Tíminn - 12.05.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.05.1956, Blaðsíða 4
Þátttakendjr í námskeiSi Samvinnuskólans viS 50 ára afmælismerki S.I.S. Timinn er fijótur að líða á Biíröst á starfs- maunanámskeiðum kaupfálaganna Fyrsta starfsári skólans í Borgarfirði er fokið - mjög mikil aðsókn að skólanum, sem býr nú víð tiin ágætustu skilyrði í hvívetna Samvinnuskólinn hefir nú byrjað nýja starfsemi þar sem eru námskeið fyrir starfsfólk kaupfélaganna að Bifröst. Hafa I 42 starfsmenn dvalizt þar síðast liðna viku og notið marg-í víslegrar kennslu í nútíma verzlunarháttum og vöruþekk-J ingu, bæði með fjölda fyrirlestra, kvikmynda og myndræm-l um. Meðai annars var á námskeiðinu vígð ný kennslubúð,' hin fyrsta hér á landi, þar sem nemendur skólans munu íj framtíðinni geta lært búðarstörf og skreytingu í verki. Samvinnuskólanum var slitið 1. maí, eins og venja er, en nám- skeiðin. hófust eftir það og standa fram> til Hvítasunnu. Er námskeiði verzlunarfólks lokið, en námskeið skrifs.tofufólks hefst í Bifröst í dag.-- I. Nýr þáttur í starfi skólans. Nii er hafinn nýr þáttur í starfi Samvinnuskólans, þar sem eru núirrsiceið fyrir starfsfóik kaupfé- lagánna. Fyrsta námskeiðið hófst 6. maí og stendur í viku. Þátttak- endur eru 42 víðs vegar af land- inti. Það er fyrir búðarfólk kaup- féiaganna og eru kenndar ýmsar greinar sem rekstur kaupfélags- búða viðkemur. Einnig ýmis fræði cg grundvallarskipulag samvinnu- hreyfingarinnar. Fyrsta kennslubúðin. Séra Guðmundur Sveinsson, skólastjóri Samvinnuskólans, sagði að námskeiðin væru nýr þáttur í starfi skólans, sem mikils mætti af vænta. Þau væru til fræðslu og hvíldar fyrir þátttakendur og stuðluðu að aukinni kynningu þeírra, sem við kaupfélög og önn- ui samvinnufyrirtæki vinna. í ris- ráéðinni, -uppi yfir nemendaíbúð- um, er fyrsta kennslubúðin hér á landi. Þarna er vísir að kjörbúð; hillur og borð og stór sýningar- gluggi, þar sem útstillingar eru kermd^r., Kénnslubúðin er rmiðin eftir sænskri hugmynd. Guðmund- ur skójastjóri sagði að námskeið sem þéSSi* væru eftir íyrirmynd- um frá Norðurlöndum og þar væru • samvinnuskólar ;:eknir ;neð nokkru öðru sniði en hér. Þar væru nllir nemendur starísmenn kaupfélaganna og sendir þangað af þeim. Þeir stunda nám í skól- um stuttan tíma í einu, en vinna við samvinnufyrirtæki þess á.l milli. Þannig er samhliða bóklegt nám og starf. Námskeiðin í Bif-. röst eru eingöngu íyrir starfs-_ menn ' kaitpfcfagannag'sém' lókið hafa Samvinnuskólaprófij;-og aðra sem iirfiíið hafa; yið.þessr störf uhi' lengri eða skemmriHíma ; Ennfremur sagði s^i;a Guð- mundur,. að; I starfsefoi; ;áfF -þgssu tagi muni aukin í framtíðinni og , þá væri sennilegt .að nán;sl{eiðuín í myndi hagað^þannig iað iþeiri er | lckið hefðu Samvinnuskólaprófi, yrðu sér í flokki. Fyrst námskeið um sam- vinnumál. Árið 1916 var fyrsta námskeið um samvinnumál og keiinslu í starfsemi kaupfélaga haldið á Ak- ureyri. Annað átti að halda vet- urinn eftir en af því varð ekki og næsta námskeið var svo hald- io í Reykjavík veturinn 1918—19. Það er raunverulega fyrsta starfs- ár Samvinnuskólans, því að kennsla hefir farið íram á hverj- um vetri síðan. I Kennsla á námskeiðunum. | Eins og áður er frá sagt, eru mörg viðfangsefni á dagskrá nám 1 skeiðsins, sem nú er að ljúka. