Tíminn - 10.05.1956, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.05.1956, Blaðsíða 9
T f M IN N, fimmtudaginn 10. maí 1956. 23 þannig í minni pokann gagn- vart verkstjóra síhum. Ég get vel skilið, að þér eruð gramur honum, en dæmið hann þó ekki of hart. Hann er réttsýnn maður, þegar hann hefir hugs að sig um. Það er fljótfærni, sem kemur honum til að vera of orðhvatur. En sé það sárt fyrir yður, að þurfa aö hlusta á hann skammast, er það ekki síður sárt fyrir hann, að þurfa að gleypa í sig allar skammirn ar aftur. Andrés gat ekki látið vera að brosa. Hann var ekki liefni gjarn, en innst .inni óskaði hann þess þó, áð'/ýjðalseigand anum væri það reglulega sárt að þurfa „að gleypa aftur“, eins og ráðsmaðurinn orðaði það. — í þessum vandræðum með Magnús, hélt ráðsmaður inn áfram, — var það mjög erfitt fyrir óðalseigandann, að vita, hverju hann átti að trúa. Gestur hans kom illa útleikinn í andliti. Hann skýrði frá, að hann hefði fengið þessa útreið af hendi vinnumanns á óöal- inu. Það er ekki skemmtilegt fyrir gestrisinn gestgjafa, að hlusta á slíkt. Hann átti nátt úrlega ekki að trúa sögunni um peningaveskiö umsvifa- laust, en fljótfærnin hefir hlaupið með hann í gönur. Trúðu mér, Andrés — óðalseig andanum líður ekki vel í dag. Má ég ekki tála yfð hann um málið — svo gétum við séð hvað setur. Andrés hristi höfuðið. — Þetta er vingjarnlegt af yður, Henriksen, en ég get ekki tekið því. Það er vegna annars hlutar, sem ég get r.ekki talaö um við nokkurft'g’.mann. Ég sagði við . . . við óðalseigand- ann í nótt, að ég myndi fará, og við það vil ég standa. Ráðsmaðurinn leit rannsak andi á unga manninn. Hvað skyldi það vera sem hánn gat ekki talað um? Vonandi ekk- ert varðandi ungfrú Kipping? Hann bægöi þeirri hugsun þó brátt frá sér. Vinnukonan komúnn. — Það er samta;i''við yður, Henriksen, sagði hún syfju- lega. Andrési var skemmt. Hún er heldur ekki vön að vakna fyrr en klukkan sjö, hugsaði hann. Ráðsmaðurinn stóð upp og gekk út. Hann vafð steinhissa, þegar hann sá, aö það var Lísa Brun, sem stóð fyrir utan. Hann leit spyrjandi á hana. — Góðan daginn, sagði hann. — Góðan 'dag . . . vitið þér hvar Andres Jensen er niðuv- kominn, herra Henriksen? Hann er þó. ekki /arinn? — Komið innfyrir, Lísa, sagði ráðsmaðurinn þurrlega. Hún hikaði andartak, svo fylgdi hún hönum-^ftir. Þegar hún kom inn i stof- una, og sá Andrés, roðnaði hún. Hún gekk til hans og rétti honum höndina. — Þakka þér fyrir það, sem þér gerðuö .fyrir,,,mig i gær, sagði hún feimnislega. Andrés vissi ekki hverju svara skyldi. — Frú de Borch sendi mig hingað, Andrés. Hana langar að hafa tal af yöur strax og þér hafið tíma til. Eru hjónin komin á fætur svona snemma, sagði ráðsmað- urinn hlæjandi. — Ég er þá ekki sá eini, sem fer snemma á fætur á þessum morgni. Lísa leit hikandi á hann. •— Það hefir víst komið eitt hvað alvarlegt fyrir, sagði hún hikandi. — Frúin hefir ekki farið í rúmið í nótt. Kippings fólkið er líka á fótum. Þau eru að fara. Það hefir þó ekki kom- ið fleira fyrir, Andrés, er það? Andrés hristi höíuðið. — Nei, Lísa. Að móþir hans vildi tala, við hann á þessum ‘ tímá sóíar- hrings, gat aðeins þýtt eitt: Óðalseigandinn hafði sýnt henni bréfið. — Ég varð svo óttaslegin, þegar lögreglan kom, Andrés... — Lögreglan .... hvaö segið þér. Frá því hefir mér ekki verið sagt, hrópaði ráðsmaður inn. Þetta er orðið svo flókið, að líklega þarf lögfræðing til að leysa málið, hugsaði hann. — Það var bara misskilning ur, sagði Andrés. — Óðalseig andinn sendi þá aftur til baka. Fyrsta dagsskíman sást á himninum, þegar Andrés og Lísa gengu yfir garðinn. — Ég hefi komið yður í hræðileg vandræði, Andrés, sagði Lísa og leit afsakandi á hann. — Hefði ég vitað, að svona færi, hefði ég leyft hon um að kyssa mig. Hún eldroðnaði, og var þakk lát fyrir myrkrið. — Það gleður mig, að þér gerðuð það ekki, Lísa. — Hvers vegna? Þaö var eitthvað í rödd hennar, sem aðvaraði hann. Nú var um aö gera að málið yrði ekki flóknara. — Vegna