Tíminn - 12.05.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.05.1956, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, laugardaginn 12. maí 1956. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi viS Lindargötu. Símar: 31300., 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. „Gerðist himinn dimmr ok ógrligr.. (api, sag a TjÓTT VIÐ íslendingar * höfum ekki her og séum litlir stríðsmenn flestir, . getum við státað af því að eiga mesta stríðsblað Evrópu um þessar mundir. Alit síðan Al- ■þingi tók þá ákvörðun að óska endurskoðunar á varnarsamn- ingnum við Bandaríkin, með það fyrir augum að varnarliðið hverfi á brott að tilskildum tíma liðnum, hafa friðarhorfur .í veröldinni hríðversnað að því er Morgunblaðið hermir. Stjórn málaW-minn blaðsins hefir gerzt „dimmr og ógrligr" eins og him inn bergþursans í Heljarslóðar- orrustu. Veröldin hefir rambað á barmi heimsstyrjaldar að sögn þéss fréttablaðs. Er næsta athyglisvert sam- flot með minnkandi líkum fyr- ir langvinnum hervarnargróða ýmissa sameinaðra verktaka í- haldsins, og alls konar upp- steiti úti á heimsbyggðinni að sögn Morgunblaðsins. Þegar Atlantshafsráðið ræðir 'efnahagsmál og nauðsyn nýrra stefnu vegna breyttra viðhorfa. tilkynnir Mbl. að allt hafi snú- ist um hernaðanegt öryggi og vígbúnað. Þegar Dag Hammar- skjöld kemur heim að lokinni vel heppnaðrir för til Miðjarð- arhafsíandanna, sjást þær ógur legu ,,vígblikur“ á himni Morg- unblaðsins. Og þannig mætti lengi rekja dæmin um að þejr Morgunblaðsmenn vilji fortelja þjóðinni að hún skuli hafa vara. á sér og búa sig við „yfirhang- andi og ókomnu straffi“ ef hún stífli gróðalindir braskaranna. „Vigblikur“.MbL og ýrnis kon ar viðbúnaður minnir á frásagn ir annálaritara á miðöldum um að „eldroði á lofti og teikn, pestai'flugur og ormar á jörðu og skrímsli í vötnum“ væri u.nd anfari ógurlegra refsinga fyrir að breyta ekki samkvæmt bók- staf hinna lærðu manna. En þótt allt flokkskerfið sé i gangi og „stærsta blað landsins" rembist eins og rjúpa við staur við að gera veraldarástandið í nugum íslendinga aílt annað en það er í vitund menningarþjóða annars staðar á jarðkúlunni, mun allt koma fyrir ekki. Pen- ingastefna íhaldsins er á undan haldi og þótt yfirlæti sé mikið mun það brátt kanna þau fornu sannindi að drambsemin er áv- allt falli næst. Hin rauða glóð H' fER I BLAÐINU hefir að undanförnu verið gerður áhrifaríkur samanburð- ur á viðbrögðum Morgunblaðs- ins og ábyrgra erlendra blaða í tilefni NATO-fundarins. Ljós- -myndir hafa sýnt hvernig þetta málgagn hinna sameinuðu verk taka á fjáraflasviðinu hagræddi fréttum í samræmi við áróður í innanlandspólitíkinni. Auðvelt væri að birta tugi slíkra mynda og sanna, að Morgunblaðið er algert viðundur og eitthvert •allra óáreiðanlegasta fréttablað um erlend tíðindi, sem um get- ur hérna megin jórntjalds. Stjórnmálaritarar erlendra blaða ræða hin nýju viðhorf, sém við blasa í dag og voru und irstaða umræðna á NATO- fundinum. Ilið kunna brezka blað Manchcster Guardian kemst m. a. svo að orði, er það sagði frá ályktun Parísarfund- arins: „ . . Vandamálið er einfald- lega þetta: NATO var stofn- sett fyrir 7 árum sem svar við ógnum um hernaðarlega árás af hálfu Sovétríkjanna. í dag yirðist aðalógnunin frá Rúss- um vera pólitísk og efnahags- leg frekar en hernaðarleg. Er ■ hægt að breyta NATO til þess . að það geti mætt þessum nýju ógnunum? Og ef það er unnt, hvernig? Ráðið virðist hafa • komist að þeirri niðurstöðu