Tíminn - 12.05.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.05.1956, Blaðsíða 5
T í M I N N, laugartlagiim 12. maí 1956. Aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga lokið: Stóraukin vörusala Kaupfelags Þingeyinga Endurgreiðsla til félagsmanna nemur 6,5% Samþykkt á aðalfundi kaupfélagsins, að félagið taki ekki til söiu glæpa- og sorp- rit í bókabúð sinni Námskeið um hagræn efni SÍÐUSTU áratugina hafa oft j þessi efni tekin til meðferðar: Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga var haldinn í Húsa- vík 4. og 5. maí s. 1. — 90 fulltrúar sátu fundinum auk fram kvæmdastjóra, félagsstjórnar, endurskoðenda og margra gesta. Formaður félagsstjórnar, Karl Kristjánsson, stjórnaði fundinum og flutti skýrslu stjórnarinnar. Gat hann margra málefna, er fulltrúaráð hafði á síðasta aðalfundi falið stjórn inni, og annarra, er stjórnin hafði tekið iil meðferðar og framkvæ'mda. Ýmis almenn mál. Mö:g mál voru rædd á fundin- um og voru umræður oft fjörug- ar. Til þeirra mála má nefna: at- vinnustöðvar í sveitum, sniðastofu í Húsavík, héraðsskjalasafn, ullar- verkun og ullarmat, verðflokkun á dilkakjöti, skipulag á sláturvör- um og fleira. Kjötgeymsla frystihúss kaupfé- lagsins var stækkað um nálega helming. - Hafin va|r bygging á stóru’ vörugeymsluhúsi og keyptur meiri hluti efnis til að fullgera þá byggingiK Vélar Voru keyptar til bræðslu- ostagerðarinnar. Einnig vélar til tólgargerðar. Smjörlíkisgerð var komið á fót og byggð íbúð fyrir sölumann’ við útibú félagsins við Laxárvirkjun. Snjóbíll var keyptur til öryggis fyrir rekstur mjólkursamlagsins og ákveðið var að kaupa fatahreips unarvélar til að taka upp fata- hreinsun á vegum félagsins. VöruveUan 37,5 miljónir. Finnur Kristjánsson fram- kvænidastjóri K.Þ. flutti skýrslu um rekstur félagsins á síðast liðnu ári og um efnaliag þess. Áður höfðu reikningar félags- ins verið fjölritaðir og þeim út- býtt meðal fundarmanna. Síð- asta ár varð mikið verzlunarár. Sala erlendra vara nam 18 miljón um króna og liafði aukizt veru- lega. Vöruveltan varð samtals 37,5 miljónir króna og aukning frá fyrra ári 20%. Fndurgreiðslan 6,5 %. Innstæður 1 viðskiptareikning- Aeægjulegur bind- indisoiálafundur Sunnudaginn 22. apríl 1956 fór Umdæmisstúkan nr. 1 til Akraness með in.s. Akraborg. Þátttakendur voru 36 templarar. Komið til Akrariess kli 10 f. h. Móttökur önnuðust 1 templarar úr stúkunni Akurblóm nr. 3. Gengið Var til kirkju kl. 11 f. h. og hlýtt messu hjá sóknarprestin- Um séra Jöni Guðjónssyni. Ræða haris var framúrskarandi góð og áhrifarík. Að messu lokinni var gengið lil borðhalds 'á Ilótel Akranes. Kl. 2 e. h. hófst bindindismála- fundur í Bíóhöllinni. Fundarefni var þetta: 1. Óðinn Geirdal æt. stúkunnar Akurblóm flutti ávarp. 2. Þorsteirin J. Sigurðsson um- dæmistemplar flutti ræðu. 3. Frú Sigrún Gissurardóttir og Þórketill Sigurðsson fluttu leik- þátt. 4. Björn Magnússon próf., flutti fræðsluerindi um bindindismál. 5. Einar Þ. Guðmundsson leikari las upp. 6. Jóhannes Jóhannesson lék ein- leik á harmóníku. 7. Maríus Ólafsson skáld las frum- samin kvæði. 