Tíminn - 10.05.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.05.1956, Blaðsíða 6
6 T í !U I \ N, fimmtudaginn 10. maí 1956. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). ] Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523. afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. L-——*——i— ------------—.— ----—~—-----------------—------j Viðreisn efnahagsmálanna AÐ HLÝTUR að vera hverjum einum ljóst, er eitthvað fylgist með málum, að geigvænlegt ástand bíður framundan í efnahagsmálum þjóðarinnar að óbreyttri stjórn- arstefnu. Á nýloknum fundi fiskfram- leiðenda, er haldinn var hér í bænuni, var því lýst yfir í fund arsaniþykkl, að þær auknu upp- bætur, sem útgerðin fékk í vet- ur, myndu hvergi nærri nægja til að mæta auknum útgjöldum, sem hlotizt hefðu af kauphækk unum á síðastl. ári. Við þetta bætist svo, að kaupið mun halda áfram að hækka vegna breytinga á vísitölu. Það bætir svo ekki hlut útgerðarinnar, að vetrarvertíðin hefir víða geng- ið illa. Fyrirsjáanlegt er því, að nýtt strand bíður útgerðarinn- ar um næstu áramót. Gjaldeyrisafkoman hefir ekki um langt skeið verið lakari en nú. í lok marzmánaðar var gjaldeyrisstaðan óhagstæð um 140 millj. Allt bendir til, að hún muni fara versnandi m. a. vegna þess, að aflabrestur hef- ir orðið á vertíðinni. Stöðugt er því verið að herða á innflutn- ingshöfíunum og er þegar orð- inn skortur á ýmsum nauðsyn- legum vörum. FLETRA MÆTTI nofna til sönnunar því, hve uggvænlegt ástandið er. Þetta nægir hins vegar til að sýna það, að öng- þveiti og hrun bíður framund- an, nema það takist að knýja fram breytta stjórnarstefnu. Það var vegna þess útlits, er Framsóknarmenn knúðu fram stjórnarslit og þingkosningar og gengu til bandalags við-Alþýðu flokkinn. Gömul og ný reynsla sýndi, að ný stjórnarstefna yrði ekki tekin upp í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Vegna hagsmuna.gróðamanna og milli- liða eru foringjar hans ófáan- legir til að gera þær ráðstaf- anir, sem nauðsynlegar eru til að koma þessum málum á rétt- an kjöl. Það, sem Sjálfstæðisflokkur- inn býður upp á í þessum mál- um, er aukin varnarvinna og ný „bráðabirgðaúrræði eftir bráðabirgðaúrræði“ í formi nýrra skatta og . álaga. Slíkt gæti ekki endað með öðru en að við yrðum efnalega háðir Bandaríkjunum og glundroði og upplausn ykist stöðugt í pen ingamálum þjóðarinnar. Slík stefna myndi tortíma frelsi og virðingu þjóðarinnar. Enginn hugsandi maður get- ur láð Framsóknarflokknum, þótt hann vildi ekki veita slíkri stefnu liðveizlu sína. SÚ STEFNA, sem bandalag umbótaflokkanna hefir markað til viðreisnar í þessum málum, er fyrst og fremst fólgin í því að ná samstarfi við stéttarsam- tökin í landinu um stefnu í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Reynslan hefir sannað, að eng- ar aðgerðir í þessum málum ná tilætluðum árangri, nema þær njóli stuðnings stéttarsamtak- anna, en hans er hins vegar ekki að vænta, nema bau fói verulega aðild að framkvæmd þeirra. Þá stefnu, scm verður mótuð í samráði við stéttarsam- tökin, þarí að miða við það, að framleiðsluatvinnuvegirnir fái notið sín til fulls og lagt þannig grundvöll að nægri atvinnu og' batnandi lífskjörum. Jafnhliða þessu verður svo að leggja rnegin áherzlu á öfl- un nýrra atvinnutækja og' efl- ingu nýrra atvinnugreina, svo a'ð afkoma þjóðarinnar byggist á sem breiðustuin grunni. Þetta verður ekki gert, nema með öflun erlends fjármagns til slíkra framkvæmda. Á það mál verður að leggja miklu meiri áherzla en núverandi stjórn liefir gert, og gera