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, með kvikmyndasýningum og sýn- ingum á myndaræmum. Einnig fer mikill hlpti kennslunnar fram í kennslubuðinni, sem áður er minnzt á. Fyrirlesarar eru íimmt- án og má af því inarka, hve margt ber þarna á góipa. Þeir séra Guð- mundur Sveinsson skólastjóri, Benedikt Gröndal ritstjóri og Gunnar Grímssón kenriari eru aðalkennarar námskeiðsins. Nemendur ánægðir. ! Það ríkti ánægja og samliugur í Bifröst, þegar ííðindamaður Tím ans leit þangað uppeftir íyrir helg ina. Fólkið sagðist hafa notið tím ans í ríkum mæli, við nám og ;Tóð leik, og í glöðum hópi íélaganna. Svo spillti það ekki fyrir, að í fritímanum eftir hádegið var stund um skroppið upp að Varmalandi og farið þar ;: nundlaugina. Margir sögðust óska þess að nám skeiðið væri rétt að hefjast. Kvöld vökur voru tvö kvöld. Skemmtu piitar annað kvöldið, en stúlkur hitt. Næsta námskeið fyrir skrif- stofufólk. Næsta námskeið hefst nú um helgina og er það fyrir skrifstofu- fólk kaupfélaganna. Þar verða Rieðal annars sýndar nýjungar, sem fram hafa komið að undan- fórnu, og fyrirlestrar fluttir, eins og á námskeiðinu sem nú er að ljúka. Er ekki að efa að það verð ur þátttakendum til gagns og gleði, enda er ekki í kot vísað þar sem Samvinnuskólinn í Bif- röst er. Húsið er nú næsturn íull- gcrt. Verið er að ganga frá kc.nnslustofu, sem notuð verður fyrir annan bekk næsta vetur, og ýmsar lagfæringar á íbúðum nem- enda og kennara. Þá er verið að bvggja íbúðarhús fyrir skólastjór- ann og verður það fullgert í haust. Séra Guðmundur skólastjór: sagði að lokum, að aðsókn væri mjög mikil að skólanum. Síðast liðið haust hefðu á annað hundrað sótt um skólavist en ekki var unnt að hafa nema 32 nemendur í vetur. Næsta haust bætist svo yngri deild við. Væntanlega verð- ur samanlögð nemendatala skólans um sextíu næsta vetur. Sv. S. Danslöngunin laoglíf Ungir Sjálfstæðismenn í Snæ- felisncssýslu ætluðu að bregða undir sig betri fætinum og halda mikið og herlegt vormót í Stykk ishólmi. Var tjaldað með þeim Sigurði Ágústssyni og Ásgeiri Péturssyni, en áhuginn var ekki meiri fyrir máli þessara post ula en svo, að rúmlega fjörutíu manns sótti mótið. Öðru máli gegndi um dansleik, sem haldinn var um kvöldið í nokkurs konar framhaldi af mót inu. Hann var sæmilega sóttur. Sjálfstæðismönnum hefir þ\i ekki enn tekizt að drepa dans- löngunina í ungu fólki, þótt þeim hafi tekizt að kála flestu öðru. Nokkrir ncmenour í kennslustund. T í M I N N, laugardaginn 12. mai 1956. Fyrsti stórleikur ársins: Gefur fyrirheit um sterkara landslið í sumar en áður Akranes sigraði Reykjavik 6-2 Afmælisleikur íþróttabandalags Akraness s. 1. fimmtudag var mjög vel heppnaður og vafasamt að betri knattspyrna hafi verið sýnd hér á vellinum svo snemma sumars. Lið Akraness féll vel sam an og samleikur liðsins var oft frábær, einkum átti framlínan og framverðirnir góðan leik, en vörn liðsins var mjög opin, eins og hin fjölmörgu opnu tækifæri Reykjavíkurliðsins gefa bezt til kynna, og ef einhver framherji Reykjavíkur hefði verið á virki- legum skotskóm í leiknum, hefði markatala liðsins getað margfald- azt. Þess ber að geta, að nýir menn léku í vörn Akraness, og með meiri reynslu í stöðunum, verða þeir án efa góðir, einkum Jón Leósson. Það gleðilegasta við þennan Ieik var hve landsliðsnienn okk ar virðast í góðri æfingu qg gef ur það fyrirheit um, að íslenzka landsliðið verði sterkara í sum- ar en nokkru sinni fyrr, og er það vel, því þegar í næsta mán-, uði verður landsleikur við Finn land í Helsinki. Ríkarður Jóns- son hefir sjaldan sýnt betri Ieik, og eftir að Halldór Halldórsson varð að yfirgefa völinn vegna meiðsla eftir 20 mín., varð Rík- arður allsráðandi. Ilann skoraði þrjú óvenjulega glæsileg mörk í leiknum, og vonandi er, að hann haldi slíku áfram í sum- ar, því i fyrra var ekki beint hægt að segja, að hann væri markhcppinn. Halldór Sigur- björnsson, Sveinn Teitsson, Guð- jón Finnbogason og Þórður Jóns son í Akranesliðinu áttu ágæt- an leik, og í Reykjavíkurliðinu Einar Halldórsson, Gunnar Gunn arsson, Sigurður Bergsson og Halldór meðan hans naut við. Markmenn beggja liða voru á- gætir. Leikurinn. Hraði var strax mikill hjá báð- um liðum og ágætum samleik brá fyrir. Fyrsta stundarfjórðunginn er ekki beint hægt að segja, að mörkin hafi komizt í verulega bættu, nema hvað Helgi Daníels- son, sem nú lék aftur í marki Akraness, varði