8. Þorleifur Bjarnason námstjóri flutti lokaorð. Kynnir var Þórður Steindórsson umdæmiskanslari. Góður rómur var gerður að þeim atriðum, sem fram fóru á fundin- um. Sérstaklega ánægjulegt var hve margt ungmenna var meðal fundarmanna, er fylgdist af mikl- um áhugá og prúðmennsku með því sem fram fór. Fundarmaður. um og í Innlánsdeild var í árslok rúmlega 8 miljónir og hækkun frá fyrra ári nálega 1 milj. Sam- eignarsjóðir voru í árslok 2,5 milj. Ákveðið var að endurgreiða fé lagsmönnum 6,5% af úttektar- verði endurgreiðsluhæfra vara 1955. Þar af leggist í stofnsjóð 3% og í viðskiptainainnareikn- inga 3,5%. Úr Menningarsjóði voru sam- þykktar þessar fjárhæðir sem styrkir: Til (söngkóranna í Húsavík kr. 4 þús:, til Bókasafns Þingeyinga kr. 5 þús., til urigmennasam- bandsins kr. 2 þús. og til kvik- myndatöku í héraði kr. 3 þús. Samtals kr. 14 þúsuud. Vill útrýma sorpblöðum. Þá var ennfremur nokkuð rætt um tillögu þá, sem samþykkt hafði verið í Húsavíkurdeild K. Þ., og var um það, að félagið læki ekki til sölu glæpa- og sorp rit í bókabúð sinni og beitti sér fyrir að aðrir bóksalar liefðu þau ekki heldur til sölu. Féllst funduriim einhuga á I>essa til- lögu. Úr félagsstjórn áti að ganga Karl Kristjánsson, en var endur- kosinn. Endurskoðandi, í stað Sig- urðar heitins Baldurssonar frá I.undarbrekku, var kosinn Hlöð- ver Hlöðvisson, bóndi, Björgum, og sem fulltrúar á aðalfund SÍS: Finnur Kristjánsson, kaupfélags- stjóri, Karl Kristjánsson, alþingis- maður, Baldur Baldvinsson, bóndi á Ófeigsstöðum, og Jón Gauti Pét- ursson, bóndi á Gautlöndum. K. Þ. bauð fundarmönnum iil kaífidrykkju fyrri fundardaginn í samkomuhúsinu. Þar söng Þrym- ur við ágætar undirtektir, kvik- mynd var sýnd og stutar ræður fiuttar og stuðlamál. og víða um Norðurlönd vérið hald in námskeið um hágræn efni. Þar hafa verið á dagskrá margs kon- ar vandamál líðandi stundar, er snerta fjármurii og riotkun þeirra. Og athuganir og umræður hnigið að því höfuð markmiði, að freista þess að skapa sem héiibrigðast viðhorf til þeirra mála meðal upp rennandi æsku. Til þessara námskeiða ér-venju- lega stofnað af þeim, sem gegna forustuhluíverki í samtökum spari- sjóðanna, sem þ'ar eíu mjög sterk, ásamt ýmsum leiðtogum skólanna. Og- fengnír erjj. Ui fýrirlástrahalds og íeiðbeinipga ' Mnirl 'færustu menn á þeim 'sViðtifn: Eri-þéír sem námskeiðinjsækja eru þá fyrst og frenrst ;._stvóiameitit "ograðrJr 'þsir, sem ;einh\ærs kdriaí I telðbeirunga- störf hafa með höndum á þessum vettvangi, Qg, þaðvfer ekki á milli mála, áð ’þeksl rhábiáliáið- þýkja gefa góða raun. Á ‘SlÐÁSTLIÐNlí sumri sótti ég eitt þessara námskeiða,, sem „Danmarks sparekasseforening" gekkst fyrir að haldið yæri í Brand bjerg á Jótlandi: Varíslandi boðið að senda fulltrúa þangað.-En þar sem skýrsla, er ég.samdi um mótið, og það sem þar gérðist, var birt hér í blöðum, fer ég ekki frekar út í það. En það verður annað Brand- bjergs námskeið haldið í sumar, og mun okkur hafa verið boðið að senda fulltrúa þangað. Þar verða farið með tímann JÓNAS frá Brekknakoti skrifar baðstofunni athyglisvert bréf um klukkuna og tímann og hvernig við notum hann. Drepur á mál- efni, sem meira þyrfti að ræða: Næturgöltur og svefn fram a sól- bjartan dag. Jónas tekur til máls: S. E. NOKKUR iét sjá sig og heyra á baðstofupallinum nýlega (14. apríl sl.) og ræddi um fljótu klukkuna (okkar), og aðgerðir máttarvalda, að flýta klukk- unni með vordögum. Þótti mér svo mikils um vert, að ég bið nú um leyfi, að mega vera hér með-------og á móti! Blessaður S. E. bendir á það spaugilega í þessu — og réttilega á það m. a., að ærnar skeyti ekk ert um klukkuna. Þegar þær fara að bera á vorin, og að hyggnir bændur og séðir sjómenn láti fremur sól og veður ráða sinni fótaferð, en fljótu klukkuna. Eg er honum sammála um þetta allt en vil þó telja, fremur en hann, að nokkuð gott kunni af því að leiða, að flýta klukkunni, svo heimskulegt, sem það þó kann að virðast. Því að svo gagnmenntuð þjóð sem nú íslenzka er nú talin vera, ætti að kunna að laga hætti sína eftir sól og réttri klukku — og