sam starfsþjóðum okkar vel ljóst, að við þurfum fjármagn til að byggja upp atvinnuvegina. ís- lendingar verða áð finna að þeir hafi annan og meiri liagn að af samsiarfinu en að hafa atvinnu við virkjagerð,er bráð lega myndi gera þá efnahags- lega háða erlendu valdi. Brýnustu verkefni þjóðarinn- ar í dag eru að tryggja fram- leiðslunni starfhæfan rekstrar- grundvöll og að vinna að efl- ing og aukningu atvinnuveg- anna. Á þessu tvennu byggist bæði sjálfstæði þjóðarinnar og afkoma. Af þeim flokkum og samtökum, er nú keppa um hylli þjóðarinnar, er bandalag umbótaflokkanna tvímælalaust færast um að leysa þessi verk- cfni vel af hendi. Ingólfur og vörubílamir CJÁLFSTÆÐISMENN ^hampa fáu meira í á- :róðri sinum en að þeir séu flokkur frjálsrar verzlunar og viðskipta og engir berjist því ; eindregnara gegn hömlum og höftum en þeir. Reynslan sýnir þó ómótmæl- anlega að síðan Sjálfstæðis- menn fengu aftur hlutdeild í stjórn landsins fyrir 17 árum, hafa hvers konar höft og höml ur aukizt. Sjálfstæðismenn hafa síður en svo verið á móti höft- um á borði, þótt þeir hafi verið • það í orði. Þvert á móti hafa þeir látið sér höftin vel líka, þegar þeir hafa talið gæðingum sínum hag að þeim: EITT DÆMIÐ um þetta, er að gerast um þessar mundir. Víða utan af landi hafa borizt beiðnir um innflutning á vöru- bifreiðum. Ýmis atvinnufyrir- :tæki þar hafa mikla þörf fyrir að endurnýja -og auka bílakost sinn. Sjálfstæðismenn hafa þó staðið eindregið gegn því í Innflutningsskrifstofunni, að slík leyfi væru veitt, og hefir þetta mál því komið til kasta ríkisstjórnarinnar. Þar hafa ráð herrar Sjálfstæðisflokksins beitt sér eindregið gegn því að leyfður yrði innflutningur á vörubifreiðum. Á sama tíma er svo hömlu- laus innflutningur á hvers kon ar óþarfa varningi, sem er á bátagjaldeyrislista, en sá inn- flutningur er heildsölunum hag kvæmastur, því að þeir fá að leggja ótakmarkað á hann. ÞETTA DÆMI sýnir vel af stöðu Sjálfstæðismanna til haft anna. Þeir beita ströngustu höftum til að hindra innflutn- ing á nauðsynlegustu samgöngu tækjum dreifbýlisins á sama tíma og heildsalarnir fá að flytja inn hvers konar skran hömlulaust. Þeir einir, sem Walter Lippmann ritar um alþjóðarnál: Grundvöllur Atlantshafsbandalagsins er traustur en yfirbyggingin er úrelt AÐUR EN fundur Atlants- hafsráðsins í París hófst, var nokkuð um það að menn hristu höfuðið yfir framtíð bandalagsins. Alþingi íslendinga vill að ameríski herinn fari heim. Frakkar hafa flutt mikinn hluta herja sinna frá Þýzkalandi til Afríku. Þjóðverjar slá á frest að setja herskyldulög vegna þess að herskylda er óvin- sæl og vegna þess að mikil vel- megun ríkir í landinu. Rétt undir yfirborðinu er í Þýzkalandi sterk tilhneiging til þess að skoða þátt- töku Þjóðverja í NATO sem leik í taflinu við Rússa um sameiningu landsins, fremur en sem nauðsyn- lega öryggisráðstöfun. Nú eru Þýzka- land og Frakk- land þau lönd, sem eru í mestri hættu frá hendi rauða hersins. Og þegar Þjóð- verjar og Frakk- ar haga sér svona vaknar sú spurn- ing hvort NATO sé í rauninni að liðast sundur. Eg leyfi mér að halda því fram, . að það sem er að liðast sundur sé ekki grundvöilur bandalagsins heldur yfirbyggingin sem er orðin úrelt. Walter Lipmann IIVERJAR ERU undirstöður bandalagsins? Þær eru hreinskiln- ingslega sagt sú yfirlýsing Norður- Ameríku að fara í stríð ef Rússar hefja hernaðaraðgerðir innan landamæra nökkurs lands, sem er meðlimur NATO. Hugsunin, sem á bak við býr er, að Bandaríkin á- samt bandalagsríkjunum í NATO, hafi nægan