggja fyrir, en ekki voru á dagskrá þessa þings. Það er greinilegt, að komin er meiri festa í störf Evrópuráðsins en áður var. Hitt er líka víst, að hvert atriði þarf að athugast af mörgum aðilum, áður en það verð ur að samþykkt, sem gildi heima í þátttökuríkjunum. Þeir, sem trúa á samkomulag og samvinnu, ,,Evrópu-hugsjónina“, treysta því, að smátt og smátt muni árangur starfsins koma í Ijós. Bandalag íslenzkra listamanna mótmælir úthlutun listamannaf jár Stjórn Bandalags íslenzkra lista- manna samþykkti nýlega svohljóð- andi ályktun: „Stjórnarfundur Bandalags ísl. listamanna mótmælir einróma þeirri kerfisbundnu úthlutun lista- mannalauna ríkisins, er nýlega hef ir átt sér stað, og lýsir undrun sinni yfir því skeytingarleysi um þróun íslenzkra lista, sem úthlut- unin ber vott um. Fundurinn leyfir sér einkum að láta í ljós óánægju sína yfir því, að í úthlutunarnefnd skulu kjörn- ir menn, sem ekki virðast hafa verulega þekkingu á öðrum listum en bókmenntum og virðast ekki heldur leitast við að kynna sér aðr ar listgreinir, en hafa hins vegar auðsjáanlega að mestu leyti endur- skráð athugunarlaust sömu til- gangslitlu launaveitingarnar ár frá ári, enda þótt margsinnis hafi ver- ið bent á hve gagnslitlar þær væru. Fundurinn leyfir sér að benda á þær hættur fyrir íslenzka listþró- un, sem fellst í þessu ástandi og leyfir sér "að fára þess á leit að ríkisstjórnnr; skipi án tillits til stjórnmálafiökká nefnd listfróðra og réttsyhna manna til að ganga frá tillögum varðandi nýtt kerfi til aðhlynningar íslenzkum listamönn- um, til éndurbóta á launaveiting- um til þeirrá, útbreiðslu listaverka skattgreiðslum listamanna og öðru þar að lútandi.“ iJilllllllllllllllllllllllIlllllIlllllllllllllllllimillilIlllllilllllllrmilllllllllllllllllllllIlillllllllllllllMllllllllllllllllllllllilIP 1 & Úr og klukkur Trausr og var?n merki Gull — dýrír steiuar Hringar og skartgripir BORÐSILFUR Fjölbreyttar gerðir Um áratugi höfum við setið fyrir við- skiptum ferðamanna og annarra utan- bæjarmanna — og gerum svo enn. Ferðamenn, lítið inn í verzlun vora og við munum veita yður örugga og fag- lega þjónustu. Við afgreiðum gegn póstkröfu. % Skartpripaverzlun Laugavegi 8. j§ nliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiinl = KRR KSÍ = I REYKJAVÍKURMOTIÐi | heldur áfram í dag kl. 2 á íþróttavellinum. Þá ieika p 1 K. R. og Valur ( i Dómari: Halldór Sigurðsson. 5 i Á morgun, sunnudag kl. 8 e. h. heldur mótið áfram. 1 | Þá leika: = Fram og Víkingur | I Dómari: Guðm. Sigurðsson. i | MÓTANEFNDIN. [miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiFi i UPPBOÐ | = Opinbert uppboð verður haidið að Fríkirkjuvegi 11 ^ | hér í bænum mánudaginn 7. maí n. k. kl. 1,30 e. h. 1 Seldir verða ýmsir óskilamunir, svo sem reiðhjól, § 1 fatnaður, töskur, úr, lindarpennar, ennfremur borðlamp- | 1 ar, skermar 0. fl. tilheyrandi dánarbúi Claus Levermann. | | Greiðsla fari fram við hamarshögg, i Borgarfógetinn í Reykjavík. .......................... W.VAVV.VV.V.V.VV.V/.V.V.V.V/AV.V.V.V.V.V.VAV í ■: Hjartkærar þakkir færi ég vandamönnum minum og vinum, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og I; ■I skeytum á áttræðisafmæli mínu 28. apríl. :■ S í ;. Sigmundur Guðmundsson V Frá Fíflholtum, I; v Ásabraut 5, Kefiavík. WAV\V/AV.VV.V.VV^V.VV.VV.VV"V.V.V.V.\V\V.Wi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.