Tíminn - 05.05.1956, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.05.1956, Blaðsíða 12
Veðrið í dag: Suðaustan stinningskaldi. Skýj- í að en úrkomulítið. 40. árg. _________ Hiti á nokkrum stöðum klukkau 18: Reykjavík 11 stig, Akureyri 10, London 12, París 19, Kaup- mannahöfn 15. Laugard. 5- maí 1956. Fundurinn stóð ti! hálf þrjú umnóttinaánþessl nokkur tæki málstað Hannibals Á miðvikudagskvöldið héldu þeir.Hannibal og Eðvarð fund á Sauðárkróki. Á þessum Hanni- balsfundi mættu um hundrað manns og fjölmenntu Sjálfstæð- ismenn. Tóku þeir Hannibal með lófaklappi og voru þeir einu, sem fögnuðu honum fyrir utan hinn eina Alþýðuflokksmann á Sauð- árkróki, sem fylgir honum að málum og kommúnistum. Þótt svona byrlega blési I fyrstu, stóð fundurinn til kl. hálf þrjú um hóttina, án þess að nokk ur stæði upp til að styðja málstað Hannibals. Talaði Hannibal meg- inið af tímanum, enda átti hann í vök að verjast, efíir að Magnús Bjarnason, Konráð J>orsteinsson og Magnús Gíslason, bóndi á Frostastöðum, höfðu talað og vítt liann fyrir að kljúfa Alþýðusam- bandið á þessari öriagastundu. Bentu þeir í því sambandi á þá staðreynd, að aðgerðir Hannibals yrðu til að styðja Sjálfstæðis- flokkinn í kosningunum. SlysíHoltum Gperettan Káta ekkjan sýnd í Þjóðleikhúsinu á næstunni Operusöngkonan Stina Britta Melander fer me<j> aÖalhlutverkiá. — Æfingar þegar byrja'ðar Hingað er kominn góSur gestur austan úr SvíþjóS, Stina Britta Melander, óperusöngkona. Hún er að vísu gestur, sem hér er áður að góðu kunnur, en í fyrra söng hún hlutverk Neddu í óperunni II Pagliacci eftir Leoncavallo og sýnd var í Þjóðleikhúsinu við miklar vinsældir. Að þessu sinni er söng- konan hingað komin á vegum Þjóðleikhússins til að svngja aðalkvenhlutverkið í óperettunni Káta ekkjan eftir Lehar. Munu sýningar á óperettunni hefjast um næstu mánaðamót. Einar Kristjánsson mun syngja hlutverk Danilo. Kemur hann ekki fyrr en eftir rúma viku, en æfir hlutverk sitt í Kaup- mannahöfn. Liósm.: Sveinn Sœmundsson Eins og skýrt var frá hér í blaðinu nýlega viidi það slys til austur í Holtum að bíli fór út af veginum, valt niður fjögurra metra háa brekku og^taðnæmdist í á. Bílstjórinn slapp lítið meiddur en stúika, sem var farþegi meiddist inikið. Bíllinn var nýr, en er talinn ónýtur. Ljósm.: Magnús V. Ágústsson. Magnús Már Lárusson, prófessor, framkvæmdastjóri nefndarinnar, lýsti síðan ýtarlega, hvernig bygg- ingamálin í Skálholti stæðu nú, og fara þær upplýsingar hér á eftir. Hörður Bjarnason, húsameistari rikisins gerði nokkra grein fyrir fyrirhugaðri kirkjubyggingu. Verð ur það krosskirkja og vegghæð um 9 metrar. Fyrihugað var áður að byggja kirkjuna utan við gamla kirkjugrunninn og láta hann halda sér, en orðið hefir að hverfa frá því og reisa kirkjuna á grunninum, og hlýtur það að hafa í för með sér breytingar á kirkjunni frá þvi sem áður var ráðgert. Er nú verið að gera teikningar og líkan af hinni nýju kirkju, og verður því lokið innan skamms, og mun þá nánar verða sagt frá gerð kirkjunnar og öðrum byggingum á staðnum. Zóphónías Pálsson, skipulags- stjóri, sem gegnir varaformanns- Rússar taka norskan bát NTB, 4. maí. — í dag tók rússn eskt varðskip norskan fiskibát, sem líklega hefir verið að veið- um innau rússneskrar landhelgi. Norskur lögreglumaður sá, er rússneska varðskipið tók bátinn! og var siglt til rússneskrar hafn-j ar. Engin tilkynniug hefir verið gefin út og ekkert liefir frétzt til bátsins og vita Norðmenn ekki hvar hann er niður kominn. Hvorki norska utanríkisráðuneyt ið né sjávarútvegsmálaráðuneytið hafa haft nokkrar fregnir af þess um atburði. 