herstýrk, og yfirlýsing in um að láta hart mæta hörðu, verki þannig að hún haldi árásar- aðila í skefjum. Þetta er hugmyndin, sem NATO byggist á í upphafi, og það er alls engin ástæða til að ætla að yfirlýsing hafi minna gildi í dag, en hún hefir áður haft. Á því er alls enginn efi, að Bandaríkin muni þegar fara í stríð, ef ráðist væri á nokkurt land innan samtakanna. Á ÞESSUM grundvelli hefir síðan verið reist yfirbygging, sem ekki var ráðgerð í upphafi, þegar bandalagið var stofnað, og þessi yfirbygging er alþjóðlegur her. Þessi yfirbygging var reist á þeirri forsendu, að ef Sovétríkin ákvæðu að hefja strið, mundu þau beita rauða hernum og ráðast inn í V- Þýzkaland, Niðurlönd og Norður- lönd og Frakkland. Þessi forsenda var samþykkt áður en Sovétríkin voru búin að koma sér upp kjarn- orkuvopnum. Þetta var forsenda á þeim tímum, er nútímahernaðar- máttur Rússa var í bernsku. Á GRUNDVELLI þessarar for sendu, sem mest var á lofti haldið þegar Kóreustríðið geysaði, ákváðu NATO-ríkin að koma upp stórum evrópskum her og inn í hann átti að fella allstóran þýzkan her. — Vandamál NATO hafa fyrst og fremst verið sprottin af þessari yf- irbyggingu. Ef tala má um að eitt- hvað sé að liðast sundur í banda- laginu, þá er það áætlanirnar um þessa yfirbyggingu og viðbætur við hana. En hvorki Frakkar né Þjóðverjar, — þjóðirnar, sem ætla mætti að hefðu mestan áhuga á bandalaginu — virðast taka sér þetta nærri. Nú er því oft haldið fram, að þessi breytta afstaða sé sprottin af ísmeygilegum áróðri af hálfu Rússa. En þetta held ég að sé á- kaflega yfirborðsleg skýring. Hin raunverulega skýring er, að það er fátt fóík nú orðið í Frakklandi eða Vestur-Þýzka- landi, — eða í rauninni livar sem er — sem heldur að þriðja lieims- styrjöldin mundi verða með þeim hæíti, að reynt yrði að ráðast inn i Vestur-Evrópu. Hér er ekki um að ræða að vestrænar þjóðir liafi verið tældar til að hugsa að ekki sé stríðshætta í heiminum. Þær óttast mjög stríð af annarri teg- und. Þeim dettur ekki í hug að lialda, að það stríð, sem þær eru hræddar við, hefjist eða verið út- kijáð á vígvöllum í miðri Evrópu. ÞESSi AFSTAÐA á rætur miklu víðar en hjá þeim fjölda, sem stundum er talið að hafi orð- ið rússneskum áróðri að bráð. Það er almennn skoðun — þótt hún sé ekki alls staðar viðurkennd — að innrásarhætta frá hendi rauða hersins sé ekki sérstakt hernaðar- legt vandamál meðan ríkir þrá- tefli kjarnorkuveldanna í kjarn- orkuvígbúnaði Ef lítill áhugi ríkir fyrir NATO þá verkar það að ofan og niður á við, og sprettur af því að talið er að hinar herfræðilegu áætlanir með tilliti til landamæra, séu úreltar. Ef þetta er rétt, þá þarf NATO f.vrst og fremst að endurskoða her fræðilegar áætlanir sínar. Slíkt endurmat mundi ekki veikja grund vallartrygginguna sem er kjarni málsins, heldur styrkja hana. (Einkar. NY Herald Tribune). | Keflavíkurbækistöð- | I in snertir ekki undir- í | stöður NAT0 - segir ] jáhrifaríkt norskt | | blað [ É Hið lcunna norska blað, Hand- I 1 els- og Sjöfartstidende ræðir 1 § fund Atlantshafsráðsins í París \ i í ritstjórnargrein 4. maí og rek-1 1 ur þar sögu samtakanna á þessa \ | leið m. a.: i „ . . .Atlantshafsbandalagið | i var stofnsett á hættutíð, á | É versta augnabliki kalda stríðs-1 É ins, eftir valdaránið í Prag og | i meðan stóð flutningabannið til | É Berlínar. i i Takmarkið og undirstaðan i i var — er og verður — að | i tryggja sjálfstæði og frelsi 1 É þátttökuríkjanna. Þcssu marki | j hefur verið náð fram íil þessa. i É Um það er engin óeining. Það i | eru