náttúrunnar lögmálum — án þess að beita sjálfa sig þessum brögðum. Næturgöltur til skaöa EN ÞESS gætir áreiðanlega víðast um landið að fólk er eitt- hvað fyrr á fótum á morgnana og ekki alveg eins lengi að göltra fram eftir á kvöldin, eftir að klukkunni hefir verið flýtt, — og er þessa ekki vanþörf. Það er nefnilega margra álit, að það sé íslenzkri þjóð bæði til skaða og mennt risið úr rekkju og síðla skammar, hve seint hér er al- lagst á koddann á kvöldin. Það er margreynt og oft umtalað, að langbezti svefntími mannsins sé að kvöldinu fyrir miðnætti. Og alþekkt eru og viðurkcnnd spak- mælin: „Morgun stund gefur gull í mund“, og „Drjúg eru morgun- verkin". Um þau sannindi þarf því ekki að fjölyrða. En á síð- kvöldum eru óknyttir flestir unn- ir og hættan mest á misstigum ýmis konar. Grannþjóðir okkar gætum við vissulega tekið til fyr irmyndar — hvað snertir fóta- ferð og háttamál. — Jú, fljóta klukkan bætir nokkuð úr, en ekki nóg. Hér þarf meira til. „Börn og penge“. „De okonomiske forhold for landboungdommen". „Byungdommens okonomiske pro- blemer“. „Sþarekasserne og ung- dommen". „Gammeldags og mod- erne opdragelse," o. fl. ALLT ERU þetta málefni, sem hljóta að vera aðkallandi til at- hugunar hér. Þó er varla hægt að segja að þau séu á dagskrá hjá o’dc ur. Það er eins og okkur sé meir umhugað um að rífast um ófarirn-i ar, en að leita að orsökum þeirra og reyna að fjarlægja þær. Þó er það nú hin mesta þjóðarnauðsy.a,,- Því að þótt unnt kunnh að*v^ra að kippa sumu, sem miðiir: fm-j f eitthvert lag með einhvérrís ’ konar skyndiráðstöfunum, fást varla úr- bætur á djúpstæðustií ágöllunum nema með bættu uppeldi. Og einn veigamikill þáttur þess, er meiri fræðsla um hagræn efhi Qgi gijdi: ráðdeildar í lífi og starfi ‘eihsták- linga og heildar. í sumar ættum við •ékkf*?f&fijnís ’ að senda þennan eina fulltrúa til Brandbjerg, sem boðinn er .þayjg; að, heldur líka 3 til 4-!t'l£vS&$ótlr:11 T. d. ætti einn fulltrúi að faruýrá sparisjóðunum, og svo hiiiií frá barna- og unglingaskóíunuah Sið”- an ætti svo að stofna til svipaðra' námskeiða hér, og hafa þá-fij hlið- sjónar það, sem aðrir hafa gert og reynt í þessum cfnum. Nóg eru verkefnin hér á þessil sviði, og sennilega fátt náuðsyn- legra nú en að sinna þeim. Snorri Sigfússon. Útvarp og kvikmyndir ráöa! Það mun vera útvarpið og því lýkur á sömu mín., hvort sem klukkan er sein eða fljót — — svo og kvikmyndir og almennar skemmtanir, sem mestu ráða í þessu efni. Það mun mjög al- gengt, bæði í bæ og sveit, að ein hver, eða allir, í fjölskyldunni vilja ekki hátta fyrr en lokið er þessu eða hinu útvarpsefni. bíða eftir því. Svo er heimafólk að koma úr bíói um kl 11. stundum seinna, aðrir af dansleik kl. 1, 2 og síðar á nóttu. Og sumir sofna varla væran blund fyrr en allir eru innan dyra. Hér er ekki gott í efni, jafnvel þótt selppt sé að geta þess, hvernig gengur að vakna að morgni og hvernig vinnubrögðin verða fyrstu tím- aná. Því ekki að flýta ciiuirt kvöldskemmtunum? FYRIR NOKKRUM árum á- kvöðu „þeir stóru“ í þjóðfélagi okkar, að opinberum skemmtun- um skyldi lokið eigi síðar en kl. 1 að nóttu — virka daga. Þessu var ekki illa tekið, enda fljótlega viðurkennt af fíestum mjög til bóta. Mætti ekki fara lengra á þeirri leið? Eg vildi láta fiýta öllu um eina klukkustund að kvöld- inu: Kvikmyndasýningar byrji kl. 8, útvarpsfréttir kl. 7 og 9 og ann að efni í samræmi við það. Al- mennum skemmtunum lokið á miðnætti, þegar virkur dagur er að morgni. Kvöldverðartími ætti þá sennilega að vera kl. 6. Yrði þetta framkvæmt vænti ég gjör- breytingar á háttum fólks í