hörkuskot frá Gunnari Gunnarssyni. Eftir það varð þunginn meiri í sókn Akra- ness, jafnhliða því, sem vörn Reykjavíkurliðsins hægra megin gaf eftir, en tvö fyrstu mörkin ! komu þeim megin. Á 20. mín. komst Ríkarður í mjög gott færi eftir sendingu frá Guðjóni, og skoraði með leiftursnöggu, óverj- andi skoti. Á næstu mín. stóð Sig. Bergsson fyrir opnu marki, en spyrnti yfir og aðeins síðar átti Hilmar enn betra tækifæri, en spyrnti framhjá. Á 30. mín. gaf Þórður Þórðarson vel fyrir mark- ið. Ólafur reiknaði knöttinn fram- lijá, en tók ekki eftir Þórði Jóns- syni, sem kom hlaupandi á mik- illi ferð, og tók knöttinn með sér í mark. Má segja, að það hafi ver- ið einu mistök Ólafs í leiknum að hindra ekki að þetta marlc var skorað. Eftir þetta mark komust mörk- in hvað mest í hætlu. Þórður Jóns son var fyrir opnu marki, og skor aði örugglega. Hilmar fékk enn opið tækifæri, sem hann misnot- aði, og Gunnar Guðmannsson átti ívö hörkufalleg skot á markið, en þau komu sem sagt beint á Helga, og fékk hann varið,- Enn tókst Akranesi að skora og var það fallegasta markið i leiknum. Halldór tók vel hornspyrnu og Ríkarður skallaði í mark svo að hvein í netinu. 4—0 fyrir Akra- nes. Síðast í hálfleiknum tökst Reykjavíkurliðinu löks að skora, og var Carl Bergmann þar að verki, en rétt áður hafði Ólafur varið mjög vel skot frá Þórði Þórðarsyni. Síðari hálfleikur. Fyrst í síðasta hálfleik var leik- urinn hvað beztur. Strax í byrjun fékk Hilmar þriðja tækifærið fyr- ir opnu marki, og en mistókst hon- um, en svona rétt til að halda við spennunni skoraði Gunnar Guðmannsson annað mark Reykvík inga rétt á eftir og kom það eftir góðar skiptingar sóknarinnar. En Akurnesingar . voru ekki ánægðir með það. Á 16. mín. náði Ríkarður knéttinum á vítateig eftir horn- spyrriu og skoraði með hörkuskoti efst í hornið, og sást Knötturinn vart fyrr en hann hafnaði í net- inu. Fjórum mín siðar lirðu gróf mistök hjá vörn 'Reýkjavíkurliðs- ins, sem nýliðinn Helgi Björgvins- son notfærði sér þegar og skoraði sjötta mark Akráriess. Eftir þetta virtist séin áhugi leikmanna dofnaði. Akurnesingar réðu algerlegá yfir miðju vallarins, sem mest orsakaðist af því, að inn herjar Reykjavíkurliðsins kornu sárasjaldan aítur til að aðstoða vörnina, og þó að það væri mest áberandi á þessu tímabili, var það þó einkennandi í öllum leiknum. Hreiðar Ársælsson varð einnig að yfirgefa völlinn vegna nieíðsla og kom Ólafur Gíslason í hans stað. Jens Sumarliðason kom í stað Halldórs, er hann fór út í fyrri hálfleik. Báðir þessir menn gerðu margt vel, þó erfiðleikar Jens væru miklir gegn Ríkarði, í því „formi“, sem hann var í þessum leik. Ekki voru fleiri mörk skoruð, en þó vantaði ekki tækifæri, en þau voru öll misnotuð. Verst var þó, er Gunnar Guðmannsson var einn með knöttinn fyrir miðju marki enn spyrnti framhjá. Þó átta mörk hafi verið skoruð í leiknum má með nokkrum rétti segja, að þetta hafi verið leikur hinna glötuðu tækifæra, einkum þó hvað fram- herja Reykjavíkurliðsins sncrti. En hvað um það; leikurinn er einn sá jákvæðasti, sem hér hefir sést, og er vonandi aðeins upphafið að góðri og skemmtilegri knattspyrnu í sumar. Dómari var Guðjón Einarsson. Fráfiær árangur í niíluhlaupi Heimsmethafinn í míluhlaupi, John Landy, Ástralíu, var sl. laug- ardag sigraður af landa sínum, Jim Bailey, á móti í Los Angeles í Bandaríkjunum. Árangur í lilaup- inu var mjög glæsilegur, og sá bezti, sem náðst hefir fyrir utan methlaup Landys. Bgiley hljóp á 3:58.6 mín., en Landy var broti lir sekúndu á eftir. Heimsmet hans er 3:58.0 seít í Finnlandi 1954. Bailey, sem er 26 ára gamall, er sjötti hlauparinn í heiminum, sem hleypur míluna innan við 4 mín, Keppni milli þessara frábæru áströlsku hlauþára var afar tví- sýn, en Bailey tokst aö tryggja sér sigurinn á síðustu metrunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.