að NATO sé ekki bezta tækið til þess að kljást við liina nýju efnahagslegu liótun, og þess vegna skuli vandamálið allt rannsakað. nánar . . Þannig dregur þetta blað sam an í örfáar sétningar þau efni, sem fjallað var um í París. Er fróðlegt að bera saman þessa lýsingu við æsingafregnir Mbl (sem auk þess að vera rang- færsla á anda samþykktanna eru líka beinlínis byggðar á rangri þýðingu orða). í PARÍS rikti sannarlega ekki sá andi sem gengur ljós- um logum um dálka Mbl. og Vísis og skrifstofur Sjálfstæðis- flokksins. Vafalaust eru ein- hverjir stjórnmálamenn banda- lagsríkjanna andvígir ákvörðun íslendinga í varnarmálinu. Inn- an bandalagsins liljóta jaínan að verða einhver ágreiningsat- riði og þau eru mörg í dag og varða ýmsar þjóðir. En fundurinn staðfesti að tímarnir eru breyttir, ný við- » horf blasa við, liernaðarmál þokast úr vegi fyrir pólitísk- um og efnahagslegum við- fangsefnum. Þessi meginatriði þykjast okkar stríðsblöð hér á íslandi ekki sjá. Þau segja rauða glóð stríðselda upp- ljóma allt austurloftið. Sanni nær mun vera að það sé glóð hergróðagullsins, sem upplýs- ir allt þeirra svið. Bjarminn af því fellur á sálarglugga klíkunnar, sem Jiefir eigin- hagsmuni að lífstakmarki og sannar með framferði sínu að gróðafíknin á sér ekkert föður land. Ef „gIókollarnir“ falla í Reykjavík T KOSNINGUNUM 1953 -*■ fékk listi Þjóðvarn- manna 2730 atkvæði í Reykja- vík, eða 106 atkvæðum fleira en listi Framsóknarflokksins, sem fékk 2624 atkvæði. Vegna þess- ara 106 atkvæða í Reykjavík fengu tveir Þjóðvarnarmenn sæti á Alþingi og hafa setið þar í þrjú ár, því að þingmannakjör ið í Reykjavík færði þeim eitt uppbótarsæti. ALÞYÐUflokkurinn fékk þá ekki nema einn þingmann kjörinn í Reykjavík, en hlaut 4936 atkvæði. Ef Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hefðu starfað saman í kosningunum 1953, eins og þeir gera nú, hefði útkoman orðið allt önn- ur. Þá hefðu þessir tveir flokkar sameiginlega á lista Alþýðuflokksins 7560 atkvæði Robert Shaw hinn írægi ameríski tönlistarmað- ur? kenmr hingað til lands í Sok mánaðarins á- saiut 30 manna úrvalskór og 20 manna hljómsv. í lok þessa mánaðar er væntanlegur hingað til lands bandarískur kór og hljómsveit, sem að undanförnu hefir verið á ferðalagi víða um Evrópu og Mið-Austurlönd. Bæði hljóm- sveitin og kórinn bera nafn stjórnandans, Roberts Shaw, en nafn hans hefir nú um nokkurt skeið staðið mjög framarlega meðal hljómlistarmanna og tónlistarunnenda vestan hafs og er hann viðurkenndur sem einn af duglegustu og mikilhæf- ustu stjórnendum og kennurum í Bandaríkjunum í dag. Shaw hefir fengizt mikið við hljómsveitarstjórn, en einkum hef ir tónlistarstalrf hans beinzt að þjálfun blandaðra kóra og túlkun þeirra verka meistarans, sem rit- uð eru fyrir kór og hljómsveit. Enda þótt Robert Shaw sé enn ungur að árum, fæddur í smábæn- um Red Bluff í Kaliforníu árið 1917, hlýtur ferill hans sem tón- listarmanns þó að teljast mjög merkilegur. Faðir Shaws var prest ur, sem þurfti að þjóna fleiri en einni kirkju, og stundum kom það fyrir að hinn ungi og gáfaði prestssonur tók að sér að lesa prédikunina í staðinn fyrir föður sinn, sem þá var fjarverandi við embættisstörf annars staðar. Það þótti því sjálfsagt, að hann lærði til prests og tæplega tvítugur hóf hann guðfræðinám við háskólann í Pomona. Frá unga aldri hafði hann lagt stund á söng og tónlist- arnám og enginn vafi lék ó því að músíkin átti rík ítök í huga hans. Skömmu eftir að hann