heldur ekki skiptar skoð- i É anir um að þetta á að vera i \ stefna bandalagsins. En það er i i þegar komið er út fyrir þenn-J | an ramma, sem vart verður vi'ð É é skiljanlegan ágreining í milli i É þátttökuríkjahna. Enginn gæti | i lialdið að Norðmenn og Bretar | | til dæmis liafi verið sammála i É um landhelgismálið 1949, er i i bæði lönriin gengu í bandalag- i i ið. Enginn heiniskingi gæti i = hafa látið sig dreyma um að I : Grikkir mundu hafa sagt við J É Breta: Gjörið svo vel, þið É I megið eiga Kýpur. Eða að J | Bretar gætu sagt: Blessaðir | É eigið þið eyna ykkar sjálfir. | | Saar-deilumálið var enn við i i líði þcgar Þjóðverjar gengu | i í bandalagið. En ameríska i | herstöðin í Keflavík var ekki | É til (er ísland gekk í banda-1 i lagið) og það kemur ekki við É í undirstöður bandalagsins þótt | É íslendingar vilji nú, vegna i | þeirrar þróunar sem orðin er, i | hverfa aftur til upphafsins" (þ i i e. ástandsins sem þá var, vera i í í bandalaginu en hafa ekki | É herstöð í landinu). | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiuiniiiiiiumijiiiniih 110 nemendur stunduðu nám í Hér- aðsskólanum að Laugum í vetur Umsóknir um skóiavist aíS ári teknar aí berast Nemendur yngri og eldri deildar Héraðsskólans að Laug- um kvöddu skóla sinn og fengu afhent prófskírteini mánu- daginn 30. apríl s. 1. Skólastióri kvaddi nemendur með ræðu að viðstöddum kennurum skólans. Efst við próf í eldri deild var Álfhildur Jónsdóttir, Víðivöllum, Fnjóskadal, með aðaleinkunn 9,27; í yngri deild Gunnlaugur Sigvalda son, Grund, Langanesi með aðal- einkunn 8,97. 110 nemendur í skólanum Gagnfræðapróf og landspróf hefst í skólanum 14. rnaí Nemend ui gagnfræðadeildar eru 26, þar af taka 13 landspróf. Alls stunduðu nám í skólanum í vetur 110 nemendur, þar af 53 stúlkur. Helmingur nemenda var úr S.-Þingeyjarsýslu. vilja stuðla að slíku „frelsi" í innflutningsmálum, geta stutt Sjálfstæðisflokkinn. Fyrir aðra er það ekki hægt. Heilsufar var mjög gott í vctur. Inflúenza barzt að ’vísu í. okólanu eftir páskaleyfi en tók ekki helm- ing nemenda og var mjög væg. Umsóknir um skólavist næsta ar þegar teknar að berast. Fæðiskostnaður í mötuneyli skólans var fyrir pilta kr. 19.75 á dag; fyrir stúlkur 15,80. Þar í eru hreinlætisvörur. Ráðskona mötu- neytis var Gerður Kristjánsdóttir, bryti Eysteinn Sigurðsson. Umsóknir um skólann til næsta vetrar eru þegar komnar margar, og nokkru fleiri en á sama tíma í fyrra. Skólastjóri á Laugum er Sigurð- ur Kristjánsson guðfræðikandidat frá Brautarhóli í Svarfaðardal. vex í Alsír Parísð 8. apríl. — Ákafir bardag- ar eru háðir í Alsír. Franskt herlið reynir að lortíma 600 manna flokki skaéruliða, sem þeir hafa um- kringt í fjöllum nokkrum á landa- mærum Marokkó. Skæruliðar verj ast sem óðir væru. Beita Frakkar bæði stórskotaliði og ílugvélum. Haldið er að þessir sönui skæruljð' ar hafi fyrir nokkrum dögum ráð- ist á 47 búgarða, brennt þá, en myrt 40 konur og börn. Óeirðir eru nokkrar í borgum Alsír. — Franskir borgarar krefjast þess að stjórnin gefi hernum frjálsar hend ur og grípi til enn harkalegri að- ferða. Fyrsta Kirkjukvöld í Bústaðasókn Fyrir forgöngu kirkjukórs Bú- staðasóknar, en organleikari hans og stjórnari er Jón G. Þórarinsson, verður haldið kirkjukvöld í Háa- gerðisskóla að kvöldi uppstigning- ardags kl. 9.30. Aðalefni dagskrárinnar er að sóknarpresturinn flytur ávarpsorð, Þórir Kr. Þórðarson dócent, flytur erindi, kirkjukórinn syngur og að lokum er einsöngur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.