bæj- um og götulífi kaupstaðanna. Og eigi að ganga til starfa kl. 7 að morgni er erfiðismanninum vissu lega heppilegt að hátta kl. 10 að kvöldi að jafnaði. — Vafalaust er að breyta þyrfti útvarpstím- anum og máltíðum að morgni eða um hádegi, þótt til þessa kæmi. Vilji, alit sem þarf í SVONA litlu þjúðfélagi, og vel mönnuðu þó, ætti að vera auð velt að laga það, sem aimennt er viðurkennt að til bölvunar og skaða sé heildinni, eins og t. d. sorprita- og hasarblaðaútgáfa, slæpingsháttur fram á miðjar nætur og rúmlega hraustrar æsku fram á bjarta sólskinsdaga. — En nú eru kosningar fyrir dvr um. Þar munu fram koma margir „stórir“ og „kaldir", sem hvorki mun (að eigin úiiti a. m. k.) skorta kjark né vit að ráða bót á svona smá vanköntum, eða taka ákvarðanir, sem miða til Kaupf él. á Hvammstanga heíir endur- gr. íélagsmönnum 1 millj. kr. á 4 árum Á aðalfundi var ákveðið að endurgreiða 300 þús. kr. í ár og stofna mjólkurbú á fél.svæðinu Aðalfundur Kaupfélags Vestur- Húnvetninga var haldinn á Hvammstanga dagana 3. og 4. niaí. Sala keyptrar vöru hjá félaginu sl. ár nem. rúml. 8.2 millj. kr„ og greiðslur til viðskiptamanna fyrir innlagðar afurðir námu svipaðri upphæð. Úthlutaður t-ckjuafgangur til félagsmanna í hlutfalli við vöru- kaup á árinu er rúmlega 300 þús. krónur. Síðustu fjögur árin hefir félagið endurgreitt til félagsmanna af reisa mjólkurbú á Hvammstanga eða í grennd, svo fljótt sem fram- kvæmanlegt er. Ólafur Guðmundsson á Hvamms tanga, sem lengi hefir verið starfs maður hjá félaginu, lætur nú a£ störfum vegna aldurs, Ðg vottaði aðalfundurinn honum þakkir fyrir vel unnin störf. Guðjón Jónsson bóndi á Búr- felli var endurkjörinn í félags- stjórnina til þriggja ára. Aðrir í stjórninni eru: Axel Guðmundsson bóndi í Valdarási, Björn Kr. Guð- verði keyptrar vöru samtals mundsson verkamaður á Hvamms- rösklega 1 milljóri króná. Af þeirri tanga, Eðvald Halldórsson bóndi fjárhæð hefur verið útborgað 455 á Stöpum og Skúli Guðmundsson þús. kr., en hinn hlutinn greiddur alþingismaður á Laugarbakka., í stofnsjóðsreikninga. Kaupfélagsstjóri er Karl Hjálm- Á aðalfundinum var ákveðið að arsson. Fjölbreytt kvöldvaka Félags ísl. leikara í Þjóðleikhúsinu á mánudagskvöldið íslenzkt, enskt og rússneskt leikrit á dagskránni Félag íslenzkra leikara efnir til kvöldvöku í Þjóðleikhús- inu á mánudagskvöldið og kennir þar margra grasa. Renn- ur allur ágóði í styrktarsjóði leikara. Ekki. er ráðgert að hafa nema tvær sýningar, þar sem Þjóðleik húsið mun ekki fáanlegt, nema í tvö kvöld. Ungfrú Snjólaug Eiríks- dóttir, dansmær, mun sýna list- dans. Er hún nýkominn heim frá Danmörku, þar sem hún hefir lært listdans og komið fram víða. Mun liún dansa í Kátu Ekkjunni, en hún hefir áður komið fram í henni í Danmörku. Leikritin sem leikin verða eru þessi: Kjarnorka í þágu friðarins, atómleikrit í einum þætti eftir Svein dúfu, Fjárhættu- spilarinn, gamanleikur í einum þætti eftir rússneska skáldið Nikol þjóðheilla. Og hittum yfð kjós- endur rétta naglann áj höfuðið , ,. ... ... % . má víst búast við hinu bezta. aj Gogol og leikurinn Fjölskyldu- mynd, gamanleikur með söngvutö eftir Noel Coward. Úrslit á Skákþinginu Úrslit biðskáka úr sjöundu um- ferð: Árni vann Hjálmar, Ingi vann Jón P., Óli vann Benóný, Baldur vann Eggert, Ereysteinn vann Kára. 8. untferð: Freysteinn vann ÓI- af, Jón vann Benóný, Eggert gerði jafntefli við Sigurgeir. Þrir efstu menn eru þá eftir 8. ....., umférð: Freysteinn með 6% viriri- Baldur «ti ,g bid.kák, I„gi Jónas frá Brekknakoti. 1R. 4y2 vinning.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.