kom til Pomona stofnaði hann bland- aðan stúdentakór og stjórnaði hon um. ÁRANGUR SÁ, sem hann náði, þótti næsta undraverður, og ötul- leiki og hæfileikar hins unga stiórnanda vöktu athygli, með þeim afleiðingum að hinn kunni tónlistarmaður Fred Waring, sem um þær mundir var afar vinsæll, einkum í litvarpi og kvikmyndum, kcm til Pomona til þess að. stjórna tónlist við kvikmynd, sem þar var verið að gera, bauð Shaw starf við að stjórna blönduðum kór, sem Waring þurfti að stofna í New York og nota við útvarpsdagskrá sína. Eftir nokkurra yfirvegun og í og með sökum þess hve fjárhag- ur Shaw-fjölskyldunnar var þröng- ur, ákvað hann að taka þessu boði og flytjast til stórborgarinnar. Tók hann þar til óspilltra mál- anna við að æfa hinn nýja kór, sem brátt vann sér miklar vin- sældir, en auk þess vann hann fyrir ýms leikhús borgarinnar við að æfa söngflokka, sem sungu í ýmsum söngleikjum, og notið mik- ilia vinsælda. Árið 1941 stofnaði Robert Shaw hinn svonefnda Há- skólakór, sem taldi um 200 með- limi, tónlistarnemendur frá ýmsum háskólum landsins. Vann kórinn sér þegar miklar vinsældir og hrós gagnrýnenda, en þegar bezt gekk var stjórnandinn kallaður til þjón- ustu í flotanum. Að stríðinu loknu tók Shaw aftur til óspilltra mál- anna og árið 1945 var hann m. a. skipaður kórstjórnandi við íónlist- arstofnunina í Tanglewood, sem hinn heimskunni hljómsveitar- og tvo þingmenn kjörna, en Þjóðvarnarflokkurinn engan og ekkert nálægt því að hann fengi það, því að 2. maður á lista Alþýðuflokksins liefði fengið 3780 atkvæði, en Þjóð varnarlistinn fékk eins og áð- ur er sagt ekki nema 2730 atkvæði. Þá hefðu Þjóðvarnarmenn heldur ekki fengið neitt uppbót arþingsæti í kosnungunum. Þá hefðu þau 154 atkvæði, sem Þjóðvarnarflokkurinn fékk í Eyjaíjarðarsýslu orðið ónýt, ekki komið honum að neinu gagni, sömuleiðis 133 atkvæði í Árnessýslu, 39 atkvæði í Mýra- sýslu, 10 atkvæði í Ðalasýslu, 36 atkvæði í Barðastrandasýslu, a 270 atkvæði á Akureyri, 20 at- kvæði í Vestur-Skaftafellssýslu o. s. frv. Alls staðar þar sem Þjóðvarnarflokkurinn fékk at- kvæði, hefði þeim atkvæðum verið á glæ kastað og orðið á- hrifalaus við úrslit kosninganna ' þar á meðal auðvitað atkvæðin í Reykjavík, en þar var aðal- fylgi flokksins. EF FORVÍGISMENN Þjóð- varnarflokksins vilja koma hreint fram nú gagnvart þeim, sem gerðust fylgismenn þeirra 1953, hér og þar á landinu, ber þeim auðvitað að vekja athygli þessa fólks á þeim staðreyndum sem hér hefir verið skýrt frá, svo að það geti gert sér ljóst, hvað það getur nú átt á hættu með því að kasta atkvæðum á Þjóðvarnarflokkinn. En áhætt- an er bersýnilega sú, að at- kvæðin verði áhrifalaus, með falli Þjóðvarnarlistans í Reykja- vík. Þeim, sem þegar hafa á- kveðið að hætta að styðja Þjóð varnarflokkinn, er auðvitað eng in þörf slíkrar aðvörunar. En þeir sem eftir kunna að vera eiga rétt á að fá tækifæri til að hugsa sig um áður en þeir taka áhættuna. TOSCANIN i stjóri Serge Koussevitzky stofnaði og stjórnaði. Auk þess var hann ráðinn kennari í hljómsveitar- stjórn og kórsöng við Julliard tón- listarskólann í New York. Um þctta leyti stofnaði hann einnig nýjan kór upp úr hinum gamla Háskólakór sínum og litla hljóm- sveit, sem síðan hafa borið nafn hans og njóta sívaxandi vinsælda og frægðar. UM TÍU ÁRA SKEIÐ voru þeir Arturo Toscanini og Robert Shaw nánir samstarfsmenn, og notaði Toscanini jafnan kór Shaws og aðstoð hans, þegar hann færði upp meiriháttar tónverk fyrir kór og