1 störfum í nefndinni, var og við- staddur, svo og séra Sveinbjörn Iíögnason, sem sæti á í nefndinni. Skálholtsnefnd var skipuð hinn 1. apríl 1954 og hefir því starfað nú í rúm tvö ár. Hlutverk hennar hefir verið að gera itllögur um (Framhald á 2. síðu. Framkvæmdum í Skálholti miðar vel áfram - kirkjugrunnurinn fullgerður fyrir hátiðina Stórt íbúðarliús fokhelt tmnið að f rani ræslu og ræktun, liitaveifa iindirbúin, vegagerð og ýmis f egrun á staðnum Blaðamenn ræddu í gær við Skálholtsnefnd, eða bygginga- nefnd staðarins, og lét hún þeim í té greinargerð um það, hversu starfinu hefir miðað fram. Hilmar Stefánsson, banka- stjóri, formaður nefndarinnar, rakti þessi mál stuttlega og lagði á það áherzlu. að ekki dygði að flýta sér um of 1 þess- um framkvæmdum, sem miðaðar væru við langa framtíð og vanda yrði sem bezt. Námsstyrkur við háskólann í Zuridi Háskólinn í Zúrich býður íslenzk um stúdent námsstyrk næsta skóla- ár (október til júlí), 2800 svissn- eska franka og eftirgjöf kennslu- gjalda. Háskóli íslands tekur við umsóknum um styrkinn, og er um sóknarfrestur til maíloka. Skrif- stofa háskólans veitir nánari vitn- eskju um styrkinn. Próf. Eugen Dieth, sem hingað kom sumarið 1954 í boði Háskóla íslands, hefir komið því til leiðar, að háskólinn í Zúrich veiti árlega styrk einum stúdent frá Svíþjóð, íslandi, Noregi eða Danmörku. í vetur hlaut sænskur stúdent styrk- inn, og nú er röðin komin að ís- leenzkum stúdent. Þjóðleikhússtjóri Guðlaugur Rós inkranz skýrði fréttamönnum frá þessu í gær, er þeim gafst kostur á að ræða við hann og óperusöngkon una. Kann lilutverk sitt utan að á íslenzku. Stina Brita Melander skilur allvel íslenzku, en kvaðst að vonum eiga fremur erfitt með að tala málið. Þjóðleikhússtjóri kvað það hafa vakið undrun og aðdáun, að söng- konan hefði í gær getaö farið með allt hlutverk sitt á íslenzku er æf- ingar hófust, en hún kom lil lands- ins fyrir tveim dögum. Hafði hún lært textann úti og notið nokkurr- ar aðstoðar um framburð hjá starfs manni í íslenzka sendiráðinu í Stokkhólmi. Söngkonan sagði, að það væri mjög nauðsynlegt, ef á- heyrendur ættu að njóta óperett- unnar vel, að textinn væri á móður- máli þeirra. Karl ísfeld rithöfund- ur hefir gert íslenzku þýðinguna. JSf Þekktur leikstjóri. Þjóðleikhússtjóri sagði að vegna deilna í Vínarborg um það liver taka ætti við stjórn óperunnar þar hefði ekki getað orðið af því að Rott kæmi hingað til að annast leikstjórn á Kátu ekkjunni. Hefði hann orðið að taka að sér stjórn óperunnar til bráðabirgða. í hans stað verður Svend Aagé Larsen, leikstjóri. Hann er frá Danmörku og mjög þekktur leikstjóri. Stina (Framhald á 2. sfðuj Stína Britta Melander Hí'nn eini sanni sjoppukóngur á Keflavíkurvelli Morgunblaðið ástundar enn list ungamóðurinnar, að fljúga upp með vængjablaki frá lireiðrinu og reyna að leiða á villigötur. í gær birtir blaðið þá „frétt* að Framsóknarmenn „geri sér varn- arframkvæmdirnar að féþúfu“. Hafi „gæðinguin flokksins" verið lijálpað til að setja upp „krár og M.s. GULLFOSS heldur úr höfn. Það var margmennt niður við höfn 1. maí, í þann mund er Gullfoss lagði frá landi. Með skipinu voru ó- venju margir farþegar. Svo virðist sem íslendingar séu að byrja að leggja Iand undir fót á þessu vori og einnig voru margir færeyskir sjðmenn meðal farþega. Þeir halda nú heim að lokinui vertíð hér á landi. knæpur“ á KeflavíkurflugveHi o. s. frv. Svo báglega tókst til fyrir MbL, að Tíminn birti einmitt í gær ,at- liugsasemd utanríkisráðherra vtð landsfundarræðu Bjarna Bene- diktssonar, sem hafði dylgjað um sama efni. í grein utanrikisráð- herra er aðdróttunum. Mbl. svar- að, og þar er dregið fram, hver er liinn eini og sanni sjoppukóng- ur á flugvellinum. í greininni segir: „Bjarni Benediktsson virðist hafa kryddað ræðu sína með gömlum gróusögum um einhverj- ar „sjoppur", sem Framsóknar- menn eigi á KeflavíkúrflugvellL Sá fótur er fyrir þessum sögum, að Þorvarður Árnason, bróðir Tómasar Árnasonar deildarstjóra í varnarmáladeild, fékk ásamt Sjálfstæðismanni einum, leyfi til að setja upp „biðskýli“ á flug- vellinum. En það var ekki ég eða Tómas Árnason, sem veitti þetta leyfi, heldur BJARNI BENE- DIKTSSON sjálfur. Bjarni hafði veitt mörgum Sjálfstæðismönn- um leyfi til þess að reka „sjopp- ur“ á vellinum, áður en ég tók við utanríkisinálum. HANN ER ÞVÍ HINN EINI OG SANNI „SJOPPUKONGUR“ Á KEFLA- VÍKURFLUGVELLI, ef svo má að orði komast. Nú mun ekki vera nema ein „sjoppa“ á vellin- um innan girðingarinnar, og heit- ir hún „Rio Bar“. Eigandi þeirr- ar „sjoppu“ er Þorvaldur Guð- mundsson, sem kenndur er við Síld og fisk. Eg liefi aldrei spurt Þorvald um, hvar hann sé í flokki, en ekki er mér kunnugt um, að hann hafi veriffi neinn framámaður í Framsóknarflokkn- um.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.