þess, að ég er það, sagði liann stuttur í spuna. Röddin hafði verið kuldalegri, en hann ætlaði sér. Lísa var komin að gráti. Þau gengu inn um inngang- inn, þar sem Andrés hafði hitt Lísu daginn sem hann kom til Borchholm. Hún kveikti ljós, og þau gengu upp stigann, upp á fyrstu hæð. Hún gekk á undan eftir mjó um gangi, þar sem herbergið hennar var. Við enda gangsins opnaði hún hurð, og þau kömu út á stigapall, þaðan sem sást niður í anddyrið. í öðrum enda var gangurinn tvíbreiður og teppalagður. Andrés var í þann veginn að spyrja, hvort hann ætti ekki að fara úr skón um, þegar Lisa barði á fyrstu hurð á hægri hönd. — Þetta er einkasetustofa frú de Borch, hvíslaði hún. — Kom inn, var sagt fyrir innan. Lana de Borch stóð í miðri stofunni, og snéri sér að komu mönnum. Það var aðeins Ijós á einum standlampa, en samt sá Andrés, aö það voru tár í augum hennar. Hjarta hans tók kipp. — Þakka þér fyrir, Lísa, sagði frú de Borch hljóðlega, og unga stúlkan gekk út úr herberginu, og lokaði á eftir sér. Lana de Borch gekk til Andr ésar, og lagði um hann báða handleggina. Blíðleg augu hennar hvíldu andartak á hon um. Svo hallaði hún sér aö honum, og lagði höfuðið að brjósti hans. — Hvern einasta dag, sem ég á eftir ólifaðan, mun ég þakka guði fyrir þetta, hvísl- aði hún, og Andrés heyrði, að hún barðist við grátinn. Stór tár runnu niður kinnar hans. Eitt þeirra féll niður á kinn móðurinnar. Stundin hafði hrært þau bæði. -^-'Sönur ininn, drehgurinn minn, hvíslaði hún, — við meg um þakka fyrir það, sem kom- ið hefir fyrir okkur. Skömmu siðar sátu þau hlíð við hlið á litla legubekknum. Lana de Borch hélt annarri hönd sonar síns í báðum sín- um. Hún talaði innilega við hann. Hann svaraði. Hún leit á hann, hann leit á hana. Við og við þrýstu þau hendur hvors annars. Það dagaði án þess aö þau tækju eftir því. Andrés sagði frá bernsku sinni. Lana de Borch sagði frá syninum, Her- manni, sem hún hafði elskað, og hvers minningu hún myndi elska. Hún sagði frá dökku hári hans og brúnum augum, sem hún gat aldrei fundiö neina skýringu á. Hún sagði einnnig frá föður Andrésar. Hvernig hann hafði sýnt henni bréfið síðla nætur, alveg ruglaður. Þau höfðu verið, mjög hamingjusöm, þegar það hafði loks runnið upp fyrir þeim, hvað skeð hafði . . . — V'ið þökkum hinum al- máttuga af heilu hjartað sagði móðirin. — En pabbi er mjög leiður vegna þeirra hræðilegu ásakana ,sem hann hefir beint að einkabarni sínu. — Það hefði þó jafnvel ver ið verra, að beina þeim að ó- kunnugum, sagði Andrés lágt. — Það sagði ég líka við pabba, Andrés. Ætlar þú að fyrirgefa honum? Má ég segja honum, að þú gerir það? Andrés þrýsti hönd hennar fast. — Já mamma. En mér finnst ég ekkert þurfa að fyrir gefa. Það er ekki svo slæmt, að vera ásakaður, þegar maður veit, að maöur er saklaus. Þar að auki gat óðalseigandinn ekki vitað , . . Andrés brosti til hennar. — Það er ótrúlegt, mamma — það verður ekki auðvelt að venja sig á það. Skyndilega kom Andrési í hug hvað tímanum leið. — En vinnufólkið, hrópaði hann og'tók fram vasaúr sitt. Móðirn brosti. Hún var svo frá sér numin, af gleði. — Ég verð að fara út, og 9 imiiiipiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiji agtir| MARGÍR LITÍR | MARGAR STÆRDÍR j 1 Am@rískir | I stuttjakkarl | NÝKOMNIR | I POPUN-KÁPUR | I RÍFS-KÁPUR | | POPLÍN-STUTTJAKKAR | GREIÐSLUSLOPPAR | = mjög vjölbreytt úrval § | Glæsiíegt úrval af undirfatnaíi. 1 | Verzlunin EROS 1 | Hafnarstræti 4. — Sími 3350. i iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiuiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiim miiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim j tflj j u H q Höfum teki'S í notkun nýtt frystibor'ð fyrir kjötvörur Austurstrætíi ( Jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiii:i;;;'i!n:iiiiiiiiiim ÍÞökkum inrtilega auSsýnda samúS og hluttekningu si odclát og jarSarför Eitnar Guðbrandsdótfur, naefurholli. Aðstandenaur,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.