hljómsveit, og má þar iil nefna Missa Solemnis og níundu sinfóní- una eftir Beethoven, Te Deum eft- ir Verdi og óperur hans Aida, Faístaff og Grímudansleikinn, Gesang Der Parzen eftir Brahms árið 1945, skömmu eftir að Shaw var laus úr þjónustunni í flotan- um, að samstarf hans og Toscan- inis hófst. Hinn ítalski ,,maestro“ hafði áður lieyrt Háskólakórinn undir stjórn Shaws og látið ve! af. í gegnum skrifstofu NBC út- varpsfélagsins lét hann nú spyrj- ast fyrir um það, hvort Shaw og kór hans myndr kæra sig um aö taka þátt í flutningi níundu og síðustu sinfóníu Beethovens með honum og hljómsveit hans. Slíku ROBERT SHAW boði var eklci hægt að neita frekar en heimboði til Hvíta hússins, onda þótt Shaw hafi ekki verið laus við kvíða og vel gert sér grein fyrir hvað í húfi var. ÖLLUM, SEM eitthvað fengust við tónlist, var vel ljóst, hvé ósveigjanlegur Toscanini var í krö£ um sínum. Þeir þekktu hina yfir- mannlegu þrá hans eftú- hinu.full- komna og reiðiköst þau, sem hann fékk, þegar honum mislíkáði, voru fræg orðin löngu áður en ShaW og söngvarar hans voru farnir að ganga. En Shaw t-ókl íil óspilltra málanna, því að naumur úmi var úl æfinga og hann skipaði söngv- urunum að nota hvert éinastá augnablik til þess að læra hlutverk sín og hljómsveitarinnar. Jafnvel í brautinni eða strætisvagninum á leiðinni til og frá æfingum voru þeir niðursokknir í lestur hins mikla verks. „HVer mínúta gildir“, sagði hann, „því að mínúturnar verða að klukkustundum". EFTIR ÞVÍ sem á leið æfingar fór sú spurning að gera æ meir vart við sig, hvernig Toscanini myndi líka frammistaða þeirra. Hrós frá hinum mikla snilling voru hæstu verðlaun, sem nokkr- um tónlistarmanni gat hlotnazt, en allir þekktu lundarfar hans. Stundum hafði hann grátið höfg- um tárum, þegar honum mislíkaði frammistaðan. Oft og einatt hafði hann brotið tónsprota sinn og ráð- izt gegn hljómsveitarmönnum sín- um með slíku ragni og ókvæðisorð- um (á ítölsku) að maður varð að heyra það til þess að geta trúað því. Jakkalaus og berhöfðaður hafði hann jafnvel þotið út í byl og kulda, þegar honum fannst þeir hafa brugðizt sér og músikk- inni. Ef, sagan átti að endurtaka sig, þá myndi einhver eekki eiga von á góðu. Kvöld eitt, er Shaw var á æf- ingu með kórnum, tók hann eftir því, að þeir litlu óvenju mikið hvort á annað og horfði út í sal- irin. Er hann sneri sér við, sá hann hvar Toscanini sat einsamall í tómum áhorfendasalnum, bros- andi út undir eyru. Hann hafði þá komið til þess að hlusta, öllum aö óvörum. Shaw gaf þegar merki um að stanza, en Toscanini sagði: „Nei, maestro, haldið þér bara áfram“. Ilinn ítalski stjórnandi hlustaði af athygli og gerði engar athugasemdir. ÞÁ KOM AÐ ÞVÍ að síðustu tón- ar í lokaþætti liins mikla sinfón- íska testamentis Beethovens dóu út og Shaw sló síðustu íaktana með tónsprota sínum. Allir biðu í mikilli eftirvæntingu. Þá skeði hið óvænta. Toscanini kom stik- andi upp á sviðið, kyssti hinn unga stjórnanda á báðar kinnar og hróp- aði: „Bravó, bravó. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég hef heyrt þcssa músik flutta eins og á að flytja hana. Loks hef ég fundið stjórnandann, sem ég hef verið ao leita að“. Eins og geta má nærri var þetta mikill sigur fyrir Robert Shaw, enda hefir frami hans aukizt hröð- um skrefum. Toscanini og hann áttu upp frá þessu mikið starf saman,' allt til þess 'tíma að ðldung urinn dró sig í hlé fyrir rúmu ári síðan. (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.